Dagur - 06.08.1999, Qupperneq 4

Dagur - 06.08.1999, Qupperneq 4
20-FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 D^ur LIFIÐ í LANDINU „Af því Arthúr Björgvin hefur minnst á Gunnar Gunnarsson í sömu setn- ingu og nasista er hann rekinn úr starfi - því ekki verður þetta kallað annað en brottrekstur úr starfi, úr því sem komið var, og það meirað segja hálfopinberu starfi að minnsta kosti, þar sem menntamálaráðuneyt- ið fer í raun með mál Gunnarsstofnunar." menntamálaráðuneytið á hlut að máli. Það er nú einmitt ástæðan fyrir því að tekið skal til máls opinberlega um það klúður sem einkennt hefur ráðningu fyrsta forstöðumanns þessarar stofnunar. Ráðinn hafði verið til starfa Arthúr Björg- vin Bollason og sýndist það vel ráðið, þar eð hann hefur sannanlega þekkingu á þeim tímum er Gunnar skrifaði sínar bækur og þar að auki góð tengsl við Þýskaland þar sem vinsældir Gunnars voru miklar á sínum tíma og þar sem helst er hugsanlega hægt að koma hon- um aftur á framfæri. Eftir að Arthúr Björgvin hafði fengið loforð fyrir starfinu og gert sínar ráðstafanir í samræmi við það var ráðning hans hins vegar afturköll- uð og annar maður ráðinn forstöðumað- ur, þótt sá hafi reyndar ekki skilað inn umsókn fyrr en löngu eftir að umsóknar- frestur rann út. Vondur félagsskapur Astæðurnar sem hin opinbera stjórn Gunnarsstofnunar færir fram fyrir því að afturkalla ráðningu Arthúrs Björgvins eru vægast sagt einkennilegar, sum sé þær að hann hafi skrifað á niðrandi hátt um stjórnmálaskoðanir Gunnars Gunnars- sonar og lent í ritdeilu við barnabarn skáldsins af því tilefni. Eg ætla ekki að fara út í smáatriði málsins, þar sem með- al annars má vel deila um hvort um ein- hverja raunverulega ritdeilu var að ræða, og þá um hvort hún hafi yfirleitt snúist um Gunnar Gunnarsson, en mergurinn málsins er bók sem Arthúr Björgvin skrif- aði á sínum tíma um dálæti Þjóðverja og ekki síst þýskra menntamanna á íslenskri menningu, en það dálæti tóku þýskir nas- istar að erfðum og hömpuðu meðal ann- ars Gunnari Gunnarssyni sem fulltrúa hinnar karlmannlegu listiðkunar þess norræna kynstofns - eða eitthvað svoleið- is. Gunnar Iét sér vel líka aðdáun Þjóð- verja, jafnt nasista sem annarra, enda var hann í sinni jarðbundnu sveitarómantík ekki allfjarri einum þræði þeirrar hug- myndafræði sem nasisminn var ofinn úr. Um það þýðir ekkert að deila og um þetta fjallaði Arthúr Björgvin á afskaplega kurt- eislegan hátt í fyrrnefndri bók sinni; hann hefði nefnilega sem hægast getað gengið mildu lengra í að bendla Gunnar við nasisma og átt auðvelt með að færa rök fyrir því máli. En Arthúr gekk aldrei öllu lengra en svo að segja Gunnar hafa verið í afar vondum félagsskap, eins og hann orðar það. Og það er reyndar ákaf- Iega vægt til orða tekið. Þj óðemisrómantik En þótt Gunnar Gunnarsson hafi eins og margir fleiri aðhyllst einhvers konar þjóð- ernisrómantík sem færði hann skugga- lega nærri nasismanum á stundum, og þótt hann hafi jafnvel látið blekkjast af þeim þrótti sem einkenndi fyrstu stjórn- arár nasista í Þýskalandi, og þótt hann hafi látið fallerast af fagurgala ýmissa for- kólfa þýskra nasista £ sinn garð, þá gerir það hann að sjálfsögðu ekki samsekan um helför nasista gegn Gyðingum eða um önnur voðaverk Hitlers og nóta hans. Því hefur heldur enginn haldið fram og allra síst Arthúr Björgvin Bollason, sýnist mér af bók hans. Það voru margir í slæm- um félagsskap á fjórða áratugnum; Hall- dór Laxness var til að mynda í afspyrnu vondum félagsskap austur í Sovétríkjun- um, en reyndar má benda þeim á - sem telja að uppgjör Halldórs við kommún- ismann í Sovétríkjunum hafi ekki verið nema hálfkák - að það var þó ítarlegra og hreinskiptnara en uppgjör ýmissa þjóð- ernissinna við það dufl sem þeir áttu við Hitlers-Þýskaland á sínum tíma, þar á meðal Gunnar Gunnarsson. Vissulega var Halldór mun einbeittari málsvari Stalíns á sínum tíma heldur en Gunnar stuðn- ingsmaður nasista, en það sem Gunnar og ýmsir skoðanabræður hans áttu sam- eiginlegt með nasistum hefur þó legið lengur og betur í þagnargildi en stuðning- ur Halldórs og fleiri kommúnista við Sov- étríkin. Brottrekstur Og virðist eiga að gera það áfram, ef marka má hin forkastanlegu vinnubrögð stjórnar Gunnarsstofnunarinnar. Af því Arthúr Björgvin hefur minnst á Gunnar Gunnarsson í sömu setníngu og nasista er hann rekinn úr starfi - því ekki verður þetta kallað annað en brottrekstur úr starfi, úr því sem komið var, og það meirað segja hálfopinberu starfi að minnsta kosti, þar sem menntamálaráðu- neytið fer í raun með mál Gunnarsstofn- unar. Fræðimennska og menningarum- ræða hérlendis voru áratugum sam'an í steingeldum viðjum pólitískrar skiptingar í hægri og vinstri en hvorutveggja hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Ef opinber nefnd eins og stjórn Gunnarsstofnunar fær að halda til streitu þvílíku fordæmi, sem hún hefur nú gefið, og ekki verður kennt við annað en ritskoðun, þá verður ekki séð að til mikils hafi verið unnið. Reyndar er furðulegt að fræðimenn og rithöfundur hafi ekki látið meira í sér heyra í sambandi við þetta mál - það er kannski helst til marks um áhugaleysi manna á öllu sem viðkemur Gunnari Gunnarssyni en hér er um meira mál að ræða og alvarlegra. Þó það sé helstil subbuleg hliðstæða sem stjórn Gunnars- stofnunar vilji áreiðanlega ekkert við kannast, þá verður ekki betur séð en rit- skoðunartilburðir stjórnarinnar eigi einna mest skylt við það sem greinilega má ekki nefna, sumsé nasismann í Þýskalandi. Og minnsta grun um ritskoðun og hömlur á tjáningarfrelsi fræðimanna verður menntamálaráðherra að þvo umsvifalaust af sér og okkur öllum. Allt annað er leik- ur að eldi sem fyrirvaralaust gæti í öðrum tilfellum blossað upp í eiginlegar eða óeiginlegar bókabrennur. Og það viljum við ekki, Björn. Pistill Illuga varfluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Gunnar Gunnarsson var á sínum tíma talinn ein- hver fremsti rithöfundur íslensku þjóðarinnar, þótt hann skrifaði raunar nær alla tíð á dönsku. Bækur hans náðu töluverðri út- breiðslu í Norðurálfu á árunum milli 1920 og 1940 og öðruhvoru var meirað segja rætt um Gunnar í tengslum við Nóbelsverðlaunin, þótt raunar hafi hann nú víst aldrei staðið ýkja nærri þeim verðlaunum nema í hugum heitustu aðdáenda sinna. Nema hvað að síðustu áratugina hefur orðstír Gunnars látið mjög á sjá og nú- orðið má heita að varla lesi hann nokkur maður, nema þeir sem eftir eru af gömlu lesendunum og svo sérstakir áhugamenn um bókmenntir. Astæðurnar fyrir því að bækur Gunnars hafa fallið svo mjög í áliti eru ýmsar; að hluta til er það gangur tím- ans að endurskoða sýknt og heilagt við- horf fólks til rithöfunda og annarra lista- manna, og þeir sem hafa margt að segja sínum samtíma þurfa ekki endilega að hafa neitt sérstakt að bjóða seinni tíma mönnum. Síðan er ekkert því til fyrir- stöðu að bækur Gunnars geti ekki náð vinsældum hér á ný einhvern tíma seinna, en sjálfur gerði hann sér reyndar afar erfitt íyrir hér á Iandi, og má meirað segja heita að hann hafi prívat og persónulega eyðilagt sjálfur alla mögu- leika sína á að ísiensk þjóð geti metið bækur hans að verðleikum. Það gerði Gunnar með því að þýða sjálfur bækur sínar á íslensku af dönsku og gera þær þýðingar að hinni opinberu útgáfu þeirra, en ýmsar þeirra höfðu verið þýddar áður, ekki síst af Halldóri Laxness. Að bryðja grjót Eg hef það eftir mætri konu frá Dana- veldi að sú danska sem Gunnar Gunnars- son skrifaði hafi verið einstaklega falleg, þjál, sviphrein og blæbrigðarík. Enduróm þess stíls er líka að finna í þýðingum Halldórs Laxness á bókum Gunnars, svo sem Fjallkirkjunni, sem í þýðingu Hall- dórs er ennþá prýðileg bók. Eftir áð Gunnar fluttist aftur til Islands kringum seinni heimsstyrjöldina sá hann hins veg- ar ástæðu til að þýða að nýju allar sínar bækur og maðurinn sem hafði í æsku skrifað fallega og lipra dönsku tók í elli sinni að skrifa svo kaldhamraða og stirða og ofstuðlaða íslensku að þessar þýðingar Gunnars eru nú helsta ástæða þess að bækur hans mega heita ólæsilegar. Kannski var það ekki síst misskilið stolt af hálfu Gunnars að vilja þýða bækurnar sjálfur og reyna þá meðvitað að hafa þýð- ingarnar sem ólíkastar fyrri þýðingu Hall- dórs Laxness en hvað sem olli, þá mis- heppnaðist þessi tilraun Gunnars mjög illilega. Að lesa texta sem á dönsku og í þýðingu Halldórs var eins og leikur að stráum er líkast því að reyna að bryðja gijót, og það meirað segja frekar bragðvont grjót, þegar Iesnar eru þýðing- ar Gunnars sjálfs upp á sitt hátimbrað- asta. Á hinn bóginn sýnir hinn ótvíræði þokki Fjallkirkjunnar í þýðingu Halldórs aftur á móti að vel megi vera að enn leyn- ist blóð í kúnni og ekld sé öldungis víst að Gunnar Gunnarsson sé jafn steindauður sem rithöfundur og ætla hefur mátt und- anfarna áratugi, eftir að hann sjálfur gerði æviverk sitt nær ólæsilegt mörgum kynslóðum Islendinga. Giumarsstofnim Því ætti það að vera fyrsta verk þeirrar Gunnarsstofnunar, sem nú hefur verið komið á Iaggirnar, að varpa fyrir róða hin- um ómögulegu þýðingum Gunnars sjálfs en gefa eingöngu út þýðingar Halldórs þar sem kostur er og ella fá góða þýðend- ur til að leita aftur til hins danska frum- texta. En því miður er ekki hægt að segja að sú Gunnarsstofnun fari vel af stað. Líkastil er um að ræða úrsiitatilraunina til að gá hvort orðstír Gunnars Gunnarssonar er héðan af viðbjargandi á þessu landi og nokkuð er lagt undir; Skriðuklaustur þar sem Gunnar hugðist í sínu rómantíska æði gerast bóndi að hætti Hamsuns, og UMBUDA- LAUST lllugi Jökulsson skrifar Leikur að eldi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.