Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 28.07.1999, Blaðsíða 5
Xfc^Mr. V í í f f vf l’ { . f íf U íí f\ ðk V'* X f V & íf$ - £ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 - S FRETTIR Uppbætur með arðarrækju .ure umrj Ami M. Mathiesen, sj ávarútvegsráðherra, hefur kynnt þær regln- gerðir sem luta að fisk veiðistj ómunar- lögunum á fiskveiðiár- inu 1999-2000 sem hefst 1. september næstkomandi. Nokkrar nýjungar er að finna í reglugerðunum sem hafa nú þeg- ar verið kynntar fyrir hagsmuna- aðilum. I fyrsta skiptið grípur ráðherra til þeirrar heimildar sem er að finna í 9. grein fisk- veiðistjórnunarlaganna um sér- staka úthlutun til báta sem orðið hafa fyrir verulegum skerðingum vegna úthlutaðra aflamarka. Bát- um frá Isafjarðadjúpi, Húnaflóa og Eldeyjarsvæðinu verður út- hlutað 2.071 þorskígildum í inn- íjarðarrækju en bátar frá þessu svæði hafa þolað mikla skerðingu undanfarin ár. Bátum frá ísafjarðadjúpi, Húnaflóa og Eldeyjarsvæðinu verður úthlutað 2.071 þorskígildum í innfjarðarrækju. „Þetta þýðir ekki að svipað verði gert aftur á næsta ári og hefur þetta ekkert fordæmis- gildi“, segir Arni M. Mathiesen. Endanlegum ákvörðunum, um heildarafla í innljarðarrækju og úthafsrækju, hefur verið frestað fram til næsta veturs þegar frek- ari rannsóknum er lokið. Verðmæti þorsks fækkar þorsMgildum Vegna hækkunar á verðmæti þorsks umfram flestar aðrar teg- undir mun þorksígildislestum fækka í heildina þar sem fleiri tonn af öðrum tegundum en þorski þarf til að geta samsvarað einu þorskígildistonni en áður. Vegna þessa mun svipað veiðieft- irlitsgjald vera innheimt þrátt fyrir að veiðieftirlitsgjaid á hvert þorskígildistonn hækki úr 166 krónum í 242 krónur. Veiðieftir- litsgjald hækkar þó úr 131 millj- ón króna í 143 milljónir króna. Þróunarsjóðsgjaldið sem á m.a. að íjármagna nýtt varðskip mun vegna þessara þorskígildisstuðla- breytinga lækka úr 654 milljón- um króna í 519 milljónir króna fyrir fiskveiðiárið 1999-2000. Túristaveiðar auðveldar Fylgt verður ákvörðun Alþingis að úthluta 3.000 tonnum af þorski til báta sem lönduðu þorski á fiskveiðiárunum ‘96-’97 og ‘97-’98 en eru undir 200 brúttólestum og hafa minni afla- heimildir en 450 þorskígildis- lestir. Einnig eru settar nánari reglur um skilyrði þeirra báta sem hafa Ieyfi fyrir veiði í at- vinnuskyni til að stunda tóm- stundaveiði og á þetta að koma til móts við þá báta sem eru ein- nig notaðir í ferðamannaiðnað- inum. Krókabátum er nú skipt í fjögur mismunandi kerfi eftir því hvernig þeir hafa valið að haga veiðum sínum. Fiskveiðiárið 2000-2001 mun þetta einfaldast en þá munu krókabátar verða að velja hvort þeir vilji vera í króka- hlutdeildarkerfi eða handfæra- kerfi með föstum framseljanleg- um sóknardögum. - ÁÁ . # V Forsetinn hóf vesturför sína í Kanada. Forsetmn í Alberta Heimsókn Olafs Ragnars Grímssonar, forseta, og fylgdar- liðs hans, vestur um haf hófst í Kanada á mánudag. Fyrst var farið til Klettafjalla og m.a. farið í Ijallgöngu í nágrenni Louise- vatns. Einnig var listamiðstöðin í Banff heimsótt og kvöldverður loks snæddur í boði stjórnvalda Alberta-fylkis. I gærmorgun kom Olafur fram í vinsælum morgunþætti sjónvarpsstöðvar í Alberta og síðar um daginn skoðaði hann hús Stephans G. Stephanssonar í Markerville. Einnig lagði hann blómsveig frá íslensku þjóðinni á leiði skjáldsins. Þá hitti forset- inn og fylgdarlið fjölmarga af- komendur íslenskra landnema á þessum slóðum. Engin hvalveiði- kynning ennþá Þann 10. mars síðastliðinn sam- þykkti Alþingi þingsályktun um að hefja skuli hvalveiðar hér við land hið fyrsta og fól ríkisstjórn- inni að undirbúa kynningu á málstað og sjónarmið Islendinga varðandi hvalveiðar meðal við- skiptaþjóða Islands. Undirbún- ingurinn átti að miðast að því að veiðar gætu hafist sem fyrst og átti öllu kynningarstarfi að verða Árni M. Mathiesen. flýtt svo sem auðið væri. Nú hefur lítið sem ekkert frést af kynningar- starfi ríkis- stjórnarinnar á fyrirhuguðum hvalveiðum Is- lendinga og leitaði Dagur því til Arni M. Mathíesen, sjávar- útvegsráðherra, um hvar þessi mál stæðu. Arni sagði að kynningin hafi ekki enn farið af stað en málið sé i undirbúningi. Að sögn Arna liggur hvorki fyrir hver kostnað- urinn verði né hvernig kynning- unni muni vera háttað. Einnig er óljóst í hvaða löndum hún mun fara fram. - ÁÁ Borgarbrautin opnuð um næstu helgi? Borgarbrautin á Akur- eyri verður jafnvel opnuð um helgina. Framkvæmdir eru um það bil viku á eftir áætluu. Möguleiki er á því að umferð verði hleypt um Borgarbrautina um verslunarmannahelgina að sögn Þorvalds Konráðssonar, eins eiganda Arnarfells, sem er verktaki framkvæmdanna. Eins og kunnugt er hafa framkvæmd- ir við nýja veginn staðið yfir í þó nokkurn tíma, en nú sér loks fyr- ir endann á verkinu. Þorvaldur segir að stefnt sé að því steypa seinni helming brúar- innar yfir Glerá á fimmtudag, en svo þarf hún að harðna í fjóra til fimm daga áður en hún verði Akureyringar og fólk á ferð um bæinn munu hafa möguleika á því að stytta leið sína úr miðbænum upp í Síðuhverfið verulega með til- komu Borgarbrautarinnar. spennt upp. Ef þetta gengur eft- ir verður sá hluti brúarinnar til- búin fyrir umferð í kringum 7. ágúst.Hann segir að verið sé að kanna möguleika á því að opna veginn á laugardaginn næsta yfir þann helming brúarinnar sem þegar er tilbúinn. Verði það gert mun vegurinn verða þrengdur og brúin notuð fyrir tvístefnu um- ferð í stað einstefnu. Þær raddir hafa heyrst að verk- ið sé eitthvað á eftir áætlun, en Þorvaldur segir að hana megi rekja til breytinga sem orðið hafi á verkinu og búið sé að fram- kvæma fyrir samningsupphæð- ina. Hins vegar hafi verið fram- kvæmt meira en áætlað var, en brúin hafi tafist um nokkra daga. Samkvæmt upprunalegu áætlun- inni átti að opna fyrir alla umferð 1. ágúst, en ljóst er að það muni ekki ganga eftir. Ekki er enn ákveðið hvenær verði farið í næsta áfanga við gerð nýrrar veglínu þjóðvegarins i gegnum Akureyrarbæ. Hjá Ak- ureyrabæ fengust þær upplýsing- ar að menn sæu fyrir sér að næst verði ráðist í framkvæmdir við Dalsbraut upp að Þingavalla- stræti og er sá hluti framkvæmd- anna tilbúinn til útboðs. - AÞM Útvarpsfréttir bæta sig Samkvæmt könnun sem Gallup gerði iyrir RUV hefur hlustunin á kvöldfréttirnar aukist úr 12,4% í 15,4% eða um 3% milli sambæri- legra símakannana eftir að kvöldfréttatímanum var breytt frá kl. 19 til kl. 18. Könnunin náði til 1260 einstaklinga og svarhlutfall var 70,1%. Símakönnun sem þessi er ekki eins nákvæm og dagbókarkannanir en þá skráir hver einstaklingur nákvæma útvarpshlustun sína í viku í staðinn fyrir að svara því hvort hann hafi hlustað á útvarpið síðasta sólarhringinn. Bent hefur á að 70% af allri útvarpshlustun eigi sér stað á vinnustað eða í bíl og ætti færsla fréttatímans um einn klukku- tíma því að hafa jákvæð áhrif á hlustunina. - ÁÁ Féll fjóra metra Alvarlegt vinnuslys varð á Akureyri í gærmorgun við gömiu Iþrótta- skemmuna í bænum. Ungur maður féll á milli þaksperra á þaki skemmunar, sem var verið að skipta um, og talið er að fallið hafi ver- ið um fjórir metrar. Maðurinn, sem er í kringum tvítugt, er talinn hafa slasast alvarlega við fallið og var fluttur beint á slysadeild. Það- an var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er þó talið að hann hafi slasast Iífshættulega, en ljóst er að hann hefur hlotið al- varleg bakmeiðsli. - AÞM Líknarfélög erfa 17 milljónir Hjartavernd og Krahbameinsfélag Islands fengu nýlega í arf 17 millj- ónir króna eftir Hinrik Andrés Þórðarson á Selfossi er andaðist í Iok síðasta árs, 89 ára að aldri. Hinrik var ókvæntur og barnlaus. I erfða- skrá sinni ánafnaði hann þessum tveimur líknarfélögum öllum eign- um sínum. Aður, eða árið 1997, hafði hann gefið félögunum andvirði jarðanna Utverka og Miðbýlis í Skeiðahreppi sem hann bjó lengi á. Félögin standa að sjálfsögðu í mikilli þakkarskuld við Hinrik. Þórður aftur í Þjóðhagsstofnun Þórður Friðjónsson, sem gegnt hefur stöðu ráðu- neytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá því í apríl í fyrra, hverfur aftur til sinna fyrri starfa sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar frá 15. ágúst. „Það hefur alltaf legið fyrir að mín ráðning hér hafi verið tímabundin tilhögun," segir Þórður Friðjóns- son við Dag. Hann segir þessa ákvörðun nú í fullu samræmi \ ið það sem til hafi staðið af hans hálfu og samið var um við iðnaðarráðherra og forsætis- ráðherra. Þorgeir Orlygsson prófessor hefur verið settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytum frá og með 15. ágúst. Reiknað er með að settur Þjóðhagsstofustjóri, Friðrik Baldursson, starfi áfram hjá stofn- uninni. - ui Þórður Friðjóns- son.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.