Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 24.06.1999, Blaðsíða 3
Xk^nr FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 - 3 FRÉTTIR L Föst skot í ársskýrslu Samkeppnisstofnunar Georg Ólafsson, for- stjóri Samkeppnis- stofnunar, ritar í nýrri ársskýrslu at- hyglisverða grein um átök um hagsmuni og heinir föstum skotum að „fyrrum einkaleyf- ishöfum“. I ársskýrslu Samkeppnisstofnun- ar fyrir árið 1998, sem kom út í gær, ritar Georg Olafsson, for- stjóri stofnunarinnar, athyglis- verða grein sem hann nefnir „Atök um hagsmuni". Þar fer hann m.a. hörðum orðum um „fyrrum einkaleyfishafa“ og ekki annað að skilja en að þar eigi hann m.a. við Landssímann. I greininni, sem rituð var áður en umtalað álit samkeppnisráðs í Landssímamálinu var birt, segir Georg m.a.: „Samkeppnisyfir- völd fagna málefnalegri gagnrýni og skoða hana með opnum huga. Annað mál er að samkeppnisyfir- völd telja að sú gagnrýni sem fram hefur komið mótist oft á tíð- um af því að vernda sérhags- muni þeirra sem ákvarðanir sam- keppnisyfirvalda hitta fyrir. Þessi afstaða er áber- andi hjá fyrrum einkaleyfishöfum sem beita tiltæk- um ráðum til að vernda sérrétt- indi sín og hindra að nýir keppi- nautar nái að hasla sér völl í samkeppni við þá.“ Síðar segir Georg: „Það má e.t.v. líkja þessu við að fyrirtaekin séu í heilögu stríði gegn samkeppnisyfirvöld- um. Þau kæra nánast alla úr- skurði samkeppnisyfirvalda og ef með þarf er farið með málin í gegnum allt dómskerfið. Dugi það ekki eru dæmi þess að hafist hafi verið handa að fá lögunum breytt. Með þessu er ekki verið að segja að fyrirtæki eigi ekki að nota þær áfrýjunarleiðir sem lög bjóða upp á, og það er ekki í verkahring sam- keppnisyfir- valda að fella dóm um það hvort ástæða sé til áfrýjunar í einstökum mál- um. En um þá almennu til- hneigingu sem greinilega er farið að gæta að áfrýja og kæra ákvarðanir sam- keppnisyfir- valda nánast sjálfkrafa, í þeirri von að á þeim finnist einhver formgalli sem ónýti málsmeðferð, verður tæpast sagt að andi samkeppnislaga og hags- munir neytenda séu hafðir að Ieiðarljósi." TJrskurðir gerðir tortryggi- legir Georg segir að samhliða hafi það færst í vöxt að fyrirtækin komi á framfæri upplýsingum til fjöl- miðla, oft og tíðum byggðar á rangtúlkunum, til þess eins að gera úrskurði samkeppnisyfir- valda tortryggilega. „Ef til vill munu einhverjir telja að hér sé verið að mála hlutina of dökkum litum. Sitt sýnist hverjum. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að í okkar smáa þjóðfélagi þar sem náin stjórnunar- og eignatengsl eru milli fyrirtækja og önnur tengsl milli manna einnig mikil getur samtakamátt- ur þessara aðila hamlað starf- semi samkeppnisyfirvalda. Það hentar þeim ekki að þurfa að keppa og við það situr,“ segir Georg ennfremur og bendir á að þessi tregða geti spillt árangri í framkvæmd samkeppnisreglna verði ekki breytingar á. Æskilegt sé að samkeppnisyfirvöld og at- vinnulífið ræði á opinskáan hátt og finni umræðunni skynsamleg- an farveg. Samkeppnisyfirvöld vilji leggja sitt á vogarskálarnar til að svo megi verða. Ekki náðist í Georg í gær til að ræða þessa grein og hvaða fyrir- tæki hann hefði einkum haft í huga við skriftirnar. - bjb Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppn- isstofnunar. Fjárlaga- viniian hafin Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, sagði í gær að undirbúningur ijarlagagerðar fyrir næsta ár væri hafinn. Mál- ið er nú á borði ríkisstjórnarinn- ar. Eins og venja er þarf hvert ráðuneyti að búa til fjárlaga- ramma fyrir sig. Síðan þegar lengra líður á sumarið tekur íjárlaganefnd við og semur fjár- lagafrumvarpið, sem síðan verð- ur afgreitt um jólaleytið ef ekki bregður nýrra við. Jón sagði að Iítið væri hægt að segja um fjárlög næsta árs eins og stendur. Það kom fram í um- ræðum á Alþingi á dögunum að gert er ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs. - S.DÓR Líleyris sj ó iVirnir eru komnir á grátt svæði Sagðir hafa keypt bréf í DeCode. Óheimilt að kaupa hréf í erlendum fyrirtækjum sem ekki eru á hlutabréfamark- aði. Fjármálaeftirlit- ið erlendis. „Við höfum það fyrir reglu að gefa ekki út neinar slíkar yfirlýs- ingar,“ segir Jóhannes Siggeirs- son, framkvæmdastjóri Samein- aða lífeyrissjóðsins, aðspurður hvort sjóðurinn hefði keypt hlutabréf af ríkisbönkunum í DeCode, eignarhaldsfélagi Is- lenskrar erfðagreiningar. Svan- björn Thoroddsen hjá Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins sagði að bankinn gæfi ekki upplýsing- ar um sína viðskiptavini. Ótvíræð lög Svo virðist sem lífeyrissjóðirnir séu á gráu svæði ef rétt sé hjá Viðskiptablaðinu að þeir hafi keypt einhvern hluta af þeim hlutabréfum sem ríkisbankarnir hafa selt af því sem þeir keyptu af DeCode í síðustu viku. Sam- kvæmt lögum um lifeyrissjóði íslensk erfðagreining hefur verið taiinn eftir- sóknarverður fjárfestingarkostur en ekki geta allir keypt í DeCode. mega þeir ekki kaupa hlutabréf í erlendum fyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutafjármarkaði. Hinsvegar séu frávik frá þessu þegar í hlut eiga íslensk fyrirtæki sem ekki eru á markaði. Sam- kvæmt því mega Iífeyrissjóðir kaupa um 10% hlut í slíkum fyr- irtækjum. Til að komast í kring- um lögin voru uppi getgátur um það í fjármálaheiminum að bankarnir hefðu hugsanlega gef- ið út bankabréf sem Iífeyrissjóð- irnir hefðu keypt af þeim. Þessi bréf væru síðan ávísun á hluta- bréfaeign í DeCode, enda stefnt að því að skrá fyrirtækið á hluta- bréfamarkað fyrir árslok. Tap á DeCode Sem kunnugt er þá keyptu Fjárfestingar- banki atvinnulífsins, Landsbankinn, Búnað- arbankinn og eignar- haldsfélagið Hof hluta- bréf í DeCode fyrir sex milljarða króna. Hluti af því hefur síðan verið seldur til stofníjárfesta en til þeirra teljast m.a. lífeyrissjóðir. Þótt mikl- ar væntingar séu gerðar til Islenskrar erfða- greiningar var DeCode rekið með 500 milljóna króna halla á síðasta ári og áætlanir gera ráð fyrir að hallinn á þessu ári verði um 300 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu. Lamað Fjármálaeftirlit Þegar leitað var eftir því hjá Fjár- málaeftirlitinu hvort það ætlaði að kanna meint hlutabréfakaup lífeyrissjóða fengust þau svör að þar á bæ treysti sér enginn til að svara til um það í Ijarveru for- stöðumanns og staðgengils hans. Báðir voru sagðir á ráðstefnu í Svíþjóð og væntanlegir til lands- ins í dag, fimmtudag. - GRH Þrjár Nettö-búðir í horgina KEA hyggst reka þrjár Nettó- verslanir á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni og aðrar þrjár svo- kallaðar „þægindabúðir", hefur Viðskiptablaðið eftir Sigmundi E. Ofeigssyni, framkvæmdastjóra verslunarsviðs KEA, sem segir mun ódýrara að reka Nettó-búð- ir í Reykjavík en norðanlands. Hann segist hafa orðið var við mikinn meðbyr með Nettó-búð- inni í Mjódd, sem velti nú kring- um einum milljarði á ári. Væri kannski ekkert óeðlilegt að stefna að Ijögurra milljarða árs- veltu á Reykjavíkurmarkaði, sem t.d. sé álíka og velta Nóatúns fyr- ir sameiningu. Fyrstu þæginda- búðina (litlar búðir með tak- markað vöruval en langan af- greiðslutíma) sunnanlands er ætlunin að opna í Kópavogi um miðjan næsta mánuð. - HEI 5-jhý\ jsjlþ) “-IBjYW 99§1 g.Þod iv<j nióipfafjþjxpjl INNLENT íslenskt hugbúnaöarfyrirtæki semur við Nokia Hugbúnaðarfyrirtækið Stefja og finnska stórfyrirtækið Nokia hafa gert með sér samning um víðtækt samstarf um þróun og sölu hug- búnaðarlausna Steíju í svokölluðu TETRA-kerfi Nokia. Kerfið bygg- ist á sendingum stafrænna boða í fjarskiptum. I fréttatilkynningu segir að samningurinn opni Stelju gríðarlega möguleika til að þróa og selja hugbúnað til aðila sem nota TETRA-kerfið víða um heim. Má þar nefna björgunarsveitir, Iögreglu, hersveitir, útgerðarfélög, flutn- ingafyrirtæki og flugfélög. Hjá Stefju starfa 15-20 manns að jafnaði. I tilefni samningsins er efnt til kynningarráðstefnu á Grand Hótel í dag um TETRA-tæknina og hugbúnaðarlausnir Stefju. - BJB Norrænir netverjar tregir til netverslunar Upplýsingatækni og Iýðræði, ásamt rafrænum viðskiptum, voru til umræðu á norrænni ráðstefnu hér á landi í vikunni. Þar voru nor- rænir embættismenn er tengjast stefnumótun og framkvæmdum á sviði upplýsingatækni. Þar kom m.a. fram að áhyggjur væru að verða óþarfar um það hverjir hefðu aðgengi að tölvum og Netinu og hverj- ir ekki. Aðgengið væri orðið það almennt á heimilum, vinnustöðum og í skólum. Þá kom fram að rafræn viðskipti hefðu ekki náð mikilli útbreiðslu á Norðurlöndum. Norræn fyrirtæki hefðu verið sein að koma auga á gildi verslunar á Netinu og netverjar væru tregir til að versla af öryggisástæðum. Einnig vantaði víða neytendavernd vegna rafrænna viðskipta. - BJB Ohudiií Árnastofnim Islandsheimsókn for- sætisráðherra Japans, Keizos Obuchis, lauk í gærmorgun. Aður en hann hélt af landi brott heimsótti hann Alþingi í fylgd Halldórs Blöndals þingforseta og þaðan var farið í Árnastofnun. Vésteinn Olason, pró- fessor, leiddi Obuchi í allan sannleik um ís- lensku handritin, sögu þeirra og varðveislu. MYNDEÓL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.