Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 1
fs Söngleikur 10. áratug- arins (segja menn) verðurfrumsýndur í Loftkastala á morgun. Höfundurinn lést skömmufyrirfrumsýn- ingu en söngleikurinn tókfjörkipp, rakaði inn áhorfendum til að sjá þennan óð til ástar- innar og lífsþorstans... Nóttina áður en forsýningar á söngleiknum RENT áttu að hefj- ast, þann 25. janúar 1996, lést hinn 35 ára Jonathan Larson af meðfæddum æðasjúkdómi en hann hafði lengi bögglast við að koma sér og söngleiknum sínum á framfæri. Nokkrum vikum síð- ar var nafn hans um alla menn- ingarpressuna og söngleikurinn kominn á Broadway. Nú, þremur árum síðar, verður söngieikurinn frumsýndur í Loftkastalanum í leikstjórn Baltasars Kormáks. Við kíktum niður í Héðinshús og tók- um þá Helga Björnsson og Atla Rafn Sigurðarson tali en þeir leika kærustupar í sýningunni, Helgi leikur háskólakennarann Tom Collins en Atli klæðskipt- inginn Angel - og þeir eru ást- fangnir upp fyrir haus. Elta ekki „kanalúkkið“ Söguþráður er ekki alltaf sterk- asta hlið söngleikja og hann er nokkuð óljós einnig í RENT. Þegar Atli Rafn og Helgi voru inntir eftir söguþræðinum komu nokkrar vöflur á þá félaga en sættust þó á að helsti átaka- Atli Rafn játar það upp á sig að hafa alltaf þótt söngleikir frekar leiðinlegir. „En hér er ekki þetta blöðrulega efni sem söngleikir fjalla yfirleitt um. Það sem eimdi afþví í verkinu er farið." Umhverfi og aðstæður persóna í söngleikn- um eru afar keimlíkar þeim sem höfundurinn Jonathan bjó sjálfur við en hann var fátækur listamaður, kærastan yfir- gaf hann vegna annarar konu og kunningjarnir að hrynja niður úr eyðni. mynd: hilmar þór. punktur verksins væri yfirvofandi brottrekstur tveggja vina úr bygg- ingu sem þeir hefðu tekið sér til búsetu. Fleiri koma við sögu og sýningin rúmar allavega 3 ástar- sögur en boðskapurinn, segja þeir, er fyrst og fremst að lifa fyr- ir líðandi stund og viðhalda lífs- gleðinni þrátt fyrir utanaðkom- andi aðstæður, veikindi og aðra óáran. - Nú var höfundinum mjög annt um að efnið skírskotaði beint til veruleika ungs fólks en þessi hrdslagalegi eiturlyfja- og eyðni- sjúki veruleiki ungra listamanna er ekki mjög umfangsmikill hér á landi - er leikurinn að einhverju leyti heimfærður? „Nei,“ svöruðu þeir, dálítið efa- blandnir. Sitthvað hafi þó verið gert til að sníða það al-amerísk- asta af leikritinu og einnig geri búningarnir sitt til að dempa am- eríska stemmninguna en þeir eru nánast eins og klipptir út af bekkjarmynd íslensks 10. bekkjar árið 1999. „Það er ekkert verið að elta kanalúkkið..." Þversnið af óperu og söngleik - Nú upplifir maður þetta ekki sem venjulegan poppsöngleik heldur mitt á milli óperu og söng- leiks, hvemig mynduð þið lýsa tónlistinni? „Höfundurinn hafði að leiðar- Ijósi að búa til söngleik með mús- ík dagsins í dag, músíkina sem krakkarnir væru að hlusta á, og var þá að miða við þær hljóm- sveitir sem voru inn þá - vildi fá það fíl fram, U2, Sting og Pearl Jam og fleiri," svarar Helgi að bragði og segir tónlistina ekki líkjast hefðbundinni söng- leikjatónlist en ástæðan fyrir því að fólk tengi RENT við óperur sé sennilega sú að samtölin eru mikið til sungin. - Ykkur hefur ekkert fundist skrýtið að hresta svona t söng þeg- ar persónurnar þurfa að ræða sín á milli? „Það er ekkert skrýtnara en að flytja Shakespeare eða Grikkina í bundnu máli,“ segir Atli Rafn og Helgi telur sungið mál jafnvel standa okkur nær en Shakespe- are. „Við lifum og hrærumst svo mikið í þessari poppmúsík, hend- um frösum úr henni á milli okk- Ekki erfitt að leika honuna - Þuiftuð þið að setja ykkur í sér- stakar stellingar til að leika ást- fangna liomma? „Nei,“ svara þeir báðir hik- Iaust. „Þetta er bara ástarsam- band milli tvæggja manneskja og maður þarf ekkert að setja sig í spes stöðu til að túlka það,“ segir Atli og Helgi bætir því við að þeir hafi ekki farið út í að stúdera ást milli tveggja karlmanna, þó hafi Felix Bergsson miðlað ýmsu til þeirra um þankagang samkyn- hneigðra karlmanna. „Eg hef reyndar leikið homma áður,“ seg- ir Helgi (ógleymanlega kraftmik- ill í aðalhlutverkinu í Rocky Horr- or), „sem reið öllum og kyssti allt sem hreyfðist...“ og telur sig hafa þá farið yfir alla mögulega þrösk- ulda í því samhengi. Atli Rafn þurfti þó að læra að setja sig inn i hugsunarhátt klæð- skiptinga og læra að tipla skammlaust á háum hælum á sex vikum. Háuhælatiplið virtist hreint ekki hafa verið honum á móti skapi, svo mjög ljómaði hann við að lýsa æfingunum. „Það hafa allir leikarar voðalega gaman af því að klæða sig upp,“ skýtur Helgi inní og glottir. „Hann er orðinn alger príma- donna," bætir hann við og sagði að þegar Atla vanti á sviðið þegar æfingar byrja þá sé viðkvæðið iðulega að hann sé nú fyrir fram- an spegiiinn að dytta að smink- inu... -LÓA SHARP AL-1000 10 eintök a mínútu V Stafrœn VilNilMSLA % -mcirl 'jí'jti! wmmmmmmmBi SHARP AR-280/335 28/33 eintök á rninútu 1- Stafrt Vil> ■œn ilMINiSLA BetPl prentun meini myndgæðil Hágæða umhvepfisvænar (jósritunarvélar Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar B R Æ Ð U R N I R -ittelrl ocgOI V Lógmúla 8 • Sími 533 2800 I iMrniiiiúMiiSiiirMBmiiiiaítfiniti'it

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.