Dagur - 06.08.1999, Page 9

Dagur - 06.08.1999, Page 9
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 25 LÍFIÐ í LANDINU Söngvari með sannfæringu Paul Robeson telst einn merkasti söngvarí Banda- ríkjamanna á þessarí öld. Hann varsvo dugmikill baráttumaðurfyrír réttind- um blökkumanna og þeirra sem minna máttu sín að hann komst í ónáð hjá bandarískum stjómvöldum. Robeson fæddist áriðl898 í Nevv Jersey, yngstur fimm systkina. Faðir hans hafði verið þræll en strokið úr vistinni og tókst með harðfylgi að bijótast til mennta. Yngsti sonur hans átti eftir að sýna sömu þrautseigju í lífsbaráttu sinni. Robeson fékk sautján ára gamall háskólastyrk til fjögurra ára. Háskólalífið var þó engin sæla þvi samnemendur Robeson sýndu honum langflestir fullkomna fyrirlitningu vegna hörundslitar hans og einhverjir þeirra beittu hann ofbeldi. Robeson var baráttumaður og lét kynþáttafordóma ekki raska ró sinni eða námi. Hann vann til íjölda viðurkenninga fyrir íþróttaafrek í skóla í hinum ýmsu greinum íþrótta en seinna voru þau afrek afmáð úr skýrslum vegna stjórnmálaskoðana Robesons. Leið Robsons lá i lagadeild þar sem hann kynntist verðandi eiginkonu sinni Eslöndu sem átti eftir að verða fyrsta blökkukonan í Bandaríkjunum sem veitti forstöðu rannsóknarstofu í meinafræð- um. Robeson fékk starf hjá lögmanns- stofu en sagði upp starfi sínu þegar hvít- ur einkaritari neitaði að taka vdð fyrir- mælum frá honum. Leik- og söngferill Robeson hófst upp úr 1920. Árið 1924 vakti Robeson mikla athygli fyrir leik sinn í leikriti Eugene O’NeiIl, Emperor Jones. Á sama tíma uppgötvaðist stórkostleg söngrödd hans fyrir hreina tilviljun. Á æfingu á einu at- riði í Emperor Jones sagði leikstjórinn Robeson að setja hendur í vasa og blístra lagstúf. Robeson sagðist ekki kunna að blístra og leikstjórinn sagði honum þá að syngja Iagið. Robeson söng og þeir sem hlýddu á féllu í stafi af hrifningu. Eftir það var Robeson látinn syngja í hværri sýningu. Fjórum árum síðar vann hann einn stærsta sigur á ferli sínum þegar hann Iék í sviðsuppsetningu á Show Boat og söng Iagið ódauðlega, Old mans river sem hafði verið skrifað sérstaklega til hans og tileinkað honum. Oscar Hammerstein samdi textann og þar kom fyrir orðið niggari sem Robeson gerði ekki athuga- semd við í fyrsta sinn sem hann hljóðritaði Iagið en síðar bað hann Hammerstein að setja orðið þeir „dökku“ í stað nigg- ara, sem Hammer- stein gerði. Á kom- andi árum átti texti lagsins eftir að taka þó nokkrum breyting- um í flutningi Robe- sons sem söng það ótal sinnum, þar á meðal í kvikmynda- uppfærslu verksins árið 1936. Róttækar stjórnmálaskoðanir Robeson urðu til þess að hann komst í ónáð hjá bandarískum stjórn- völdum og var um tíma sviptur vegabréfi sínu. Bandaríkjunum. I Bandaríkjunum átti hann í erfiðleikum með að finna veitinga- hús sem veittu honum inngöngu, blökku- menn sem vildu sjá sýningar hans fengu lélegustu sætin í leikhúsinu og hótunar- bréf streymdu til hans frá kynþáttahötur- um. I Evrópu naut hann hins vegar aldrei annars en velvildar. Vegna ferðalaga sinna til hinna ýmsu landa jókst tungu- málakunnátta hans og hann fór að syngja þjóðlög á tungu þeirra landa sem hann heimsótti. „Tónlistin gerir alla menn að bræðrum,“ sagði Robeson. Hann var al- heimsborgari og baráttumaður fyrir rétt- látara þjóðfélagi, studdi verkalýðsfélög og barðist gegn fasisma og nasisma. Þeir sem þekktu hann lýstu honum sem ynd- islegri manneskju, sönnum og hugsjóna- miklum mannvini sem hugsaði síst um eigin hag. Meðal vina hans voru Kenyatta, Nehrú, James Joyce og Barist fyrir frelsið Robeson var í sífelldum ferðlalögum og komst fljótlega að því að kyn- þáttahatur var ekki jafn ríkjandi í Evrópu og í Robeson vann til fjölda viðurkennmga fynr íþróttaafrek ískóla en seinna voru þau afrek afmáð úr skýrslum vegna stjornmalaskoðana hans. Ernest Hemingway. Eina frægustu tón- leika sína hélt Ro- beson árið 1938 í miðju borgarastríði á Spáni. Robeson hafði komið til að syngja fyrir lýðveld- isherinn en einnig fasistar lögðu \ið hlustir. Bardagar stöðvuðust í heilan dag meðan her- menn Iögðu niður vopn til að hlýða á Robeson. Á þeim tónleikum breytti hann orðum í texta Old mans river. I stað: „Eg er þreyttur á líf- inu og óttast dauðann' söng Show Boat. Hlutverkið virtist ekki veigamikið, hann hafði lítið annað að gera en að syngja Old Man’s River en það gerði hann líka stórkostlega. hann: „Við verðum að berjast þar til við deyjum". Hann sagði í ræðu við lýðveldis- sinna: „Listamaðurinn verður að velja hvort hann vill berjast fyrir frelsi eða helsi. Eg hef tekið mína ákvörðun og í reynd var ekki um neitt að velja.“ Á næstu árum talaði og söng Robeson gegn kynþáttahatri og til stuðnings verka- lýðs- og friðarhreyfingum. Á þessum tíma var á tónleikaskrá hans nýlegur þjóðsöng- ur Kína sem hafði áður verið baráttu- söngur rauða hersins. Hann hafði breytt orðunum í Old mans river: „Þú verður of- urlítið hífaður og lendir í steininum” í „Þú sýnir ofurlítinn kjark og lendir í steininum". Hann fékk á sig komma- stimpil í heimalandi sínu en ávann sér mikla Hrðingu utan heimlands síns fyrir friðar- og réttlætisbaráttu. I Austur E\t- ópu naut hann gífurlegra vinsælda og á tímum kalda stríðsins vann hann ötullega að bætri sambúð Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna og sú barátta hleypti illu blóði í bandaríska harðlínumenn. Ekki urðu þeir hrifnari þegar Robeson vakti máls á því að Bandaríkjamenn af Afríkuættum ættu ekki að beijast í her ríkisstjórnar sem ýtti undir kynþáttahatur. Það kom engum á óvart þegar Robeson var dreginn fyrir óamerísku nefnd McCarthys og sakaður um að vera kommúnisti. Robeson sagði ásakanirnar vera grófa árás á lýðræðislegan rétt manna til að vinna að bættri sambúð og jafnrétti þjóða í milli. Ásakanirnar um kommúnisma gerðu honum afar erfitt að vinna að listsköpun í heimalandi sínu þar sem róttækir umoótamenn voru hundelt- ir og í reynd útskúfaðir frá þátttöku f op- inberu listalífi. Barist til þrautar Hann hélt útitónleika árið 1949 í heima- landi sínu. Tónleikagestir sem streymdu að hittu fyrir stóra hópa kynþáttahatara sem gerðu hróp að þeim og virtust Iíklegir til að hleypa upp tónleikunum. Hundruð- ir tónleikagesta slógu þá hring um tón- leikasvæðið og stóðu vörð um öryggi Ro- besons. Þegar tónleikunum var Iokið réð- ust kynþáttahatarar að tónleikagestum og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem 140 manns særðust. Eftir þetta urðu tónleika- haldarar tregir til að bjóða Robeson vinnu. Hann varð að aflýsa áttatíu tón- leikum í heimalandi sínu og plötur hans voru teknar úr plötuverslunum. Robeson sagði hinn rólegasti: „Ég ætla að syngja hvar sem fólk vill að ég syngi og læt ekki hræða mig.“ Robeson var gert nær ókleift að syngja á opinberum skemmtun- um þar sem hann var á bannlista banda- rískra stjórnvalda sem sviptu hann vega- bréfi sínu og hann gat því ekki farið úr Iandi. Robeson lét stjórnvöld ekki berja úr sér allan dug og leitaði til dómsstóla til að ógilda úr- skurðinn. Málarekst- urinn tók átta ár. Á þeim árum ritaði Ro- beson end- urminningar sínar, lærði kínversku, átti fundi með Albert Einstein þar sem þeir ræddu frið- armál og hélt tvenna tónleika á landamær- um Banda- ríkjanna og Canada sem 30-40 þús- und manns mættu á. Eftir níu ára erfiða bar- áttu vann Robeson loks mál sitt gegn bandaríska utanríkisráðuneytinu en baráttan hafði tekið toll af heilsu hans. Urskurður hæstaréttar var á leið að óheimilt væri að svipta mann ferðafrelsi vegna stjórnmála- skoðana hans. Síðustu tónleika sfna hélt Robeson í Nýja Sjálandi og Ástralíu og hafði enn breytt texta lagsins Old mans river. I stað þess að segja: „Við verðum að berjast þar til við deyjum“ sagði hann: „Ég verð að berjast þar til ég dey“. Árið 1963 dró Robeson sig í hlé, farinn að heilsu. Hann lést árið 1976, 77 ára gam- all. Bergþórsdóttir skrifar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.