Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 4
4 - MIDVIKUDAGUR 28. J Ú L í 1999 FRÉTTIR Xfc^ur Bygging snjófLóðagarða hefst árið 2001 Nýjar hugmyndir eru um vamarkosti vegna snjóflóða í Bolungarvík, eins konar sambland af leiðigörðum og vamargörðum neðst í Traðar- hyrnu ásamt því að kaupa upp eitthvað af íbúðarhúsum og breyta rým- inu í einhveijum tilfellanna. Kostnaður við þessa nýju hugmynd nemur aðeins um þriðjungi þess sem upphafleg hugmynd kostaði, en það var um einn milljarður króna. Bæjar- stjórn Bolungarvíkur hefur samþykkt að beina því til stjómar Ofanflóðasjóðs að athugaðar verði tvær af þeim átta leiðum til snjóflóðavama fyrir ofan bæinn, sem kynntar hafa veríð, þ.e. svokallaður vamarkost- ur 3 sem er rás ofan byggðar og vamarkostur 4, sem er sambland leiðigarðs og þvergarðs. Verði gengið til samninga við Ofanflóðasjóð um framhaldið er áætl- að að framkvæmdir heljist á árinu 2001. Meirihlutiim telur hókuu miuuihluta hraudara Arsreikningur Bæjarsjóðs Bolungarvíkur og bæjarfyrirtækja var sam- þykktur nýverið. Niðurstöður úr rekstrar- og framkvæmdayíirliti bæjar- sjóðs er 246,4 milljónir króna. Niðurstaða Hafnarsjóðs Bolungarvíkur er neikvæð um 4,8 milljónir króna. I bókun minnihluta bæjarstjómar segir m.a. að við afgreiðslu bæjarreikninganna komi það enn einu sinni í ljós að meirihluti bæjarstjómar kunni ekki eða vill ekki fara peningana. Þar virðist hugsunin vera sú að úr því að bæjarsjóður skuldi 711 millj- ónir króna, eins og fram komi hjá skoðunarmönnum, þá sé í Iagi að bæta við nokkmm milljónum í viðbót. I bókun meirihlutans segir m.a. að minnihlutinn hafi tekið þátt í öllum afgreiðslum útgjalda, reksturs og fjárfestinga 1998 en aldrei Iagt fram sjálfstæðar tillögur til spamaðar og því verði að líta á bókun þeirra sem brandara. Kennarastyrkur og kristnitökuhátíð Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að flutningsstyrkur vegna búslóðar við nýráðningu kennara verði greiddur samkvæmt framlögð- um reikningum, þó ekki hærri en 70 þúsund krónur. Bæjarráð hefur samþykkt beiðni Kristnihátíðamefndar þess efnis að endurskoðuð verði afstaða til styrks til hátíðarinnar, sem haldin var á Patreksfirði. Bæjarráð samþykkti að greiða 105.623 krónur sem tekur mið af íbúatölu stærstu sveitarfélaganna á Vestljörðum. Aður hafði ver- ið samþykkt að greiða 60 þúsund krónur. GG Frá Bolungarvík. FLóttamenn íhuga heimferð til Kosovo Talsvert hefur horið á ]iví að flóttaineim frá Kosovo, sem staðsettir eru á íslandi, vilji snúa heim. Einhver hluti af flóttamönnum frá Kosovo, sem komu hingað til lands í vor, vonast til að geta snú- ið heim á ný sem fyrst. Þetta kem- ur ef til vill einhveijum í opna skjöldu, þar sem margir þeirra Iýstu því yfir að þeir vildu setjast að á íslandi og reyndar munu ein- hveijir gera það. Alls komu 72 flóttamenn til landsins frá Kosovo og skiptast þeir jafnt á þrjá staði, en auk þeirra em einhveijir flóttamenn, sem ekki eru á vegum flótta- mannahjálparinnar. Þegar er ein Ijölskylda ákveðin í að snúa heim sem fyrst. Margir eru að hugsa sig um, en aðrir ætla að vera hér þetta eina ár, sem að þetta verk- efni stendur yfir og skoða aðstæð- ur eftir það. Óhætt að snúa heim Meginástæður fyrir þessum hug- arfarsbreytingum þeirra Kosovo- Albana sem ætla að snúa heim eru fregnir sem þeim hafa borist heiman frá og þrýstingur þaðan um að koma heim. Fólk hér er í beinu símasambandi við ættingja sína úti og þar er nú í gangi mikið uppbyggingarstarf, sem að sumir flóttamannanna vilja taka þátt í. Einnig hefur það frétt af húsum sfnum og eignum í nokkuð góðu Iagi. Stutt verður við bakið á þeim flóttamönnum sem ákveðið hafa að snúa heim á ný. Mismunandi eftir stöðum A Reyðarfirði búa fimm fjölskyld- ur frá Kosovo um þessar mundir og hefur ein þeirra þegar ákveðið að snúa heim. Að sögn Guðnýjar Bjargar Hauksdóttur, verkefnis- sljóra fyrir flóttamannaaðstoð í Fjarðarbyggð, eru hinar fjölskyld- umar að hugsa sig um og skoða möguleika og aðstæður heima fyr- ir. í Hafnarfirði virðist vera eitt- hvað minna um þetta, en þar hef- ur aðeins einn eldrí maður lýst yfir vilja sínum til að fara og heim- sækja dóttur sína, sem býr í Kosovo. Á Dalvík er hugarfar flótta- mannanna svipað og í Hafnar- firði. AÞM eno BALENO röskur, þýður, rennilegur... eðalbíllinn frá Suzuki 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar I hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar $ SUZUKI •rrÉ&t ----- Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL3d 1.3 GL 4d 1,6 GLX 4d, ABS 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1,6 GLX WAG0N, ABS 1,6 GLX WAGON 4x4, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. Sjálfskipting kostar 100.000 KR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.