Dagur - 13.05.1999, Síða 4
20-F1MMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
LÍFIÐ í LANDINU
Varnarbandalög sem
taka að sér að stilla til
friðar hjá öðrum þjóð-
um verða að þora að
ganga á milli stríðandi
fylkinga í landinu og
skilja þær að en fela
sig ekki á bakvið víd-
eógræjur. Til þess er
leikurinn gerður. Fyrsta
hlutverk NATÓ er að
bjarga lífi þeirra sem
þjást í Kosovo og láta
árásarferðir til Belgrad í
Júgóslavíu eiga sig í bili
eða bíða betri tíma ef
þeirra gerist þá þörf
siðar meir. Heims-
byggðin þarf ekki á
nýrri háðungu Flóabar-
daga að halda að sinni.
Karlmennskuna
vantar í kortin
Hvaða skilyrði þurfa að vera
fyrir hendi til að heyja al-
mennilegt stríð? Góð byrjun
á stríði er að fylkja liði sínu
gráu fyrir járnum. En er þá
nóg að hafa bara eina stríð-
andi fylkingu til að standast
kröfur Genfarsáttmálans um
opinberar styijaldir? Nei.
Betur má ef duga skal og
strfð verður ekki stríð sam-
kvæmt bókinni fyrr en að
minnsta kosti tveim and-
stæðum fylkingum lendir
saman. Tvo þarf til að berjast en einn dugir
til árásar. Samt kalla menn hörmungarnar á
Balkanskaga stríð í bæði tíma og ótíma.
NATÓ trompar Flóabardaga
Til skamms tíma var vídeóleikurinn Flóabar-
dagi ömurlegasta herferð í seinni tíma hern-
aðarsögu og jafnvel bæði fyrr og síðar. Sam-
einuðu þjóðirnar fólu þá mörgum þjóðum
undir forystu Bandaríkjanna að reka innrás-
arlið Saddam Hussein úr Kuwait. I stað þess
að fara eftir umboði sínu og frelsa Kuwait
þegar f stað lagði fjölþjóðaherinn fyrst leið
sína yfir Irak og lagði blómleg héröð gömlu
Mesópótamíu í rúst í mörg þúsund loftárás-
um. Allt samkvæmt Iögmáli tölvuleiksins og
sagan gengur í hringi.
Til skamms tíma var saga NATO flekklaus
saga af því NATO hafði aldrei átt sína eigin
sögu. Styrkur NATO náði hámarki af því
aldrei hafði á styrkinn reynt. NATO hefur
því lifað í friði og friðurinn Iifað í NATÓ. En
á því samlífi eru breytingar á næstu grösum
og viti menn: NATÓ er nú um það bil að
Ieysa fjölþjóðaherinn af hólmi sem ömurleg-
asti stríðsherra sögunnar. Því miður.
Albaníuleiðin til Kina
Mörg ár eru síðan mönnum varð ljóst að
fantarnir á Balkanskaga stefndu á þjóðar-
harmleik. Samt gerðist ekki neitt og Samein-
uðu þjóðirnar og hinar ýmsu stofnanir Evr-
ópu voru teymdar endalaust áfram á asna-
eyrum. Níðingar Balkanskagans fundu strax
að á bakvið orðin tóm stóðu orðin tóm. Þeg-
ar Sameinuðu þjóðirnar fólu NATÓ loks að
skerast í Ieikinn í Kosovo áttu menn þó frek-
ar von á því að tekið yrði í taumana og stillt
til ffiðar af einurð hins hugrakka manns.
í stað þess að skakka leikinn í Kosovo hef-
ur NATÓ herinn dundað vikum saman við
nýja vídeóleikinn sinn í Júgóslavfu og Iátið
sprengjum rigna yfir landið eins og fjöl-
þjóðaherinn gerði forðum í Mesópótamíu.
Við hverja loftáras eflast níðingarnir á Skag-
anum og hefna sín grimmilega á saklausu
fólki í Kosovo og var ekki á raunir fólksins
þar bætandi. Þetta kjarkleysi NATÓ hefur
orðið Bandalaginu til háborinnar skammar
og óvíst hvort það ber þess nokkurn tíma
bætur. En ekki nóg með það:
Þrátt fyrir að leiktækjadeild NATÓ fái
bestu græjurnar í bænum fyrir videóleikina
sjá dátarnir ekki handa sinna skil á skjánum.
Sprengja bæði upp skotmörk í fjarlægum
löndum og fara húsavilt þegar þeir rata á
rétt Iand. Saklausir útlendingar verða fyrir
barðinu á siglingafræðingum NATÓ og þar
með taldar tólf hundruð milljónir Kínveija
eða fimmtungur mannkynsins. Með sama
áframhaldi verður NATÓ búið að tendra
nýtt veraldarstríð upp á sitt eindæmi fyrir
næstu mánaðamót.
Karlnii'imskuiia vantar
Varnarbandalög sem taka að sér að stilla til
friðar hjá öðrum þjóðum verða að þora að
ganga á milli stríðandi fylkinga í landinu og
skilja þær að en fela sig ekki á bakvið vídeó-
græjur. Til þess er leikurinn gerður. Fyrsta
hlutverk NATÓ er að bjarga lífi þeirra sem
þjást í Kosovo og láta árásarferðir til Belgrad
í Júgóslavíu eiga sig í bili eða bíða betri tíma
ef þeirra gerist þá þörf síðar meir. Heims-
byggðin þarf ekki á nýrri háðungu Flóabar-
daga að halda að sinni.
Að vísu skilur pistilhöfundur að NATÓ
ríkin vilji hlífa æsku sinni frá herútboði og
nýju Víetnam stríði en þá átti Bandalagið
einfaldlega að hafna þessu nýja hlutverki
sínu áður en í ljós kom að það var ekki vand-
anum vaxið. Hér vantar karlmennskuna í
kortin.
UMBÚDA-
LAUST
Imenningar
Hamldur
Ingótfsson
Viðhalds-
meimrng
Flestir eig-
endur íbúða í
fjölbýlishús-
um þekkja þá
raun þegar
ekki næst
samstaða um
framkvæmdir
við húseign-
ina, trassa-
skapur eða
ósætti verður til þess að við-
hald dregst úr hófi og verður
dýrara eða hreinlega að mat á
viðhaldsþörf er rangt, stund-
um með erfiðum afleiðingum.
Verkfræðistofan Verkvangur
hefur sent frá sér bækling
sem nefnist „Viðhaldsmenn-
ing - Er þér annt um eigur
þínar?“. Bæklingnum er að
sögn ætlað að veita upplýsing-
ar um og bæta viðhorf til við-
halds fasteigna. Verkvangur
beitir gæðakerfum til að nýta
það sem vel hefur farið og
koma í veg fyrir að það sem
miður hefur farið endurtaki
sig.
Húsnæðisstofnun ríkisins
veitti Verkvangi styrk til að
þróa aðferðarfræðina sem
stuðst er við og miðla henni
til húseigenda. Þrír horn-
steinar eru undirstaða þess
sem kallað er viðhaldsmenn-
ing í bæklingi Verkvangs: Við-
haldsvöktun, viðhaldsvörður
og fyrirbyggjandi viðhald.
I bæklingnum er því meðal
annars haldið fram að núver-
andi ástand sé ómenning.
Mörg sorleg dæmi séu um að
húseignir fái ekki nauðsynlegt
viðhald, meðal annars vegna
skorts á samstöðu um fram-
kvæmdir. Með því að húseig-
endur nýti sér „Viðhaldsvörð“
sé tryggt að eftirlit sé reglu-
bundið og þannig komið í veg
fyrir að kostnaður verði meiri
fyrir það eitt að viðhald drag-
ist úr hófi, gerðar séu lang-
tímaáætlanir um viðhald, gerð
sé fjárhagsáætlun og með ár-
legu endurmati sé tryggt að
réttir hlutir séu framkvæmdir
á réttum tíma.
V.
BrejTtng til batnaðar
Útvarpið ætlar að breyta út-
sendingartíma sínum og færa
hann fram þannig að hann verði
á sama tíma og tíðkast víða er-
lendis. Þjóðin hefur öll farið á
hvolf yfir þessari gríðarlegu
breytingu, sérstaklega úti á
landi, en ég má til með að lýsa
yfir ánægju minni. Eg hef lengi
saknað þess ákaft að geta ekki
hlustað og horft á fréttatíma á
kristilegum tfma, á tímabilinu
frá sex til sjö á kvöldin, eftir að
ég vandist því fyrir nokkrum
árum. Þessi útsendingartími
venst og hann venst hratt og vel.
Því er oft haldið fram að íslenskt þjóð-
félag sé ekki nógu fjölskylduvænt og
barnvænt, fullorðnir vinni alltof mikið og
lengi og hafi ranga forgangsröð, karlarnir
hafi vinnuna, áhugamálin, bömin og
nýja forgangsröðin hjá konunum sé
áhugamálin, vinnan og börnin eftir að
umræðan um að sinna sjálfri sér varð svo
sterk. Sagt er að foreldrarnir hafi
ekki tíma til að fylgja börnunum
eftir í námi, láti þau ekki læra
heima, fylgist ekki með áhugamál-
um þeirra, þekki ekki félaga þeirra
og svo framvegis og svo framvegis.
Eg er í heildina séð sammála þessu
en hvað er til ráða? Því er vand-
svarað.
Útópía?
Eg tel að breyttur útsendingartími
frétta geti styrkt fjölskyldumar í
landinu. Það hefur mér lengi verið
markmið að breyta skipulagning-
unni á heimilinu þannig að það sé borð-
að saman í einu snarhasti um leið og lið-
ið kemur heim úr vinnu og skóla, sumsé
á fréttatímanum nýja, frá sex til sjö. Að
því Ioknu gefist friður og ró til að ræða
saman, setjast yfir skólabækurnar með
krökkunum eða leyfa þeim að stunda
áhugamálin því að íþróttafélögin og
skátafélögin hafa yfirleitt haft lag á því
MENNINGAR
VAKTIN
Nýi útsending-
artíminn á
fréttatímum
RÚ V venst og
hann venst hratt
og vel. Málið er
bara að færa
matartimann
fram um
klukkustund.
að spilla matartíma heilu fjölskyldnanna
með æfingum og fundum á gamla matar-
og fréttatímanum, frá sjö til hálfníu á
kvöldin.
Með breytingunum sé ég fyrir mér að
Sjónvarpið, sem hefur haft alkunnugt
lag á því að spilla matartímum ekkert
síður en íþróttafélögin og skátafélögin,
breyti dagskrá sinni í samræmi við frétta-
tímana. Barnaefnið verður þá ekki á
matartímum heldur ef til vill milli fimm
og sex eða eftir sjónvarpsfréttir þegar all-
ir eru búnir að borða og friður ríkir á
heimilinu. Þannig hefur Sjónvarpið tekið
upp Ijölskyldustefnu um leið og það
hjálpar fjölskyldunum í landinu að ná
saman á nýjan leik. Það er til fyrirmynd-
ar hjá ríkisfjölmiðli.
ghs@ff.is