Alþýðublaðið - 10.02.1967, Page 4
J Eitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — RitstjórnarfulK.
: trúi: Eiöur Guðnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906,
Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Seykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-.
blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
bivern vantar stefnu?
ÞJÓ.ÐVILINN segir svo frá, að yngsti þingmaður
Ivommúnista hafi á fundi fullyrt, að íslenzka iýðveld-
ið hafi enga utanríkisstefnu. Nú hefur það ekki farið
fram hjá neimun, að þessi þingmaður og flokkur hans
Isafa árum saman háð harða baráttu gegn utanríkis-
stefnú, sem fylgt hefur verið. Verður því ekki betur
séð, en að boðskapur hins unga manns til þjóðarinn-
ar sé þessi: ísland hefur enga utanríkisstefnu — en
ég er á móti henni!
■ Raunar er fróðlegt að athuga hvort kommúnistar
'hafi sjálfir nokkra utanríkisstefnu, sem hald er í.
Sannleikurinn er sá, að þeir hafa sex sinnum skipt
um skoðun á grundvallaratriðum íslenzkra utanrík-
ismála síðustu 3-4 áratugi.
Þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1930,
var hann MEÐ HLUTLEYSI og mikill andstæðingur
þess, >að ísland gengi í Þjóðabandalagið, fyrirrenn-
ára Sámeinuðu þjóðanna (Rússar voru þá ekki í banda
iaginu).
• Fyrstu þingmenn, sém kommúnistar fengu kosna
1937, liófu þegar baráttu GEGN HLUTLEYSI og vildu
að ísland gengi sem fyrst í Þjóðabandalagið, (Rúss-
ár höfðu þá þegar gengið í það).
Árið 1939 gerðu Hitler og Stalín griðasáttmála
’sinn, og snérust íslenskir kommúnistar þá á svip-
stundu MEÐ HLUTLEYSI og töldu sigur lýðræðis-
ríkjanna ekki hóti betri en sigur nazista.
Hitler réðist á Stalín 1941. Þá snérust kommarnir
okkar á stundinni GEGN HLUTLEYSI og hættu að
vera á móti setuliðinu. Þá mátti skjóta frá íslandi,
í ef það aðeins kæmi Rússum að gagni.
Eftir ófriðinn hófst kalda stríðið, og tóku kommar þá
aftur upp stefnu MEÐ HLUTLEYSI til að hindra,
að ísland tæki upp eðlilegt sam^tarf við nágranna
sína.
Svo kom vinstristjórnin blessuð og alþýðubanda-
lagsmenn fengu sæti í ráðherrastólum. En stjórnin,
sem þeir sátu í var á MÓTI HLUTLEYSI og þeir létu
það gott.heita — meðan þeir sátu í stólunum.
i Strax og þessir herrar voru aftur komnir í stjórn-
’arandstöðu tóku þeir aftur upp stefnuna MEÐ HLUT-
ÍLEYSI og hafa haldið henni á lofti síðan.
Þetta er forsaga þeirra manna, sem tala um að
íslenáka lýðveldið hafi ekki haft eða hafi ekki í dag
utanríkisstefnu! Þeir geta trútt um talað.
Sú jíslenzka utanríkisstefna, sem rekin hefur verið
(um Ipngt árabil, hefur fært íslandi frið og vináttu
jallra þjóða. Öryggi landsins er tryggt með varnar-
Isamsfjarfi við grannþjóðir. Menning landsins er tryggð
úneð norrænu samstarfi. Framtíðin með þátttöku í
Sameinuðu þjóðunum. Landhelgi er stóraukin. Erlent
lánsfé styður upphyggingu. Heilbrigð utanríkisstcfna
íhefur( fært þjóðinni margvíslega hagsbót og tryggt
íslandi sjálfsæði og virðingu í fjölskyldu þjóðanna.
4 ia febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
m
VANTA& BLABBURÐAR-
FÓLK I
EFTIRTALIN HVERFI:
MIÐBÆ, I. og n.
HVERFISGÖTU,
EFRI OG NEÐRI
LAUFÁSVEG
ESKIIILÍÐ
RAUÐARÁRHOLT
GNOÐARVOG
SOLHEEMA
LAUGAVEG, EFRI
LAUGAVEG, NEÐRI
FRAMNESVEG
LAUFÁSVEG
LAUGARÁS
S f WS 8 14900
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Auglýsisigasími AiþýOublaOsins er 14S06
Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900
á krossgötum
★ NÝIR VINSTRIMENN.
. Bréfritari, sem kallar sig ,vinstri-
mann’ lieíur sent okkur línu um hægri handar
akaturinn. Bréf hans er svohljóðandi: — Loks-
ins er komin fram athyglisverð tillaga eftir mikið
málavafstur um hægri aksturinn. Þessi tillaga er
,sú, aö leggja þær milljónir í vegina, sem það
mun kosta að breyta farartækjum og umferðar-
mannvirkjum vegna liægri akstursins. Þetta sá ég
sett fram í bréfi sr. ÁreKusar Níelssonar í einu
af dagblöðunum. Hafi hann þökk fyrir. skelegga
hugvekju um efnið.
Það, sem mér liggur á lijarta
í þessum efnum er að koma fram annarri hug-
mynd um þetta, og hún er sú, að í vor, þegar kosið
verður verði mönnum gefinn kostur á að láta álit
sitt í ljós ek.kr aðeins á hægri og vinstri í stjórn-
málum, heldur líka hægri og vinstri í umferðinni.
Ef þessi tillaga ekki þykir æski-
leg, þá vil ég benda á aðra. Hún er sú, að þegar
bifreiðaeigendur færa bifreiðir sínar til skoðunar
i vor og sumar, þá verði þeim gefinn kostur á að
láta álit sitt í ljós á hægri og vinstri umferð.
Þar ætti þá að liggja hreint fyrir álit þeirra sem
tækjum stjórna, þó það kunni ef til vill ekki að
breyta noinu u«i það, sem ákveðið er.
m
★ ÞEIR BORGA BRÚSANN.
I
Bifreiðaeigendur hafa ekki ver-
ið spurðir ráða í þessum efnum. Hið undarlega
er þó, að það eru þeir, — það eru eigendur einka-
bíla og leigubíla, sem borga eiga breytingarnar
á almenningsvögnum og öðrum slíkum farartækj-
um, sem kostar hundruð þúsunda að breyta. Er nú
nema rétt, spyr ég, að þeir, sem eiga að borga
víxilinn séu látnir samþykkja liann fyrst. Sú
regla gildir í viðskiptum, að menn borga ekki
aðra víxla en þeir samþykkja og hafi bifreiða-
eigendur ekki samþykkt hægri víxilinn, þá ber
þeim engin skylda til að borga liann.
Ég ætla ekki hér í þessu stutta
bréfi út í langar umræður um þessa höfuðvit-
leysu, sem nú er verið að steypa okkur í, en
bendi aðeins á, að við höfum ekki sömu ástæður
og Svíar til að taka upp hægri akstur. Enn sem
komið er, hafa engin sannfærandi eða réttlætan-
leg rök verið færð fyrir þessum milljóna fjár-
austri. Að endingu tek ég á ný undir það með sr.
Arelíusi, að þessar milljónir væru betur komnar
í vegunum. Hvað mætti byggja langan veg austur
fyrir Fjall með varanlegu slitlagi fyrir það fé, sem
hægri villan mun kosta. Vonandi svarar einhver
fuóður embættismaður þessari spurningu — Vm.
m mammmmm