Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Trillusjómenn Œafnar- firði, sem eiga beitningaskúra á hafna- rsvæðinu, hafa verið beðnir aðfjarlægja þá, rifa þá eðaflytja þá af svæðinu. Hafnaryfir- völd segja að skúrará þessum stað samræmist ekki skipulaginu. Skúrarnir voru áður þar sem núna er kaffihúsið Kænan, síð- an voru þeir fluttir á þann stað sem þeir eru núna. Svæðið er í daglegu tali kallað Kaldalón eftir Stjána Kalda, sem er einn þeirra sem fyrstur byggði sér skúr á þessum stað. Kristján Jónsson er 76 ára. Hann segist ekki hafa róið af neinu gagni í fjögur ár en hann hefur samúð með ná- grönnum sínum. „Það er illt að fara svona með strákagreyin sem hafa þetta sem lifibrauð. Það er agalegt að vera rekinn svona í burtu. Við fengum bréf fyrir þremur vikum og áttum að vera farnir í burtu 8. maí.“ SviMn loforð Þarna hafa um tíu hafnfirskir tillukarlar aðstöðu. Þeir undrast sé metinn á 600 þúsund en verðmætið liggi í aðstöðunni, frystigeymslunni og veiðarfær- unum. „Þetta er nokkurs konar eignaupptaka.“ Ragnar er með beitningarað- stöðu í skúmum sínum. Hann segir það vera ansi hart að þurfa fara burt af hafnarsvæðinu, en bætir við að til standi að byggja vélsmiðju á lóðinni sem skúrarn- ir standi á. I grendinni hafi verið úthlutað lóð fyrir skemmu, þar sem ætlunin sé svo að selja eða leigja útgerðamönnum aðstöðu. Ragnar segir að ef yrði af fram- kvæmdum, yrði sú aðstað ekki tilbúin fyrr en í haust og segist ekki skilja hvar þeir eigi að vera í millitíðinni. Tilbimir til viðræðna Ragnar furðar sig á skilnings- leysi bæjaryfirvalda og segir trillukarlana vera tilbúna til að ræða um bætur fyrir skúrana, en best væri ef bærinn geti útvegað þeim jarðarskika undir þá. „Bæj- aryfirvöld hafa boðist til að flytja skúrana í burtu fyrir okkur. Okkur hefur verið boðið geymslusvæði við Alverið, en þarna yrði engin beitningarað- staða, þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Þetta yrði bara til þess að geyma þá. Þetta er furðuleg afstaða til atvinnustarf- semi í bænum.“ -PJESTA Hafnfirskir trillusjómenn segja að bæjaryfirvöld hafi gefið vilyrði um lóð yrðu þeir að flytja skúra sína í burtu. myndir: teitur. „Það er illt að fara svona með strákagreyin, sem hafa þetta sem lifibrauð, “ segir Kristján Jónsson, sem fyrstur reisti sér skúr á þessum stað. skilningsleysi bæjaryfirvalda og segja yfirvöld helst vilja senda þá til Krísuvíkur. Hafnaryfirvöld hafa boðið þeim að flytja skúrana upp í Hraun en sjó- mennirnir telja það of langt í burtu frá Höfninni. Þeir segja að þegar þeir fengu aðstöðuna fyrir um 13 árum hafi þeir feng- ið vilyrði frá bæjaryfirvöldum að þyrfti bærinn á landinu að halda yrði þeim útveguð lóð undir skúrana. Grásleppan boöar sumar Kristján málar í skúrnum og hefur verkað grásleppu í honum. Hann segir að sigin grásleppa sé herramannsmatur. „I fyrra sendi ég grásleppu út til systur minnar sem býr í Bandríkjunum. Henn- ar Ijölskylda er sólgin í signa grásleppu. Eg þvæ fiskinn uppúr saltpældi áður en ég hengi bann upp. Það sagði mér karl hérna að sér fyndist ekki vera komið sumar fyrr en hann fær grá- sleppu á diskipn hjá sér,“ segir Kristján og bætir því við hann sé með langan lista af nöfnum fólks, sem vilji fá grásleppu hjá honum. Grásleppuna fær hann hjá grásleppukörlum þarna í grendinni. En í umræddum skúrum hafa tveir grásleppukarl- ar aðstöðu. Kristján segir að þeir hendi fisk- inum og hirði einungis hrogn- in og finnst illa farið með hrá- efnið. Nokkuxskonar eignaupptaka Kristján segir að í skúrunum liggi mikil verðmæti, veiðarfæri og kæligeymslur fyrir beitu. Einn þessara sjómanna er Þeir undrast skilnings- leysi bæjaryfirvalda og segjayfirvöld helst vilja senda þá til Krísuvíkur. menn seu með „Bæjaryfirvöld hafa boðist til að flytja skúrana I burtu fyrir okkur. Okkur hefur verið boðið geymslusvæði við Alverið, en þarna yrði engin beitningaraðstaða, þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu, “ segir Ragnar Gunnarsson trillusjómaður. Ragnar Gunnarsson. Hann keypti sér skúr þama fyrir um ári síðan. Hann á bátinn Dag- rúnu, sem er sex tonna trilla, sem hann gerir út á línuveiðar. Hann er með 32 tonna kvóta og segist geta lifað þokkalega á því. Það er helst að maður hafi eitthvað útúr svoköllum meðafla. Ysu og steinbít. Ragnar segir skúrana kannski ekki vera verðmæta sem slíka, hann segir að skúrinn sinn 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.