Alþýðublaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 6
ÁLYKTANIR FRAMHALOS-
AÐALFUNDAR SM.
uigniew Cybulski og Harriet Andersson í kvikmynd Jörn
Donners, „Að elska“.
Framhaldsaukafundur Sölu-
niðstöSvar hraðfrystihúsanna um
andamál hraðfrystiiðnaðarins
ófst að Hótel Sögu 7. febrúar s.l.
d. 14,00. Hraðfrystihúsaeigendur
ivaðanæva af landinu voru mætt-
r til fundarins. Fundarstjóri var
ijörinn Jón Árnason, alþm. Akra-
íesi og fundaritari Helgi Ingi-
nundarson, viðskiptafræðingur.
Formaður S.H.,. Gunnar Guð-
jónsson, forstjóri, flutti yfirlits-
ræðu í upphafi fundarins og
skýrði frá niðurstöðum af störf-
um nefndar þeirrar, sem skipuð
var af hálfu hraðfrystiiðnaðarins
og ríkisvaldsins í byrjun þessa
árs, til þess að kanna hag frysti-
húsanna og gera tillögur til úr-
bóta. Sameiginlegt álit af hálfu
nefndarinnar lá ekki fyrir fund-
inum, en hins vegar voru lagðar
fram hugmyndir sérfræðinga ríkis-
valdsins um hugsanlegar leiðir
ÖRLITIÐ UM ÁST
AÐ ELSKA. Att álske Sænsk
frá 1934. Leikstjórn og handrit:
Jörn Donnsir. Kvikmyndun: Sven
Nykvií í. Tónlist: Bo Nilsson og
FJðyDJAN • ÍSAFIRÐI
EIHAPÆCSFgSJíMARCSLER
FIMM AltA ABYRGÐ
Söluumboð:
SANDSALAN S.F.
Elliðavogi 115.
Sími 30120. Pósthólf 373.
GJIFABRÉ F
F H Á 6LINDLAUCARSJÓD1
skAlatúnsheimiusino
ÞETTA BRÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKLU
FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUÐN-
ING VIÐ GOTT MÁLEFNI.
IRMlWf, K
t. k. ívndlaugarijiðt t
Eje Thelins kvintet. Framleiðend-
ur: Sandrews. Nýja Bíó.
Myndin er eins einföld og hún
frekast getur verið. Hún fjallar
semsé um mann og konu og
það segir að vísu heilmikið um
efni myndarinnar. Ekkjan hefur
fylgt manni sínum til grafar, en
hann hafði látizt í bílslysi. Þá tek
ur hún upp kunningsskap við
gamlan vin — og það verður all
náinn kunningsskapur.
Um kvikmynd þessa er lítið
•>ð segja. Efnið er ekki viðamikið
en af henni má þó hafa ánægju-
lega kvöldstudn. Það er yfir
kvikmyndinni einhver sérstakur
„sjarrni", sem gerir hana heill-
andi á sinn hátt. Þó ástaratriðin
séu æði mörg, verða þau tæpast
talin langdregin eða væmin og er
það að þakka meðhöndlun leik-
stjórans, en hann hefur orðið hrif
inn, eins og margir aðrir ungir
og efnilegir kvikmyndaleikstjór-
a’- af sífelldri skiptingu miili nú
tíðar og fortíðar, sem nú virðist
farið að vera hálfgert tízkufyrir-
brigði í kvikmyndalistinni. Tón-
listin er skemmtileg og er á stund
um notuð á sérkennilegan máta.
Harriet Anderson leikur aðalkven
hlutverkið og gerir því góð skil,
enda hlaut hún verðlaun í Fen-
eyjum fyrir leik sinn í þessari
mynd. Virðist hún í sérstöku
uppáhaldi hjá Donner, því hún
hefur leikið aðalhlutverkið í öll-
'im hans myndum Þá er hún og
eftirminnileg úr mörgum Berg-
mans-myndum, ekki sízt fyrir
frábæra túlkun í Sem í skugg-
sjá. Pólski kvikmyndaleikarinn
Zbignliew Cybulski leikur aðal-
karlhlutverkið, en nær ekki allt-
af nóigu sannfærandi tökum á
hlutverki sínu. Cybulski hefur
lengi verið þekktasti kvikmynda-
leikari Póllands, en svo hörmulega
vildi til nú fyrir skömmu, að
hann lenti í járnbrau.tarslysi og
beið við það bana. Hefur Pól-
land þar með séð á eftir sínum
ástsælasta og einhverjum bezta
kvikmyndaleikara. Kvikmyndin
er sem sé ekki stórbrotin á neinn
hátt og á kannski eftir að falla
í gleymsku með árunum, en ein
kvöldstund í Nýja Bíó þessa dag-
ana ætti ekki að fara til spillis.
Segja má, að kvikmyndin Að
elska sé nokkurs konar óður til
ástarinnar, en sem þannig mynd
iær hún ekki alveg þeirri mann
legu hlýju, þeim sterku vináttu-
böndum persónanna, sem mvndin
ætti að hafa. í þannig kvikmynda
gerð standa Frakkar fremstir.
Leikstjóri þessarar myndar er
•Törn Donner , en hann er einn
af lærisveinum Ingmar Berg-
mans og hefur ritað margt merki-
legt um kvikmyndir hans. Þetta er
fvrsta kvikmyndin eftir Donner,
'em sýnd er hér á landi, en hann
°r einn þeirra þriggja kvikmyndá
ieikstjóra, sem Svíar binda hvað
mestar vonir við. Hinir eru Vilgot
Sjöman og Bo W iderbcrg.
Sigurður Jón Ólafsson.
til fausnar vandamála hraðfrysti-
iðnaðarins. í nefnd þeirri, sem
að framan greinir voru: Af hálfu
hraðfrystiiðnaðarins, Eyjólfur í.
Eyjólfsson, frkvstj. S.H. og Bjarni
V. Magnússon, frkvstj. SÍS, og af
hálfu ríkisvaldsins Jóhannes Nor-
dal bankastjóri og Jónas Haralz
forstjóri.
Þá lagði formaður fx-am frum-
drög að ályktunum um afstöðu
hraðfrystihúsaeigenda til þessara
mála og skýrði þær. Eyjólfur í.
Eyjólfsson frkvstj. tók næstur til
máls og gerði grein fyrir rekst-
ursgrundvelli hraðfrystihúsanna.
Skýrslur og framlagðar tillög-
ur voru ræddar og síðan sam-
þykkti fundurinn einróma svo-
hijóðandi ályktanir:
Almennur aukafundur S.H.
haldinn 7. febrúar 1967, telur að
ískyggilegar horfur séu nú í mál-
efnum frystiiðnaðax'ins í landinu,
og bendir á þá staðreynd, að þótt
komið sé fram í febrúarmánuð,
hefur enri' ekki tekizt að ná nein-
um samningum um viðhlítandi
rekstrargrundvöll fyrir frystihús-
in.
Samkvæmt ítarlegum athugun-
um, sem fram hafa farið á rekstr-
arstöðu frystihúsanna, liggur fyr-
ir, að rekstrarkostnaður þeirra
hlýtur að verða að minnsta kosti
2V?.% liærri, miðað við fram-
leiðsluverðmæti á árinu 1967, en
hann var á árinu 1966, og er þá
reiknað með algjörri stöðvun verð
lags allt árið 1967.
Kostnaðarauka af þessum á-
stæðum mun nema 40—50 millj.
kr. fyrir frystiiðnaðinn sem heild.
Þá liggur fyrir, að miðað við það
verðlag á útfluttum frystum bol-
fiskafurðum, sem vitað var um
við síðastl. áramót, hefur mark-
aðsverð þeirra þegar lækkað um
11.8% frá því meðaltalsverði, sem
var árið 1966. Þessi verðlækkun
nemur 160—170 milij. kr. á ári
fyrir frystiiðnaðinn. Auk þessara
staðreynda liggja svo fyrir fréttir
um útlit á ýmsum þýðingarmestu
mörkuðum erlendis, sem benda til
þess, að verðlag muni enn fara
lækkandi.
Hér er því um mjög alvarlegt
vandamál að ræða, sem þjóðin
með engu móti fær vikið sér
undan að horfast í augu við, svo
þýðingarmikil atvinnugrein sem
frystiiðnaðurinn er fyrir
þjóðarbúið, en vandamál þau, sem
hér er við að eiga, eru ekki bund-
in við eigendur hraðfrystihúsanna,
þau eru jafnframt vandamál allr-
ar þjóðarinnar. Frystar fiskafurð-
ir hafa um langan tíma verið verð
mesta útflutningsvara þjóðarbús-
ins, og enn eru þær, ásamt salt-
fiski og skreið og ýmsum fylgiaf-
urðum bolfiskveiðanna, meiri hlut
inn af öllu verðmæti útflutnings
landsins.
Vei’ðfall það, Sem nú hefur orð-
ið á frystum fiski erlendis, er
frystiiðnaðinum mjög þungbært,
en það hefði þó ekki átt að valda
þeim úrslitum, sem það gerir nú,
ef ekki hefði annað komið til.
Verð á frystum fiski hækkaði
mikið á erlendum mörkuðum á sl.
þremur árum. Þessar verðhækk-
anir hafa allar horfið fiskiðnað-
inum jafnóðum vegna gífurlegrar
hæ.kkunar innanlands á öllum fram
leiðslukostnaði. Þannig má benda
á, að frá 1963 — 1966 hefur með-
altalskauphækkun í frystihúsun-
um numið samtals 70—80% og
kemur þar m. a. fram veruleg
kauphækkun kvenna, en mestur
rekstrarkostnaðar frystiiðnaðar-
ins hefur aukizt hlutfallslega án
þess að eigendur frystihúsanna
fengju . þar nokkru um ráðið.
Hin hagstæða verðþróun á er-
lendum mörkuðum fór því yfir-
leitt út í verðlagið jafnóðum, og
svo þegar kemur til verðlækk-
unar nú, stendur allur hinn hái
tilkostnaður eftir á framleiðsl-
unni.
Fundurinn telur, að útilolcað sé
með öllu, að frystihúsin í land-
inu geti haldið uppi rekstri við
þau rekstrax-skilyrði, sem felast í
tilboði því, sem fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar hafa gefið kost á.
Hann samþykkir því að kjósa full-
trúa í 5 manna nefnd, sem gangi
Framhald á 10. síffu.
ið fyrir
ökumenn
Fyrsta almenna upprifjunar-
námskeið fyrir ökum.enn hér á
landi var haldið að tiLhlutari R-
víkurdeildar félagsins um mánaða
mótin nóvember og desember sl.
Var það námskeið fullskipað, og
tókst það með ágætum, enda voru
hinir færustu fyrirlesarar fengnir
til að fjalla um umferðarmálin.
Nú hefur vei’ið 'ákveðið að halda
áfram þessari starfsemi og verður
efnt til annars námskeiðs nú í
febrúar í húsi Slysavarnafélagsins
á Grandagarði. Gert er ráð fyrir,
að leiðbeinendur verði þeir sömu
ag á hinu fyrra námskeiði, en þeir
voru: Hákon H. Kristjónsson, hdl.,
Pétur Svþinbjömsson, umferðar-
fulltrúi Reykjavíkui’borgar, Magrx
ús Einarsson lögregluvarðstjóri og
Sigurður E. Ágústsson, framkv-
stj. VÁV og fulitrúi SVFÍ.
Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í námskeiði þessu, tilkynni
þátttöku hið fyrsta til skrifstofu
Ábyrgðar h.f„ Skúlagötu 63, sím-
ar 17947 og 17455, því þegar hafa
borizt allmargar beiðnir.
g, 10. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ