Dagur - 03.06.1999, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 - 11
VMptr
ERLENDAR FRÉTTIR
PKK tekur undir
yfirlýsmgar Öcalans
Lögmenn Öcalans. Sá sem stendur er Hasip Kaplan, sá hinn sami og fór
með mál Sophiu Hansen i Tyrkiandi.
Liðsmenn Öcalans
vilja þó ekki leggja
niöiir vopn strax,
heldur híða eftir við-
hrögðum Tyrklands.
Forustusveit Verkamannaflokks
Kúrdistans (PKK) hefur lýst yfir
stuðningi við friðartilboð
Abdullahs Öcalans, leiðtoga
flokksins sem nú situr í fangelsi
á eyjunni Imrali í Marmarahaf-
inu.
„Flokkurinn allur styður full-
komlega sögulega viðleitni leið-
toga okkar af öllum kröftum,"
sagði í yfirlýsingu frá fram-
kvæmdaráði PKK. Hins vegar
féllst forusta flokksins ekki á
áeggjan Öcalans um að Ieggja
niður vopn, heldur lítur hún svo
á að friður sé algerlega undir
stjórnvöldum í Tyrklandi kom-
inn. „Ef Tyrkland bregst við með
jákvæðum hætti, þá getur Kúrda-
vandamálið komist á þá braut að
lýðræðisleg lausn finnist.“
Yfirlýsingar Öcalans í upphafi
réttarbaldanna, sem hófust á
mánudag, hafa vakið undrun
margra en Kúrdar segja þetta
rökrétt framhald af þeirri stefnu
sem Öcalan hefur fylgt um all-
langt skeið.
Fyrst eftir yfirlýsingar Öcalans
rikti óvissa um það hvort PKK,
sem í 15 ár hefur barist vopnaðri
baráttu fyrir sjálfstæðu ríki
Kúrda undir forystu hans, myndi
taka undir yfirlýsingarnar eða
lýsa því yfir að þær væru
marklausar og Öcalan væri svik-
ari við málstað Kúrda.
A mánudag bauð Öcalan
stjórnvöldum í Tyrklandi sam-
vinnu sína við að vinna að friði
og fá PKK til þess að leggja nið-
ur vopn. Hins vegar gerir hann
þær kröfur að tyrknesk stjórn-
völd geri um leið stefnubreyt-
ingu í málefnum Kúrda og veiti
þeim heimild til að nota tungu-
mál sitt og efla menningu sína,
sem hingað til hefur verið bann-
að í Tyrklandi.
Jafnframt varaði Öcalan við
þvf á þriðjudag, að ef hann verði
tekinn af lífi þá muni PKK herða
baráttu sína gegn Tyrklandi.
Með því að taka undir yfirlýsing-
ar Öcalans hefur PKK einnig
aukið líkurnar á því að hann fái
hlutverk píslarvotts í baráttu
Kúrda fyrir sjálfstæði sínu, verði
hann tekinn af lífi.
Þótt Öcalan hljóti líflátsdóm
er þó ekki víst að þeim dómi
verði framfylgt, þar sem aftökur
hafa ekki verið framkvæmdar í
Tyrklandi frá þvf 1984, enda
þótt Iíflátsdómar hafi verið felld-
ir.
Lögfræðingar Öcalans hafa
haft takmarkaðan aðgang að
honum vegna strangra öryggis-
ráðstafana á fangaeyjunni
Imrali, þar sem réttarhöldin fara
fram. I gær fengu þeir að ræða
við hann í fyrsta sinn frá því rétt-
arhöldin hófust.
AJVC spáð sigri í Suður-Afríku
SUÐUR-AFRIKA - Kosningarnar í Suður-Afríku gengu friðsamlega
fyrir sig í gær, en þetta var í annað sinn sem lýðræðislegar kosningar
eru haldnar í landinu frá því aðskilnaðarstefna hvíta minnihlutans
var aflögð. Afríska þjóðaráðinu (ANC) var spáð yfirburða sigri undir
forystu Thabo Mbeki, en búist var við að bráðabirgðatölur úr taln-
ingu atkvæða liggi fyrir snemma í dag. Nelson Mandela lætur af for-
setaembætti þann 16. júní næstkomandi, en arftaki hans verður kos-
inn á nýskipuðu þingi þann 14. júní
Kröfum Jugóslavíu hafnað
HOLLAND - Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hafnaði
í gær kröfu júgóslavneskra stjórnvalda um að Natóríkjum verði gert
að stöðva þegar í stað loftárásirnar á Júgóslavíu. Kærum á hendur
tveimur Natóríkjum, Bandaríkjunum og Spáni, var vísað frá þar sem
þessi ríki hafa ekki undirritað alþjóðasamning gegn þjóðarmorðum.
Sömuleiðis lýsti dómstóllinn yfir efasemdum um að ákærurnar á
hendur átta öðrum Natóríkjum féllu undir ákvæði samningsins, sem
dæma átti eftir. Um leið lét dómstóllinn í Ijós áhyggjur yfir því að
loftárásirnar væru gerðar á veikum lagalegum grundvelli.
Tsjemómyrdín og Ahtisaari í
Jugóslavíu
JÚGOSLAVIA - Samningamenn Rússlands og Evrópusambandsins,
þeir Viktor Tsjernómyrdín og Martti Ahtisaari, afhentu i gær stjórn-
völdum í Júgóslavíu friðartilboð þar sem gert er ráð fyrir að serbnesk-
ir hermenn yfirgefi Kosovohérað, flóttamenn snúi aftur og loftárásir
Nató verði stöðvaðar. Júgóslavíustjórn hefur undanfarna daga lýst því
yfir að hún fallist á friðarskilyrði G8-hópsins, en með skilyrðum þó.
Friðartillögurnar sem Tsjernómyrdín og Ahtisaari lögðu fram í gær
eru málamiðlunartilraun. Bandaríkjamenn höfðu f gær lagt fram
aðra tillögu, sem Rússar sögðust ekki geta sætt sig við að öllu leyti.
Flugslys í Little Rock
BANDARÍKIN - Flugslys varð í bænum Little Rock í Arkansas,
Bandaríkjunum, þegar farþegaflugvél með 145 manns um borð
hlekktist á í Iendingu. Afar slæmt veður var og rakst flugvélin á staur
með þeim afleiðingum að eldur kom upp. A.m.k. áttatíu manns voru
fluttir á sjúkrahús og nokkrir Iétu lífið.
Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig.
Og það leynir sér ekki...
Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
Ertu að hugsa um:
• Rými?
• Þægindi?
• Öryggi?
• Gott endursöluverð?
• Allt þetta sem staðalbúnað:
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa
Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar
Rentidu við hjá okkur i dag
og reynsluaktu Suzuki Baletto.
Hann kemur þér þægilega á óvart.
TEGUND:
1.3 GL 3d
1.3 GL4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4, 4d, ABS
1,6 GLX WAGON, ABS
1,6 GLX WAGON 4x4, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1.675.000 KR.
Sjálfskipting kostar 100.000 KR.
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
Heimasíða: www.suzukibilar.is