Dagur - 12.05.1999, Síða 13

Dagur - 12.05.1999, Síða 13
MIÐVIK’VDAGVR 12r MAÍ-19 99 — 13 ÍÞRÓTTIR Bradford vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sjötíu og sjö ára veru í neðri deildum. Simderland og Brad- ford í úrvalsdeildina Keppni í ensku 1. deildinni er nú lokið með stórsigri Sunder- land, sem setti glæsi- legt stigamet, eftir að- eins eins árs veru í deildinni. Sunderland sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta leik- tímabili hefur nú aftur unnið sér sæti í deildinni með glæsilegum 105 stiga sigri í 1. deild. Félagið sló þar með þrettán ára gamalt stigamet Swindon Town, frá ár- inu 1986, þegar félagið náði 102 stigum í 1. deild. I öðru sæti deildarinnar varð Bradford City, en tvö efstu liðin í 1. deild komast beint í úrvals- deildina. Hörð barátta varð um sætið á miili Bradford og Ipswich og varð ekki ljóst fyrr en í síðustu umferð hvort liðið næði sætinu. Bradford þurfti sigur í síðasta leiknum og gekk það eft- ir, þegar það vann Wolves 3-2 á heimavelli. Ipswich sigraði reyndar einnig í sínum síðasta leik, þegar það vann Sheffield United 4-1 á heimavelli og náði þar með þriðja sætinu. Nokkur uppstokkun varð hjá Bradford fyrir keppnistímabilið og þrátt fyrir annað sætið átti lið- ið ekki góða byrjun í deildinni. Það átti þó eftir að lagast og sigr- aði liðið í 26 Ieikjum af 46, gerði 9 jafntefli og tapaði 11. Mikill hugur er í Geoffrey Richmond, stjórnarformanni félagsins og aðaleiganda, og hefur hann lýst því yfir að allt verði gert til að halda liðinu í úrvalsdeildinni eft- ir 77 ára veru í neðri deildum. Fjögurra liða keppni um þriðja lausa sætið Fjögur lið í 3.-6. sæti keppa síð- an um þriðja lausa sætið í úrvals- deildinni og eru það auk Ipswich, lið Birmingham, Watford og Bolton. Sú keppni hefst á sunnudag, en þá leika Bolton gegn Ipswich og Watford gegn Birmingham. Miðvikudag- inn 19. maí leikur svo Ipswich gegn Bolton og á fimmtudag Birmingham gegn Watford. Lokaumferðin fer svo fram mánudaginn 31. maí og verður þá ljóst hvert af þessum Ijórum liðum flyst í úrvalsdeildina með Sunderland og Bradford. Það varð hlutskipti Buiy; Ox- ford og Bristol City að falla í 2. deild, en spennan á botninum var geysileg og ekki ljóst fyrr en í síðustu umferð hvaða lið fylgdu Bristol City niður. Þar náði Queen Park Rangers að bjarga sér frá falli með 6-0 stórsigri á Crystal Palace á Loftus Road. Þar með voru Oxford og Bury fallin, þrátt fyrir sigra í sínum leikjum, en Bury vann Port Vale 1-0 á heimavelli og Oxford 5-0 stórsigur á Stockport. Lokastaðan L U I T Mörk S Sunderland 46 31 12 3 91:28 105 Bradford 46 26 9 11 82:47 87 Ipswich 46 26 8 12 69:32 86 Birmingh. 46 23 12 11 66:37 81 Watford 46 21 14 11 65:56 77 Bolton 46 20 16 10 78:59 76 Wolves 46 19 16 11 64:43 73 Sheff. Utd. 46 18 13 15 71:66 67 Norwich 46 15 17 14 62:61 62 Huddersf. 46 15 16 15 62:71 61 Grimsby 46 17 10 19 40:52 61 WBA 46 16 11 19 69:76 59 Barnsley 46 14 17 15 59:56 59 Cr. Palace 46 14 16 16 58:71 58 Tranmere 46 12 20 14 63:61 56 Stockport 46 12 17 17 49:60 53 Swindon 46 13 11 22 59:81 50 Crewe 46 12 12 22 54:78 48 Portsmouth 46 11 1421 57:73 47 QPR 46 12 11 23 52:61 47 Port Vale 46 13 8 25 45:75 47 Bury 46 10 17 19 35:60 47 Oxford 46 10 14 22 48:71 44 Bristol C. 46 9 15 22 57:80 42 ÍÞR Ó TTA VIÐTALIÐ Lakasta lið deildariimar Strömgodset, sem þeir bræður Valur Fannar og Stefán Gíslasynir leika með, á mjög erfitt uppdráttar um þessar mundir. Eftir að hafa unnið Kongsvinger í fyrstu umferð deildarinnar hefur liðið tapað öll- um öðrum leikjum sínum. Valur Fannar lýsti andanum í liðinu með þeim orðum að menn mættu á æfingar tveimur mínútum fyrir þrjú og allir væru farnir heim fimm mínútum eftir að æfingu lyki. Samskipti leikmanna og stjórnenda liðsíns eru því við frostmark. Valur bætti því við að í mannlegum samskiptum stæði Fram Strömgodset framar á öllum sviðum. Stjórnarmönnum Strömgodset, sem lék til úrslita um norska bikarinn fyrir tveimur árum hefur því tekist gera lið sitt að lakasta liði úrvalsdeildarinnar. Steinar stendur upp lir Kongsvinger, lið Steinars D. AdolKsonar og Stefáns Þórðarsonar, er það lið sem komið hefur mest á óvart í norsku úrvalsdeildinni dl þessa. Liðið hefur tapað öllum leikjunum sínum til þessa í úr\'als- deildinni, m.a. fyrir Godset í fyrstu umferð. Steinar Dagur Adolfsson hefur verið langbesti leikmaður liðsins það sem af er leiktíðinni. Það verður því gaman að fylgjast með viðureign hans við Helga Sigurðs- son þegar Kongsvinger tekur á móti Stabæk á fimmtudaginn. Það gæti því orðið íslensk knattspyrnuveisla í Kongsvinger eins og í Lille- ström í íjórðu umferðinni. Óheppnin eltir Pétur Sigurður Bjarnason, Dagur Sigurðsson og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson var í leikmannahópi Stabæk fyrir leikinn gegn Tromsö. Þegar Iiðin voru að hita upp kenndi Pétur sér einhvers meins og þurfti að yfirgefa svæðið. Það varð til þess að íslensku handboltalandsliðsmennirnir, Dagur Sigurðsson og Sigurður Bjarna- son, gripu í tómt þegar þeir mættu á Nadderud til þess að heimsækja Pétur sem lá undir sæng og fylgdist með leiknum í sjónvarpi. Þeir fengu þó að sjá Helga Sigurðsson og Tryggva Guðmundsson í góðum gír í og eftir leikinn. — GÞÖ Gífmlegt álag á leUanoimiun Atli Eðvaldsson knattspymuþjálfari. Keppnin í úrvalsdeild- inni í knattspymu hefst nk. þriðjudag með opnun- arleik gömlu ekfifjend- anna KRogÍAá heima- velli KR-inga í Frosta- skjóli. Dagur ræddi við AtlaEðvaldsson, þjálfara KR-inga, umstöðuna hjá hans mönnum. - Hvemig hafa KR-ingar hagað undirbúningi jyrir sumarið? „Við byrjuðum okkar undir- búning strax í byrjun nóvember með venjubundnum æfingum og höfum æft nær stanslaust í allan vetur. Frá því í byrjun mars höf- um við svo verið að spila leiki svo að segja á þrigga daga fresti, bæði í Reykjavíkurmóti og í deildarbikarnum. Það hefur því verið gífurlegt álag á mann- skapnum að undanförnu, sér- staklega vegna þess að við höfum þurft að hlífa þeim leikmönnum sem ekki þola að spila á gervi- grasinu. Við höfum því verið að keyra þessi mót mest á sömu átta til níu Ieikmönnunum." - Hvað finnst þér um það að láta vorleikina fara fram á gerx’igrasi og ertu ekki hrædd- ur um meiðsl eftir mikið álag? „Við höfum aðallega æft á mölinni í vor og að spila á gervi- grasinu er mikil breyting. Þessir gemgrasvellir eru heldur ekki nógu góðir og í raun alls ekki boðlegir. Slysahættan er mikil og álagið verður gífurlegt. Menn eru jafnvel nokkra daga að ná sér í skrokknum eftir leikina og það má þakka fyrir það í hverjum Ieik að missa ekki út leikmenn með meiriháttar meiðsl. Fjórir úr okkar hópi hafa til dæmis lent í slæmum meiðslum eftir gervi- grasleiki, þannig að þetta er mik- il áhætta og varla verjandi leng- ur. Það versta er að meiðslin geta orðið mjög slæm og þá er ég jafn- vel að tala um fótbrot, kross- bandaslit, ökklaslit og meira að segja handarbrot. Eins og ég sagði þola sumir alls ekki að spila á þessum völlum og sem dæmi eru þeir sjö í Ieikmanna- hópnum hjá mér. Menn þola ekki álagið og bólgna upp á ökkl- um og hnjám og jafnvel upp í mjaðmir og bak. Þeir leikmenn sem mest hafa spilað eru líka gjörsamlega búnir eftir þessa erfiðu törn og ég er því feginn að þessu er iokið í bili. Við fáum nú níu daga frí fram á þriðjudag og mönnum veítir svo sannarlegá ekkert af þeirri h\i'ld fýrir komandi átök f deildinni. Hvað varðar álagið þá er ég auðvitað mjög smeykur. Mönn- um er miklu hættara við meiðsl- um og það er grátlegt að þurfa að spila við þessar hættulegu að- stæður. Menn eru jafnvel að Ienda í alvarlegum meiðslum áður en deildarkeppnin hefst, eftir þrotlausar æfingar á undir- búningstímanum.“ - Hvað er til ráða? „Það er ljóst að ef við ætlum að halda þessu áfram af ein- hverju viti, þá þurfum við betri velli. Hluti af okkar vandamáli er kuldinn og þess vegna liggur fyr- ir að byggja þarf yfir velli fyrr en seinna, eins og við þekkjum til dæmis frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Færeyingar hafa til dæmis þegar byggt yfir góðan völl og þeir hafa líka gert sér grein fyrir að það er ekki nóg að hyggja, það þarf líka að halda honum við. Ef við tökum þessa gervigras- velli sem byggðir hafa verið hér á landi, þá hefur viðhaldið alveg gleymst. Með tímanum traðkast grasið niður og grassprotarnir brotna svo alveg að lokum. Þá er aðeins eftir slétl og hörð motta sem ekkert gefur eftir og það veldur þessum alvarlegu slvsum. Ef farið væri eftir uppskriftinni, þá þyrfti að fara yfir vellina nokkrum sinnum á ári og til þess þarf sérstök tæki sem rétta gras- sprotana við þannig að þeir þjóni hlutverki sínu. Því hefur ekki verið sinnt hér á landi og því er ástand vallanna eins og það er.“ - Ertu bjartsýnn á góðan ár- angur í deildinni? „Við KR-ingar mætum sterkir til leiks og ef við verðum heppn- ir og lendum ekki í teljandi meiðslum, þá er ég nokkuð bjart- sýnn á góðan árangur í sumar. Við erum reyndar með þrjá til fjóra leikmenn meidda í upphafi, en horfurnar eru góðar. Við höf- um fengið til liðs við okkur þrjá nýja öfluga leikmenn, en að öðru leyti er hópurinn Iítið breyttur frá því í fyrra og byggt verður á þeim góða grunni sem félagið á fyrir.“ - Hverjir verða sterkustu and- stæðingamir? „Leiítursmenn verða með geysisterkí iið í sumar, það sterkasta seni ég hef séð í vor. Eyjamenn verða líka öflugir og fara langt á reynslunni og einnig Skagamenn. Eg á Iíka von á að Fram og Keflavík blandi sér í toppbaráttuna."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.