Dagur - 07.08.1999, Qupperneq 8
LÍFIÐ í LANDINU
24 - LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1999
Bent Larsen og Friðrik Ólafsson mættust oft við skákborðið en því miður fundust engar myndir í safni frá einvíginu 1956. Þessi mynd var tekin af skákköppunum í febrúar 1978. Um einvígið 1956 segir
Friðrik meðal annars að hluti af stemmningunni hafi tengst því að skammt hafi verið liðið frá sambandsslitunum við Danmörku. „Það var enn svolítið ríkt í mönnum og kom mikið inn í þetta einvígi.
Hann var að vísu með ýmis stóryðrði áður en hann kom, tii dæmis að hann ætlaði að sækja titilinn í klæliskápinn og fleira í þeim dúr.“
-sem
Einvígið
öll þjóðin fylgdist
Á svipuð-
um tíma og
hafís gerði
vart við sig
í Reykja-
víkurhöfn,
á Skerja-
firði og víðar, allir vegir í
Eyjafirði voru ófærir, eitt
bíóhúsanna sýndi Tit-
anic, enskur togari var
tekinn í landhelgi, Jök-
ulhlaup kom í Múlakvísl
og gerð var ný fimm ára
áætlun í Ráðstjórnar-
ríkjunum, sátu tveir
ungir piltar að tafli í
Sjómannaskólanum í
Reykjavík.
Hin nýja hetja íslands, Friðrik
Ólafsson, sem sigrað hafði á
skákmótinu í Hastings skömmu
áður, og stolt Danmerkur, jafn-
aldri Friðriks, Bent Larsen
börðust um nafnbótina „Skák-
meistari Norðurlanda". Þeir
höfðu orðið jafnir á Skákþingi
Norðurlanda sumarið áður og
skera þurfti úr um sigurvegar-
ann.
Einvígið
„endurtekið"
Eins og fram hefur komið í
fréttum munu Friðrik og
Larsen heyja skákeinvígi í
Tívolíinu í Kaupmannahöfn
20. ágúst og er ætlunin að það
verði hápunkturinn á hátíðar-
dagskrá í tilefni 100 ára afmæl-
is Skáksambands Norðurlanda,
sem stofnað var þar í garðinum
20. ágúst 1899. Ýmislegt fleira
verður reyndar gert í tilefni af
afmælinu. VISA-stórbikarmótið
í skák (Visa Nordic Grand Prix)
verður haldið í Kaupmanna-
höfn 6.-19. ágúst, kunngerð
verða úrslit í kjöri um „Skák-
mann Norðurlanda 1998“, þar
sem Hannes Hlífar Stefánsson,
stórmeistari er annar tveggja
sem valið stendur á milli. Hinn
er Jonny Hector frá Svíþjóð.
Þátttakendur íslands í mótinu
eru stórmeistararnir Hannes
Hlífar Stefánsson, Helgi Ass
Grétarsson og Þröstur Þór-
hallsson.
Einvígi Friðriks og Larsens
verður fremur stutt og snarpt í
þetta skipti, tvær atskákir með
25 mínútna umhugsnunartíma
fyrir hvorn, en síðan bráðabani
ef með þarf. An efa vekur kom-
andi einvígi upp minningar frá
hinu sögufræga einvígi Friðriks
og Larsens sem háð var í Sjó-
mannaskólanum í Reykjavík í
janúar og febrúar 1956. „Ein-
vígið sem öll þjóðin fylgist
með“, eins og sagði í fyrirsögn í
Morgunblaðinu.
Titillinn sóttur
í ísskápinn
Friðrik hafði skömmu fyrir ein-
vígið gert góða ferð til Hastings
og náði þar efsta sætinu ásamt
Viktor nokkrum Korchnoi, sem
sfðar varð þjóðinni kunnur af
einvígi við Jóhann Hjartarson.
„Það var nú kannski fullstutt á
milli," segir Friðrik þegar mótið
og einvígið við Larsen berast í
tal. „Maður getur kannski not-
að það sem afsökun en hins-
vegar dreg ég enga dul á það að
hann tefldi miklu betur en ég í
þessu einvígi. Hann tefldi af
meiri festu, var skeleggari í
taflmennskunni og ekki jafn
mistækur og ég.“
Friðrik segir áhugann fyrir
einvíginu hafa verið mikinn og
sömuleiðis var mikil pressa á
hann frá þjóðinni. „Það var allt
á hvolfi, ég þurfti nánast að
fara huldu höfði. Menn voru
mikið að hringja og segja mér
„að mala helvítis Baunann11. Ég
tel nú svona eftirá að hann hafi
átt sigurinn skilið miðað við
taflmennskuna. Það var mikill
gauragangur í kringum þetta,
sem kannski bitnaði meira á
mér en honum. En hann var
geysisterkur skákmaður þegar
þetta einvígi fór fram. Hann
sýndi það strax á eftir að hann
var orðinn mjög góður."
- Kvíðir þú þvt ekkert að tefla
við hann núna, er hann ekki
enn að tefla ú fullu?
„Eg veit ekki hvort hann er á
fullu en hann teflir ennþá og
heldur sínu striki. Hann er að
vísu ekki alveg sama Ijónið,
kannski svolítið þreyttara ljón
en áður.“
með
Friðrik bendir á að hluti af
stemmningunni tengist því að
skammt hafi verið liðið frá
sambandsslitunum við Dan-
mörku. „Það var enn svolítið
ríkt í mönnum og kom mikið
inn í þetta einvígi." Hann segir
þó að Larsen hafi verið sýnd
full vinsemd. „Hann var að
vísu með ýmis stóryðrði áður
en hann kom, til dæmis að
hann ætlaði að sækja titilinn í
kæliskápinn og fleira í þeim
dúr.“
- Það er hara hans háttur, er
það ekki?
„Jú, jú en þú veist að það
hafa ekki allir skilning á svona
bröndurum, síst af öllum við.“
Skák
seldist upp
Áhugi þjóðarinnar var ótrúleg-
ur og til dæmis seldist upp á
skömmum tíma allt upplag af
kennslubók í skák sem gefin
hafði verið út við dræmar und-
irtektir fáum árum áður. Vísir
segir frá því 27. janúar að mörg
hundruð töfl hafi selst á fáum
dögum á Akureyri. Svipað
ástand var í Reykjavík og sáust
menn ganga milli bókabúða í