Dagur - 21.05.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGVR 21. MAÍ 1999 - 19
Vnptr
LÍFIÐ í LANDINU
Húmor er afar einstakl-
ingsbundinn. Hann er
tilfinningalegtfyrir-
bæri og smekksatriði
fyrst ogfremst. Solveig
Thorlacius hefurkann-
að íslenskan húmorog
hún á hreint ekki auð-
veltmeð að segja til
um það hvemig ís-
lenskurhúmorer.
„Húmor er í rauninni sú merk-
ing sem maður leggur í hlutina.
Einn túlkar eitthvað sem drep-
íyndið sem öðrum finnst ekki
baun fyndið. I það heila má
segja að Islendingar hafi ekki
húmor fyrir sjálfum sér heldur
óförum annarra. Það er eitthvað
sem mörgum þykir sammerkt
með íslendingum og ég get al-
veg tekið undir það. En Islend-
ingar hafa örugglega Iíka mikinn
húmor fyrir sjálfum sér sam-
kvæmt því sem grínistarnir
sögðu. Þeirra reynsla er sú að
þetta velti á því í hvernig skapi
maður er, hvort maður er fullur,
í hvaða hópi maður er og svo
framvegis," segir Solveig Thor-
lacius mannfræðingur.
Hlæja að
óförum annarra
Solveig gerði rannsókn á ís-
lenskum húmor fyrir BA-ritgerð-
ina sína í mannfræði við Há-
skóla Islands og leitaðist við að
svara því hvort íslenskur húmor
væri til í rituðu og mæltu máli.
Hún fjallaði meðal annars um
húmorinn út frá mannfræðinni
og skrifum Apte, bresks húmor-
fræðings, rakti nálgun Jakobs
Jónssonar guðfræðings á kímni
og skopi í biblíunni og leitaði
svara hjá þremur einstaklingum
úr landsliðshópi íslenskra
grínista en hún vitnar einmitt í
þá hér að ofan. Markmið henn-
ar var að skilja umhverfi
húmorsins, það hvernig hann
verður til og berst á milli.
„Upphaflega gerði ég rann-
sókn, sem byggir á djúpviðtöl-
um. Þetta voru tveggja til þriggja
tíma viðtöl hvert við atvinnu-
grínista. Ég lagði upp með
spurninguna hvort það væri til
íslenskur húmor að þeirra mati.
Samkvæmt þessum þremur ein-
staklingum, sem eru allir sitt úr
hvorum hópnum, þá er ekki til
nein skilgreining yfir íslenskan
húmor. Það er gjarnan talað um
að Islendingar hlægi að óförum
annarra en séu frekar grunn-
þenkjandi, þeir hlægi almennt
ekki að því sem getur haft marg-
ar merkingar," segir hún.
Sami húmorinn
Solveig hafnar því að til sé eitt-
hvað sem sé breskur húmor,
sænskur húmor eða íslenskur
húmor. Hún vitnar í mannfræð-
inginn og húmorfræðinginn
Apte sem segir að það að skil-
greina húmor sé eins og dæmi-
Klámið
eródýrastagrínið
„Það að standa uppi á sviði hlýtur að vera rosaleg kúnst, að ná athygli allra og höfða til allra þannig að það hitti í mark.
Grínistinn þarfað geta skynjað mjög vel hvað áheyrendum líkar og þarfað vera mjög klár og félagslega hæfur, “ segir Solveig
Thorlacius. mynd: hilmar þór
saga Esóps þar sem sex menn
voru Iátnir skilgreina fíl. Menn-
irnir snertu fílinn, einn kom við
ranann, annar við bakhlutann,
sá þriðji fæturna. Allir voru þeir
að skilgreina fílinn og hver og
einn sá hann frá sínu sjónar-
horni. Þar af leiðandi var enginn
með sömu skilgreininguna.
„Þetta er samlíking við það að
skilgreina húmor, sami flöturinn
hefur svo rosalega margar hlið-
ar,“ segir hún.
Solveig bendir á að húmor sé
afar menningarbundinn og geti
jafnvel verið bundinn við hópa
eða svæði. Þannig sé ekki hægt
að ætlast til þess að Islendingur
á faraldsfæti skilji húmorinn á
Samoa-eyju eða að Kosovo-Al-
banar skilji íslenskan húmor eft-
ir stutta dvöl hér á Iandi. Það er
ekki fyrr en viðkomandi er kom-
inn það vel inn í menninguna á
viðkomandi svæði að hann er
farinn að geta hlegið með inn-
fæddum. Til þess að geta gert
það þarf hann að þekkja um-
hverfi húmorsins vel, skilja sam-
hengið í heild sinni.
Islenskur húmor hefur í raun
haldist sá sami í áranna rás, að
mati grínistanna, sem tóku þátt
í rannsókn Solveigar. Það eina
sem hefur breyst að þeirra mati
er það hvernig húmornum er
komið á framfæri og sú breyting
hefur átt sér stað í takt við þjóð-
félagsþróunina. „Aður var hægt
að koma húmornum á framfæri
á sveitaböllum og ýmsum sam-
komum sem voru vinsælar þeim
tíma,“ segir hún og bendir á að
það hafi verið munur á húmor á
milli staða á landinu. Grínisti
sagði kannski brandara á Dalvík
og fékk litlar viðtökur þar en
sagði svo sömu brandarana á
Akureyri og þar veinaði allt lið-
ið.
„Núna er útvarp og sjónvarp
og allt í beinni útsendingu og
meiri hraði. Húmorinn er sams
konar og það eru ekki svona
skörp skil á milli Drangsness og
Breiðholts. Núna er til dæmis
komið uppistand inn á
grammið, sem var ekki
nokkrum árum síðan,“
hún.
Púðrið fór
í lýsingar
Islendingar hafa
ekki átt mikinn
húmor í rituðu
máli en þó má
finna bókina Is-
lenska fyndni
með bröndur-
um, sem var
safnað saman
fyrir nokkrum
áratugum. Sol-
veig segir að
húmorinn í
þessum bókum
hafi gengið út á
lýsingar á þjóð-
kunnum ein-
staldingum og
litríkum karakterum. Alltaf hafi
verið byrjað á nákvæmri lýsingu
á háttum þeirra, klæðaburði og
Léttara að græta fólk
Eitt það erfiðasta sem skemmti-
kraftur gerir er að fá áheyrendur
til að hlæja. „Einn, sem er leik-
aramenntaður, sagði að það væri
minna mál að græta fólk en að
fá það til að hlæja,“ segir hún.
Góður grínisti þarf að hafa
mikla tilfinningu á umhverfinu
og vera fljótur að átta sig á því
hvemig landið liggur meðal
áheyrenda og aðlagast því.
„Einn grínistinn sagði að það
erfiðasta sem hann lenti í væri
að skemmta starfsfólki Stjórnar-
ráðsins. „Hann sagði að það
væri oft erfiðara að skemmta því
en alþingismönnum. Það tækju
sig allir svo rosalega alvarlega í
Stjórnarráðinu," segir Solveig.
Klámbrandarar eru ódýrasta
og auðveldasta leið til að
skemmta fólki að mati grínist-
anna, sem Solveig tók viðtal við.
„Það að standa uppi á sviði hlýt-
ur að vera rosaleg kúnst, að ná
athygli allra og höfða til allra
þannig að það hitti í mark.
Grínistinn þarf að geta skynjað
mjög vel hvað áheyrendum líkar
og þarf að vera mjög klár og fé-
lagslega hæfur því að þetta reyn-
ir á svo rosalega marga þætti hjá
honurn," segir hún.
Þumalfingursregla grínista er
að segja klámbrandara þegar
þeir finna að þeir eru að missa
athygli áheyrendanna og klám-
brandarinn þarf
ekki einu sinni
að vera fyndinn
til að virka.
„Þetta er bara
efnafræði. Með-
an grfnisti segir
klámsögur þá
virkar það á
hormónin í lík-
gmnnþenkjandi, þeir amanum, það
" * ‘ UPP
pró-
f)TÍr
segir
„Það ergjaman talað
um að íslendingar
hlægi að ófomm ann-
arra en séufrekar
hleðst
hlægi almenntekki að spenna meðan
sagan er sögð.
því sem geturhaft
margar merkingar. ‘
er
Punkturinn í
brandaranum
þarf ekkert
endilega að vera
fyndinn vegna
þess að það á sér stað spennu-
losun sem brýst út í hlátri,“ seg-
ir hún að lokum.
GHS
ættum og er það kannski lýsandi
fyrir það hve vel menn þurfa að
þekkja til umhverfis og staðhátta
til að geta skilið húmorinn. „Að-
alpúðrið fór í lýsingarnar á ein-
staklingunum," segir hún.
Einnig má finna húmor í Is-
lendingasögunum og nefnir Sol-
veig sem dæmi „Eigi skal
höggva", þar sem blóðugur og
deyjandi maður með innyflin út
úr sér stendur upp og kveður
hringhendu áður en hann dettur
niður dauður. Þetta segir Sol-
veig að erlendir fræðimenn hafi
túlkað sem húmor þó að Islend-
ingar fari sennilega ekki að
hlæja, ekki í dag að minnsta
kosti. Þá hefur hún rekist á
ferðabækur á erlendu tungumáli
þar sem bæjarnöfn í Skagafirði
eru nefnd sem dæmi um ís-
lenskan húmor.
„Þetta voru bæir sem voru
hlið við hlið. Annar hét Gröf,
hinn hét Grafarbakki,“ segir
hún.