Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Sigurður Ragnarsson. „Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir ijórum mánuðum lá Kanu undir skemmdum í Mílanó. Hann var samnings- bundinn Inter en fékk ekki tækifaeri frekar en púkinn á fjósbitanum." Orri Páil Orrason í grein um knatt- spyrnumanninn Kanu í Mbl. Reykingaspá Mjög er þrengt að reykingafólki á vinnustöð- um. Mjög vfða verður fólk að fara út til að reykja og það fagnar því sumri meira en aðrir. Nú sér maður í góða veðrinu fólk standa fyrir utan fyrirtældn og reykja. Glöggur vinnufélagi minn, reykingamaður, benti á að í veðurspá Stöðvar 2 sé birt mynd af börnum í mismun- andi klæðnaði og þeim sagt að vera klædd eftir því hvernig veðurspáin er. Vinnufélagi minn vill að birt verði mynd á veðurkortinu af fólki að reykja, í þeim íandshlutum þar sem gera má ráð fyrir nægilega góðu veðri til þess að hægt sé að standa utan dyra og reykja í friði. Þessu er hér með komið á framfæri við Ara Trausta og vinnufélagann Sigurð Ragnarsson. Langþráður llfskjarabati Ingvari Gíslasyni, fyrrum menntamálaráð- herra, er eins farið og mér og fleirum aðdá- endum hagmælskunnar, að ofbjóða Ieirburður- inn sem birtur er hvað eftir annað í blöðum og tímaritum. Hann bendir á greinastúf, sem birtist í Morgunblaðinu eftir formann ungra sjálfstæðismanna á Akureryi undir fyrirsöginni „Traust stjórn." Greinin hefst á þessari speki: „Bú þig í góðviðri við illviðri, segir íslenskur málsháttur." Og henni líkur á þessum skáld- skap: Langþráður lífskjarabati, lækkandi skuldir rtkisjóðs, hagvöxtur er hagsæll hvati, hagldir og tögl í höndurn góðum. Á ári hverju hækkar kaupmáltur, árangur hér öllum bjóðum, vinnumarkaður virðist sáttur, víst er það til góðs. Allt í himnalagi Og Ingvar bendir á „vísu“ eftir Asgeir Sverris- son, pistlahöfund í Mbl. sem birtist í pistli hans Kosningar í þátíð. Þar segir hann: Ráðamenn hafa enda kveðið við raust: jepparfinir, húsin flott, finnst ei svangur magi. Hér er lífið æði gott, allt í himnalagi. Loks bendir Ingvar á vísu eftir Vestfirðing- inn Sólon í Slunkaríki sem uppi var í byrjun aldarinnar, og „orti“ margt skrýtið, til saman- burðar kveðskapnum í Mbl.: Morgunmjöllin fríð og blíð, flytur margan kajfisopa. I laun skal hafa litinn prest og bera hann undir svuntunni. Eftir að hafa lesið þessi ósköp orti Ingvar Gíslason: Moggaliðs er menntin góð, þótt mærðargáfan svtki. Sýnu betri samdi Ijóð Sólon í Slunkaríki. „Þetta er hugsað sem alþýðlegt fræðirit. Ég reyni að sneiða hjá því að vera mjög fræðilegur en ég vitna að sjálf- sögðu í fræði- menn á þessu sviði. Við getum sagt að þetta sé handbók fyrir hjá- trúarfuiia, “ segir Símon Jón Jó- hannsson þjóð- fræðingur. -mynd: PJETUR. Hjátrú tengd galdri Símon Jón Jóhannsson, þjóð- fræðingur og framhaldskóla- kennari, tók saman handbók um hjátrú sem bókaforlagið Vaka- Helgafell hefur gefið út. Hann segir það vera svolítið um hjátrú hér á landi og nefnir að hún sé ekki endilega bundin við svarta ketti, stiga eða brotna spegla. „Eg held að það séu mjög margir sem reikna með því að það sé eitthvað meira í kringum þá en sýnist í fljótu bragði. Ahugi manna á draumum er eitt af því sem bendir til þess að þessi þjóð sé hjátrúarfull. Mér finnst ég heyra mjög mikið af því í kring- um mig að menn eru að spá í drauma." Alþýðlegt fræðirit Símon Jón segist alltaf hafa haft áhuga á hjátrú, hann sé alinn upp við þjóðsögur. Hann segist hafa haft gaman af draugasögum frá blautu barnsbeini. Unglingar hafi oft gaman af „mystík" og ýmsu dularfullu. Hjátrú er ein af sviðum þjóðtrúarinnar og tengist þannig þjóð- fræðinni. „Þetta er hugsað sem alþýðlegt fræði- rit. Eg reyni að sneiða hjá því að vera mjög fræðilegur en ég vitna að sjálfsögðu í fræðimenn á þessu sviði. Við getum sagt að þetta sé hand- bók fyrir hjátrúarfulla.“ í bókinni er sagt frá ástarlyfinu sýkisgrasi og verkan þess vilji karlar ná ástum kvenna. Símon Jón segir að stutt sé á milli hjá- trúar og galdurs. „Það er útskýrt í formálanum að um leið og maður rekst á váboða eins og hrafna, svarta ketti geti maður gripið til galdurs, krossa fingur, hrækja, snúa sér í þrjá hringi, berja í við eða eitthvað annað. Það er margt sem menn framkvæma til þess að hafa áhrif á hjátrúarfyrirbærin. Það er auðvitað ekkert annað en galdur.“ Hjátrú í kringum ný tæki Símon segist geta nefnt dæmi um ýmsa nýlega hjátrú. Það sé til að mynda mjög algengt með ný tæki, að það mynd- ist hjátrú í kringum þau. „I bókinni er kafli um örbylgjuofna, það er tvennskonar hjátrú tengd þeim. Annarsvegar er að menn geti orðið nátt- úrulausir ef örbylgjuofninn er hafður í ákveð- inni hæð í eldhúsinu, eins líka að ef menn horfa á hann í gangi þá geti menn orðið blindir. Mér skilst það á eðlisfræðingum að þetta sé bara rugl frá rótum. Þegar útvarpið kom fyrst til sögunnar var það trú hjá eldra fólki að það gæti fylgst með mönnum. Eg er viss um að það er til einhver hjátrú sem tengist tölvubransanum." -pjesta „Hjátrúin eröll þannig að eitíhvað er í kringum okkursem menn óttast. Þá verða þeirað búa sér til einhverskonar vöm við því. “ 8PJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Þetta mannlíf er undarlegt fyllerí. Halldór Laxncss Þettagerðist 13.maí • 1643 varð mikill jarðskjálfti í Santiago í Chile, og fórst þar þriðjungur íbúanna. • 1830 var lýðveldið Equador stofnað í Suður-Ameríku. • 1940 hélt Winston Churchill fyrstu þingræðu sína sem forsætisráðherra Bretlands, og sagðist ekkert hafa að bjóða Bretum nema „blóð, erfiði, tár og svita." • 1965 tóku ísrael og Vestur-Þýskaland upp stjórnmálasamband, sem varð til þess að nokkur Arabaríki slitu stjórn- málasambandi við Vestur-Þýskaland. • 1968 hófust í París formlegar friðarvið- ræður milli Bandaríkjanna og Norður- Víetnam, en stríðinu lauk þó ekki fyrr en 1973. • 1981 skaut tyrkneskur maður, Mehmet Ali Agca að nafni, á Jóhannes Páll II. páfa á Péturstorginu í Róm, og hlaut páfi alvarleg sár af. Þaufæddust 13.maí • 1717 fæddist María Therea, keisara- ynja í Austurríki. • 1882 fæddist franski málarinn Georges Braque. • 1894 fæddist Ásgeir Ásgeirsson forseti. • 1907 fæddist enska skáldkonan Dap- hne du Maurier. • 1914 fæddist bandaríski boxarinn Joe Louis. • 1948 fæddist Sverrir Olafsson mynd- listarmaður. Vísa dagsins Bragi Sigurjónsson á þessa snotru sumar- vísu, sem reyndar er bara brot úr ljóði: Sat ég undir sólvegg, svalg af tærri ilmskál, helg og þögul hlýjörð hvfld og sæld mér gaf. Afmælisbam dagsins Stephen Judkins Hardaway fæddist 13. maí árið 1950. Hann hefur verið blindur fá fæðingu. Barn að aldri fékk hann sex gata munnhörpu að gjöf frá frænda sínum. Þegar hann var tíu ára gekk hann inn á skrifstof- ur Mowtown fyrirtækisins og fór að syngja. Hann varð þekktur sem barnastjarna undir nafninu Stevie Wonder. Hann hefur átt Qölda eftir- minnilegra Iaga sem trónað hafa á toppi vinsældalista. Jeppi til sölu! Hinrik, maðurinn hennar Hönnu, andaðist og daginn eftir skrapp hún Hanna til að láta andlátstilkynningu í dagblað. Til þess að spara kostnað hafði hún hugsað sér að hafa tilkynninguna stutta, aðeins þijú orð: „Hinrik er látinn.“ Það fannst konunni á afgreiðslu blaðsins óþarflega snubbótt, og sagði að hún þyrfti hvort eð er ekki að borga neitt meira þótt sex orð væru í aug- lýsingunni. Hanna hugsaði máli svolitla stund, en sagði síðan: „Hinrik er látinn. Jeppi til sölu ..." Veffang dagsins Margt kostulegt er að finna á Netinu, þar á meðal ljósmyndir sem teknar eru víða um heim og birtar samstundis. Á www.oIywa.net/jandrews/beta.htm er ein slík myndavél þar sem fylgjast má með líf- inu í svínastíu nokkurri einhvers staðar á vesturströnd Bandaríkjanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.