Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 199 9 - 23 LÍFIÐ í LANDINU Glæsilegur, voldugur og góður bíll. - myndir: ohr BÍLAR um Toyota Landcruiser 100 (yfirleitt kallaður „stóri cruiserinn“) með 4,7 lítra V8 bens- ínvélinni, eftirað hafa reynthann um tíma. Landcruiserinn er Iaglegur bíll, þó framhallandi hliðarsvipurinn sé örlítill ljóður á útlitinu. Hann ber það með sér að á ferðinni er voldugur bíll, glæsilegur með rennilegar línur. Enda er hann stór og rúmgóður en þrátt fyrir stærðina virkar hann tiltölulega nettur að sjá. Og krafturinn er nánast ótrúlegur. V8 bensínvélin sem skilar 232 hestöflum og togar 434 Nm beinlínis þeytir þess- um 2,4 tonna bíl áfram eins og um væri að ræða lítinn fólksbíl. Reynsluakstursbíllinn er búinn tölvustýrðum fjöðrunarbúnaði sem er aukabúnaður og kostar kr. 250 þúsund. Með honum er hægt að stilla fjöðrun bílsins, þ.e. hversu harður eða öllu held- ur mjúkur hann á að vera. Sömuleiðis er hægt að hækka og lækka bílinn með einum hnappi. Það er hægt að lækka hann til að auðveldara sé að ganga um hann og hækka hann til að komast yfir hindranir - nú, eða nota búnaðinn til að losa um bílinn sé hann fastur í snjóskafli. Stóri cruiserinn er ótrúlega þýður og lipur í akstri og fer með mann nánast hvert sem mann langar til. Þetta er sannarlega langbesti ferðabíll sem ég hef kynnst. Bíllinn er langur, breiður og mjög stöðugur. Hreyfingarnar eru því mjúkar og tiltölulega íitlar, jafnvel á grófum og ósléttum vegum. Sítengt aldrifið límir bílinn við veginn. Vönduð ABS hemlalæsivörn og líknarbelgir framan við bæði framsæti auka sfðan á öryggi bílsins. Það fer mjög vel um mann undir stýrinu á stóra cruisernum. Plássið feykinóg, jafnvel fyrir stóra og mikla menn. Milli framsætanna er rúm- mikil geymslukista sem oft getur komið að góð- um notum. Það fer líka vel um farþegana. I aft- ursætinu er gott pláss fyrir þijá og það fer meira að segja ágætlega um tvo fullorðna með barna- bílstól á milli sín. Aukasæti fyrir tvo eru fáanleg sem aukabúnaður aftur í bílinn fyrir kr. 110.000. Þau eru traust og góð sæti fyrir unglinga og börn í bílstólum, en þau sitja heldur lágt fyrir full- orðna, eins og gengur og gerist um þessi auka- sæti almennt í stórum jeppum. Fyrir aftan þau er töluvert farangursrými, jafnvel þó sætin séu í notkun. Þess vegna er rýmið aftan við aftursætin gríðar mikið. Á malbikinu er stóri cruiserinn eins og hugur manns, léttur og ótrúlega lipur þrátt fyrir stærð- ina og vinnslan gríðarlega góð. Þegar komið er út á malarvegina nýtur hann sín enn betur. Holurn- ar hverfa í fjaðrabúnaði og þyngd bílsins. I hvilft- um og hvörfum tekur hann svolitlar dýfur. Hægt er að læsa afturhásingu með hnappi í mælaborði sem er sannarlega stór plús á jeppa. I boði er ýmis aukabúnaður með stóra cruisernum og auk þess hefur Toyota á Islandi þróað breytingapakka fyrir stærri dekk. Grunnverðið á stóra cruisernum með bensín- vélinni er 5.680 þúsund krónur. Þar af er tæp- lega helmingurinn opinber gjöld í formi inn- flutningsgjalda og virðisaukaskatts. Þetta er sannarlega frábær bíll og að mínu áliti einn af þeim skemmtilegustu sem völ er á við íslenskar aðstæður. Sjálfskiptur með tölvustýrðri hæðar- og fjöðrunarstillingu. Glæsilegur kostagripur Þvílíkurbíll! Maður getur vart sagt annað Olgeir Helgí Ragnarsson skrifar Rúmgóð hirsla milli framsætanna. Þægilegir og stillanlegir stólar. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Veðrið í dag... Vestan- og suðvestan gola eða kaldi, en noróan gola eða kaldi á Vestfjörðum og síðan einnig norðanlands. Súld eða dálítil rigning vestantil og einnig á Norðausturlandi undir kvöld, en annars skýjaö með köflum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum og Suðausturlandi, en kólnandi veður norðantil síðdegis. Færð á vegum Greiðfært er um afla þjóðvegi landsins. Öxulþungi hefur víóa verið takmarkaður vegna aurbleytu. SEXTÍU OG Sex NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.