Dagur - 06.08.1999, Síða 5

Dagur - 06.08.1999, Síða 5
Tk^ur FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR MS-Edda svífLir yfirvötnum „Kabarettinn stendur saman afsketsum, gríni og glensi á meðan söngleikurinn hef- ur meiri sögu í sér, “ segja Sigurður og Ástrós. Það er ekki veríð að gera grín að fullum íslendingum í nýja kab- arettinum, sem verðurfrum- sýndurá morgun íLoftkastal- anum, heldurmunu drekka, daðra og syngja afhjartans lyst á MS Gígantík... Sigurður Sigurjónsson, Karl Agúst Úlfsson og Astrós Gunnarsdóttir, danshöfundur, sömdu hinn nýja íslenska SOS kabarett sem gerist um borð í skemmtiferðaskipi sem sigl- ir um heimsins höf með allra þjóða kvikindi í káetum sínum, Parísardömur, Islendinga og rússneskan langdrykkjumann. Þau Jó- hann Sigurðarson, Pálmi Gestsson, Bergþór Pálsson, Hrefna Hallgrímsdóttir og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir skipa öll hlutverk, og 5 manna hljómsveit sér um tónlistina. Líf og fjör hitti Astrósu og Sigurð í grenj- andi sólskini eitt hádegið í vikunni og spurði af tómri fávísi hver sé eiginlega munurinn á kabarett og söngleik? Kokteill af skemmtim „Kabarettinn stendur samán af sketsum, grfni og glensi á meðan söngleikurinn hefur meiri sögu í sér,“ svarar Astrós, en Sigurður grípur frammí og segir erfitt að skilgreina muninn, en að SOS kabarett sé eiginlega „kokteill af skemmtun. Söngskemmtun með grínívafi." - Hvemig tónlist er þetta? „Þetta eru eiginlega uppáhaldslög hóps- ins,“ segir Astrós og Sigurður segir að lögin séu úr öllum áttum, þarna ægi saman rokki og róli, Sínatra og sveiflu og öllu þar á milli. MS-Gígantík er á leið frá Bergen til Suð- urpólsins og um borð er alls konar lið en söguþráðurinn er ekki fyrirferðarmikill held- ur er megináherslan lögð á tónlistina. Þó kemur ástin eilítið við sögu og áhorfendur eru meðal farþega á skipinu... - En áhorfendur þurfa ekkert að taka þátt og gera sig aðfífli? „Nei, aíls ekki. Við látum áhorfendur alveg í friði." Drukkið og daðrað á fullu - Er þetta að einhverju leyti hyggt á eigin reynslu? Hafið þið farið í skemmtisiglingu, fóruð þið t.d. einhvern timann á Edduna? „Já, ég fór á MS-Eddu,“ svarar Sigurður og lifnar nú yfir andlitinu. „Jú, það eru reyndar nokkur minni þaðan. Ég fór með Eddunni frá Newcastle til Is- lands í 20 vind- stigum og var að reyna að skemmta á leiðinni. Það þurfti að teipa mig við súluna til að ég gæti haldið áfram. Það voru mjög fáir í saln- um, menn voru dálítið sjóveikir," sagði Sigurður, kátur yfir endur- minningunni en neitar því að í kabarettinum verði skemmti- kraftur hangandi utan í súlu á lím- bandi „en MS- Edda svífur þama yfir vötnum.“ Frá einni sjóferð í aðra, Sig- urður tekur að rifja upp fræga sjóferð Þór- bergs Þórðarsonar á 7. áratuginum með Botníu, þar sem menn drukku svo mikið að „blandið kláraðist áður en skipið var komið út fyrir Reykjaneshrygginn." - Er sem sagt mikið drukkið um borð í MS Gígantík? „Já, já, það er drukkið og daðrað á fullu." - Er þá verið að gera grt'n aðfullum íslend- ingum? „Nei, alls ekki. Alls ekki.“ Astrós sér um dansa og hreyfingar í kabar- ettnum og er áhorfendum velkomið að taka þátt í dansinum enda er stefnan, segir leik- stjórinn, að „fólk fari dansandi hér út um dyrnar í lok sýningar. Ef áhorfendur gera það, þá er markmiðinu náð.“ Feitur laugardagur i Iistagilinu Það verðurmikið um að vera í Listagilinu áAkureyrí á laugar- dag. Þá verða opnaðarfimm myndlistasýningar á dagskrá Listasumars. Einar Helgason opnar sýningu á verkum sín- um í Samlaginu Listhúsi klukkan 14. Freyja Önundardóttir sýnir verk sín í Café Karólínu og verður sýning hennar opnuð um leið og kaffihúsið, sem er opið milli klukkan 11:30 og 03:00 á Klukkan fjögur síðdegis verða síð- an opnaðar samtímis þijár sýningar. Sibbajóa opnar málverkasýnininguna ,Auga aðkomumannsins1' í Deigl- unni og fjöllistahópurinn New Remote sýnir £ Ketilhúsinu á jarð- hæð. Sýning hópsins heitir „Endan- legar niðurstöður" og er hún afrakst- ur listasmiðju sem hópurinn hefur starfað við að undanfömu. Þriðja sýningin er á vegum hóps sem kallar sig „Stælar“ og sýnir hann í aðalsal Ketilhússins. I hópnum eru listamenn sem vinna saman daglega á auglýsingastofunni „Stíl“ en hafa þó aldrei sýnt saman áður á sýningu sem þessari. Þetta eru þeir Þórarinn Aöahtpinn Blöndal, Hallgrímur Ingólfsson, Gunnar Kr. Jónasson og Aðalsteinn — Svanur. Hver þeirra hefur boðið ein- um listamanni til viðbótar og því munu sýna alls átta listamenn. I hópinn bættust þau Hlynur Helgason, Guðmundur Armann, Valka og Guðný Kristmanns. „Þetta eru eintómir stælar hjá okkur", segir og Gunnar þegar spurt er um nafnið á hópn- um. En svo vilja þeir félagar taka fram að Finnur Gunnlaugsson hjá Listasumri eigi heiðurinn að nafninu. „Við reyndar féllum bara fyrir nafninu strax því það er náttúrulega Svanur, Gunnar og Hallgrimur verða með Stæla í Ketilhúsinu. skemmtilegur útúrsnúningur á nafni \ánnu- staðarins okkar, ef maður þýðir orðið stíl yfir á ensku". Samstarfsfélagamir segja skemmtilegt kljást við aðra hluti en þeir fást við dags dag- lega. Hallgrímur sýnir málverk á skáp, Aðal- steinn útprentaðar Ijósmyndir, Þórarinn sýnir ljósmyndir framkallaðar á hefðbundinn hátt og Gunnar er með stálskúlptúra. Þeir segja gestina sína gaumgæfilega valda og fái þeir frjálsar hendur með sín verk. - VEP ■UM HELGINA Norræn eyjaskáldí ljóðleikhúsi Einar Már Guðmundsson og færeyska ljóðskáldið Rói Patursson eru meðal þeirra höfunda sem verða lesnir í Norræna húsinu á mánu- dagskvöldið kl. 20. Dagskrá- in ber heitið Hafið og verður þar teflt saman Ijóðum og sögum norrænna eyjaskálda, nánar tiltekið frá Alandi, Is- landi, Færeyjum og Græn- landi. Einn leikari frá hverju eyjasamfélagi koma saman í Norræna húsinu til að flytja textana en Eyðun Johannes- sen frá Færeyjum annaðist leikstjórnina. Alls verður lesið upp úr verkum 21 nor- ræns höfundar. Hópurinn er á ferð um Vestur-Norður- lönd. Síðasta tónleikahelgin í Skálholti Fimmta og síðasta tónleika- helgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju verður á morgun og sunnudag. Bachsveitin í Skálholti mun að mestu sjá um tónleikahald og verða fluttir bæði einleiks- og kammerkonsertar frá barokk- tíma. Laugardagur: •kl.14 - Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, sagn- fræðinemi, heldur erindi í Skálholtsskóla um Skál- holtssöngva fyrri tíma. • kl. 15 - Bachsveitin flytur einleiks- og kam- merkonserta eftir Antonio Vivaldi. •kl.17 - Bachsveitin flytur konserta eftir Bach, Sch- melzer, RosenmúIIer og Tel- emann. Sunnudagur: • kl. 15 - Bachsveitin endur- tekur dagskrána frá kl.17 á laugardeginum. • kl. 16.40 - tónlistarstund í Skálholtskirkju með Bachsveitinni og messa með þátttöku hennar hefst kl. 17. Alþjóðleg ráðstefna í Norræna húsinu Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um landafundi og landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf dag- ana 9. - 11. ágúst í Norræna húsinu. Viðfangsefni ráð- stefnunnar verða fornleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landa- fundi þeirra og veru vestan hafs; túlkun þessara heim- ilda á 19. og 20. öld; og staða rannsókna í íslenskun | fræðum í enskumælandi löndum, einkum Bandaríkj- unum. Fyrirlestrar verða fluttir á ensku og íslensku og verða þeir sendir með myndfundabúanði til Há- skólans á Akureyri. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðunni: http://unvw.nordals.hi. is V.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.