Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2 1. MAÍ 19 9 9 - 2S LÍFIÐ í LANDINU H.G. Wells var ekki einungis afkastamikill á ritvellinum, kvennamál hans voru ekki síður umfangsmikil. Rithöfundurinn H.G. Wells var alla tíð annálaður kvennamaður. Fyrri eiginkonu sinni, ísabellu, kynntist Wells þegar hann vann fyrir sér sem kennari. Hún var fal- Ieg, hlýðin og undirgefin stúlka sem hann gifist þegar hann var 25 ára. Hjónin áttu ekkert sameiginlegt. Welles var félags- lyndur en Isabel kunni illa við sig í fjöl- inenni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllu mögulegu sem hann var sífellt að láta í ljós en hún flíkaði ekki skoðunum sínum, reyndi bara að láta sér semja við fólk. Það var ekki til að gera þau sam- rýndari að Welles var fjölkvænismaður í anda. Honum var alla tíð ómögulegt að vera nokkurri konu trúr. Hann taldi trygglyndi reyndar ekki til dygða. Meðal nemenda Wells var Catharine Robbins, sem var greind, námfús og metnaðargjörn og með henni og Wells tókust fljótlega miklar ástir. Eftir þriggja ára hjónaband yfirgaf Wells Isabel eigin- konu sína og stakk af með Catharine og giftist henni eftir skilnað þeirra hjóna. Þar sem hann var ekki hrifinn af Cathar- ine nafninu tilkynnti hann konu sinni að héðan í frá skyldi hún heita Jane. Eigmkonui fara til himna Fyrstu tvö ár samvistar þeirra var Wells eiginkonu sinni trúr en síðan tóku við auðmýkjandi, opinber framhjáhöld sem allir vissu af, Iíka Jane. Wells tók ekkert tilllit til eiginkonu sinnar, hvorki á heim- ili þeirra né opinberlega. Hann sagði eitt sinn í samkvæmi að henni áheyrandi að karlmenn ættu að yfirgefa eiginkonur sín- ar og börn og fara til útlanda til að skoða heiminn og snúa síðan heim reynslunni ríkari. „En hvað um eiginkonurnar?" spurði einn gestanna. „Þær fara til himna þegar þær deyja,“ svaraði Wells. Jane eig- inkona Wells var sannur píslarvottur sem opinberlega lét sér aldrei bregða við fjöl- breytileg vúdspor eiginmanns síns á hjónabandsbraut. Hún fæddi manni sín- um tvo syni en þótt Wells væri að mörgu Ieyti ágætur faðir þegar hann var heima fannst honum Qölskyldulíf ræna tilveruna spennu. Spennuna fann hann í samskipt- um við aðrar konur þótt hann sneri að Iokum ætíð heim til Jane. Eitt ástarævin- týra hans var með Amber Reeves, ungri og gáfaðri stúlku sem hann stakk af með til Parísar. Hann sagði vinum sínum að hann ætl- aði að giftast henni en komst svo að þeirri niður- stöðu að Am- ber væri of sjálfstæð til að hann gæti búið með henni. Amber og Rebekka Wells stakk upp á því að Amber, sem var barns- hafandi, giftist ungum Iögfræð- ingi sem var ást- fanginn af henni og vildi giftást henni. Hún giftíst honum án þess að elska hann og fæddi dóttur Wells sem eiginmaður hennar gekk í föðurstað. Um samband þeirra Amber skrifaði Wells skáldsöguna Ann Veronica og hún þótti Amber Reeves ásamt dóttur þeirra Wells. Hún hætti aldrei að elska hann. svo djörf að bókasöfn neituðu að hafa hana til sýnis og földu hana undir borð- um. Þrjátíu árum eftir að sambandi þeirra Wells Iauk skrifaði Amber honum og sagði: „Það sem þú gafst mér, ást sem mér fannst fullkomin, áhrifin sem ég varð fyrir af þér, og dóttir okkar, hafa fylgt Wells ásamt Jane, seinni eiginkonu' ð hefði orðið um mig HleiH aö smd, með ömöguiegeðvmHenm m. aðargjörn, hæfileikarík og stór- greind kona. Nítján ára gömul skrifaði hún gagnrýni um eina af bókum Wells. Gagnrýnin vakti hrifningu eiginkonu Wells sem bauð Rebeccu í heimsókn til þeirra hjóna. Rebecca heill- aðist samstund- is af hinum 45 ára gamla Wells. Hann henni í ekki sama áhuga og hún sýndi honum en kvöldstund eina blossuðu ástríður þeirra og Rebecca varð barshaf- andi í fyrsta »• -.mAinUitrn sinn sem þau ; Hún stóð staðfastlega með mér og ger / me ^ syáfu saman '•nMA nm mip an hennar, sagom* Wells varð um stundum dvaldi hann þó á heimili sínu og eiginkonu sinnar. Wells óttaðist mjög að fréttir um fæðingu barns þeirra yrðu almenn vitneskja og óttaðist hneykslisöldu. Það má segja að hann hafi verið heppinn því sonur þeirra Rebeccu fæddist 4. ágúst 1914 sama dag og Bret- land lýsti yfir stríði á hendur Þjóðverjum. Næstu daga, \ákur og mánuði var enginn að velta því fyrir sér sérstaklega hver hefði barnað hvern og hvenær. Á næstu árum flutti Rebeccá nokkrum sinnum með ungan son sinni og sagðj öllum sem forvitnuðust að sonur hennar'rværi ungur frændi sem hún hefði í umsjá sinni. Wells var Rebeccu ekki trúr fremur en öðrum konum. Hann átti meðal annars í ástarsambandi við Mouru Budberg sem var einkaritari Maxim Gorkys. I sjálfsævi- sögu sinni sagði Wells: „Eg held að ég hafi raunverulega einungis elskað þijár konur á ævinni, fyrstu eiginkonu mína, seinni eiginkonu mína og Mouru Budberg. Eg veit ekki hvort ég elskaði Rebeccu West.“ Rebecca West elskaði Wells og fórnaði nokkrum árum af ævi sinni til að þóknast honum. Seinna, Iöngu eftir að sambandi þeirra var lokið, sagði hún full biturleika: „Hann kom fram við mig af meiri grimmd en hægt er að ímynda sér í öll þessi ár, hann niðurlægði mig, hann einangraði mig og hrakti \ini mína frá mér.“ i Tryggðartröll deyr Árið 1927 greindist eiginkona Wells með krabbamein. Wells var á ferðlagi þegar hann frétti af veikindum hennar og skrif- aði henni: „Mín kæra, ég elska þig heitar en ég hef elskað nokkra mannveru og ég er á leiðinni til þín til að hugsa um þig og gera allt til að gera þig hamingjusama." Það var náttúrlega nokkuð seint séð að ætla að gera hamingjusama konu sem hann var búinn að traðka á í þrjátíu ár. En einhvers staðar stendur vfst að betra sé seint en aldrei. Þegar Jane lést tók Wells dauða hennar mjög þunglega. I ævisögu sinni skrifaði hann einkar fallega mer æ síðan. Mér hefur ætíð fundist að það gjald sem ég varð að gjalda hefði verið vel þess virði.“ Onnur kona sem átti barn með Wells var rithöfundurinn Rebecca West, metn- Wells miður sín — við fréttirn- ar, sagði að ástarfund- ur þeirra hefði verið mistök en sér einum væri um að kenna. Hann vildi að Rebecca færi í fóstureyðingu en því neit- aði hún. Wells faldi þá Rebeccu uppi í sveit fjarri heimili sínu og reyndi að eyða einhverjum tíma með henni þar en flest- Isabella fyrri eiginkona Wells. Hann yfirgaf hana vegna ann- arrar konu. um hana og sagði: „Hún stóð staðfastlega með mér og gerði mér að lokum kleift að standa með sjálfum mér. Eg veit ekki hvað hefði orðið um mig án hennar.“ Wells lifði tvo áratugi enn og á þeim tíma sendi hann frá sér fjörutíu bækur. Hann lést árið 1946, 79 ára gamall.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.