Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 8
8- FIMMTUDAGVR 3. JÚNÍ 1999
FRÉTTASKÝRING
Brémtarum I
'RIK
ÞÖR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR
Bréfið sem Davíð
Oddsson skrifaði bisk-
upi íslands vegna smá-
sögu Arnar Bárðar
Jónssonar, fræðslu-
stjóra Þjóðkirkjunnar,
vakti mikla athygli og
umræðu um stjómun-
arstíl forsætisráð-
herra. Nú hefur Erni
Bárði verið gert að
stíga upp úr sæti sínu
sem ritari Kristnihá-
tíðamefndar, en þar á
forsætisráðherra sæti.
Harka í framgöngu við þá sem
Davíð Oddssyni mislíkar við af
einhverjum ástæðum þykir hafa
einkennt stjórnunarstíl hans allt
frá þvf hann tók við borginni í
upphafi níunda áratugarins. Má
ef til vill segja að fyrsta opinbera
vísbendingin hafi komið árið
1982 þegar Davíð sagði upp ræst-
ingakonu úr starfi fyrir að hafa
hringt til útlanda úr einkasíma á
skrifstofu borgarstjórans. Á borg-
arstjóraárunum hvessti líka milli
hans og Guðrúnar Pétursdóttur
og fleiri andstæðinga ráðhús-
byggingarinnar. Frá þessum árum
má einnig nefna þau viðbrögð
borgarstjórans að taka heitt og
kalt vatn, rafmagn, slökkvilið og
sorphirðu af Kópavogskaupstað,
þegar vinstri meirihlutinn þar
ákvað árið 1989 að segja upp
samningi um Fossvogsbrautina.
Þetta kallaði Jónas Kristjánsson
ritstjóri „ofbeldishneigðan"
stjórnunarstíl.
Smásagan dýra
Nýjasta tilefni umræðna um
stjórnunarstíl Davíðs er bréfið
sem hann skrifaði biskupi Islands
vegna smásögu Arnar Bárðar
Jónssonar, fræðslustjóra Þjóð-
kirkjunnar, en hún var birt í Les-
bók Morgunblaðsins. Erni Bárði
hefur verið gert að stíga upp úr
sæti sínu sem ritari Kristnihátíð-
arnefndar, en í nefndinni á sæti
forsætisráðherra. Sú skýring hef-
ur verið gefin af Karli Sigur-
björnssyni biskupi að ástæða
þessarar mannaskiptingar sé sú
að Hííkúþsslöfu ér’"“kominn'
maður til starfa sem hefur um-
sjón með öllu sem viðkemur
kristnihátíðinni,“ en þar á biskup
við séra Bernharð Guðmundsson.
Flestir viðmælenda blaðsins
draga í efa að þetta sé ailur sann-
leikur málsins og vísa til bréfsins
sem Davíð sendi biskupi vegna
fyrrnefndrar smásögu. Davíð
fannst að sér vegið með sögunni
og myndskreytingu hennar (sag-
an var Iítt dulbúin gagnrýni á
auðlindasölu og/eða á gagna-
grunnsmál Islenskrar erfðagrein-
ingar) og skrifaði biskupi Islands
svohljóðandi bréf, undir bréfs-
haus forsætisráðuneytisins:
„Það er athyglisvert að í kynn-
ingu á „smásögu" þar sem forsæt-
isráðherranum er lýst sem land-
ráðamanni (manni sem selur
Ijallkonuna) og landsölumanni er
gefið til kynna að sendingin sé á
vegum fræðslustarfs kirkjunnar.
Davíð Oddsson.“
Biskup Iýsti vanþóknun sinni á
myndskreytingunni með smásögu
Arnar Bárðar, en sagði söguna
skondna og að hann gæti ekki
borið ábyrgð á tómstundagamni
samstarfsmanns síns. I viðtali við
fjölmiðla hefur biskup ekki viljað
segja nánar frá samtölum sínum
við forsætisráðherra um þetta
mál.
Óvænt og á óvart
Orn Bárður Jónsson gaf ekki færi
á sér við smíði þessarar greinar,
en orðalagið sem haft er eftir
honum í DV bendir til að brott-
hvarf hans sem ritari Kristnihá-
tíðarnefndar hafi komið honum
mjög á óvart. Hann segir: „Ég get
staðfest að biskupinn tilkynnti
mér á fimmtudaginn að ég væri
ekki lengur ritari Kristnihátíðar-
nefndar en því starfi hef ég gegnt
undanfarin ár.“
Orðalagið bendir til þess að til-
kynning biskups hafi verið án fyr-
irvara og því komið Emi Bárði á
óvart. Um leið liggur fyrir að
Bernharður er ekki nýr í þeim
verkefnum sem hann nú sinnir og
þvi rökréttara að þessi breyting
hefði komið löngu lyrr en nú, ef
hún stóð til á annað borð.
Karl biskup lýsir því yfir í DV
að Erni hafi ekki verið vikið úr
þessu starfi, heldur hafi hann vik-
ið fyrir Bernharði á eðlilegan
hátt. Séra Geir Waage er á sama
máli. „Eg tek fullt mark á þeim
orðum biskups að með þessu hafi
hann verið að skapa séra Bern-
harði verkefni. Þetta er augljóst
og ég sé engin tengsli milli þess-
arar breytingar og þessa smá-
sögumáls," segir séra Geir. Örn
Bárður hefur sjálfur ekki viljað tjá
sig um mál þetta.
Bréfid til Sverris
Davíð hefur áður stundað gagn-
rýnar bréfaskriftir með góðum ár-
angri. Á síðasta ári var gert opin-
bert bréf sem hann ritaði Sverri
Hermannssyni þáverandi Lands-
bankastjóra í febrúar 1996, eftir
að Sverrir hafði hafnað vaxta-
lækkunarboðskap ríkisstjórnar-
innar, Seðlabankans og Þjóðhags-
stofnunar og sagt að það væri
eins og að „éta óðs manns skít“ að
fylgja fordæmi íslandsbanka í
þeim efnum.
Þá skrifaði forsætisráðherra
Sverri Hermannssyni bréf, sem
hljóðar svo:. „Sverrir. Mér finnst
þú fára offari. Eg gæti belgt mig
út og ságt að þessir snillingar í
Landsbankanum hafi tapað 11
þúsund milljónum á síðustu
árum og þyrftu því að vaxtapína
landið. Þeir tækju ekki eftir því
þegar strákur á þeirra snærum
týndi fyrir þeim 900 milljónum!!
— og viðskiptavinum væri vafn-
ingalaust sendur reikningur.
Þetta mun ég ekki segja, en ef þið
lagið ekki þvæluna, sem þið gerð-
uð í síðasta vaxtaóðagoti, er það
endanlegt dæmi þess að þið vitið
ekki hvað þið eruð að gera og þá
mun ég sjá til þess fyrr en
nokkurn grunar að menn komi að
bankanum sem viti hvað þeir eru
að gera. Eg vil fá svar frá þér —
annað en skæting í fjölmiðlum —
strax — því ég mun ekki sitja leng-
ur kyrr.“ .. ........
Strax daginn'éftir að þetta bréf
var sent lækkaði Landsbanki Is-
lands vexti sína. Aðspurður um
þetta bréf segir Sverrir Her-
mannsson nú að hamf hafi satt
að segja orðið hissa þegar hann
fékk bréfið. „En ég er hættur að
vera hissa fyrir nokkru. Þetta bréf
mun hafa verið skrifað í fljótræði
og i bræðiskasti, en annars hef ég
ekki leitað eftir skýringu," segir
Sverrir. Aðspurður hvort Davfð
hafi ekki orðið ofan á í málinu
viðurkennir Sverrir að svo hafi
verið. „Það var hart tekist á um
vaxtamál og félagar mínir
beygðu,“ segir Sverrir.
„ Ansi tippilsinna“
En hvað sýnist Sverri þá um bréf-
ið til biskups og brotthvarf Arnar
Bárðar frá Kristnihátíðarnefnd?
„Ef þetta er vegna skrifa hans í
grínstíl í Lesbók Morgunblaðsins
eru menn orðnir ansi tippilsinna
og orðið nokkuð vandlifað í henni
veröldinni," segir Sverrir, sem um
leið upplýsir blaðamanninn að
tippilsinna þýði ofurviðkvæmur.
Fræg er bréfasending Davíðs til
Heimis Steinssonar þáverandi út-
varpsstjóra, en Davíð sendi út-
varpsstjóra hvasst bréf í apríl
1993 þegar Heimir hafði framið
þann verknað að reka Hrafn sem
dágskrárstjóra frá RÚV. Sjálf-
stæðismenn brugðust hart við og
voru ekki lengi að láta Ólaf G.
Einarsson, þáverandi mennta-
málaráðherra, ganga í að ráða
Hrafn sem framkvæmdastjóra
RÚV.
Heimir sagðist hafa metið
„þetta bréf mikils“ og þótt „vænt
um áð Davíð öddsson skyldi
segja mér hvað honum lá á hjarta
vegna þessa máls. Bréfið, sem var
skrifað eftir að umrætt mál var
um garð gengið, var hins vegar