Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 3

Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 - 3 FRETTIR VSÍ krefst sex milljóna í bætur Vestfirskir verkfallsverðir urðu landsfrægir vorið 1997 þegar þeir börðust með kjafti og klóm gegn tilraunum atvinnurekenda til að brjóta verkfall þeirra á bak aftur með því að senda skip sín til löndunar f öðrum lands- fjórðungum. í þessari baráttu sem stóð vel á annan mánuð notuðu þeir m.a. flugvél til að komast að því á hvaða leið skipin voru. Verkalýðsfélög á Isa- fírði og Súðavík kraf- in bóta og sjö einstak- lingar í félögunum. Tjón af völdum verk- falls frá vori 1997. Málaferli yfirvofaiidi. Spuming um lögmæti að mati VSÍ. VSI hefur sent innheimtubréf til Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isa- firði, Sjómanna- og verkalýðsfé- lagsins Alftfirðings í Súðavík og til sjö félagsmanna þeirra. Þar er krafist tæpra 6 milljóna króna skaðabóta vegna verkfallsað- gerða þeirra vorið 1997, sem áttu sér stað utan Vestfjarða. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, segir að ef fé- lögin greiða ekki kröfuna verður höfðað mál síðar í mánuðinum. Ef félögin reyna hins vegar að koma sér undan ábyrgðinni, þá verður reynt að fá einstaklingana sjö dæmda til greiðslu. Innlegg í kröfugerð Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isa- firði, undrast að þessi krafa skuli vera komin í ljölmiðla í þann mund sem hann var að ná í ábyrgðarbréfið frá VSÍ £ pósti. Hann telur einsýnt að með þessu sé VSI að biðja þá um að taka þessa kröfu með í komandi kröfugerð. Að öðru leyti hæðist Pétur að þessu hjá VSI og telur þetta vera mjög vinalegt af þeim í aðdraganda að gerð næstu kjara- samninga, enda flestir búnir að gleyma þessu verkfalli. I sam- ræmi við það segir Pétur að það geti vel komið til greina að leggja þessa fjárhæð fram í hússjóð at- vinnurekenda. Þannig gætu þeir hjá Baldri kannski fengið lítið kjallaraherbergi í byggingunni og verið í kallfæri við þá. I slíku ná- býli gæti forusta Baldurs spurt þá á hverjum tíma hvað félagið mætti gera til að þóknast þeim hvað best. Pétur segir að þeir hjá Baldri þurfi í sjálfu sér ekki stórt herbergi til ráðstöfunar en gott væri að hafa aðgang að salerni. t Traust á dómstóla Heiðar Guðbrandsson einn af sjömenningunum segist ekki hræðast þessa kröfu. Hann segir að ef menn eiga að komast upp með það að brjóta niður löglegar aðgerðir verkalýðsfélaga, þá sé óþarfi að velta því fyrir sér að reka kjarabaráttu á íslandi svo ekki sé minnst á verkfallsvopnið. Hins vegar muni hann leggja traust sitt á dómstóla landsins í þessu máli. Hann minnir einnig á að bæði lögreglan í Hafnarfirði og á Grundarfirði hefðu fallið frá öllum kröfum á hendur sér vegna aðgerða í verkfallinu. Lögmætt eða ekki Framkvæmdastjóri VSI segir að aðalatriðið í þessu máli sé að fá úr því skorið hvað má og hvað má ekki. Hann minnir á að í þessari kjaradeilu hefði verið deilt um það hvort aðgerðir verkalýðsfélaganna og verk- fallsvarða þeirra hefðu verið lög- Iegar eða ekki. Hann segir að VSI vilji ekki lenda í því aftur að deila um lögmæti slíkra aðgerða þar sem verkfallsverðir hindruðu afgreiðslu þriggja vestfirskra skipa í höfnum utan fjórðungs- ins. Hann segist ekki óttast það nema síður sé að þessi krafa og væntanleg málaferli muni skaða samskipti verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá sé þetta mál alveg óviðkomandi gerð næstu kjarasamninga og eigi ekki að hafa nein áhrif á þá vinnu. — GRH Berglind Hallgrímsdóttir. Atviimuleysi hjá skrif'stofu- fólM Hlutfall verslunar- og skrifstofu- fólks á atvinnuleysisskrá hefur hlutfallslega hækkað mest að undanförnu á Akureyri. Þetta segir Berglind Hallgrímsdóttir, atvinnumálafulltrúi hjá Akureyr- arbæ. Miklar uppsagnir hafa orðið á Akureyri að undanförnu. Munar þar mestu um tæpa tvo tugi hjá Slippstöðinni og um 30 manns hjá KEA sem einnig hefur verið sagt upp. Vonast er til að nokkur hluti þessara starfsmanna verði endurráðinn en hitt veldur áhyggjum að hópur þeirra sem misst hafa störfin að undan- förnu er á miðjum aldri og býr yfir sérhæfðri kunnáttu. Erfitt kann að reynast fyrir þetta fólk að fá nýja vinnu. Eflaust hefur verið annríki hjá Svæðisvinnumiðlun Norður- lands eystra í gær því þótt Dag- ur hringdi ítrekað til að Ieita upplýsinga hjá miðluninni um atvinnumál, varð jilarei neinn fyrir svörum. / — BÞ ■ Davíd sækir Bilderbergfund Davíð Oddsson forsætisráðherra er nú staddur í Portúgal í boði Bilderberg samtakanna á árleg- um fundi þess. Bilderberg eru samtök vestrænna áhrifamanna úr atvinnu- og stjórnmálalífi. A fundi samtakanna koma margir af helstu auðjöfrum og embætt- ismönnum heims, þjóðarleiðtog- ar, jafnt fyrrverandi, núverandi sem verðandi, og fjölmargir áhrifamenn úr viðskiptaheimin- um. Davíð hefur nokkrum sinn- um áður setið þessa fundi. Fundurinn nú er haldinn skammt frá Lissabon og stendur til sunnudags. A honum sitja vel á annað hundrað gestir. Mikið hefur verið rætt og skrifað um Bilderberg samtökin, sem þykja einhver þau leyndar- dómsfyllstu í heimi. Þau eru m.a. sögð hafa mikil áhrif á stjórnun nokkurra af stærstu iðnríkjum heims. Nafn samtak- anna vísar til samnefnds hótels í Hollandi, þar sem fyrsti fundur áhrifamanna úr Evrópu og Bandaríkjunum fór fram árið 1954. Síðan hafa samtökin dafn- að og yfirlýst markmið þessara funda er að koma á „opinskáum" umræðum um sameiginleg hags- munamál vestrænna ríkja. Fund- irnir eru ávallt lokaðir fjölmiðl- um. Samkvæmt umfjöllun á Internetinu eru umræðuefni fundarins nú m.a. stríðið f Kosovo, efnahagsvandinn í Asíu, 2000-vandinn og framtíð NATO. Er jafnvel talað um að leggja nið- ur NATO og að vestræn ríki sam- einist um einn herafla. Þekkt nöfn Aðrir áhrifamenn úr íslensku þjóðlífi en Davfð, sem þekkst hafa boð Bilderberg, eru m.a. Geir heitinn Hallgrímsson, Ein- ar Benediktsson, sendiherra, Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Jón Sigurðsson, fyrr- um ráðherra og núverandi bankastjóri NIB, Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, og faðir hans, Bjarni heitinn Bene- diktsson. Af erlendum gestum, sem set- ið hafa Bilderberg-fundina, má t.d. nefna Henry Kissinger, Emmu Bonino, Leon Brittan, Uffe-Elleman Jensen, Carl Bildt, fréttakonuna Lesley Stahl á CNN, Colin Powell, Richard Holbrook, Paavo Lipponen, William Hague, Solana núver- andi framkvæmdastjóra NATO og Carrington lávarð sem er for- maður samtakanna. — BJB Sjómaimadagsblað Austurlands komið út Sjómannadagsblað Austurlands er nú komið út, fullt af fróðleiks- og skemmtiefni. Blaðið er um 100 síður og inniheldur á þriðja hundrað ljósmyndir og um 30 greinar. Efnistök eru fjölbreytt og spanna allt frá hversdagsvísum til sjóslysa, með mataruppskriftum, gömlum sögum, vísindum og viðtölum þar á milli. Blaðið höfðar því ekki aðeins till allra Austfirðinga heldur til landsmanna allra. Meðal greinarhöfunda í blað- inu eru Arni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Bjarni Hafþór Helga- son, framkvæmdastjóri, Anna Olafsdóttir, næringarfræðingur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og fleiri. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson frá Sjónarhóli á Norðfirði. Helmingslækkuu á sölulaimum Ibúðalánasjóður náði helmings lækkun á sölulaunum - úr 1,5% niður í 0,74% - í útboði sem hann efndi til, með milligöngu Ríkiskaupa, vegna sölumeðferðar íbúða sem Ibúðalánasjóður eignast á uppboðum og vegna hagsmunagæslu og mætinga við nauðungarsölur hjá sýslumönn- um. Ahugann vantaði ekki. Að sögn Viðskiptablaðsins bárust 73 tilboð frá 41 aðilá hvar af ríflega helmingnum var tekið. Helmings lækkun ætti að spara íbúðalánasjóði einar 3 milljónir á ári í sölulaun vegna fbúða á höfuðborgarsvæðinu, m.v. 6-7 milljóna greiðslur í fyrra. Minni lækkanir náðust fram annars staðar á landinu og í öðrum þáttum út- boðsins, einkum á minni stöðum, þaðan sem fá tilboð bárust. Lítil lækkun varð t.d. á kostnaði vegna mætinga hjá sýslumönnum á lands- byggðinni. - HEI Efling mótmælir hækkimum Stjórn Emngar - stéttarfélags hefur mótmælt harðlega hækkunum tiy'ggingafélaga á iðgjöldum vegna bifreiðatrygginga. I yfirlýsingu stjórn- arinnar segir að hækkanirnar séu tilefnislausar með hliðsjón af veruleg- um hagnaði tryggingafélaga mörg undanfarin ár og digrum og sístækk- andi bótasjóðum. Þá er bent á að útreikningar tryggingafélaga á afkomu vegna bifreiðatrygginga gefi ekki rétta mynd af afkomunni þar sem fjár- magnstekjur af bótasjóðunum vegna umferðarslysa séu ekki nema að hluta bókaðir sem tekjur vegna bifreiðatrygginga. Félagið mótmælir enn fremur hækkunum á bensíngjaldi og telur stjórnin það sérstaklega ámælisvert að ríkisstjórnin skuli ganga fram fýrir skjöldu um þá hækk- un, sem muni óhjákvæmilega bitna á Iáglaunafólki.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.