Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 3
MinVIKUDAGUR 2 8.JÚLÍ 19 99 - 3
FRÉTTIR
Framsókn Mkandi
í solu Landssíntans
Samgönguráöherra
segir ekki hægt aö
verjast því að utlend-
ingar eignist Lands-
símann verði hluta-
hréf í honum seld. -
Margir framsóknar-
menn vil ja undan-
skilja ljósleiðarakerf-
ið frá sölunni.
Guðni Agústsson landbúnaðar-
ráðherra sagði í viðtali \dð Dag
um fyrirhugaða sölu á Landssím-
anum að hún hlyti að vera á
frumstigi og alveg óunnið mál.
Stjórnarflokkarnir hefðu ekki
mótað stefnu um hana. Vitað er
að lítil hamingja ríkir meðal þing-
manna Framsóknarflokksins um
ýmislegt sem samstarfsflokkurinn
í ríkisstjórn hefur verið að gera í
Landssímamálunum. Má þar
nefna ráðningu nýs forstjóra, sem
var gerð án samráðs við fram-
sóknarmenn.
Hjálmar Arnason alþingismað-
ur sagði að sölu á Landssímanum
hefði verið hreyít meðal þing-
manna Framsóknarflokksins en
|m' færi fjarri að málið væri út-
rætt.
„Ef menn tala um að selja
Landssímann til útlendinga vil ég
greina mjög á milli dreifikerfisins
og rekstrarþáttarins. Þá er ég
m.a. að tala um Ijósleiðarann um
landið. Eg tel að það sé grund-
vallaratriði að við Islendingar
höfum tök á ljósleiðaranum og
spurning hvort ríkið eigi ekki að
eiga hann. Hins vegar berast nú
upplýsingar um að innan ekki
margra ára verði komið upp net
gervitungla hringinn í kringum
hnöttinn, sem geri breiðbandið
úrelt. Þá ráða útlendingar ferð-
inni hér á Iandi hvort sem mönn-
um líkar betur eða ver. Tæknin
verður orðin alþjóðleg. Þegar
þetta gervitunglanet er komið
upp lækkar verðgildi Landssím-
ans í núverandi formi,“ sagði
Hjálmar Arnason.
Opin leið fyrir útlendinga
Jón Kristjánsson alþingismaður
er sammála þeim Guðna og
Hjálmari með að sala Landssím-
ans sé mjög stutt á veg komin.
Það mál eigi eftir að ræða í þing-
flokknum og þar komi margar
leiðir til greina og ekki beri að
útiloka neitt.
„Þær skoðanir eru uppi í þing-
Ilokknum, og einstaka menn hafa
lýst því yfir, að hraða beri sölu
Landssímans. Ég vil ekki segja
neitt um það á þessu stigi því við
verðum að ræða það miklu betur
í þingflokknum. A að selja fyrir-
tækið í heilu Iagi, á að skipta því
eða á að selja það útlendingum?
Allt þetta þarf að ræða betur,“
sagði Jón Kristjánsson.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði að þar sem Lands-
símamálið væri allt í skoðun og
fyrirkomulagið á sölunni lægi enn
ekki fyrir, væri ekki tímabært fyr-
ir sig að ræða það mikið.
„En ef við seljum hlutabréf í
Landssímanum þá getum við
væntanlega ekki komið í veg fyrir
það að erlendir aðilar geri tilboð
og kaupi hlutabréf," sagði Sturla
Böðvarsson. - S.DÓR
Nýjar reglur iiiu
sleppibúnað
Frá blaðamannafundi samgönguráðherra í gær. mynd: teitur.
Friður eltir
teppafund
Eftir að Siv
Friðleifsdóttir
umhverfisráð-
herra hafði
fengið for-
mann Náttúru-
verndarráðs „á
teppið" hjá sér
í ráðuneytinu
sendi formað-
urinn, Olöf
Guðný Valdimarsdóttir, frá sér
yfirlýsingu þar sem m.a. er lýst
yfir stuðningi við Siv og henni
óskað góðs gengis í starfi. Tilefn-
ið voru deilur þeirra um ramma-
áætlun ríkisstjórnarinnar um
Hrkjanamál og nýtingu vatnsafls
og erindi sem Náttúruverndarráð
sendi frá sér. I erindinu sagði
m.a. að gengið hefði verið fram
hjá ráðherra við gerð áætlunar-
innar og Finnur Ingólfsson iðn-
aðarráðherra væri nokkurs konar
yfir-umhverfisráðherra.
„A fundinum skýrði ráðherra
ýmis atriði sem snúa að rammaá-
ætluninni og var misskilningi
sem fram kom í umfjöllun um
málið eytt. Unnið verður að þ\q
að auðvelda samskipti Náttúru-
verndarráðs og umhverfisráðu-
neytis til að styrkja ráðgjafahlut-
verk ráðsins gagnvart ráðuneyt-
inu og ráðherra," segir Olöf Guð-
ný m.a. í yfirlýsingu sinni. - BJR
Ábending
frá lögregln
Lögreglustjórarnir í Rangár-
valla- og V-Skaftafellssýslu hafa
sent frá sér sameiginlega ábend-
ingu vegna komandi verslunar-
mannahelgar. Sem fyrr er búist
við mikilli umferð um Suður-
land og „af marggefnu tilefni“
eru bændur og aðrir umráða-
menn búpenings hvattir til að
sjá um að búpeningi sé haldið
innan girðinga. Þá eru ökumenn
hvattir til að sýna almenna var-
kárni og hafa ökuhraða innan
leyfilegra marka.
Eftir 1. september úk.
fá þeir einir aðalskoð-
un á skip sin sem hafa
fengið sér eða pantað
sjálfvirkan sleppibún-
að um borð í skipin
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, kynnti í gær þá ákvörð-
un sína að reglur um sjálfvirkan
sleppibúnað gúmmbjörgunar-
báta skuli taka gildi 1. september
næstkomandi en miðað hafði
verið við að reglurnar tækju gildi
1. janúar 2000. Frá því árið 1994
að settar voru reglur um björgun-
ar- og öryggisbúnað íslenskra
skipa, þar sem miðað er við að
skip séu búin sjálvirkum sleppi-
búnaði gúmmbjörgunarbáta,
hefur þvf verið frestað 7 sinnum
að þær tækju gildi. Síðast var
þeim frestað til 1. janúar næst-
komandi. Nú hefur ráðherra flýtt
gildistökunni.
Þeir sem koma með skip sfn til
aðalskoðunar eftir 1. sepember
nk. fá skoðun þótt þeir séu ekki
búnir að fá sér sleppibúnaðinn ef
þeir geta sýnt fram á að þeir hafi
pantað hann hjá framleiðendum.
Stjórn íbúðalánasjóðs gekk í gær
frá breytingum á afgreiðslutíma
íbúðalána eftir samráðsfund með
fulltrúum bankanna og Félags
fasteignasala. Helstu breyting-
arnar, sem miðast við að stytta
afgreiðslutímann, eru þær að
væntanlegum íbúðakaupendum
verður skylt að gangast undir við-
urkennt greiðslumat í fjármála-
stofnun áður en kauptilboð er
gert, en í núverandi kerfi fer
íbúðakaupandi í greiðslumat eft-
Og þegar þeir svo koma með skip
sitt aftur til aðalskoðunar á
næsta ári verða þeir að vera bún-
ir að setja búnaðinn í.
Nú framleiða tveir aðilar hér á
landi sjálfvirkan sleppibúnað en
það er Sigmundar-búnaðurinn
og svo sleppibúnaður sem Varð-
eldur hf. er með. Búist er við að
þriðji aðilinn bætist við fljótlega.
Vantar 450-500 sleppibún-
aði
Samgönguráðuneytið hefur falið
Siglingamálastofnun Islands að
kynna sjálfvirka sleppibúnaðinn
svo sem staðsetningu hans og
ir að samþykkt kauptilboð liggur
fyrir. Undirbúningur skipulags-
breytinganna er nú í gangi og er
gert ráð fyrir að þær tald gildi í
ágústmánuði, samkvæmt til-
kynningu frá íbúðalánasjóði.
Rík áhersla er lögð á að í
tengslum við greiðslumatið veiti
bankar og sparisjóðir væntanleg-
um íbúðakaupendum fjármála-
ráðgjöf. Þá er fasteignasölum
ætlað aukið hlutverk í ferlinum
þar sem þeir munu sjá um að
frágang um borð. Samkvæmt
reglunum um sleppibúnaðinn
eiga skip sem eru undir 15 metr-
um að lengd að vera búin minnst
einum sjálfvirkum Iosunarbún-
aði en skip sem eru 15 metrar
eða lengri að vera búin tveimur
sleppibúnuðum.
Miðað \áð þessar reglur er talið
að á milli 450 og 500 sleppibún-
aði vanti um borð í íslensk fiski-
skip í dag. Að sögn samgönguráð-
herra er enginn ótti um að fram-
leiðendur sjálfvirka búnaðarins
geti ekki annað eftirspurn eftir
honum eftir að reglugerðin tekur
gildi. - S.DÓR
koma samþykktum kauptilboð-
um; ásamt tilskyldum gögnum,
til íbúðalánasjóðs í umboði íbúð-
arkaupanda.
I ljósi reynslunnar, þar sem
ófullkomnar lánsumsóknir hafa
tafið afgreiðsluferli innan Ibúða-
lánasjóðs, mun sjóðurinn nú
strax synja þeim lánsumsóknum
sem ekki uppfylla skilyrði sjóðs-
ins, t.d vegna skorts á fylgigögn-
um. - BJB
Siv Friðleifsdóttir.
Hraðarí afgreiðsla íbúðalána
Bifhjólaslys á
Akureyri
Hrina umferðaslysa á Akureyri
og í Eyjafirði heldur áfram og í
fyrrakvöld varð harður árekstur
bifhjóls og bifreiðar á mótum
Skarðshlíðar og Undirhlíðar.
Bifhjólið skall á bílnum og öku-
maður þess kastaðist í götuna og
bifhjólið á kyrrstæða bifreið.
Okumaður bifhjólsins var flutt-
ur á slysadeild, en hann var ekki
jafn alvarlega slasaður og í
fyrstu var talið. Að sögn lögregl-
unnar á Akureyri \irðist fólk
gleyma sér ansi oft í góða veðr-
inu, eins og fjöldi slysa að und-
anförnu gefur til kynna. Einnig
voru sjö ökumenn teknir fyrir of
hraðan akstur á Akureyri og ná-
grenni á mánudaginn. - AÞM
Breytt opnun -
óbreytt spúlirn
Ekki er að óbreyttu reiknað með
því að lengri opnunartími veit-
ingahúsa í miðborg Reykjavíkur
kalli á aukna vinnu hreinsunar-
deildar Gatnamálastjóra á næt-
urnar. Um helgar hefst hreinsun-
arstarfið yfirleitt um kl. fjögur
um nóttina og stendur fram til
um kl. 10. Þær upplýsingar feng-
ust hjá embættinu að ekki væri
búist við meiri eða lengur ríkj-
andi sóðaskap frá gestum veit-
ingahúsa vegna lengingar opn-
unartíma. Langmesti sóðaskap-
urinn í miðborginni stafaði af
matarleifum og umbúðum. - FÞG
AuMim hagnaður
Nýherja
Hagnaður af reglulegri starfsemi
Nýherja, fyrir tekju- og eigna-
skatt, jókst um 55 prósent á fyrri
helmingi ársins miðað við sama
tíma í fyrra, varð nú 64,5 millj-
ónir króna. A fyrri helmingi árs-
ins 1998 var ekki greiddur
tekjuskattur, enda var yfirfæran-
legt tap þá nýtt en hins vegar
skattleggst hagnaður fyrri helm-
ings þessa árs að fullu. Niður-
staða rekstrarreiknings sýnir
hagnað upp á rúmar 130 millj-
ónir króna og er söluhagnaður
eigna þar af 87,5 milljónir.
McDonald’s:
Afsakið!
Bjarni Ásgeir Jónsson.
Framkvæmdastjóri kjúklinga-
búsins Reykjagarðs, Bjarni As-
geir Jónsson, sendi í gær frá sér
fyrirgefningarbréf fyrir að hafa
dregið nafn McDonalds inn í
fréttaviðtal á Stöð 2 um skýrslu
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
um hreinlætið á kjúklingabúinu
á Asmundarstöðum. „McDon-
alds tengist þessu máli ekki á
neinn hátt og hefur ekki með
nokkrum hætti að málinu kom-
ið,“ segir Bjarni Asgeir m.a. og
biður McDonald’s innilega af-
sökunar.