Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 1
VSI stefnir verk- fallsvðrðimiini Vestfírðingiuii stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Sex eiu- staklingar og tvö verkalýðsfélög. Krafíst miUjóna í skaðabætur vegna aðgerða í verk- falli fyrir 2 árum. „Eg er prívat og persónulega bú- inn að fá stefnu. Ég tel alveg Ijóst að ég mun mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness 30. júní nk. eins og ég geri þegar eitthvað stórmerkilegt er að gerast sem varðar mig,“ segir Heiðar Guðbrandsson í Súðavík. Milljónir í skaðabætur Vinnuveitendasamband Islands, VSI, hefur fyrir hönd Vinnudeilu- sjóðs sambandsins tilkynnt Verka- lýðs- og sjómannafélagi Alftfirð- inga í Súðavík og Verkalýðsfélag- inu Baldri á ísafirði og sex félags- mönnum þeirra að það hafi verið ákveðið að höfða mál gegn þeim fyrir Héraðsdómi Reykjaness í lok mánaðarins. Þar er krafist tæplega 5 millj- óna króna í skaðabætur vegna aðgerða þeirra í verkfalli félaganna vorið 1997. Einstak- Iingarnir sem hafa fengið þessa sendingu frá VSÍ eru þau Aðalheiður Steinsdóttir, Jón Helgi Gíslason, Sig- ríður Braga- dóttir, Trausti Agústsson, Heiðar Guð- brandsson og Veturliði Gunnarsson. Olia á eld Heiðar Guðbrandsson segist ekki hafa neinar áhyggjur af þessari stefnu. Hins vegar sé kannski ástæða til að halda upp á það að VSÍ vilji beina kastljósinu að rúmlega tveggja ára gömlum verkfallsað- gerðum Vest- firðinga. Enda veitir kannski ekki af því þeg- ar styttist í það að kjarasamn- ingar flestra verkalýðsfélaga verða lausir í byrjun næsta árs. Ef eitthvað sé þá muni þessi stefna VSÍ virka eins og olía á eld. Þá sé gott til þess að vita að verkafólk fái áminningu frá VSl um að standa saman og beijast fyrir bættum kjörum og réttind- um. Prófmál I byrjun þessa mánaðar sendi VSÍ stéttarfélögunum innheimtubréf vegna þessa máls. Félögin svör- uðu því með svarbréfi þar sem fram kom að þau sögðust ekki skilja þessa kröfu VSÍ og báðu um frekari útskýringar. Þegar inn- heimtukrafan var send vestur sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, að ef fé- Iögin mundu ekki fallast á að greiða kröfuna yrði höfðað mál á hendur þeim. Ef þau mundu reyna að koma sér undan því að bera ábyrgð á aðgerðum þessara félagsmanna sinna í verkfallinu, yrði reynt að fá þá dæmda til að greiða kröfuna. Að mati VSÍ er þarna um prófmál að ræða um lögmæti aðgerða verkfallsvarða sem hindruðu losun vestfirskra skipa í öðrum landsfjórðungum. Atbygli vekur að VSÍ fer ekki með málið fyrir Félagsdóm. Það er gert svo hægt sé að áfrýja málinu til Hæstaréttar. — GRH Niðurstaða virðist fengin í Mýrarhúsaskólamálinu. Styðja skóla- stjórana Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnar- ness í gærkvöld var ákveðið að treysta skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra fyrir því að vinna að 12 mánaða uppbyggingu í skólastarfi Mýrarhúsaskóla frá og með næsta hausti. Skólastjórarnir hafa verið mjög í fréttum að undanförnu eft- ir að ráðgjafarstofan Skref fyrir skref gerði úttekt á starfi þeirra og varð niðurstaðan sú að mikil óá- nægja væri með störf þeirra. Skólanefnd mun vinna nánar úr málinu. I fréttatilkynningu bæjarstjórnar Seltjarnarness segir að bæjarstjóm harmi þá umræðu sem orðið hefur í Ijölmiðlum að undanfömu um mál skólastjóranna. Ráðgjafarstof- unni Skref fyrir skref er þakkað fyrir fagleg störf og þátt í greiningu þess vanda sem við sé að etja í skólanum. — BÞ Vestfirskir verkfallsverðir fóru lands- hluta á milli í verkfalli þeirra fyrir rúm- um tveimur árum til að koma í veg fyrir löndun vestfirskra skipa. Skiptar skoðanir eru um lögmæti þessara að- gerða verkfallsvarða og ætlar VSÍ að fá úr því skorið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Samiðum VatnsfeUs- virkjun Stjórn Landsvirkjunar samþykkti í gær að ganga til lokasamninga við verktaka vegna framkvæmda við Vatnsfellsvirkjun. Annars vegar er það samningur við Is- lenska aðalverktaka um bygg- ingu stíflu, inntaks og stöðvar- húss Vatnsfellsvirkjunar og hins vegar við Arnarfell ehf. um gröft frárennslisskurðar virkjunarinn- ar. Samningurinn við íslenska aðalverktaka hljóðar upp á rúma 3 milljarða en samningsupphæð- in við Arnarfell er tæpar 470 milljónir. Þá samþykkti stjórnin að semja sameiginlega við Lah- meyer International, VSÓ Ráð- gjöf og Almennu verkfræðistof- una um eftirlit með framkvæmd- um við Vatnsfellsvirkjun. Stærð- argráða þessa samnings er um 300 milljónir króna. Krakkarnir í skólagörðum Akureyrar nýttu gærdaginn til að vökva beðin sín og hafa eflaust fleiri notað tækifærið til vökvunar í nótt. Vitað var um nokkurn hóp sem hugðist baða sig upp úr Jónsmessudögginni en hér eftir stytt- ist sólargangur. - mynd: brink Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra. Engin úrræði Fulltrúar verkalýðsfélaga á Vest- fjörðum áttu fund í gær með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og starfsmönnum hans vegna fjár- hagsvanda Rauða hersins svokall- aða og atvinnuleysisins sem blasir við fjölda fiskverkafólks. Niður- staða fundarins varð sú að ráðu- neytið hefur engin úrræði að svo stöddu. Á meðan fyrirtæki Rauða hersins séu ekki gjaldþrota geti ráðuneytið ekkert aðhafst. Vand- ann verði að leysa af fyrirtækinu og sveitarfélögunum. "ttSSii- Nútíma innheimtuaðferðir! intrum juititin s: 761-6x01 8a : GULLSMHDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 WORLDW/De EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.