Dagur - 12.05.1999, Page 7

Dagur - 12.05.1999, Page 7
etti vi *f .sv rvjuMiavu juut - a MTVVIKVVll inrB 12. MAl 19 9V - 7~ -JW.Ol ÞJÓÐMÁL Sjóbleíkja, vannýtt verðmæti BJARNI JONSSON DEILDARSTJÚRI NORÐURLANDSDEILDAR VEIÐIMÁLASTOFNUNAR AÐ HÚLUM / HJALTADAL SKRIFAR Miklir vannýttir möguleikar ligg- ja í stangveiði. Vel hefur verið staðið að uppbyggingu vfða varð- andi laxveiði og tekjur af henni skila sér beint heim í sveitirnar og styrkja þar byggð. Þær tekjur sem bændur hafa af laxveiði hafa styrkt búsetu og þjónustu á þeim svæðum sem bestu laxveiðiárnar eru svo sem á Norðurlandi og Vesturlandi. Framboð á laxveiði- leyfum hér á landi hefur verið metið um 34.000 stangardagar á ári og er það nánast fullnýtt. Aukinn frjöldi stangveiðimanna mun því Ieita í ríkara mæli í sil- ungsveiði. Hér er mikilvægur vaxtarbroddur í ferðaþjónustu. Miklir möguleikar liggja því á svæðum sem hafa allt til að bera til að geta orðið eftirsótt af er- lendum jafnt sem innlendum veiðimönnum til silungsveiða. Sjóbleikjan Sjóbleikjan er straumvatnsfiskur sem líkt og laxinn býður upp á flest það sem kröfuharðir veiði- menn sækjast eftir. Ahugi manna hefur verið að vakna fyrir sjó- bleikjuveiði, ekki síst á meðal er- lendra veiðimanna og nú er svo komið að sum veiðifélögin við dýrustu laxveiðiárnar hafa orðið verulegar tekjur af sjóbleikju- veiði, aðallega á svokölluðum sil- ungasvæðum í neðri hluta ánna. Dæmi um þetta eru Víðidalsá, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. A þessum stöðum hefur safnast mikil reynsla af nýtingu veiði- hlunninda og veiðiréttarhafar njóta góðs af skipulegu starfi veiðifélaganna. Sú ímynd sem árnar hafa sem laxveiðiár stuðlar einnig að því að gera þær eftir- sóttari. Þrátt fyrir að verð á veiði- leyfum á þessum silungasvæðum hafi hækkað töluvert á síðustu árum, anna menn engan veginn eftirspurn. Víða mðguleikar Þrátt fyrir að sjóbleikjan skapi umtalsverð verðmæti nú þegar hjá nokkrum veiðifélögum, þá má segja að fólk hafi litlar sem engar tekjur af sjóbleikju víðast annarsstaðar þar sem hana er að finna. Margar íslenskar ár og vatnasvæði bjóða upp á mikla möguleika í sjóbleikjuveiði. Þar eru sóknarfæri sem ekki hafa ver- ið nýtt. Þar kemur margt til; Veiðifélög og veiðiréttarhafar eru of fjárvana til að leggja í þá grunnvinnu sem þarf til að gera sjóbleikjuveiði að verðmætum hlunnindum, líffræðilega þekk- ingu skortir á viðkomandi vatna- kerfum, veiðifélög eru veik eða jafnvel ekki til staðar og töluvert átak þarf til að ná til væntanlegra veiðimanna. Rannsóknii Fyrsta skrefið í því að auka verð- mæti af sjóbleikjuveiði er rann- sóknir. Lífsaga sjóbleikju er fjöl- breytt og það sama má segja um vatnakerfin sem hún lifir í. Nauðsynlegt er að þekkja þessa þætti svo að meta megi nýtingar- möguleikana og velja heppilegt nýtingarform. Þó við vitum nú þegar nokkuð um lífshætti sjó- bleikjunnar skortir enn mikið á, ekki síst vegna þess að hvert vatnakerfi er öðrum ólíkt. Efla þarf veiðifélögin og stofna ný þar sem þau eru ekki til fyrir. Slíkt er forsenda þess að nýta sjóbleikj- una með sem hagkvæmustum hætti og með heildarhagsmuni í huga. Oflug veiðifélög þarf ein- nig til þess að ná árangri í mark- aðssetningu á veiðinni. Víðast þar sem sjóbleikjuveiði er að hafa liggur ekki á lausu fyrir utanað- komandi aðila hvar hægt er að fá veiðileyfi eða hvar önnur þjón- usta er til staðar, svo sem gisting. Markhópurinn nú er því gjarnan fámennur hópur veiðimanna í heimabyggð. Við þetta bætist slæleg skráning á afla, en aflatöl- ur skipta miklu máli fyrir verð- myndun á veiðileyfum. Oft er því um að ræða verðmæti sem menn gera sér ekki grein fyrir að þeir eigi. Dæmi um það er granda- leysi fyrir skaða sem hlotist getur af illa grundaðri malartekju úr ám til vegagerðar eða losun úr- Sveitarfélögin bakhjarl Jafnvel þó að fólk sé allt af vilja gert að gera verðmæti úr hlunn- indum sínum eins og sjóbleikju- veiði og vinni að því markmiði í gegnum veiðifélög eða með annarri félagastarfsemi getur þurft meira til svo árangur náist. Með auknum verkefnum og efl- ingu sveitarfélaganna er fyrir hendi öflugur bakhjarl ef veí er að málum staðið. Þar eru á ferð- inni sameiginlegir hagsmunir allra íbúanna af nýsköpun á svæðinu. Ef tekst að auka straum ferða- manna um viðkomandi svæði til útivistar og stangveiði skilar það ekki einungis tekjum til seljenda veiðileyfa heldur ekki síður til þeirra aðila á svæðinu sem bjóða upp á hverskyns þjónustu fyrir ferðamenn svo sem verslun, af- þreyingu og gistingu. Ónefnd eru þá þau margfeldisáhrif sem slík uppbygging hefði fyrir aðra íbúa byggðarlagsins. Markaðssetning á stærra svæði sem heild til stangveiði er einnig mun vænlegri til árangurs en til- raunir einstakra veiðiréttarhafa eða lítilla veiðifélaga til að koma vötnum sfnum á framfæri hver í sínu lagi eða annarri þjónustu þeim tengdri. Til að ná árangri í markaðs- starfi getur verið skynsamlegt að aðilar við veiðiár á sama svæði standi saman að stefnumótun og kynningu og hafi þannig meira bolmagn til þess að ná til hugs- anlegra veiðimanna utan svæðis- ins, jafnvel erlendra veiðimanna. Erlendir stangveiðimenn sem hingað hafa komið í sjóbleikju- veiði vilja gjaman reyna sig í fleiri en einni á og þannig er einnig Iíldegra að veiðimenn fari ánægðir á braut því gæftir eru misjafnar eftir ám og tímabilum. Það mælir einnig með slíku sam- starfi að fólk er að einhverju leiti að nýta sömu stofnana þó í fleiri ám sé. Sjóbleikjan virðist ferðast um og jafnvel hafa vetursetu í nær- liggjandi vatnakerfum áður en hún verður kynþroska og hún kemur þannig víða fram í veiði. Það er því nauðsynlegt að aðilar sem nýta sjóbleikju á sama strandsvæði hafi með sér samráð um fyrirkomulag nýtingar til að tryggja sameiginlega hagsmuni. Samstarf Vísir að samstarfi af þessu tagi er að takast á Tröllaskaga og Eyja- fjarðarsvæðinu. Þar eru margar ár og vötn sem bjóða upp á mikla möguleika í sjóbleikjuveiði. Sum- ar þessar ár skila nú þegar nokkrum verðmætum til veiði- réttarhafa en þau má auka veru- Iega ef vel verður á málum hald- ið. Sjóbleikjan á þessu svæði nýt- ir sér sömu strandbúsvæðin og líklegt er að hún fari einnig á milli vatnakerfa. Þarna er að ein- hverju leiti sama þjónustusvæðið fyrir veiðimenn svo hagsmunir af samvinnu eru augljósir. Nokkur sveitarfélög, veiðifélög og veiðiréttarhafar á svæðinu ásamt Norðurlandsdeild Veiði- málastofnunar á Hólum, hafa hafið með sér samstarf sem felst í samræmdu nýtingar og mark- aðsátaki á sjóbleikjuveiði á Tröllaskaga og Eyjafjarðarsvæð- inu. Verkefnið mun heQast nú í sumar og verða að einhveiju leiti fjármagnað af aðstandendum verkefnisins, en ljóst er að einnig þarf að koma til utanaðkomandi fjármagn til að árangur náist. Vaimýtt auðlind Sjóbleikja á Islandi er vannýtt auðlind. Allar líkur eru til að veiði á silungi muni í framtíðinni skila mun meiri verðmætum í stangveiði en markaðsvirði afla segir til um, lfkt og raunin er í laxveiði. Með sameiginlegu nýt- ingar og markaðsátaki á Trölla- skaga og Eyjafjarðarsvæðinu verður hægt að ná til þessara veiðimanna og leggja grunn að nýjum atvinnuvegi á svæðinu, öflugri ferðaþjónustu í tengslum við stangveiði. Rannsóknastöðm önuur grein Náttúrurannsóknastöðin við Mý- vatn heyrir undir Umhverfis- ráðuneytið og var stofnuð með samkomulagi við heimamenn, sem staðfest var með lögum nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár. Rannsóknastöðin hefur aðsetur og lögheimili á Skútu- stöðum við Mývatn. I húsakynn- um hennar fer fram fjölbreytt rannsóknastarfsemi, einkum í vistfræði. Er hún í höndum sér- fræðinga frá ýmsum rannsókna- stofnunum og háskólum. Rann- sóknir á vettvangi fara einkum fram að sumarlagi, enda er Iífríki að miklu leyti í dvala á veturna. A veturna er unnið úr efniviðnum á mörgum rannsóknastofnunum, og hefur eini fasti starfsmaður stöðvarinnar þá aðsetur við Há- skóla íslands, þar sem hópur manna starfar saman að úr- vinnslu gagnanna. Hlutverk Náttúrurannsókna- stöðvarinnar í þessu samstarfi er m.a. að tryggja samfellu í rann- sóknagögnum, útvega aðstöðu á vettvangi, sjá til þess að gerðar séu þær rannsóknir sem eru nauðsynlegur grundvöllur vernd- unar og leggja grunn að veiðiráð- gjöf til silungsbænda. Þá stuðlar hún að útgáfu og kynningu rann- sóknaniðurstaðna í innlendum og erlendum fagtímaritum, ritum fyrir almenning, með fyrirlestra- haldi, sýningarhaldi fyrir ferða- menn, kvikmyndagerð og með vefsíðum. Eitt veigamesta hlut- verk stjórnar rannsóknastöðvar- innar er að annast ráðgjöf í um- hverfismálum og verður vikið að því í næstu grein. Arið 1994 var gerður samning- ur milli rannsóknastöðvarinnar og Líffræðistofnunar Háskólans um gagnkvæma aðstöðu. Starfs- menn stöðvarinnar hafa aðgang að rannsóknaaðstöðu í húsum Líffræðistofnunar, en starfs- menn Háskólans notfæra sér vinnu- og gistiaðstöðuna á Skútustöðum. Þessar tvær stofn- anir hafa nána samvinnu um rannsóknir á fuglum og mýi. Samvinna er einnig við Veiði- málastofnun um rannsóknir á silungi í Mývatni, og annast stofnunin ráðgjöf til Veiðifélags Mývatns. Einnig má geta þess, að Veðurstofan rekur sjálfvirka veðurstöð að Syðri Neslöndum við Mývatn í samvinnu við rann- sóknastöðina. Mývatn er eftirsóttur vettvangur til ýmissa náttúrufræðirannsókna og þeim mun eftirsóttari sem meira er vitað um svæðið og gagnagrunnur um lífríkið stækkar. Mývatnsrannsóknir þurfa á mun meiri sérþekkingu að halda en nokkurn tíma mun rúmast innan einnar stoffiunar. Auk fyrrgreindra stofnana er leitað eftir sérfræðiað- stoð ffá Orkustofnun, Náttúru- ffæðistofnun, Raunvísindastofn- un, Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Vegagerðinni, auk þess sem verk- fræðistofur hafa lagt rannsóknun- um lið (Vatnaskil sf., Línuhönnun hf.). Eru þá ótaldir nokkrir erlend- ir háskólar. Mikið af rannsóknastarfi við Mývatn byggist á persónulegum áhuga vísindamanna, sem eru reiðubúnir að leggja verulegan hluta af tíma sínum og rann- sóknafé í þessa vinnu. Eins er al- gengt að háskólanemar vinni rannsóknaverkefni sín við Mý- vatn. Með markvissri uppbygg- ingu vísindaaðstöðu við Mývatn með föstu starfsliði, en ekki bara einum föstum starfsmanni eins og nú er, má auðveldlega gera svæðið ennþá eftirsóknarverðara og styrkja þar með byggð á þess- um stað.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.