Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 Tkyptr Hvítasunnuhátíð á Grandrokk Grandrokk við Smiðjustíg tekur hvíta- sunnuna hátiðlega og stendur fyrir tónlistarveislu um helgina. 1 kvöld og annaðkvöld spilar hljómsveitin Álfar fyrir dansi með rokki og poppi en hún er skipuð þrautreyndum tónlistar- mönnum, m.a. honum Hirti Howser sem hér birtist á mynd. Hljómsveitin Poppers slær svo botninn í Hvíta- sunnuhátíðina á sunnudagskvöldið. Helgin verður ekki skáklaus, á laugar- daginn kl. 14 fer fram skákkeppni en á mánudaginn kl.14 verður opið hrað- skákmót. Á sunnudag kl.17. verður hins vegar keppt í kotru. utík fjor Sigrún Huldí Sigrún Huld Hrafnsdóttir sú frækna sund- kona þroska- heftra og fyrr- um ólympíu- mélstari í sundi þroskaheftreK- hefur snúið sér aðmyndlist! Hún opnar sína fyrstu einkasýningu í Eden í Hveragerði á þriðjúdaginn næsta og stendur sýningin til 7. júní. . .7' mynd- list Hh : nirrW Garður - ! r 1 PSI Udhus - lS|kL \ jl. I Kúche j ,g| A The lcelandic Love Cor- : rpjjft f v ^ poration/Gjömingaklúbb- urinn opnar sýningu á óvenjulegum sýningarstað ásunnudagkl. 14 á ís- landi og kl. 16 í Danmörku og Þýskalandi. Prír íslenskir myndlistar- menn Alda og Steinunn Helga Sigurðardætur og Hlynur Hallsson reka sýningarstaðina sem eru í húsgarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre og í eldhúsi í Hannover. Tilgangurinn með sýningarstaðnum er að gefa listamönnum tækifæri á að spreyta sig á nýjum sýningarmöguleika utan veggja hefðbundins vettvangs fyrir myndlistarsýningar. Opnuð hefur verið vefsíða http://www.simnet.is/guk og geta gestir horft á all- ar sýningarnar frá einum stað. Gjörningaklúbbinn skipa: Dóra ísleifs- dóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir ■ HVflfl ER Á SEYDI? ■ Á DAGSKRÁ SÝNINGAR Teikningar Eggerts M. Laxdal Á Amtsbókasafninu á Akureyri stendur nú yfir sýning á teikningum eftir Egg- ert M. Laxdal sem um skeið var aðal- teiknari Spegilsins. Lítið er vitað um námsferil Eggerts en talið er að hann hafi eitthvað stundað listnám erlendis. Teikningarnar á sýningunni eru gerðar á skólaárum hans í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri 1913-14 undir leiðsögn teikni- og handavinnukennara skólans, Stefáns Björnssonar. Sumar teikning- anna eru ómerktar með öllu en með aðstoð bóka og fróðra manna hefur tekist að þekkja þar ýmsa sem áberandi voru í bæjarlífi Akureyrar á þessum tíma. Sýningin stendur til 5. júní. Listasafnið á Akureyri Jesús Kristur - eftirlýstur, er yfirskrift sýningarinnar sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri og er sett upp í tilefni 1000 ára afmæli Kristni á ís- landi. Safnið er opið frá kl. 14. til 18. alla daga nema mánudaga og sýningin stendur yfir til 5. júní n.k. Safnasafnið Einstakt sinnar tegundar er Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, en það stefnir að samvinnu við handverksfólk, myndlist- armenn, skólanema, sveitarfélög, fyrir- tæki og sjóði, undir merkjum hagleiks og hugljómunar. Safnið örvar menn til dáða, tekur verk þeirra til kynningar og veitir al- menningi innsýn í menningarheim sem ólgar af krafti í hressandi andblæ. Safnið er opið alla daga frá kl. 10.00 - 18.00. Hægt er að panta skoðunarferðir fyrir hópa utan opnunartíma. Aðgangseyrir er kr. 300, en ókeypis (yrir böm. OG SVO HITT... Ferðafélag Akureyrar Um helgina verður farið í miðlungs erfiða skíðaferð í Heiðarhús á Flateyj- ardalsheiði. Brottför er frá skrifstofu félagsins við Strandgötu klukkan 9.00 á laugardagsmorgun. Ekið að Þverá í Dalsmynni, gengið þaðan á skíðum út Flateyjardalsheiði og gist. Heim aftur sömu leið daginn eftir. Ný Iþróttamiðstöð á Seyðisfirði I dag og á morgun verður dagskrá í tilefhi vígslu nýrrar íþróttamiðstöðvar á Seyðis- firði. Dagskráin hefst kl. 9.00 í dag með íþróttadegi í Seyðisíjarðarskóla. Klukkan 18 verður keppni í Boccia milli Viljans og úrvalsliðs bæjarstjómar og Idukkan 19.00 í kvöld hefst dagskrá í umsjón badminton- deildar Hugins. Á Iaugardagsmorgun verður blakkeppni ld. 9-11, Eróbikk Idukkan 11, knattspymudagskrá klukkan 12-15, hátíðardagskrá klukkan 16-18 og kaffisamsæti fyrir þá sem komu að bygg- ingu hússins og boðsgesti klukkan 19. Boðið er upp á likamsrækt í líkamsræktar- stöðinni báða dagana. Báða dagana verður opin myndlistarsýn- ing í húsinu á verkum nemenda Seyðis- fjarðarskóla. Veitingasala verður á vegum íþróttafélagsins í nýju kaffiteriunni á annarri hæð. I HELGARBLAÐI DAGS... Missirinn sári - þríburamamman Kristjana Sævarsdóttir í helgarblaðsviðtali Hver er konan sem stýrir KÞ Hvítasunnan - af sem áðurvar Sektarkennd sjónvarpsgláparans Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan. bíó, o.m.fl. mmmmmmmmmmmmmmmmmmMMmmmmmmmmmmmmmmmMmmumammmmmœammmÉÉm Áakriftanímlnn er 800-7080 ggar — Stöð 2 - föstudagur kl. 22.40 Engu að treysta. A dagskrá Stöðvar 2 er breska sakamálamyndin Engu að treysta eða Deep Secrets. Myndin fjall- ar um leynilögreglumann sem kemur ár sinni vel fyrir borð hjá helstu bófum Manchester-borgar. Hann er að rann- saka hrottalegt morð sem framið hefur verið og til að komast að sannleikanum dregur hann kynþokkafulla eiginkonu aðalskúrksins á tálar. Það reynist hins- vegar vera hættulegur Ieikur. I helstu hlutverkum eru Amanda Donohoe, Ann Mitchell og Colin Salmon. Leik- stjóri er Diarmuid Lawrence og var myndin gerð árið 1996. Sýn - föstudagur kl. 23.00 Úrslitakeppni NBA. Úrslitakeppni NBA heldur áfram í kvöld en nú er röðin komin að átta liða úrslitum. Sýn verður með beina útsendingu frá ein- um leikja kvöldsins en þegar þessar Iínur eru ritaðar er ekki ljóst hvaða lið komast áfram eftir 16 liða úrslit en þar mættust eftirtalin félög: Utah Jazz - Sacramento Kings, Los Angeles Lakers - Houston Rockets, Portland Trail Blazers - Phoenix Suns, San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves, Or- lando Magic - Philadelphia 76ers, Atl- anta Hawks - Detroit Pistons, Indiana Pacers - Milwaukee Bucks og Miami Heat - New York Knicks. Sýn - laugardagur kl. 12.50 og 01.00 Úrsfitastund á Sýn. fþróttir skipa veg- legan sess í dagskrá Sýnar í dag en við vekjum sérstaka athygli á tveimur bein- um útsendingum frá sannkölluðum stórviðburðum. Sú fyrri er frá úrslitaleik ensku bikarkcppninnar á Wembley en þar eigast við Manchester United og Newcastle United. Alan Shearer og fé- lagar hans í Newcastle töpuðu úrslita- leiknum í fyrra en mæta nú tvíefldir til leiks gegn hinu geysisterka liði Rauðu djöflanna. Og eftir miðnætti verður boðið upp á boxkeppni frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar verður Oscar de la Hoya í aðalhlutverki en hann frcistar þess að verja heimsmeistaratitil sinn í veltivegt gegn Oba Carr. Stöð 2 - Iaugardagur kl. 21.05 Krókur á móti bragði. Stöð 2 sýnir gamanmyndina Krókur á móti bragði cða Life Less Ordinary. Þegar húsvörð- urinn Robert er rekinn úr starfi ákveður hann að koma fram hefndum gegn hús- bónda sínum og ræna ofdekraðri dóttur hans, Celine. Robert er hins vegar hálf- gerður hrakfallabálkur og veit ekki alveg hvernig hann á að standa að þessu. Það er því lán í óláni að Celine virðist háfa talsvert vit á mannránum og er ekki allsendis frábitin því að rétta lánleys- ingjanum hjálparhönd. Með aðalhlut- verk fara Ewan McGregor, Cameron Diaz, HoIIy Hunter og Ian Holm. Leik- stjóri myndarinnar er Danny Boyle. Myndin er frá 1997. Sýn - sunnudagur kl. 18.00 Háspenna í ítalska boltanum. Síð- asta umferð ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu fer frant í dag og þá mæt- ast eftirtalin lið: Cagliari - Fiorentina, Empoli - Udinese, Inter - Bologna, Juventus - Venezia, Lazio - Parma, Perugia - AC Milan, Piacenza - Salern- itana, Sampdoria - Bari og Vicenza - Roma. Einn þessara leikja verður sýnd- ur á Sýn. Liðin sent standa sig best í deildinni vinna sér þátttökurétt í Evr- ópumótunum en fjögur neðstu liðin falla í 2. deild. Fiorentina vermdi topp- sætið ffarn eftir vetri en gaf eftir á loka- sprettinum og baráttan um meistaratit- ilinn varð að einvígi Lazio ogAC Milan. Stöð 2 - sunnudagur kl. 21.30 Lífið sjálft. Stöð 2 sýnir rómantísku gamanmyndina Lffið sjálft, eða L¥étu- diante. Valentine er samviskusöm og jarðbundin háskólastúlka. Hún er að ljúka fimm ára háskólanámi og á ein- ungis eitt próf eftir. Rétt fyrir síðasta prófið kynnist hún manni sem er algjör andstæða hennar. Valentine, sem þyk- ist hafa stjórn á öllu, telur sig geta af- greitt manninn á einni nóttu. En mað- urinn býr yfir mun meiri persónutöff- um en Valentine gerði sér grein fyrir og áður en hún veit af er hún orðin ástfangin af þessum hvatvísa og frum- lega manni. Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Sophie Marceau og Vincent Lindon. Leikstjóri myndarinnar er Claude Pinoteau. 1988. Stöð 2 - mánudagur kl. 20.55 Jude. Stöð 2 sýnir myndina Jude sem gerð er eftir sögu Thomas Hardy. Hér segir af ungum og frúðleiksfúsum steinsmið sem dreymir um háskólanám. Effir stutt og óhamingjusamt hjónaband flytur hann til skólabæjarins Christmast- er. Þar fellur hann fyrir ffænku sinni, Sue Bridehead, ungri nútímakonu sem heillar hann með fegurð sinni og gáfum. Sam- band þeirra stríðir gegn lögum og reglum samfélagsins og er dæmt til að enda með hörmungum. Með aðalhlutverk fara Christopher Eccleston og Kate Winslet. Leikstjóri myndarinnar er Michael Winterbottom. Myndin er bönnuð böm- um. Sýn - þriðjudagur kl. 20.50 Islenska mótaröðin í golfi. Islenska mótaröðin í golfi hófst í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi en Sýn verður með sérstakan þátt um hvert mót fýrir sig og auk þess beina útsendingu frá Landsmótinu í sumar, sem nú verður haldið á félagssvæði Keilis á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði. Allir fremstu kylfingar landsins taka þátt í mótaröð- inni enda tryggir góður árangur við- komandi sæti í landsliðinu. Mótin eru sex talsins og það næsta vcrður á Hellu um helgina. Svipmyndir frá því verða á dagskrá Sýnar nk. mánudag. Stöð 2 - þriðjudagur kl. 21.05 Árásir dýra. Stöð 2 sýnir fyrsta þáttinn af fjórum í þáttaröð scm nefnist Árásir dýra eða When Animals Attack. Mað- urinn hefur löngum fengist við villidýr og hefur oft beðið lægri hlut. Stundum hefur hann haft betur eða tekist að komast undan. I þessum þætti eru sýndar einar merkustu myndatökur sem til cru af árásum villidýra á rnenn og rætt við menn sem orðið hafa fýrir slíkum árásum. Við fáum að heyra ótrúlegar frásagnir manna scm komist hafa undan fflum, bjarndýrum, krókó- dílum og hákörlum svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar fjalla um hvaða hlutverki slíkar árásir gegna og undir hvaða kringumstæðum mönnum er hættast við þeim. Næsti þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 að viku liðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.