Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 6
6 - MIDVIKUDAGU R 2 8. J ÚLÍ 1 9 9 9
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasötuverð:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Simbréf auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEiNSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Arangur hópuppsagna
í fyrsta lagi
Enn á ný hefur tekist með hópuppsögnum að knýja viðsemj-
endur til að borga meira í laun en gildandi kjarasamingar gera
ráð fyrir. Að þessu sinni eru það grunnskólakennarar í höfuð-
borginni. Allmargir þeirra höfðu sagt starfi sínu lausu svo
nokkur óvissa ríkti um skólastarf. Borgaryfirvöld fylgdu í kjöl-
far margra sveitastjórna og létu undan þrýstingnum. Til við-
bótar við þær 170 milljónir króna sem borgin samþykkti í vor
að veita skólunum á komandi skólaári til að greiða kennurum
launauppbót, kemur nú sama upphæð haustið 2000, auk þess
sem kennarar fá til viðbótar á næsta ári 65 milljónir.
í öðru lagi
Grunnskólakennarar í Reykjavík fá því 405 milljónir króna
aukalega á þeim tíma sem eftir er af gildistíma kjarasamnings
þeirra - nema sú upphæð hækki enn að ári vegna nýrra hóp-
uppsagna. Þetta er dágóð búbót og sýnir enn einu sinni hversu
miklum árangri hópuppsagnir opinberra starfsmanna sem
gegna „viðkvæmum" störfum í heilbrigðiskerfi, skólum og víð-
ar, geta skilað í vasann. Enda hafa ráðamenn ríkis og bæja val-
ið þá leið að kaupa sér frið. Með því er að sjálfsögðu verið að
hvetja enn fíeiri hópa, sem gegna lykilhlutverki í opinberum
rekstri, til að nýta þá aðstöðu til að knýja fram hækkanir um-
fram aðra, og umfram gildandi samninga.
í þriója lagi
Þessi leið til að knýja fram kjarabætur er hins vegar afar órétt-
lát gagnvart mjög fjölmennum hópum láglaunafólks - þeim
sem fá yfirleitt minnstu hækkanirnar út úr almennum kjara-
samningum og hafa auk þess enga stöðu til að knýja fram frek-
ari kjarabætur á samningstímanum. Það hversu mikinn árang-
ur hópuppsagnir lykilstétta hjá hinu opinbera bera ætti því að
vera alvarlegt áhyggjuefni verkalýðshreyfingarinnar sem fer
með samningsumboð láglaunastéttanna. Það er orðið brýnt að
finna nýjar leiðir til að koma í veg fyrir að láglaunafólkið haldi
endalaust áfram að sitja við skarðan hlut og sífellt aukinn
launamun.
Elias Snæland Jónsson
Ekki í hdpuin
Að segja eða að segja ekki upp.
Þar Iiggur vafinn. Það er svo
skrýtið að þegar Garri kennari
var Ioksins búinn að fá sig
fullsaddan af lökum kjörum og
ákvað að skipta um starfsgrein
þá virtist eins og eitthvað lægi
hreinlega í loftinu. Daginn
sem Garri kennari skrifaði
uppsagnarbréfið er eins og
himintunglin hafi dregið
hundruð kennara spangólandi
út í nóttina með uppsagnar-
bréf alveg eins og það
sem Garri skrifaði.
Reyndar er ekki rétt að
segja „sem Garri skrif-
aði“ því það eina sem
hann gerði var að setja
nafnið sitt inn £ form
uppsagnarbréfs sem
hann hafði einhverra
hluta vegna undir
höndum en man þó
ekki hvernig rataði í
hans hans hendur. Lát-
um það kyrrt liggja.
Emn og óstuddur
Garri var sumsé búinn að fá
nóg. Eftir að hafa nýtt margar
kennslustundir í að ræða sín
kjaramál við börnin og ungling-
ana - sem merkilegt nokk
sýndu vanda Garra mikinn
skilning, hvort sem það var af
samúð vegna bágra kjara eða
þá af létti yfir því að komast í
kjaftatíma í stað þess að þurfa
að reikna svolítið - þá var Garri
orðinn svo sannfærður um að
hann væri hafður að fífli af
vinnuveitendum sínum í hvert
einasta skipti sem laun voru
greidd, að hið óumflýjanlega
hlaut að gerast. Garri sagði upp
- alveg einn, óstuddur, óhvattur
og ekki undir neinum áhrifum
frá kennaraforystunni, kjara-
nefndum eða öðrum sem fram
koma í fjölmiðlum og á fund-
um til að rekja samviskusam-
lega fyrir þjóðinni að neyðará-
stand blasi við þar sem margir
Garri sagði upp
eirtn en ekki í
hópum.
kennarar muni snúa sér að
öðru ef ekki verði bætt kjör
þeirra. Furðulegt hve margir
kennarar reyndust á svipaðri
línu og Garri kennari. Hver fýr-
ir sig, einn og einn, en ekki í
hópum.
Engiun hópur
Garri var síðan kominn lang-
leiðina á hausinn í framreikn-
ingum sínum á heimilisbók-
haldinu þar sem engar líkur
voru á að hann fengi
laun í ágúst - nema þá
með því að ráða sig til
vinnu á byggingamark-
aði, þar sem menn
þurfa að vinna fyrir
kaupinu sínu. Vill þá
ekki svo til að Ingi-
björg Sólrún skellir
trompinu út. Garri
þurfti ekki að hugsa
sig tvisvar um heldur
sótti uppsagnarbréfið
sitt. Reyndar kom það honum
nokkuð spánskt fyrir sjónir að
sjá í bunkanum svona rosalega
mörg bréf sem litu eiginlega al-
veg eins út og hans eigið. Og
það kom Garra líka dálítið
spánskt fyrir sjónir að forystu-
menn í samtökum kennara
skuli hafa Iagt öll þau ósköp af
vinnu á sig sem raun ber vitni
til að semja um kaup og kjör
fólks sem sagt hefur upp störf-
um eitt og eitt en ekki í hópum
og það einmitt þegar kjara-
samningur er í fullu gildi. Enn
skondnara finnst Garra kenn-
ara það að nú þegar borgar-
stjórinn hefur loks gefið eftir í
rifrildinu \ið óþekka barnið þá
hvetur kennaraforystan þá
kennara sem sögðu upp einn
og einn (en ekki í hópum) til að
draga uppsagnir sínar til
baka... einn og einn, en ekki í
hópum. GARRI.
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Uppskera óþekktariimar
Neyðarástandi hefur verið aflýst
í bamaskólum með því að borg-
arstjórinn lofaði að þróa og
breyta skólastarfi. Þar að auki
munu kennarar fá kaup í næsta
mánuði fyrir að vera stilltir og
góðir og taka þátt í þróunar- og
breytingastarfi í menntakerfi
borgarinnar. Eftir að neyðin
sneyddi hjá garði Ráðhússins í
Tjörninni tilkynnti staðgengill
borgarstjórans, að ekki hafi verið
um kjaradeilu að ræða milli
kennara og atvinnurekenda þeir-
ra. Enda hafi ekkert vakað fyrir
kennurum eða borginni, annað
en að þróa kennsluna.
Kennarar hafa staðið á torgum
svo lengi sem elstu nemendur
muna og borið sig illa vegna
vinnuáþjánar og Iélegra launa-
kjara. Ekki fóru þeir beinlínis
dult með það, að hópuppsagnir
þeirra væru kröfur um hærra
kaup og að ekki yrði hlaðið á þá
frekari störfum í vinnutímanum.
Yfirvöldin hugsuðu til þess
með hryllingi ef draga þyrfti úr
slímsetum krakkana á skólabekk
vegna hópuppsagna. Það gæti
kostað að pabbi og mamma eða
jafnvel afi og amma færu kenna
krökkunum að stauta og draga til
stafs. Slík ódæmi skulu aldrei
henda íslenskan æsku-
lýð, enda mundu börn
aldrei bíða þess bætur
að hafa lært eitt né neitt
nema hjá réttindakenn-
urum með uppeldis-
fræðina á hreinu.
Gegnsæx feluleikur
Að hópuppsögnum og Neyðarástandi
endurráðningum lokn- aflýst.
um eru kennarar ósköp
fegnir og draga enga dul
á að þeir eru ánægðir með þær
kjarabætur sem þeir fengu. Það
er að segja þær launahækkanir
sem aðstoðarborgarstjórinn segir
að séu alls ekki kauphækkanir,
heldur aurar til að innleiða nýja
starfshætti í skólum.
Þessi gegnsæi feluleikur er
ekki sæmandi öllu því hámennt-
aða fólki sem á hlut að máli og
semur um að greiða og taka við
launum sem sótt eru í vasa
skattaborgaranna. Manni gæti
dottið í hug að fyrirlitning þeirra
á fávísi almúgans sem
semur um sín kjör við
sjálfstæða atvinnurek-
endur sé á því plani, að
hægt s.é að bjóða honum
rök, sem uppeldisfræð-
ingarnir munu vonandi
ekki bjóða nemendum
sínum í dag\ástun og
grunnskólum.
Hinir ábyrgu
Opinberu launin hækka
nánast sjálfkrafa og ganga kjörn-
ir fulltrúar þar á undan með for-
dæmi, sem þeir líða engum öðr-
um. Kjaraaðallinn hreiðrar betur
og betur um sig og er laginn að
ljúga upp launum á aðrar stéttir,
eða velja úr einstaka hálauna-
menn til að bera sig saman við.
Þessi óheiðarlegu vinnubrögð
hafa tíðkast lengi og byggjast á
því að enginn er til andsvara þeg-
ar opinbera sovétið er að hygla
sér og sínum af almannafé.
Framkvæmdastjóri ASI segir í
Degi gærdagsins, að eðlilegt væri
að almennir Iaunþegar fengju
30% kauphækkun eins og ráð-
herrar. En það er borin von að
slíkri kröfu verði sinnt, því það
mun kollvarpa efnahagslífi þjóð-
arinnar. Niðurstaðan verður
krafa um 4-5% kjarabætur í
næstu samningalotu.
Alþýðan skal sjá um þjóðar-
sáttina og stöðugleikann til að
kjaraaðall hins opinbera fái not-
ið góðærisins með kvótaeigend-
um og fjármagnsbröskurum.
Kennarar! Til hamingju með
vinnuveitendur sem skilja þarfir
ykkar og forvaltra gullgæsina,
skattborgarana.
svarað
Muti verða kmfistráð-
herraprósentu í hjara-
samningum næsta vetur?
Signý Jóhanneesdóttir
formaðurVerkalýðsfélagsins Vöku í
SigluflrðL
„Eg vil miklu
frekar ráðherra-
krónur. Forsætis-
ráðherra fékk 130
þúsund kr. í
Iaunabætur skv.
úrskurð Kjara-
dóms og það væri
ekki galin krafa að slík væru lág-
markslaun í landinu. Þessa upp-
hæð fékk Davíð af því hann fékk
ekki greidda yfirvinnu og mér
þætti ekki slæmt að til þessarar
krónutölu væri lægstu dagvinnu-
laun metin. Við höfum ekkert að
gera með 30% liækkun á ekki
neitt."
Hannes G. Sigurösson
statfaudiframkvæmdastjóri VSÍ.
„Mér sýnist
stefna í að mörg
félög muni halda
uppi slíkum kröf-
um- En því fer
fjarri að slík
kröfugerð muni
hafa áhrif á nið-
urstöður samninga, því vinnu-
veitendur munu aldrei fallast á
slíkt. Það er ábyrgðarhluti að
setja slíkar kröfur fram og ætla að
beita sér fyrir því að þær náist því
það hefur strax áhrif á stöðugleik-
ann. Ég býst við að þá muni ótti
við verðbólgu vaxa og fjármagn
streyma út úr Iandinu. I kjölfarið
munu vextir hækka, m.a. fyrir til-
stilli Seðlabankans til að viðhalda
stöðugu gengi. Þá munu fyrirtæk-
in hvert fyrir sig reyna að verjast
verðbólgu með því að hækka verð
á vöru og þjónustu. Ábyrgðarlaus
kröfugerð af þessu tagi mun því í
sjálfu sér auka verðbólgu."
Eirikur Stefánsson
formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Fáslovðsjjatðar.
„Ef ráðherrapró-
sentunnar verður
krafist og hún
næst í gegn koma
hinir gömlu fylgi-
fiskar; þar sem
öllu er velt út í
verðlagið. Verð á
lífsnauðsynjum stórhækkar, opin-
ber þjónusta hækkar einnig, verð-
bólga fer yfir 10% og vextir
hækka. Því væri það eina rétta í
stöðunni að ráðamenn segðu sig
frá launahækkununum sem þeir
fengu skv. úrskurði Kjaradóms og
myndu lúta í kjörum sínum sömu
lögmálum og gerist á almennum
markaði."
össur Skarphéðinsson
alþingismaður.
„Ég tel líklegt að
Iaunahækkanir
sem stjórnmála-
menn og topp-
embætismenn
fengu muni setja
sterkt svipmót á
kjarasamninga-
gerð næstu vetur. Samningagerð-
in mun verða mjög erfið, enda
hefur ríkisstjórnin nuddað því
inn í vit almennings að nóg sé til
af peningum. Ríkisstjórnin hefur
því sjálf lagt drög að mjög hörð-
um kjaraátökum."