Dagur - 07.08.1999, Síða 2

Dagur - 07.08.1999, Síða 2
18 - FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1999 HELGARPOTTURINN \ Leikhússtýórinn á Akureyri, Sigurður Hró- arsson komst aldeilis í feitt um daginn. Hann var að dóla sér í Mývatnssveitinni með fjöl- skyldunni og skrapp aðeins inn f sjoppuna í Reykjahlfð til að kaupa sér filmur. Tók leíkhús- stjórinn þá eftir því að tvær japanskar konur voru að taka myndir í grfð og erg af einhverjum manni fyrir utan sjoppuna. Þegar nánar var að gáð þóttist Sigurður kenna manninn en trúði ekki sínum eigin augum, bankaði í aðra þá japönsku og spurði hana upp á ensku: „Is this for real?" Jagger (því þetta var að sjálfsögðu enginn annar en Stones-goðið á stéttinni fyrir utan Reykjahlíðarsjoppuna) heyrði spurninguna, sneri sér við, brosti og tók kumpánlega í spað- ann á Sigurði. Leikússtjórinn mun hafa veríð álíka uppnumin síðan handtaki'ð átti sér stað og Sigurður Hróarsson. ónefndur embættismaður vestur á ísafirði... Bókaútgefendur vilja halda jólabókalesendum og öðrum bókmenntafegur- kerum í titrandi eftirvæntingu og eru þögulir sem gröfin þessa dagana yfir væntanlegri jólabókaútgáfu. Östaðfestar heimildir Helgarpottsins herma þó að af stóru nöfnunum hjá Máli og menningu verði fá með íjólaflaumnum að þessu sinni - þó segja sömu óstaðfestu heimildir að Ólafur Gunnarsson sendi frá sér síðasta bindið í trílógíunni sinni, sem hófst með Tröllakirkju og varfram haldið með Blóðakri... Geirmundur Valtýsson og hljómsveitafélag- ar hans eru í sumarfríi þessa dagana, aldrei þessu vant. En sú hefð hefur reyndar skapast að Geirmundur og kó bregði sér ævinlega í frí fyrstu tvær helgarnar eftir verslunarmannahelgi. Félagarnir slá þó ekki slöku við að öðru leyti, því í haust kemur út hljómplata með Geirmundi og félögum þar sem verður fjöldinn allur af textum eftir Kristján Hreinsson skáld... Geirmundur Valtýs. Bjartraddaði dægurlagasöngvarinn með glókollinn Geir Ólafsson er nýkominn úrtón- leikaferðalagi frá Manhattan í New York til að taka upp fyrsta sólódiskinn sinn sem kemurút hér á landi um miðjan september. Diskurinn heitir lce Blue í takt við lokalag Geirs þegar hann kemur fram í Bandarfkjunum. Textarnir eru allir á ensku enda stefnir drengurinn hátt og er meiningin að nota diski'nn til að kynna sig í útlandinu. Hljómsveitin Furstarnir sér um hljóðfæraleikinn en haría skipa kempur á borð við Áma Scheving, Karl Möller, Guð- mund Steingnmsson, Kjartan Valdimarsson og Þorieif Gíslason sem eru einmitt að spila með Geir í Naustkjallaranum um þessar mundir... Hinn kraftmikli kynnir og stuðbolti, Sigfús Karlsson, sem ávallt heldur uppi rífandi stemmningu á heimaleikjum KA-manna í hand- boltanum hefur greinilega vakið athygli víðar en á Akureyri fyrir skelegga framgöngu sína og smitandi baráttuanda. Heyrst hefur að.í mikil- vægum leik sem landsliðið mun spila sunnan heiða í september muni Fúsi verða við’ hljóð- nemann til að rífa upp stemmninguná í mann- skapnum. Það munu hafa verið landsliðsmenn- imir sjálfir sem óskuðu eindregið eftir nærveru KA-mannsins knáa. Ein stærsta fréttin sem Morgunblaðið lumaði á í gær var falin á 51. síðu blaðsins, lítill eindálkur neðst á síðu. Þar leiðréttir Björn Teitsson, skólameistari á ísafirði, þann misskilning að nokkru sinni hafi staðið til að Steingrímur listmálari Sigurðson myndi kenna við skólann næsta vetur. Hann hafi aldrei sótt formlega um starf og mun ekki kenna við skólann, segir meistari. Fregnir af þessum laumukennara voru einmitt sagðar í helgarpottinum í síðustu viku og vakna í þessu sambandi spurn- ingar um hvað kennarinn hyggist fyrir í næstu framtíð. Hann hefur víða komið við og er maður ekki einhamur... Michael Scollert og Fanný Jóhannsdóttir eru verkefnisstjórar. í sporum flóttamanna Menn eru niðurlægðir með ýmsum hætti, það er leitað á þeim og þeir ekki virtir viðlits. Sumir neyðast til að beita mútum til að komast áfram. Hvernig er að vera flótta- maður og ráfa eitthvað út í óvissuna, bíða í ofvæni, fýlla út allskyns skjöl og svara ótal spurningum. Það fær ungt fólk tækifæri til að prófa í hlutverkaleik, sem Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins setur upp nú um helgina. „Leikurinn stendur í sólarhring og sá sólarhringur er ansi dramatísk- ur,“ segir Fanný Jóhannsdóttir verk- efnisstjóri. „Hann byrjar í Artúns- skóla og berst uppi í Heiðmörk og víðar. Þátttakendur eru á aldrinum 16-22 ára og nú reynir á leikhæfi- leika þeirra og ímyndunarafl." Hlutverkaleikurinn „Á flótta“ er upprunninn í Danmörku, þar sem kennari að nafni Steen Cnops Rassmussen hefur þróað hann í 10 ár. Michael Chollert, verkefnistjóri þar, er hingað kominn til að leið- beina íslendingum. Hann segir leikinn einkar vinsælan meðal skólafólks. „Hann gefur einfalda en raunsæja mynd af þeim erfiðleikum sem flóttmenn kynnast er þeir berj- ast fyrir lífi sínu, hvernig er að vera óvelkominn meðal framandi þjóða, vera háður neyðarhjálp og fleiru slíku.“ Fanný lýsir þessu nánar: „Við byrjum á kynningu á því landi sem fólkið kemur frá, í þessu tilfelli er það Sómalía, og ástæður flóttans er borgarastyrjöld. Þátttakendur fá að vita hvernig Ijölskyldu þeir til- heyra og hvemig staða þeirra sé innan þjóðfélagsins. Allir eiga það sameiginlegt að vilja komast úr landi og hafa valið Island sem áfangastað. Næst tekur við skrifstofuatriði. Þá er gengið á milli „Heródesar og Pílatusar“ að reyna að fá alls kyns eyðublöð og vottorð til að komast út úr landinu. Allt í einu eru hermenn búnir að umkringja skrifstofurnar og fólkið þarf að smygla sér út úr byggingunni. Þá tekur við 8 km flótti. Leiðsögumenn eru af ýmsu sauðahúsi, sumir ekta en aðrir eru með falska passa og reyna að múta flóttamönnunum. Fólkið stefnir í fyrstu á flótta- mannabúðir handan landamæra og þar er þrautin þyngri að komast í gegn. Menn eru niðurlægðir með ýmsum hætti, það er leitað á þeim og þeir ekki virtir viðlits. Sumir neyðast til að beita mútum til að komast áfram. í flóttamannabúðunum fá menn smá skammta af hrísgrjónum að borða og ekkert annað. Fá aðeins hvíld en mega ekkert tala saman og ekki að vita hvað er að gerast í heimalandinu. Undir lokin fá þeir þó að vita að hermenn eru að yfir- taka flóttamannabúðirnar og menn verða að komast til ákvörðunar- landsins, Islands. Þá tekur við langt og strangt ferðalag. Þegar til Islands kemur er í fyrstu tekið vinsamlega á móti hópnum en eftir smá hvíld kemur lögreglan og handtekur hann. Farið er í yfir- heyrslur og allir látnir gera grein fyrir ferðum sínum. Að þeim lokn- um er vitað hverjir af hópnum fá hæli í landinu en það er aðeins lítið brot. Hinir eru reknir aftur á flótta, örþreyttir og svangir..." gun. Friðrik Friðriksson. Eitt af nýju stykkjunum á fjölum Borgarleik- hússins í haust verður leikritið „Vorið vaknar" eftir Frank Wedekind sem er fjölmenn sýning. Þar stíga á svið fjölmargir úr yngri kynslóð íslenskra leikara, þeirra á meðal Pét- ur paninn Friðrik Friðriksson og Marta Nordal, Jóhann G. Jóhannsson oglnga María eru líka meðal þeirra sem fara með hlutverk í þessu hundað ára gamla verki um sígild efni: unglingavandamál, frelsi og kyn- líf... Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkurfréttir og áhendingar til hirtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vík eða á netfangið: ritstjori@dagur. MAÐUR VIKUNNAR ER... ...foxilL yfir kvótapólítík Byggðastofnunar, en ráðagerðir hennar segir hann að einkennist af sukki. Enginn hafi byggðakvótinn fengist og því sé hún í vondum málum. Og Ólafsfjarðardrottningin Sæunn Axelsdóttir lætur ekki sitja við orðin tóm. Hún hefur nú sagt upp öllu starfs- fólki sínu og Ólafsfjörður er í upplausn. Byggðafrömuðir, bæjarstjórnin, þingmenn og ráðherrar vita ekki hvað gera skuli. Sæunn Axels hefur ögrað þeim ærlega og er því svo sannarlega maður vikunnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.