Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Fyrirgefiði - en
er það aiveg
eðlilegur hlut-
ur sem engin
ástæða er tii
að kvabba út
afað það skuli
eiga að fjölga
ráðherrum um
tuttugu pró-
sent í einni
svipan, ekki af
neinni nauð-
syn, heldur
bara til að
fleiri duglegir
þingmenn geti
fengið að
máta sig við
ráðherrastól-
ana?
Og svo verður
farið að spara
LÍFIÐ í LANDINU
íbúar í Bandaríkjum
Norður-Ameríku eru ansi
margir, hlustendur góðir.
Þeir eru, samkvæmt upp-
sláttarbók sem ég er með
í höndunum 265,8 millj-
ónir. Þessi uppsláttarbók
var reyndar gefin út í
fyrra og þess vegna má
vænta þess að íbúum
Bandaríkja Norður-Am-
eríku hafi fjölgað eitt-
hvað síðan þá, örugglega
um eina tvær milljónir
eða svo. Og í Bandaríkjum Norður-Amer-
íku hafa flestir íbúanna nóg að starfa. At-
vinnuleysi er að vísu nokkuð, og fátækt
meiri en mörgum þykir hæfilegt, en ann-
ars snúast hjól atvinnulífsins á miklum
hraða; Bandaríki Norður-Ameríku eru í
fararbroddi meðal ríkja heims á flestum
sviðum vísinda, tækni, viðskiptalífs, fjar-
skipta, iðnaðar og svo framvegis og svo
framvegis - að ekki sé nú minnst á hern-
að og vopnaframleiðslu. Maður skyldi því
ætla að það sé ekkert smáræðis verk að
halda öllu þessu apparati gangandi. Enda
eru ríkisstjórnarfundir í Bandaríkjum
Norður-Ameríku líkastir hávaðasömu
fuglabjargi. Við höfum séð myndir af því f
sjónvarpjnu; þegar Bill Clinton forseti
Bandaríkja Norður-Ameríku heldur sína
ríkisstjórnarfundi og gerir vanmáttuga til-
raun til að láta alla tólf þúsund ráð-
herrana heýra í sér í einu, hvert stefna
skuli á næstunni. Og meirihluti ráðherr-
anna reynir að hlusta en sumir vilja fara
að gefa skýrslur um sín ráðuneyti og
alltaf eru einhverjir bara að kjafta saman,
svo kliðurinn vex, og brátt er þvílíkur há-
vaði af þeSsum tólf þúsund ráðherrum
ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku
að maður furðar sig stórum á því að yfir-
leitt skuli vera mögulegt að halda þessu
gangandi.Nú var ég að vísu að ýkja svolít-
ið. Við höfum vissulega séð myndir af rík-
isstjórnarfundum í Bandaríkjum Norður-
Ameríku en ráðherrarnir eru ekki tólf
þúsund, heldur virðast sitja þessa fundi
kannski þrjátíu manns í hæsta lagi; þar af
eru ýmsir greinilega í starfsliði forsetans
og gegna ekki beinlínis ráðherraembætti.
Eg hef satt að segja ekki nennt að fletta
því upp hversu margir ráðherrar eru í
raun og veru í Bandaríkjum Norður-Am-
eríku en það er altént ekki hærri tala en
svo að vel má hafa vald á henni. Og þó
búa sem fýrr segir í Bandaríkjum Norður-
Ameríku tæpar 270 milljónir manna og
allt er í fúll svíng. A íslandi búa eins og
við vitum rétt um 270 þúsund manns og
þó þjóðlífið sé vissulega Qölbreytt og auð-
ugt á flestum sviðum, þá er þó ekki jafn
mikið um að vera hér og í Bandaríkjum
Norður-Ameríku; um það held ég flestir
hljóti að vera sammála að það sé töluvert
flóknara dæmi að stjórna Bandaríkjunum
en Islandi. Eigi að síður eru tíu ráðherrar
í ríkisstjórn íslands og nú á að fjölga
þeim upp í tólf. Og þá munum við áreið-
anlega höggva nærri heimsmeti í hlut-
fallslegum fjölda ráðherra, samkvæmt
höfðatölu altso, því væru ráðherrarnir í
ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku
jafn margir og nauðsynlegt er talið hjá
oss, þá væru þeir sem sagt tólf þúsund -
og þá færi ríkisstjórnarfundunum að
svipa til þess fuglabjargs sem ég nefndi
áðan. En í Bandaríkjum Norður-Ameríku
þarf ekki þessa tólf þúsund ráðherra. Þar
eru menn svo flinkir í stjórnunarháttum
að kannski tuttugu þrjátíu manns komast
yfir að stýra öllu því flókna atvinnu- og
þjóðlífi sem þrífst þar vestra með 270
milljónum manna. Við gætum áreiðan-
lega lært eitthvað af ríkisstjórn Banda-
ríkja Norður-Ameríku, úr því að okkar tíu
ráðherrar komast ekki yfir að stýra þjóð-
Iífi 270 þúsund sálna og það verður að
fjölga þeim í tólf.
Fleiri þurfa að verða ráðherrar
Nú er málið að sjálfsögðu ekki alveg
svona einfalt. Nútímaþjóðfélag skiptist
óhjákvæmilega niður í nokkur býsna að-
skilin svið sem einhver verður að sinna,
hvort sem undir það svið heyra þúsund
þegnar eða milljón. Og þá grunar mig
Iíka að undir hina bandarísku ráðherra
heyri ýmsir aðstoðarráðherrar með hver
sín verkefni, svo stjórnkerfið þar í landi
sé í raun ögn flóknara en hinir tuttugu
þijátíu manna ríkisstjórnarfundir sem við
sjáum stundum í sjónvaqjinu gætu gefið
tilefni til að álíta. En samt sem áður - er
það ekki að bera í bakkafullan lækinn að
fjölga ráðherrum í 270 þúsund manna
samfélagi úr tíu í tólf, þegar aðrar þjóðir,
miklu fjölmennari og sumar töluvert fjöl-
skrúðugri að atvinnulífi og háttum öllum,
komast af með ráðherrafjölda sem við
slögum nú þegar ansi hátt uppí? Nú er
það auðwtað svo að það á ekki að fjölga
ráðherrum af því þeir tíu sem fyrir eru
komist bara alls ekki yfir að sinna þeim
verkefnum sem fyrir Iiggja; sólarhringur-
inn nægi engan veginn. Ekki skal ég að
vísu halda því fram að ráðherrarnir hafi
ekki flestir nóg að gera í vinnunni, svona
oftastnær að minnsta kosti, en það er
samt ekki vinnuálagið sem veldur því að
nú á að fjölga ráðherrum. Það er hrein-
lega bara vegna þess að svo margir í þing-
mannaliði bæði Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks vilja það; það Iangar
svo marga til að verða ráðherrar, fá ráð-
herrabíla og ráðherralaun (ekki síst núna
eftir hinn passlega dóm Kjaradóms); og
þó þeir Davíð Oddsson og Halldór As-
grímsson hafi góða stjórn á sínum flokk-
um, þá verða þeir stundum að láta undan
litlu undirsátunum sínum og hleypa þeim
upp á dekk; nú þarf að leyfa fleirum að
verða ráðherrar. Og enginn kvartar.
Er fullt starf að vera
samgönguráðherra?
Fyrirgefiði - en er það alveg eðlilegur
hlutur sem engin ástæða er til að kvabba
út af að það skuli eiga að fjölga ráðherr-
um um tuttugu prósent í einni svipan,
ekki af neinni nauðsyn, heldur bara til að
fleiri duglegir þingmenn geti fengið að
máta sig við ráðherrastólana? Nú er að
vísu sagt að þetta eigi að gera til þess að
hver ráðherra þurfi ekki að sinna nema
einu ráðuneyti, en það vitum við öll að er
bara tylliástæða. Samt hrópar enginn það
upp í opið geðið á stjórnarherrunum; ekki
múkk frá stjórnarandstöðunni, ekki múkk
frá fjölmiðlunum. Forsætisráðherra hefur
að sönnu bent réttilega á að líkiega sé til
dæmis ekki heppilegt að sami maðurinn
gegni embætti landbúnaðarráðherra og
umhverfisráðherra, en það var nú bara
hans eigin ríkisstjórn sem ákvað það ein-
kennilega fyrirkomulag, og það væri auð-
veldari og einfaldari og ódýrari leið að slá
umhverfisráðuneytinu saman við eitt-
hvert annað ráðuneyti, heldur en að
fjölga ráðherrum. Eða láta umhverfis-
ráðuneytið eitt (því það tjóir ekki að það
sé endalaust hornreka) og fela duglegum
ráðherra einhver tvö önnur ráðuneyti
sem vel geta farið saman. Er það til dæm-
is alveg örugglega fullt starf að vera sam-
gönguráðherra á Islandi nú á tímum?
Eða dómsmálaráðherra? Landbúnaðar-
ráðherra? Tala nú ekki um viðskiptaráð-
herra? Best að taka fram að ég efast ekki
um að það geti komið miklar tarnir í öll-
um þessum ráðuneytum og mörgu sé að
sinna, en er semsé örugglega um að ræða
fullt starf frá níu til fimm og lengur
hvern einasta \innudag ársins?
Jimmn! Fleiri konur
verda ráðherrar!
Eg ætla að Ieyfa mér að halda ekki. Það
þykja víst hafa orðið ýmsar framfarir á
síðustu tímum í stjórnun fyrirtækja, boð-
Ieiðum og þess háttar, og allar miða þær
framfarir víst að einföldun og hagræð-
ingu. Þeim fækkar sem vasast í endanleg-
um ákvörðunum, þó kannski komi fleiri
við sögu við að undirbúa ákvarðanir. En
slfkt gildir ekki um ríkisstjórn íslands.
Þar Ijölgar sífellt ráðherrum, meirað segja
þó liggi í augum uppi að það væri miklu
meira vit í að fækka þeim - sameina ráðu-
neyti, til dæmis atvinnumálaráðuneytin.
Og enginn segir múkk, af því það vita all-
ir að íjölgunin lýtur ekki lögmálum góðr-
ar stjórnunar, heldur eru þetta sporslur
handa flokksgæðingum og öllum finnst
eðlilegt að svoleiðis sé það. I öllum fjöl-
miðlum er núna verið að fjalla af stakri
alvöru um það hverjir muni fá að setjast í
hina nýju ráðherrastóla, en enginn orðar
hvort þörf er á þessum stólum. Þörfin er
sú að Arni Johnsen þarf að verða ráð-
herra, eða Árni Matthiesen, eða Siv Frið-
leifsdóttir, eða Guðni Agústsson - og þá
þörf viðurkenna allir og gera enga at-
hugasemd. Pólitísk þörf gengur fyrir öllu
öðru í bananalýðveldi; það vitum við.
Þegar ráðherrarnir verða orðnir tólf verða
nítján prósent þingmanna á löggjafar-
þingi okkar ráðherrar. Einn af hverjum
fimm mönnum sem kosnir hafa verið til
að setja landslýðnum lög verður orðinn
fulltrúi framkvæmdavaldsins. En það er
svosem allt í lagi því á Islandi er fram-
kvæmdavaldið í rauninni löggjafinn, eins
og allir vita, og svo gæti hugsanlega orðið
svigrúm ef ráðherrum fjölgar nógu mikið
til að fleiri en ein kona sitji í einu í ráð-
herrastól. Og þá eigum við að fagna því
sérstaklega og þakka þeim Davíð og Hall-
dóri fyrir víðsýni og öfluga kvenréttinda-
baráttu þeirra.
Þarf að segja upp 10-15 manns?
Og svo munu ráðherrarnir nýju taka til
starfa við að spara í ríkiskerfinu, af því
núna eftir kosningar er allt í lagi að við-
urkenna að við séum komin á hættulega
braut, og ráðherrarnir munu neyðast til
að segja upp fólki - það verður ekki fjölg-
un um tuttugu prósent af því einu að ein-
hverja Iangar í tilteknar stöður eins og
þingmennina langaði til að verða ráðherr-
ar, og þess vegna skulu þeir fá það. An
þess að ég hafi reiknað það nákvæmlega
út þá giska ég á að til að útgjöld ríkissjóðs
aukist ekki á hinum yfirvofandi sparnað-
artímum við fjölgun ráðherra, þá gæti
þurft að segja upp kannski tíu fímmtán
láglaunamönnum i ríkiskerfinu til að eiga
fýrir nýju ráðherralaununum, nýju ráð-
herrabílunum og -bílstjórunum, og öðru
sem duglegir ráðherrar þurfa á að halda.
En það er allt í lagi, þvf við vitum öll að
Siv finnur sér örugglega eitthvað að gera í
ráðherrastólnum; og Guðni yrði svo
ósköp sætur á ríkisstjórnarfundum; og
Arni Matt myndi fíla sig vel í ráðherra-
bílnum og Arni Johnsen myndi lífga upp
á fundina í stjórnarráðinu. Þau eiga öll
svo innilega skilið að verða ráðherrar. Og
það er aðalatriðið og það sem láglauna-
þrælarnir sem sagt verður upp munu geta
huggað sig við.
Pistill Illuga varfluttur ú Rds tvö i
gærmorgun.
UMBUÐA-
LAUST
lllugi
Jökulsson
skrifar