Alþýðublaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 13
Ást um vsSa veröld
ítölsk stórmynd í litum og cine-
mas.eope.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
Framhaldssaga eftir Molly Lillis:
GILDRAN ÓSÝNILFGA
Leðurbiakan
Blaðaummæli:
Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik-
mynd sem óhætt er að mæla
með.
Mbl. Ó. Sigurðsson.
Sýnd kl. 7.
Mynd fyrir alla fjölskylduna.
Balletkvikmyndin
— RÓMEO og JÚLÍA —
Konunglegi brezki balletinn dans
ar í. aðalhlutverkunum.
Sýnd kl. 9
t—- HJÁLP —
með Bítlunum.
Sýnd ki. 7.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
Opið frá kl. 9—23.30.
Jón Finnsson hrl.
Lögfræðiskrifstofa
Sölvhólsgötu 4 (Sambandshúsið)
Símar: 23338 og 12343.
FYRSTI KAFLI.
VEIZLUR Laurie Kave voru
alitaf háværar. Hlátur blandað-
ist plötuspili og samtölin heyrð-
ust yfir glasaglamrið.
En mágkona Laurie, Sara
Newman, hafði einstaka hæfi-
leika til að einangra sig. Hún
gat staðið í miðju herbergi og
lokað eyrunum fyrir hávaðanum
umhverfis. Hún dreypti á inni-
haldi glassins sem bróðir henn-
ar hafði sett í hönd hennar, —
þegar hún kom í boðið og um
leið og hún leit upp, sá hún
einkaritara bróður síns Poppy
Watson.
— Ertu ein, Sara? spurði
Poppy.
— Já, þangað til Alan kemur
að sækja mig. Sara hristi höf-
uðið, þegar Poppy bauð henni
sígarettu.
— Ég er fegin að þú ert ein,
sagði Poppy um leið og hún
hristi langt, ljóst hárið. — Mig
langar til að tala við þig um
bróður þinn.
— Um hann Bill? Hvað hefur
hann gert?
— Ekkert, en það hefur Lau-
rie. Poppy dustaði ösku af rauð-
um kjólnum. — Mér fannst að
þú ættir að vara hana við að
tala of lengi við manninn, sem
hjá henni stendur.
Sara leit á mágkonu sína.
— Vitleysa! sagði hún hvasst.
Þú veizt að Laurie er fullkom-
in húsmóðir og reynir að sjá
svo um að allir gestirnir kunni
vel við sig.
— Hún virðist ekki hafa á-
huga fyrir neinum öðrum í
kvöld. Hún hefur talað við
Keith Lavalle síðan hann kom
og það er orðið áberandi.
— Það kemur okkur ekki við,
sagði Sara. — Hann er kann
ske einn af viðskiptavinum
hans.
— Já, það er hann. Þannig
hitti Laurie hann fyrst, sagði
Poppy.
— Laurie kom inn á skrif-
stofuna til að biðja Bill að koma
með sér í te. Hún gekk fram hjá
mér orðalaust og inn til Bills.
Nokkrum mínútum síðar kom
hún út ásamt Bill og þessum La-
valle. En hr. Lavalle bauð henni
í te.
Sara andvarpaði. — Laurie
er svo aðlaðandi að Bill hlýtur
að vera vanur því að karlmenn
hópist um hana.
— Þú ert næstum jafn hrif-
inn af henni og allir hinir. Ég
hef verið einkaritari bróður þíns
í þrjú ár og mig langar ekkert
til að hjónaband hans fari út um
þúfur. Ilann yrði mjög óham-
ingjusamur.
Áður en Sara hafði jafnað sig
yfir þessu fór Poppy yfir að
barnum.
Sara leit á bróður sinn og
hana sárkenndi til, þegar hún
sá hve leiður hann var.
Þetta er sjálfsagt af því að
hann vinnur of mikið, sagði hún
við sjálfa sig og reyndi að sann-
færa sig um að ótti Poppy væri
ástæðulaus. En mágkona hennar
hélt áfram að tala við hinn há-
vaxna herðabreiöa Kéith Ha-
valle.
Laurie virtist skemmta sér
vel yfir því, sem hann sagði
henni, því hún liló hátt. Laurie
leit við og sá að Sara var að
horfa á hana og var ein og hún
tók um hönd mannsins og gekk
með hann til hennar.
— Sæl, Sara, heilsaði Laurie.
1
Tókst þér ekki að fá Allan til
að koma,
— Hann þurfti að hitta mann
en hann kemur og sækir mig.
— Gott! Laurie leit við og
brosti til mannsins. — Má ég
ekki kynna þig fyrir Keith La-
vanne? Keith, þetta er frú Sara
Newman, systir Bills.
Sara tók lauslega í hönd
mannsins og þrátt fyrir brosið
fann Keith Lavalla að lítil hlýja
var í kveðju hennar.
— Þú 'ættir að fá Söru til að
búa húsið húsgögnum, sagði
Laurie.
— Nú? Hann leit spyrjandi á
þær.
— Þó hún líkist balletdans-
mey verzlar hún með fornmuni.
Sara Newman í Newman forn-
munaverzlunimii. Svo sagði hún
við Sölu: — Keith er búinn að
kaupa The Grange.
Sara vissi, að The Grange var
býli í útjaðri þorpsins. Henni
fannst maðurinn harla 'lítt lík-
legur til að verða bóndi.
— Ég væri feginn að fá góð
ráð. Mig vantar enn húsgögn í
nokkur herbergi, sagði hann um
leið og hann brosti til grann
vöxnu, dökkhærðu stúlkunnar.
— Ég skal hjálpa þér að velja,
sagði Laurie.
— Heldurðu ekki að hr. La-
valle vilji fremm’ sjá einn um
valið? spurði Sara, sem gat ekki
þolað hvernig Laurie hékk í
honum.
— Ja, eða konan hans, bætti
hún svo við.
— Ég er ekki kvæntur, sagði
hann. — Móðir mín býr hjá
mér. Hún er listakona og málar
alla daga. Svo sagði hann við
Bill, sem kom rétt í þessu:
— Konan þín yndislega er að
reyna að selja mér húsgögn frá
systur þinni.
— Ég hef alltaf vitað, að hún
yrði ómótstæðilegur sölumaður,
sagði Bill og tók utan um grannt
mitti hennar. — Finnst þér ekki
að þú ættir að dansa við mann-
inn þinn? Vingjarnleg, brún
augu hans voru biðjandi að baki
hornspangagleraugnanna. Laur-
ie sleit sig lausa. — Það er allt
of heitt til að dansa, Bill.
Hann roðnaði. — Eins og þú
vilt, sagði hann stíft. Hann stóð
augnablik þegjandi og snérist svo
á hæl og fór yfir að barnum.
Sara fann til reiði- og fór að
óttast að eitthvað kynni að vera
satt í því, sem Poppy hafði sagt.
Ef Keith hafði tekið eftir
kæruleysi Laurie við mann sinn
leyndi hann því vel. Hann brosti
vingjarnlega og tók um hönd
Laurie.
— Farðu nú og segðu Bill að
þú hafir skipt um skoðun, sagði
hann. — Þetta er þín veizla.
Laurie hélt um hönd hans og
sýndi augnahárin, löng og þétt.
— Ég verð víst að gera það
svo þú haldir ekki að ég sé ó-
kurteis. Hún brosti töfrandi, en
skömmu síðar meðan hún dans-
aði við mann sinn, sá Sara, að
Laurie brosti til Keith.
Átti hún að láta sem í ekkert
hefði skorizt eða átti hún að
tala fáein orð við mágkonu sína
í þeirri von, að kæfa þetta í fæð-
ingu?
Það gæti orðið hættulegt. —
Laurie gæti tekið upp á því að
láta enn meira með Keith af
bláberri þrjózku. En hún gat
ekki liugsað sér, að hjónabandið
færi í hundana frekar en Pop-
py. Skyndilega kom henni dálít-
ið til hugar, svo brjálæðislegt
að við lá að hún hætti að hugsa
um það, en eftir að hún hafði
litið aftur á bróður sinn, tók
hún ákvörðun. Hún vissi að
mönnum þótti hún aðlaðandi og
þvi skyldi hr. Lavalle ekki þykja
það líka? Til að byrja með ætl-
aði hún að fá hann til að fara
áður en Bill og Laurie hættu að
dansa.
— Finnst vður ekki heitt hérna
inni, hr. Lavalle? spurði hún.
Mig langar út að ganga.
Keith vai’. óviðbúinn hlýjunni
í rödd hennar og hann svaraði
hiklaust: — Það lízt mér mjög
vel á!
Hún gekk með honum út í
garðinn. Það marraði í hliðinu
og svartur köttur læddist með-
fram múrveggnum.
— Það kemur bráðum frost,
sagði Keith og leit upp til tungls-
ins. Hann lagði ullarsjal um axl-
ir hennar og þau gengu meðfram
trjánum. — Ég tók mér það
bessaleyfi að taka þetta sjal
með, útskýrði hann.
— Ég held að Laurie eigi það,
Sara brosti.
Létt þoka liðaðist milli
trjánna og loftið var þrungið
ilmi ha.ustblómanna. — Haustið
er dásamlegt, sagði hún — og
tyllti sér niður á livítan bekk.
— Hér er áreiðanlega fallegt
á vorin, sagði Keith. — En við
hverju var annars að búast af
bróður yðar en að hann reisti
sér fagurt hús? Mér fannst samt
húsið, sem hann bjó í áður vera
skemmtilegt. Hann sýndi mér
það í síðustu viku. Keith teygði
úr löngum leggjunum.
— Ég fæddist þar, sagði Sara.
Foreldrar mínir áttu það. Þegar
ég giftist flutti ég inn í íbúð
fyrir ofan búðina. Bill kvæntist
skömmu síðar, en Laurie leidd-
ist gamla húsið. Hún andvarpaði.
Og þá keypti.liann lóð hérna og
byggði handa henni nýtt hús.
ICeith sagði henni frá heimili
sínu, frá bróður sínum og býl-
inu, sem þeir höfðu átt saman
og frá því, að bróðir lians væri
nýkvæntur.
— Þér ættuð að koma og
heimsækja okkur. Ég er viss um
að yður lízt vel á mömmu.
Hún er að mála mig með fálka
á úlnliðnum sem stendur.
— Ég vil það gjarnan, sagði
Sara og fann hve auðvelt var
að tala við þennan mann. Svo
heyrðu þau bílhurð skellt og
Sara spratt á fætur. — Guð
minn góður, sagði hún. — Ég
vissi ekki að það væri orðið
svona fram orðið.
Hann tók undir hönd hennar
og orðalaust gengu þau að hlið-
inu. Svöl golan hafði sett roða
í kinnar Söru og ýft silkimjúkt,
svart hár hennar. Keith virti
hana fyrir sér með vaxandi á-
huga. Þessi kona, sem hafði
heilsað honum svo kuldalega
IVðassey
Ferguson
DRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIGENDUR
Nú er rétti tíminn til að
láta yfirfara og gera við
vélamar fyrir vorið.
Massey Ferguson-við-
gerðaþjónustu annast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonar
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662.
10. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ||3