Alþýðublaðið - 10.02.1967, Page 14

Alþýðublaðið - 10.02.1967, Page 14
Kvikmyndasýning Germaniu Á morgun, laugardag, er næsta fcvikmyndasýning Germaníu, og verða þar sýndar að venju frétta- cfe fræðslumyndir. Fréttamyndirnar eru nýjar af nálinni, aðeins mánaðargamlar, frá fyrra mánuði og er þar m.a. sýnd eiðstaka liinnar nýju sam- bandsstjórnar í Bonn. Fræðslumyndirnar eru þrjár talsins, ein um hrossamarkið í Verden, Neðra-Saxlandi, en önnur um skrúðgarða í Baroch-stíl, og sýnir hún einkar vel, hversu vel hvað var fellt að öðru: skipulag garðsins, byggingar, höggmyndir og gosbrunnar. Eftir eyðileggingu stríðsins liefur mikið verið að þvi gert að byggja kirkjur í Þýzkalandi, og hefur þar að ýmsu leyti verið farið inn á nýjar brautir, ekki einungis hvað byggingatækni og stil snertir, heldur er einnig ým- islegt nýtt reynt um samband við aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Sýn ir ein fræðslumyndin á kvik- myndasýningunni slíkar kirkju- byggingar í Rinarlöndum fyrir mótmælendasöfnuði þar, og mun margan fýsa að sjá þá mynd, svo mjög sem þessi mál eru nú á dag- skrá hér um þessar mundir. Á myndinni sést hinn frægi kvikmyndaleikari Anthony Quinn með einn sona sinna. Tveir yngstu syn ir hans, Denis og Francesco, sem liann á með seinni konu sinni, lieimsóttu hann nýlega ásamt móður sinni, þar sem hann var að leika í nýjustu mynd sinni, sem tekin er á Ítalíu. Anthony Quinn er nú orðir.n fimmtugur, en leikur þó alltaf erfið hlut/erk og líkar það vei. Kvikmyndasýningin verður í Nýja Bíó og hefst kl. 2 e.h. Öll- um er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðn- um. Kirkja hrynur BALTIMORE, 9/2 (NTB- Reuter) — Þak kirkju róm- versk-kaþólskra manna í borginni Baltimore í Banda- ríkjunum hrundi vegna fann fergis í dag. Þetta gerðist í miðri messu og féll þakið á hundrað manns, sem voru við messuna. Klukkustund eftir að slys- ið varð, kom í Ijós að enginn hafði beðið bana. Um 30 manns meiddust. Mörgum þeirra var ekið á sjúkrahús. Innbrot Framhald af 2. síðu. öðrum 15 ára drengjum í Glaum bæ og stolið þá 30 flöskum af brennivíni. Þá játaði annar þess ara tveggja fyrstnefndu pilta að hafa farið með félaga sínum áður í Glaumbæ og stolið í það skiptið 7 vínflöskum og eitthvað af vind lingum. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. 4ughhing§sírán 14906 Vélstjórafélag íslands. AÐALFUNDUR Véistjórafélags íslands verður haldinn að Báru götu 11, fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. STJÓRNIN. Aðalfundur kjördæmisráðsins á Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi verður haldinn mánudag inn 13. þ. m. í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: I. Framboð flokksins til alþingiskosning- anna. . , II. Venjuleg aðalfundarstörf. 2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði 320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk. Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir endast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempscher- gasse 20, 1180 Wien_ í matinn Búrfells-bjúgu bragðast bezt. KJÖTVERZLUNIN BÚRFELL. Sími 19750. 14 10. febrúar 1967 ALÞYÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.