Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 Dagwr Þrennir útskriftartónleikar Þrír nemendur Tón- listarskólans á Akur- eyri halda útskriftar- tónleika um helgina. Álaugardag kl. 14.00 heldur VilhjálmurSig- urðarson trompetleik- ari útskriftartónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Hann mun flytja verk eftir J.S. Bach, J.N. Hummel og A. Arutjunjan. Á sunnudag kl. 16.00 heldur Bjarkey Sigurðardóttir sópran útskriftartónleika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir G. Puccini, J. Haydn, W.A. Mozart, auk íslenskra höfunda. Á sunnudag kl. 17.00 heldur Sigrún Arna Arngrímsdóttir messósópran útskriftartónleika í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir W.A. Mozart, R. Schumann, F. Mendelsohn og Jón Leifs. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. im& .11 I,1M Maturinn hans Þorra „Humar í hvítvínshlaupi" heitir þetta málverk eftir Porra Hrings- son en hann opnar sýningu í Listasafni ASÍ f Ásmundarsai við Freyjugötu á laugardag- inn. Eins og stundum áður er viðfangsefni hans matur eða eins og Úlfhildur Dags- dóttir orðar það I sýningarskrá þá tekur hann „klisjur um list og lyst og matargerðarlist og snýr þeim á hvolf í þessum ólystugu listaukum.” Sýningin stendur til 30. maí. Ung þýsk leikkona, Kerstin Marie Mákelburg, sló i gegn fyn'r um tveimur árum í Hámborg með söngdagskrá sem byggð er á lögum Marlene Dietrich. Túlkun hennar þykir nútímaleg en Kerstin hejúr einnigleikíð sér að gyðjuþættinum í goðsögninni um söngkonuna frægu og mun dagskrá Kerstinar hafa hleypt af stað hálfgerðu Marléne-æði ( Hamborg. Nú er Kerstin komin til (slands fyrir tilstilli Goethe- Zentrum og syngur lög;Marlene ífjamarbíói 14. og 15. maí og verður þá einnig Ijósmyndasýning sem nefnd er Goðsögn imyndum. Þýska divan ■ HVAfl ER Á SEYOI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SÝNINGAR Ástarútrásarpúði Kústahlíf, hjálparhönd, vaxhaldari, fótahaldari, tónlistarskór, hringsigti, dekkjaormur, blikkbelti, dótatínir, ást- arútrásarpúði, tvöfaldur tannbursti, sjómannahringur, eksemputtar. Allt þetta og margt fleira á sýningunni „Hugvit og hönnun“, nýsköpunar- keppni grunnskólanemenda og Fantasi design. Menningarmiðstöðinn Gerðu- bergi laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Listhús Ofeigs Páll S. Pálsson opnar sýningu í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5 laugardaginn 15. maí kl. 14 - 16. Að þessu sinni sýnir Páll aðallega smá skúlptúra unna í ýmis efni, svo sem, tré, bein, stein og málma, ásamt nokkrum málverkum. Þetta er tuttugasta einkasýning hans. Páll hefur lamgtímum búið erlendis og haldið ell- efu sýningar utanlands ásamt þáttöku í sýningarhaldi með samtökum myndlist- armanna heima og erlendis. Sýningin er opin á almennum verslunartíma, henni lýkur 29. maí. Þá og nú Guðný Hafsteinsdóttir, Iistmálari opn- ar einkasýningu í Sverrissal Hafnar- borgar, laugardaginn 15. maí kl. 16.00. Verkin sem Guðný sýnir eru úr gleri, postulíni og steinleir. Sýningin ber yf- irskriftina „Þá og nú“ og er einskonar skýrskotun í söguna. Sýningin stendur til 31. maí og er opin alla daga frá kl. 12 til 18 nema þriðjudaga. Myndmál er tungumál Margrét Jónsdóttir, listmálari opnar einkasýningu í Hafnarborg laugardag- inn 15. maí. Margrét sýnir olíumálverk sem hún vinnur út frá veruleika sínum og tilfinningum, hún telur sig ekki get- að túlkað neitt nema tilfinningar og reynslu sem hún hafi upplifað og að ekkert okkar upplifi eins, myndmál sé tungumál sem orð fá ekki tjáð. Sýning- in stendur til 7. júní og er opin alla daga frá kl. 12 til 18 nema þriðjudaga. Myndasögur í Mýrinni Sunnudaginn 16. maí kl. 15.00 kynna tveir myndasöguhöfundar verk sín í fundarsal Norræna hússins. Tomi Riionheimo frá Finnlandi segir frá þekktustu myndasögu sinni um han- ann og hænuna Rieko og Raiku og sýnir myndband með þeim. Agneta Persson frá Svíþjóð talar um Babsan myndasöguna sem hún hefur hlotið hvað mesta frægð fyrir. Sýnd verða tvö stutt myndbönd um Babsan; Babsan og nýi nágranninn sem er fyrsta teiknimynd Agnetu Persson og Babsan og Bússi. Púshkin-myndir í bíósal MIR Kvikmyndasýning verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10 í dag, uppstigningadag, kl. 15.00. Þá verður sýnd kvikmyd frá ár- inu 1982, byggð á sögu Alexanders Púshkin, „Spaðadrottningin.“ Margir kunnir rússneskir leikarar fara með hlutverk í myndinni. Myndin er sýnd án texta en efnisútdrætti dreift til bíó- gesta. Sunnudaginn 16. maí kl. 15.00 verður myndin „Rúslan og Ljúdmíla“ sýnd. Sýndir verða báðir hlutar mynd- arinnar, sem að mestu er talsett á ensku. Hátíð í Vogaskóla I dag, uppstigningadag, verður sérstök hátíðardagskrá ( skólanum í tilefni af 40 ára starfsafmæli skólans. Þar verð- ur m.a. sýning á verkum nemenda, gömlum Ijósmyndum úr skólastarfinu og kaffihús verður opið þar sem nem- endur koma fram svo fátt eitt sé talið. Dagskránni Iýkur kl. 15.30. Allir eru velkomnir. TÓNLIST Forn-funk og frum-fusion Mánudaginn 17. maí verður sfðasta dagskrá vetrarins f Listaklúbbi Leik- húskjallarans. Djasssveitin „Krókódíll- inn", skipuð þeim Sigurði Flosasyni á saxófón, Þóri Baldurssyni á hammond orgel, Eðvarð Lárussyni á gítar og Halldóri G. Haukssyni á trommur mun sjá til þess að gestir klúbbsins hverfi á vit sumars með djassaðan takt í blóð- inu. Sigurður skilgreinir tónlist þeirra félaga sem „forn-funk og frum-fusion" tónlist, tónlist þar sem blús og rokk verður að djassi. í tilefni þess að 17. maí er þjóðhátíðardagur nágranna okk- ar norðmanna verður óvænt uppákoma þeim til heiðurs. Húsið opnar kl. 19:30 en dagskráin hefst kl. 20:30. Að- gangseyrir er kr. 800.- Tíbrá í Salnum 100 ára afmælis Helga Pálssonar tón- skálds verður minnst í kvöld kl. 20.30 á sérstökum Kópavogstónleikum. A fyrri hluta tónleikanna verða eingöngu flutt verk eftir Helga, en síðari hluti þeirra er tileinkaður verkum annarra tónskálda úr Kópavogi. Helgi stundaði alhliða tónlistarnám í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Kontrapunkt hjá dr. Franz Mixa, tónsmíði hjá dr. Victor Urbancic. Hann lagði sérstaka rækt við Kammermúsik, samdi strengjakvartetta og svítur fyrir stroksveit en einnig fyrir fiðlu og píanó. Helgi Pálsson samdi þó nokkuð af sönglögum og fleira mætti nefna. Efnisskrá tónleikanna er fjölþætt. Þórunn Guðmundsdóttir syngur við undirleik lngunnar Hildar Hauksdóttur lög eftir Helga Pálsson, Þorkel Sigurbjörnsson, ingibjörgu Þor- bergs, Sigfús Halldórsson, Hjálmar H. Ragnarsson og íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Fjölnis Stefánssonar. Franskar gítarperlur í reyklausu kaffihúsi Föstudagskvöldið 14. maí kl. 20.30 munu Pétur Jónasson og Hrafnhildur Hagalín leika létta gftartónlist í reyklausa kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. A efniskránni verða verk af ýmsum toga, þ.á m. suður-amerísk þjóðlög, franskar kaffihúsaperlur og sfgild ítölsk skemmtitónlist. Pétur lærði f Tónlist- arskóla Garðabæjar og stundaði fram- haldsnám í Mexíkó og á Spáni. Hrafn- hildur, sem er betur þekkt sem leik- skáld, lauk burtfararprófi f klassískum gftarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og var síðar við framhalds- nám á Spáni. Asgarður, Glæsibæ Brids í dag kl. 13.00. Bingó í kvöld kl. 19.45. Félagsvist föstudag kl. 13.30. Föstudagskvöld koma danskir eldri borgarar í heimsókn í Asgarð, matur kl. 19.30, skemmtiatriði og dansleikur kl. 22.00. Eldri borgarar tökum vel á móti dönskum eldri borgurum. Borða- pantanir í síma 588 2111. Göngu- Hrólfar fara frá Asgarði laugardags- morgun kl. 10.00. Suðurnesjaferð 20. maí. Félag kennara á eftirlaunum Vetrarstarfinu lýkur með skemmti- fundi, sem einnig er aðalfundur félags- ins, laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í kennarahúsinu við Laufásveg. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Radíusbræður á Grandrokk Föstudagskvöldið 14. maí kl. 22.00, troða Radíusbræður upp á Grandrokk. Þetta er í fyrsta sinn í rúmt ár sem þessir vinsælu skemmtikraftar koma fram í Reykjavík. Þeir Steinn Armann Magnússon og Davíð Þór Jónsson hafa að undanförnu samið og æft nýja dag- skrá, sem verður frumflutt á Grandrokk á föstudaginn. Hvað geymir jörðin Sunnudaginn 16. maí verður haldin Oddastefna 1999 á Keldum og í Gunnarsholti. Klukkan 13.00 verður messa í Keldnakirkju. Séra Sigurður Jónsson í Odda predikar. Þór Jakobs- son formaður Oddafélagsins setur Oddastefnu, Keldnabær verður skoð- aður undir leiðsögn Drífu Hjartardótt- ur. Um kl. 16.00 verður Oddastefnu haldið áfram í Gunnarsholti í fundar- sal fræverkunarstöðvarinnar. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri býður fundargesti velkomna. Þema Odda- stefnu verður „Hvað geymir jörðin?“ Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðar- son sýslumaður og erindi halda Þór Hjaltalín sagnfræðingur, Hallgerður Gísladóttir þjóðháttafræðingur, Arni Hjartarson jarðfræðingur og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum. Oddastefnu verður slitið klukkan 18.00. Holtarahátíð Ibúar sem bjuggu í Holtahverfi í Reykjavík á árunum 1940-1960, eða frá því að fyrstu íbúar hverfisins fluttu inn í íbúðir sínar, ætla að hittast í Iðn- aðarmannahúsinu laugardaginn 15. maí. Hófið hefst kl. 20.30. Holtarahá- tíð var síðast haldin í Iðanaðarmanna- húsinu (Gullhömrum) í maí 1997. Þá fór aðsókn fram úr vonum þeirra sem að hátíðinni stóðu og var mikil ánægja með framtakið. Þar hittist fólk sem ekki hafði sést í áratugi og mikið var talað, hlegið og mörg bernskubrek rifj- uð upp. Listamenn uppaldir í hverfinu stigu á stokk og fóru á kostum, má þar nefna Ómar Ragnarsson, sem samdi brag af þessu tilefni, Helenu Eyjólfs- dóttur, Ragnar Bjarnason, og Pétur Kristjánsson. Það er ósk þeirra sem að hátíðinni standa að sem flestir sjái sér fært að koma og skemmta sér með gömlum nágrönnum og vinum. Afmælisráðstefíia Líffi,æðifé- lagsins Þann 15 maí rennur út skilafrestur á þátttökutilkynningum fyrir ráðstefnu Líffræðifélags Islands sem verður í haust. Ráðstefnunni er ætlað að ná til allra sem stunda líffræðirannsóknir og er yfirskrift hennar Líffræðirannsóknir á Islandi. Hægt er að skila þátttökutil- kynningum til Sigurðar S. Snorrason- ar, Líffræðistofnun Háskólans, Grens- ásvegi 12, Reykjavfk. Einnig er hægt að senda tilkynningar í tölvupósti og er netfangið, sigsnor@hi.is. Vopnfirðingakaffi Sunnudaginn 16.maí halda Vopnfirð- ingar búsettir á stór Reykjavíkursvæö- inu sinn árlega kaffidag. Eins og und- anfarin ár hefst hann með guðsþjón- ustu í Bústaðarkirkju kl. 15.00. Allir Vopnfirðingar og gestir þeirra eru vel- komnir. QG SVQ HITT... Kirkjureið til Langboltskirkju Sunnudaginn 16. maí eru hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir í Lang- holtskirkju. Hestamenn leggja af stað á gæðingum sínum frá félagsheimili Fáks kl. 9.30 og kl. 10.30 frá hesthús- unum við Bústaðaveg, en messan hefst kl. 11.00. Hestamannafélagið Fákur sér um gæslu hestanna meðan á messu stendur og setur upp girðingu við kirkjuna. Lesarar og tónlistarmcnn koma úr röðum hestamanna. Prestur er séra Jón Helgi Þórarinsson. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kjötsúpu í safnaðarheimili kirkjunnar. Ferðafélag Islands I dag verður farið í skfðagöngu á Esju, gengið verður á Esjuna úr Kjós og á skíðum um fjallið. Eins verður Esju- gangan þann sama dag. Báðar ferðirn- ar hefjast kl. 10.30. Farið verður í stutta göngu um Kjalarnes og Kolla- fjörð. Skoðaður verður forn aftöku- staður, Sjálfkvíar. Leiðsögumaður verð- ur Páll Sigurðsson prófessor og mun hann segja frá liflátshegningum fyrr* tíma. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 og BSI, austanmegin kl. 13.00. Ný Ijóð I kvöld les Hjalti Rögnvaldsson leikari uppúr ljóðabók Þorsteins frá Hamri Ný Ijóð sem kom út árið 1985 á Næsta bar, Ingólfstræti la (gegnt Islensku óp- erunni). Flutningur Hjalta hefst kl. 22.00 og er áætlað að hann standi í um klukkutíma. Aðgangur er ókeypis. Póstgangan 1999 Aðalgöngudagur Póstgöngunnar milli pósthúsa er í dag. Áfangastaðir verða alls fimm. Farið verður frá Bessastöð- um kl. 10.00. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heilsar uppá göngumenn áður en þeir leggja íann. Gengið verður að pósthúsinu í Hafnar- firði og áfram suður í Kúagerði þar sem boðið verður uppá grillaðar pylsur. Tilefnið er að þennan dag árið 1776 gaf Kristján konungur VII út fyrstu til- skipun um póstferðir á Islandi. Leið- sögumenn ganga með hópnum og segja sögur af stöðum þar sem gengið verður um. Rútuferðir eru til baka á brottfararstaði, en boðið er uppá fríar rútuferðir að Bessastöðum frá BSI kl. 9.15 og frá pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30 og pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45. Allir eru velkomnir. LANPIÐ TÓNLIST Alþýðufónlist á Græna hattinum Tónlistarskólinn á Akureyri etnir til tón- lcika á Græna hattinum í dag kl. 16.00, þar sem nemendur úr Alþýðutónlistar- deild skólans koma fram. Suzukincm- endur munu spila fyrir gesti í blómaskál- anum Vín í dag frá kl. 14.30. KáKá og MaggiEiríks KK lætur ekki deigan síga, þenur bark- ann og lemur gítarinn fyrir Akurnes- inga á föstudaginn í Akranes-kaffi kl. 21.00. Maggi Eiríks slæst í för með honum á Hellu á Iaugardaginn þegar þeir troða upp í Hellubíó kl. 22.00. Nú og Hólmarar geta átt langa helgi því kappinn verður á Knudsen í Stykkis- hólmi á sunnudagskvöldið kl. 20.00. Barokktónleikar Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Jó- hann Stefánsson trompettleikari og Brynhildur Asgeirsdóttir pfanólcikari halda tónleika í Ylri-Njarðvfkurkirkju í dag kl. 17.00, Stykkishólmskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16.00 og í Reykholtskirkju laugardaginn 22. maí kl. 16.00. A efnisskrá eru barokkverk fyrir sópran, trompett og píanó eftir Ailessandro Scarlatti, Johann Sebasti- an Bach, Georg Friedrich Handel, Henry Purcell og fleiri. Kórsöngur í Vinaminni Laugardaginn 15. maí heimsækja tveir kórar Akranes og halda söngskemmtun f safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 16.00. Þetta eru Ragnæingakórinn í Reykjavík og Húnakórinn. Efnisval kóranna er fjölbreytt og við allra hæfi. SÝNINGAR Listasafhið á Akureyri Jesús Kristur - eftirlýstur. Sýningin stendur til 5. júnf. Safnið er opið alla daga frá kl. 14.00 til 18.00 nema mánudaga. Gallerí Svartfugl á Akureyri Med danske ojne. Sýning á dönskum íslandsmyndum, stendur til 16. maf. I Svartfugli er opið frá kl. 14.00 til 18.00 alla daga nema mánudaga. OG SVO HITT... Uppskeruhátíð hjá KA Uppskeruhátíð yngri flokka KA í hand- knattleik verður haldin í dag klukkan 15.30. Utnefndir verða bestu leikmenn allra flokka og þeir verðlaunaðir sem mestar framfarir hafa sýnt. Farið verð- ur í leiki og boðið upp á grillmat. For- eldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Forntlegu vetrarstarfi lýkur nú um mánaðamótin en boðið er upp á áfranthaldandi æfingar hjá flest- um flokkum fram til 15. júní. Fjórði, þriðji og annar flokkur karla verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19- 20.30, sömu flokkar kvenna á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 18.30- 20.00, 5. og 6. flokkur karla og kvenna á þriðjudögunt og fimmtudögum klukkan 16.00-17.30. Æfingagjald er 1.500 krónur sem greiðist hjá þjálfur- um í fyrstu viku tímabilsins. Þjálfarar cru Jóhannes Bjarnason, Erlingur Kristjánsson, Hlynur Jóhannsson og Jónatan Magnússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.