Dagur - 07.08.1999, Page 7

Dagur - 07.08.1999, Page 7
O O O T TOÍ * h c\ ' LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU láta hlutina ganga ákveðið fram en mér hefur alltaf gengið vel að rökræða við hann, við höfum líka rifist og það hefur aldrei haft eft- irmála. Eg hef ekkert nema gott um Davíð Oddsson að segja. En það er með hann eins og alla aðra menn að langvarandi valdaseta spillir. Davíð Oddsson og Sjálf- stæðisflokkurinn hefðu býsna gott af því að setjast hinu megin við borðið og ástunda stjómar- andstöðu um skeið, það er lýð- ræðinu og þjóðinni hollt. Eigum við ekki að láta það gerast fyrr en síðar?“ - Miðað við skoðanakannanir hefur Samfylkingin tapað þriðj- ungi fylgis frá kosningum. Þú ert varla sátturvið þá niðurstöðu? „Sú skoðanakönnun er gult spjald á okkur. A hinn bóginn kom þetta mér ekki á óvart því Samfylkingin tók að sér í kosn- ingabaráttunni það erfiða hlut- verk að vera boðberi viðvarana. Það er neyslubrjálæði í samfélag- inu sem er ekkert skrítið því sljómarherramir ýta undir þá skoðun að hér sé allt í blússandi- góðæri sem muni endast um ei- lífð alla. Og þegar forsætisráð- herra kemur í sjónvarp og segir að stóraukin skuldaaukning heimilanna sé merki um heilbrigt efnahagslíf þá er maður hættur að skilja. Þetta sagði hann fyrir fjórum vikum síðan en í síðustu viku tók hann u-beygju og segir þensluna vera of milda. Það er ekkert samhengi í þessari nálgun hans á stjóm efnahagsmála. Almenningur vill reyna að grípa góðærið meðan það gefst, það er mannlegt en við höfum hinsvegar varað fólk við og bent á að neysl- an sé komin úr hófi fram hjá hinu opinbera, atvinnulífínu og heimilum. Það er vanþakklátt að vera boðberi viðvarana þegar sól skín í heiði og allt er á fullu. Gmndvallarsjónarmið um jöfnuð, félagslegt réttlæti, bræðralag og raunvemlegt frelsi eiga erfítt upp- dráttar þegar endalaus innræting á sér stað um meiri neyslu og að allir eigi nóg. Eg held hins vegar að innan ör- fárra mánaða muni ríkisstjómin og almenningur horfast í augu við veruleikann. Þá kemur í ljós að gott efnahagsástand er ekki nátt- úmlögmál. Við búum við viðvar- andi viðskiptahalla og hækkun á verði og þjónustu með tilheyrandi verðbólguaukningu. I efnahagslíf- inu eru uppi gul flögg sem ber að taka mark á. Þá þýða engin al- menn loforð um eilífa velsæld allra og um leið mun sú ábyrga efnahagspólitík sem við í Sam- fylkingunni höfum fram að færa skila sér til almennings. Eg hef engar áhyggjur af framtíð Sam- fylkingar og held að hún verði bæði í skoðanakönnunum fljót- lega og í næstu kosningum langt umfram 30 prósenta fylgi.“ - Nú hefur sá ágæti fyrrverandi þingmaður Samfylkingar Agúst Einarsson sagt að Samfylkinguna shorti skýra stefnumörkun. „Uppgötvaði hann það eftir kosningar? Eg var í kosningabar- áttu með honum í nokkra mánuði og varð ekki var við að hann hefði miklar áhyggjur af þessu þá, enda lagði hann sitt af mörkum í því að marka stefnuna. Vandi Samfylk- ingarinnar í þessari kosningahar- áttu var sá að hún sem nýtt stjómmálaafl varð að leggja allt undir, allt stafróf stjórnmálanna frá A-O, og hún var tekin og henni hlýtt yfír alla skapaða hluti meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sluppu ansi ódýrt frá yfirheyrslum. Samfylk- inguna skortir ekki stefnu, en hún þarf að skerpa sínar megin- línur. ,Nú liggur hinn málefnalegi grunnur fyrir og Samfylkingin mun klárlega koma sterk, ábyrg og róttæk inn í samfélagsumræð- una. Enn frekar þegar við stofn- um flokk og kjósum forystu." Útiloka ekki framboð til formanns - Hvenær finnst þér tímabært að stofna flokkinn ? „Eg vil gera það mjög fljótlega og vildi gjaman að tímasetningin yrði ákveðin sem fyrst. Þegar sú ákvörðun liggur íyrir fínnst mér ekki öllu máli skipta hvort blásið verður til landsfundar á þessu hausti eða fljótlega eftir áramót. Mér fínnst ekkert ófýsi- legt að stofna þennan flokk á björtum vordegi í apríl eða maí árið 2000.“ - Þá kemur að því að kjósa forystu- mann. Hefur þú hug á því að bjóða þig fram til for- manns? „Ég hef alla tíð verið í pólitík til að hafa áhrif. Hef verið treyst til að vera í for- ystu, bæði í mínum heimabæ Hafnarfirði og sem varaformaður Alþýðuflokksins. Ég útiloka ekki að ég muni gefa kost á mér. Við sjáum hvað setur. Það er engin hörgull á forystu- mönnum hjá Sam- fylkingunni og sú umræða sem verið hefur í gangi í sumar um forystukreppu er eins og hver önnur þvæla. Við eigum fullt af góðu fólki sem getur sómt sér í forystu Samfylkingar og þurfum ekkert á því að halda að fjöl- miðlar í gúrkutíð dragi inn í þá um- ræðu menn sem eru hættir afskiptum af pólitík. Þá er ég auð- vitað að tala um Jón Baldvin. Mér finnst það hreint út sagt hlægilegt að elta ólar við þá hugsun að Jón Baldvin snúi aftur eins og fjölmiðlar hafa leikið sér að undanfarið. Jón Bald- vin fór að eigin ósk úr íslenskri pólitík fyrir tveimur árum eftir farsælan feril, stund- um stormasaman, og starfar nú á öðrum vettvangi. - En nú hafa líka mjög margir nefnt Ingibjörgu Sólrúnu. Hvað segirðu um það? „Það er svo sem ekkert óeðlilegt að hún skuli vera nefnd til sögunnar. Hún er sá einstaklingur í Samfylkingunni sem hefur mestu pólitísku völdin og tekist oft prýðilega að stýra borginni. Hún hefur sjálf útilokað aðspurð að hún vilji í lands- málin og látið í veðri vaka að hún vilji láta reyna á það í næstu borgarstjómarkosn- ingum hvort B-listinn geti haldið borginni, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Það væri kúvending á hennar afstöðu ef hún ætlaði að fara í landsmálin strax á næsta vori og í kosningar um for- mannssæti hjá Sam- fylkingunni. Ég sá í viðtali sem þú tókst að Ingibjörg Sólrún hafði ýmis orð uppi um kosningabar- áttu Samfylkingar. Ég kvarta ekk- ert undan þvi að menn ræði þau mál opinskátt en sumt af því sem hún sagði fannst mér ekki á rök- um reist. Ég minni einnig á að það vom óheppilegir hlutir að gerast hjá borginni vikumar fyrir kosningar sem ég er sannfærður um að hafi ekki bætt við atkvæða- summuna hjá okkur í Samfylk- ingunni. Þá er ég að vísa til kenn- aradeilunnar sem mér fannst borgaryfirvöld ekki taka nægilega skynsamlega á og þar sýndu þau óþarfa hörku. Aftur á móti sýndu þau óþarfa linku þegar kom að öðm óskyldu máli sem laut að uppsögnum fjögurra borg- arstarfsmanna sem áttu við fötlun að stríða. Þá vantaði ákveðni til að leysa málið í einu vetfangi og það var látið dankast langt fram yfír kosningar. Þama ættu menn að horfa í eigin barm því ef menn vilja ræða hvað hafi verið rétt gert og rangt í þessari kosningabaráttu þá er rétt að halda öllu til haga. „Mér finnst það hreint út sagt hlægilegt að elta ólar við þá hugsun að Jón Baldvin snúi aftur eins og fjöl- miðlar hafa leikið sér að undanfarið" Ég held til dæmis að það sé ekki sanngjarnt að skella skuldinni á talsmann Samfylkingar, Margréti Frímannsdóttur, og kenna honum einum um að menn náðu ekki betri árangri en vonir stóðu til. Ég held að talsmað- urinn hafí um margt, við erfiðar aðstæður, náð að halda sjó. Hann var kallaður til þessa hlutverks með skömmum fyrirvara og gerði margt ágætlega. Menn mega ekki gleyma því að Samfylkingin var kosningabanda- lag margra flokka og ýmislegt var lausara í reipum en menn áttu að venjast. Nú eftir kosningar stönd- um við enn uppi með bandalag en ekki flokk. Um leið og flokkur- inn hefur verið stofhaður og meiri festa komin á mál þá hef ég trú á að landið rísi mjög hratt.“ - Nú eru Vinstri grænir að sækja á, á kostnað Samfylkingar mrðist vera. Sérðu fram á að Samfylking- in og Vinstri grænir sameinist í einnflokk? „Nei, því miður ég sé það ekki. Vinstri-grænir er öfgafullur flokk- ur þótt hann sé um leið að mörgu leyti íhaldssamur. Þetta er flokkur „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum aðilar að Evr- ópusambandinu og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði innan fimm ára.“ „Sú skoðanakönnun er gult spjald á okkur. Á hinn bóginn kom þetta mér ekki á óvart þvi Samfylkingin tók að sér í kosningabaráttunni það erfiða hlutverk að vera boðberi viðvarana." sem sér draug í hveiju homi. Þetta er „fúll á móti“ flokkur. Ég held að skýringin á þessari sérstöku skoðanakönnun liggi í því að eina pólitíska umræðan sem hefur verið vakandi af ein- hverju viti á þessum sumar- vikum er há- Iendisumræðan og þar hafa Vinstri-grænir farið mikinn. Sú umræða er ennþá á miklum tilfinninganót- um og menn ættu að koma henni niður á jörðina. Það á einfaldlega að fara í umhverf- ismat og áður en það liggur fyrir eiga menn að stilla sig um að fella stóra dóma. Hvað Vinstri- græna áhrærir þá er það mitt mat að þeir verði í framtíð flokk- ur uppá 4-8% eins og við þekkj- um hjá sambærilegum sósíalisk- um grænum flokkum á öðrum Norðurlöndum." - Ertu bjartsýnn á að eftirfjög- ur ár verði Samfylkingin komin i stjóm? „Svo sannarlega. Ég held að það muni gerast innan fjögurra ára. Þessi endurgerð af gömlu ríkisstjórninni byrjar þreytt. Skoðanakannanir sýna að ríkisstjórnin nýtur mikils fylgis í augnablikinu en það hefur ævinlega verið þannig að þegar rík- isstjórn hefur leikinn undir hagstæðum kringumstæðum og ný ráðherraandlit sjást á skerminum þá skorar hún. Þegar fer að hausta og menn horfa í kaldan veru- leikann þá held ég að íslenskir kjósendur líti á stöðu mála með talsvert meiri alvöru- þunga. Þess mun Samfylkingin njóta. Það er góð samstaða í þingflokki Samfylk- ingarinnar og hann mun láta vel til sín taka strax á haust- þingi. Við munum virkja baklandið okk- ar og fá fólk til starfa þúsundum saman. Samfylkingin er komin til að vera - og gera.“ - A/ hverju spáir þú því að ríkisstjórnin lifi ekki kjörtímabil- ið? „Þegar harðnar á dalnum í efnahags- lífinu mun reyna meira á samstarfið milli flokkanna. Og þegar Davíð Odds- son er búinn að end- urkristna íslenska þjóð árið 2000 og slá öll met sem hægt er að slá varðandi þaul- setu á forsætisráð- herrastóli þá verður metnaði hans full- nægt. Þannig að mér kæmi ekki á óvart að það yrðu formanns- skipti hjá Sjálfstæð- isflokknum snemma árs 2001 og uppúr því held að ég að rík- isstjórnin flosni upp. Við fáum kosningar haustið 2001 og Samfylkingin sigrar og fer í stjóm með - ?“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.