Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 1
S t ö ömjleikaimjti
er efld ógnað
Utanríkisráðherra
kveðst ekki einn af
þeim sem alltaf sé til-
búinn að segja að allt
sá að fara fjandans
til. Hann telur ástæðu
til varkámi en stöð-
ugleika sé ekki ógnað.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, vísar því á bug að
stöðugleikanum sé ógnað. I
harðorðri ályktun ASI eru stjórn-
völd dregin til ábyrgðar og gagn-
rýnt að aðgerðir þeirra nú séu
verðbólguhvetjandi og óásættan-
legar fyrir almenning.
Sérstaklega hvað hækkun
vegagjaldsins varðar segir Hall-
dór: „Það hefur Iegið fyrir í
marga mánuði að bensíngjald
myndi hækka um þessi mánaða-
mót. Forsendur
fjárlaga voru með
þeim hætti, enda
mikil áhersla lögð á
að bæta vegi í Iand-
inu. Þar er ekki
bara um aukin út-
gjöld að ræða held-
ur líka ávinning
fyrir suma hópa
landsins.
Halldór telur að
bensínhækkunin
ein og sér ógni ekki
stöðugleikanum en
segir tryggingaiðgjaldahækkun-
ina koma á óvart: „Þegar við
spurðumst fyrir um hvort þessar
upplýsingar hafi komið fram
þegar Alþingi stóð að lagabreyt-
ingunum á síðasta vetri, var svar-
að að tryggingafélögin hefðu
ekki treyst sér til að leggja fram
neinar upplýsingar um það.“
Halldór segist aldrei hafa verið
sérstaldega svartsýnn þótt ein-
hveijir séu alltaf tilbúnir að spá
því að allt sé að
fara fjandans til.
„En það er alltaf
ástæða til að fara
varlega og ríkis-
stjórnin ætlar sér
það við gerð næstu
fjárlaga. Vonandi
er það svo að þeir
sem hvetja okkur
nú til varkárni, séu
sjálfir tilbúnir til
að standa frammi
fyrir mikilli var-
kárni í aukningu
útgjalda," segir Halldór.
Ályktim ASÍ
Miðstjórn ASI segir verðlags-
hækkanir draga mjög úr kaup-
mætti launafólks og ógna stöð-
ugleikanum. Sem kunnugt er
hefur bensínverð hækkað, ið-
gjöld tryggingafélaganna, verð á
áfengi og síðast í gær var tilkynnt
um hækkað raforkuverð.
ASI bendir á að þessar hækk-
anir eigi flestar rætur að rekja til
ákvarðana Alþingis og að fram-
kvæmd þeirra sé á ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar. Miðstjórnin telur
að hið opinbera verði að sýna
vilja í verki til að tryggja áfram-
haldandi stöðugleika í efnahags-
lífinu. Það sé ekki góð hagstjórn
að kynda undir verðbólgu með
t.d. sköttum á bensínverði. Þá
krefst ASI þess að bótasjóðir
tryggingafélaganna verði notaðir
til að lækka iðgjöld. í ályktuninni
segir enn fremur:
,Að gefnu tilefni vill miðstjórn
ASI árétta að stöðugleiki í efna-
hagsmálum verður ekki til af
sjálfu sér - honum var komið á
með fórnum launafólks í upphafi
þessa áratugar og honum þarf að
viðhalda með ákveðni og ábyrgri
hagstjórn. Þær hækkanir sem nú
hafa orðið voru flestar fyrirsjáan-
legar og því er eðlilegt að kreljast
þess að stjórnvöld axli ábyrgð og
grípi til viðnámsaðgerða." -Bþ/bjb
Halldór Ásgrímsson: Ástæöa
til að fara varlega.
Kristinn H. Gunnarsson segir það
ekki hafa „skaðað land og þjóð “
hefði hann verið áfram formaður
sjávarútvegsnefndar.
a
nefnd-
arskipan
Samkvæmt heimildum Dags flyst
formennska í sjávarútvegsnefnd
Alþingis frá Framsóknarflokknum
yfir í Sjálfstæðisflokk. I staðinn fá
framsóknarmenn formennsku í
heilbrigðis- og tryggingarnefnd og
hafa áfram formennsku í um-
hverfis-, fjárlaga- og iðnaðar-
nefnd. Samkvæmt því verður
Sjálfstæðisflokkurinn með for-
mennsku í utanríkis-, félagsmála-,
allsheijar-, samgöngu-, mennta-
mála-, landbúnaðar-, efnahags-
og viðskiptanefnd, auk sjávarút-
vegsnefndar, eins og áður sagði.
Sterkur
fyrirvari
Dagur hefur kauptilboð Kaup-
þings í Mjólkursamlag KÞ undir
höndum og vekur athygli hve efn-
isrýrt tilboðið er og að það er ekki
sett á bréfsefni Kaupþings. Aðeins
segir: „Kaupþing hf. f.h. viðskipta-
vinar gerir hér með svohljóðandi
kauptilboð í Mjólkursamlag Kaup-
félags Þingeyinga, þ.m.t. fasteignir
félagsins, vél-
ar og tæki,
lausaljár-
muni, birgðir,
eignarhluti í
öðrum félög-
um og hvers Kauptilboð Kaup-
konar aðrar Þlngs-
eignir hverju
nafni sem nefnast. Kaupverð er kr.
350 milljónir."
Að auki kemur fram að Kaup-
þing setji þann fyrirvara að fyrir-
tækið geti gert ítarlega skoðun á
stöðu félagsins. Ekki hefur fengist
uppgefið hver stendur að baki til-
boðinu, og ekki heldur hver stend-
ur að baki fyrirspurnum sem komu
um hugsanleg kaup á Mjólkur-
samlaginu í gegnum Islandsbanka
í gær. -BÞ
Kristinn víkur
Kristinn H. Gunnarsson gegndi
formennsku í sjávarútvegsnefnd
fyrir kosningar. Samkvæmt heim-
ildum Dags tók hann þeim tiðind-
um illa að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi þann stól. í samtali við Dag
vildi hann lítið gera úr málinu.
Sagði þó að helst hefði hann viljað
halda þessari formennsku áfram.
„Það hefði sennilega ekki skaðað
land og þjóð. En eins og gengur
vilja margir koma að þessum mála-
flokki. Annars eru þetta hlutir sem
ræddir verða nánar í þingflokknum
eftir helgi,“ sagði Kristinn.
Ekki er það sjálfgefið að nefnd-
arformenn úr stjórnarflokkunum
frá síðasta þingi haldi stólum sín-
um. Líklegt er þó talið að Olafur
Orn Haraldsson verði áfram for-
maður umhverfisnefndar og Vil-
hjálmur Egilsson með efnahags-
og viðskiptanefnd. Þetta skýrist
þó nánar á næstu dögum. Eitt er
ljóst að nýir menn setjast í for-
mannsstóla í allsherjar-, iðnaðar-
og landbúnaðarnefndum þar sem
Sólveig Pétursdóttir og Guðni
Ágústsson eru orðnir ráðherrar og
Stefán Guðmundsson, sem fór
fyrir iðnaðarnefnd, er hættur á
þingi. -BJB
Nokkuð harður árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Byggðavegar og Hamarstígs á Akureyri um hádeg-
isbil í gær. Ökumenn voru fluttir á slysadeild en meiðsl voru talin minniháttar. Biðskylda er á Byggðaveginum og
virti ökumaöur hana ekki. Annar bíllinn hentist inn í garðshorn íbúðarhúss sem stendur gegnt verslun hinum
megin götunnar, sem heitir einmitt Garðshorn. -mynd: brink
14 ki. jHfl - !«. 4,4 nn
GULLSMIDiR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI • SÍMI 462 3524
.lPijfH.
wonwwm expnm
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100