Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 7
FÖSTVDAGUR 21. MAÍ 1999 - 23
l ■f&L
fpM”
Safna-
safnið
á 700
brúður
Einstakt sinnar teg-
undar er Safnasafnið
á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði, en það
stefnir að samvinnu ,
við handverksfólk, myndlistarmenn, skólanema, sveitarfélög,
fyrirtæki og sjóði, undir merkjum hagleiks og hugljómunar.
Safnið örvar menn til dáða, tekur verk þeirra til kynningar og
veitir almenningi innsýn í menningarheim sem ólgar af krafti í
hressandi andblæ. Safnið er opið alla daga frá kl. 10.00 -
18.00. Hægt er að panta skoðunarferðir fyrir hópa utan opnun-
artíma. Aðgangseyrir er kr. 300, en ókeypis fyrir börn.
Ferming-
arafmæli
Mörg undanfarin
ár hefur Akureyr-
arkirkja boðið
þeim sem fermd-
ust fyrir 10, 20,
30 og 40 árum til
guðsþjónustu á
hvítasunnudag. Að þessu sinni eru það fermingarbörn sem
fædd eru á árunum 1975,1965, 1955 og 1945 sem eru sér-
staklega boðin velkomin til hátíðarguðsþjónustu á hvíta-
sunnudag 23. maí kl. 11.00. Það hefur þótt ánægjulegt að
mæta, hitta fermingarsystkini og rifja upp minningar frá ferm-
ingunni og hafa margir verið þakklátir fyrir þetta tækifæri. Allir
aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Ásmundar-
sýning
í gær, á fæðingar-
dægri Ásmundar
Sveinssonar mynd-
höggvara, var opnuð
yfírlitssýning á verkum
listamannsins í kúlu-
húsinu, þ.e. Ásmund-
arsafni við Sigtún. Til-
efnin eru þau að und-
anfarið hafa staðið yfir
gagngerar lagfæring-
ar á garðinum og verkunum í honum en auk þess er búið að endurútgefa Bókina
um Ásmund eftir Matthías Johannessen, samtalsbókina sem kom fyrst út árið
1971. Á sýningunni verða verk sem spanna allan feril listamannsins.
Sundahöfn kl. 14.00. Á sunnudag Id.
14.15 verður staðarskoðun, kirkjan,
fornleifagröfturinn og fleira í næsta
nágrenni húsanna vcrður skoðað. Sér-
stök ferð með Viðeyjarferjunni verður
farin með kirkjugesti á annan í hvíta-
sunnu kl. 13.30, en j>á verður hátíðar-
messa í Viðeyjarkirkju sem sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir flytur með aðstoð
dómorgnista og Dómkórs. Eftir messu
verður síðan farin í aðra staðarskoðun.
Veitingastofan í Viðeyjarstofu er einnig
opin um helgina.
Afmæli
Á þriðjudaginn 25. maí verður haldin
afmælishátíð Seljaskóla, en skólinn á
20 ára starfsafmæli um þessar mundir.
Skólinn verður opinn gestum frá
klukkan 18.00. I samkomuhúsi skól-
ans verður dagskrá, nemendur flytja
lög úr söngleiknum Grease og hljóm-
sveitin Þeytingur spilar dundrandi tón-
list, en hana skipa nemendur úr 6. og
7. bekk. KI. 19.00 stígur barnakór
Seljakirkju á svið og syngur nokkur
lög. Fjölbreytt hátíðardagskrá verður
svo í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 20.00,
þar verða ýmis skemmtiatriði. 1 tilefni
afmælisins var efnt til samkeppni unt
merki skólans og verða úrslit kynnt á
hátíðinni. Vonast er til að sem flestir
foreldrar komi á afmælishátíðina með
börnum sínum og allir velunnarar
skólans eru velkomnir.
ELDRI BORGARAR
Félag eldri borgara Asgarði,
Glæsibæ
Allt félagsstarf fellur niður í kvöld
vegna þings Landssambans eldri borg-
ara. Að Ioknu þingi um kl. 22.00 verð-
ur dansað frameftir nóttu, Capeí leik-
ur. Allir velkomnir.
LANDIÐ
TÓNLIST
Gos á nesjarúntinum
Hljómsveitin Gos fer nesjarúntinn um
helgina. Þeir byrja á að fara Reykjanes-
ið og skemmta sér og öðrum á Kaffi
Keflavík á föstudagskvöldið og halda
svo vestur á Snæfellsnes og hafa hátt á
hinum árlega Hvftasunnudansleik á
Knudsen í Stykkishólmi á laugardags-
kvöld. Hljómsveitina skipa: Símon B.
Hjaltalín, Eyjólfur R. Stefánsson,
Björn V. Guðjónsson, Sveinn R.
Grímarsson og Arnar O. Arnþórsson.
Lokatónleikar á Austur-Héraði
Kennarar og nemendur Tónlistarskóla
Austur-Hcraðs bjóða öllum Héraðsbú-
um á lokatónleika tónlistarskólans í
Egilsstaðakirkju í kvöld klukkan 20.00.
Á efnisskránni eru bæði söngur og
hljóðfærasláttur. Skólaslit verða í Eg-
ilsstaðakirkju miðvikudagskvöldið 26.
maí klukkan 20.00. Þar verða tónlist-
aratriði, auk þess sem nemendur fá af-
henta umsögn kennara og þeir sem
lokið hafa stigsprófi fá skírteini sín af-
hent.
Tónleikar í Reykholtskirkju
Á laugardag klukkan 16.00 halda
Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Jó-
hann Stefánsson trompetleikari og
Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari
tónleika í Reykholtskirkju. Á efnisskrá
eru verk eftir Allessandro Scarlatti, Jo-
hann Sebastian Bach, Georg Friedrich
Hándel, Henry Purcell og Aldrovand-
ini.
Hftt og ferskf
4» m m 4» mm m
Svínalundir
Svínakambsneiðar
1290 kr/kg
490 kr/kg
svinaKjot i TniKiu
umli
Svínakjöts grillkynning í dag föstudag frá
kl. 15 til 19. Grillum nýtt og ferskt svínakjöt.
Svín virkar á grillið!
- fyrír þig!