Alþýðublaðið - 10.02.1967, Page 10
Leytid
Framhald af 7. síðu.
fullkominnar sjálfstjórnar. Alþingi
ályktaði 17. maí að endurnýja ekki
sambandssáttmálann við Dani. Þar
með var mörkuð sú stefna, sem
leiddi til stofnunar lýðveldisins,
þrern árum síðar. Ekki fór það
með öllu framhjá íslendingum,
hvað var að gerast á bak við
tjöldin í Lundúnurn á sérstak-
lega Washington. Lausafregnir
tóku að berast um áhuga Banda
ríkjamanna ó íslandi og hugsanleg
skipti milli þeirra oig Breta, en
fengust að sjálfsögðu ekki staðfest
ar.
Roosevelt forseti átti að lialda
áriega ræou sina yfir sendiherr
um Mið- og buour-Ameríkuríkja
14. mai, en henni var frestað vegna
„vanheiisu'.1 hans. Ymsar heimild
ir benda til þess að forseti hafi
ekki verið þungt haidinn, held
ur hafi hann legið undir feldi til
að hugsa næstu skref sín, en ekki
viijað fiytja innhaldslitla ræðu,
þegar ástandið var svo ískyggilegt
Kooseveit virðist hafa ákveðið
þessa daga að iáta til skarar skríða
og bjóðast til að taka við vörnum
íslands. Hann sendi Churchill orð
sendingu um máiið og fékk svar
frá Lundúnum 29. maí. Churchill
kvaðst fagna því hjartaniega, að
Bandaríkjamenn tækju við vörn
um Islands eins fljótt og unnt
væri.
Roosevelt gat vitaskuld ekki
skýrt frá þessum fyrirætlúnum
í ræðu, enda ekki farið að semja
við íslendinga. Hins vegar sagði
hann, að Bandaríkin gætu ekki
látið afskiptalaust hernám pazista
á íslandi og Grænlandi, en þau
lönd væru stökkpallar til Vestur
álfu. Þetta var ein frægasta ræða
Koosevelts „við arineidinn’‘ eins og
hann kallaði þær, og var talið að
85 miljónir manna hefðu hlustað
á hana í útvarpi.
Þanniig tóku ráðamenn Breta
og Bandaríkjamanna ákvörðun er
átti eftir að valdla fímamótum
í utanríkismálum Islendinga. Verð
ur síðar komið að viðhorfum is
lendinga sjálfra til málsins, en
þessa atburði verður að skoða með
sem víðustum sjóndeildarhring,
eins og marka má af skeyti Chur
chills til Rooseveis 14. júní, þar
ér hann sagði meðal annars: „Mér
er mikil hughreysting að því. , .
að landgönguliðar yðar taki við
þessu kalda landi og ég vona, að
það verði rækilega tilkynnt, þeg
ar fyrstu sveitirnar verða þang-
að komnar. Það mun gefa okkur
von í hinni löngu baráttu, sem
framundan er. Það mun einnig
hafa ágæt áhrif á Spán, Vichy-
Frakkland og Tyrkland."
Cordell Hull skýrði frá þessu
skeyti í endurminningum sínum
og bætti við: „Það var dálitið
furðuleg tilhugsun, að gerðir okk
ar á íslandi gætu haft þau áhrif
. á hið f jarlæga Tyrkland, en mér
vár fyllilega Ijóst, að þetta var
rétt“. Þessi furðulega tilhugsun
er ekki síður lærdómsrik fýrir
íslendinga.
Brotar vildu nú, að Baiidaríkja
menn létu þess getið, er þeir
géngju á lánd í Reykjavík, að þeir
váer þangað komnir með samþykki
stjórnarinnar í Lundúnum. En
Hoosevelt haíði allt annað í huga.
Hann krafðist þess að sendiherra
Breta í Reykjavík tilkynnti ís-
lenzku stjórninni, að þeir yrðu
að kalla her sinn heim oig gætu
því ekki haldið áfram vörnum
landsins. Hins vegar mundu Banda
ríkjamenn reiðubúnir. að taka við
vörnum landsins, ef þeir væru um
það beðnir. Vegna almennings'á
lits í Bandaríkjunum, svo og í
Mið og Suður Ameríku, yrði þetta
svo að vera.
Landgönguliðar bandaríska flot
ans voru um þessar mundir að
búa sig undir aðgerðir í hifabeltis
loftslagi, enda var helzt búizt við
að þeir yrðu sendir til Azoreyja.
Hinn 15. júní skipaði Roosevelt
svo fyrir, að sveitirnar yrðu bún
•ar til íslandsferðar. Viku síðar,
hinn 22. júní,- safnaðist floti her
skipa og flutningaskipa saman í
Argentía á Nýfundnalandi. Þair
[biíið fldtinn i'diðubúinn meðán
samið var í Reykjavík.
Brezki sendiherrann á íslandi
C. Howard Smith, igekk á fund
Hermanns Jónassonar forsætisráð
herra 24. júní. Skýrði hann svo
frá, að aðstæður í styrjöldinni
hefðu gerbreytzt þá síðustu daga
og berzku hersveitanna á íslandi
væri þörf annars staðar, Þær yrðu
fiuttar burt að meira eða minna
ieyti alveg á næstunni. Lágðfi
sendiherrann jafnframt áherzlu á
að ísland væri svo mikilvægt í
styrjöldinni, að það mætti með
engu móti vera óvarið. Hann vakti
athygli á þeirri yfirlýsingu forseta
Bandaríkjanna, að hann yrði að
gera allar nauðsynlegar ráðstafan
ir til að tryggja öryggi Vestur
heims, þar á meðal aðstoða við
hervernd íslands, meðan á styrj
öldinni stæði. Forsetinn væri fús
að senda hingað hersveitir frá
Bandaríkjunum til að taka við
vernd landsins, en teldi sér það
ekki fært, nema tilmæli kæmu frá
ríkisstjórn íslands. Howard Smith
flutti þau eindregnu tilmæli
brezku stjórnarinnar, að íslending
ar bæru fram siíka ósk við for
seta Bandaríkjanna.
.Sendiherrann krafðist þess að
málið yrði leitt til skjótra lykta
og því haldið vandlega leyndu af
hernaðarlegum ástæðum. Sá ríkis
stjórnin sér ekki fært að kalla sam
an Alþingi, áður en málið yrði af
greitt. Eftir vandlega íhugun á-
kvað ríkisstjórnin að senda for-
seta Bandaríkjanna orðsendingu,
þar sem hún féllst á, að „þessi
ráðstöfun sé í samræmi við hags
muni íslands og er þess vegna
reiðubúin að fela Bandaríkja-
stjórn vernd íslands“ — með
nokkrum skilyrðum. Voru þau þess
efnis að Bandaríkin skuldbindu
siig til að hverfa á brott af íslandi
með allan herafla sinn þegar er
ófriðnum væri lokið, að Banda
ríkin viðurkenndu frelsi og full
i veldi íslands, svo og að þau beittu
| áhrifum síúum í þá átt, að full
veldið yrði viðurkennt við friðar
samninga í ófriðarlok. Ennfremur
skuldbindu Bandaríkin sig til að
hlutast ekki til um stjórn landsins
og styðja hagsmuni Íslands í öflun
nauðsynja, siglingum og fleira.
í svari sínu við orðsendingunni
staðfesti Bandáríkjaforseti skilyrð
in. Barst það svar 1. júlí, og sam
dægurs lágði flotadeildin úr höfn
í Argentíu oig kom til Reykjavíkur
7. júlí. Jafnframt skiptúsí stjörn
ir íslands og Bretlands á orðsend
ingum um mál þessi, þar sem Bret
ar lofuðu einnig að viðurkenna
frelsi og fullveldi íslands, halda
viðskiptasamningum áfram, láta
lausa íslenzka fanga og fleira.
S. H.
Framhald af 6. síðu.
á fund ríkisstjórnar og Alþingis
af hálfu S.H. og SÍS og geri þeim
fulla grein fyrir, hvernig komið
er málum frystiiðnaðarins og leiti
eftir að fá þá aðstoð, sem tryggja
megi reksturinn á árinu.
Fáist ekki viðunandi lausn á
vandamálum frystihúsanna, telúr
fundurinn að óhjákvæmilega
hljóti að koma til stöðvunar hús-
anna.
Fundurinn frestar störfum sín-
um, þar til nefndin hefur skilað
áliti sínu.
Almennur aukafundur frysti-
húsaeigenda, haldinn 7. febrúar
1967, vill vegna tillagna, sem kom-
ið hafa fram um endurskipulagn-
ingu á uppbyggingu og rekstri
hraðfrystiiðnaðarins, taka fram
eftirfarandi:
Fundurinn er samþykkur því,
að málefni frystiiðnaðarins verði
tekin til ýtarlegrar athugunar
með það fyrir augum að leitað
verði leiða til a® auka, enn frekar
en orðið er, framleiðni og bæta
skipulag, bæði tæknilega og
rekstrarlega, í frystiiðnaði lands-
ins.
Við slíka athugun telur fund-
urinn að leggja beri sérstaka á-
herzlu á, að frystiiðnaðinum verði
tryggð nægjanleg og hagkvæm
stofnlán til eðlilegrar uppbygg-
ingar og breytinga, sem unnið sé
að í fullu samræmi við þarfir
hans.
Þó að fundurinn sé meðmælt-
ur almennri athugun á málefnum
frystiiðnaðarins, ítrekar hann
fyrri skoðanir frystihúsaeigenda
um að rekja megi aðsteðjandi
erfiðleika frystihúsanna til enn
veigameiri ástæðna, en hugsan-
legs skipulagsleysis þessa at-
vinnuvegar, eða að draga þurfi úr
framleiðslugetu þeirra, jafnvel
með því að leggja mörg þeirra
niður.
Reynslan hefur sýnt, að svo að
segja um allt land anna frysti-
húsin ekki því aflamagni, sem að
berst á þeim 2—3 mánuðum, sem
aðalaflamagnið kemur á land, þ.
e. á vetrarvertíðinni. Stórfellt
vandamál margra frystihúsa er
það, hve starfstími þeirra er
stuttur og óreglulegur. Á síðustu
árum hefur þetta vandamál auk-
izt, þar sem dregið hefur stór-
lega úr afla togaranna með fækk-
un skipanna og auknum siglingum
og jafnframt hefur útgerð smærri
báta orðið veikari vegna fjárhags
örðugleika þeirra og fólkseklu.
Við þetta hefur svo bætzt, að stór-
lega hefur dregið úr síldárfryst-
ingu, einkum vegna minni síld-
veiða Suð-Vesturlands, en einnig
á þessu ári vegna minnkandi
markaða erlendis, sem m. a. staf-
ar af breyttri viðskiptastefnu.
FUndurinn varar því við þeim
hugsunarhætti að haldá að vanda-
mál frystiiðnáðafins nú verði
leyst með eihfaldri skipulágsbreyt
ingu, og telur enda, að víðást hvar
annars staðar í þjóðarbúskapnum
sé meiri þörf á hagræðingu í
rekstri, en í hraðfrystiiðnaðinum,
sem sannað hefur það á erlendum
mörkuðum, að hann er fyllilega
samkeppnisfær við hliðstæðan
iðnað annarra þjóða, sé um sam-
bærilegar rekstraraðstæður að
að ræða á sviði fjármála og fram-
leiðslukostnaðar.
Á almennum aukafundi Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
sem haldinn var 7. febrúar 1967,
var rædd framkomin tillaga frá
fulltrúum ríkisstjórnarinnar um
stofnun verðjöfnunarsjóðs. Sjóð-
urinn hafi það hlutverk að jafna
á milli ára verulegum hluta
þeirra verðbrevtinea á fískafurð-
t
um. sem otaa cór stað á erlend-
um mÖrVir^iTir,
Fundurinn getur ekki tekið
endanlegá afstöðu til myndunar
slíks verðjöfnunarsjóðs fýrr en
nánar liggja fyrir tillögur um upp-
byggingu lians, fjáröflun og starf-
semi.
Fundurinn getur þó fallizt á,
að samtök frystihúsanna tilnefni
fuiltrúa í nefnd til athugunar á
þessu máli.
TOYOTA CROWN
TRYGGSÐ YÐUR TOYÖTA
Japanska bifreiðasalan h.f.
Ármúla 7. — Sími 34470.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík. og að undangengnum
úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrir-
vara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir_
töldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi,
gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftir-
litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, lesta, vita-
og skoðunar-gjaldi af skipum fyrir árið 1967, almennum
og sérstökum útflutningsgjöldum aflatryggingasjóðsgjöld-
um, tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningar
gjöldum, svo og söluskatti 4. ársfjórðungs 1966 og liækk-
unum vegna vanframtalins söluskatts eldri tímabila.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 9. febr. 1967.
Kr. Kristjánsson.
Tilkynning um breytt símanúmer
Eftirleiðis werða símanúmer í veitingasal
og eldhúsi 19-4-80.
Skrifstofa 19-5-21.
SÆLA-CAFÉ Brautarholtf 22.
10 10- febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ