Dagur - 07.08.1999, Síða 9
lDj&^tiur
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1999- 25
leit að töflum - sem
hvergi fengust lengur.
Nokkrum dögum eftir
að einvígi kappanna
lauk birtist frétt í Vísi
(9. febrúar 1956) þar
sem fyrirsögnin var:
„Vegna aukins skák-
áhuga hafa 3ja ára
birgðir af manntöflum
selzt hér á skömmu
tímabiii - Er nú svo
komið, að manntöfl eru
ófáanleg hér.“
Birgir Sigurðsson
prentari var á þessum
tíma ritstjóri og útgef-
andi Tímaritsins Skákar.
„Það var fylgst alveg
rosalega vel með þessu
og fjallað um einvígið í
blöðum og útvarpi. Það
var gífurlegur skákáhugi
á þesum árum. Það
greip um sig skákæði,"
segir Birgir. Fyrir ein-
vígið gaf hann út hefti
sem tileinkað var skák-
mótinu í Hastings
skömmu áður þar sem
Friðrik varð efstur. Birg-
ir rifjar upp þegar hann
fór upp í Sjómanna-
skóla fyrsta einvígis-
kvöldið, sama dag og
eldri dóttir hans fædd-
ist: „Þá var nýkomið út
blað hjá mér sem var
prentað í 800 eintök-
um. Eg var kominn með
600 áskrifendur og mér
datt í hug að fara upp í
Sjómannaksóla með
svona tíu eða tuttugu
blöð og vita hvort ég gæti ekki
selt eitthvað í lausu, blaðið
kostaði tíu krónur í lausasölu.
Það gekk svo vel að upplagið
fór strax og ég varð að láta
prenta nýtt upplag eftir helgina
svo áskrifendur fengju sitt.
Þetta var allt rifið út.“ Næsta
hefti seldist í metupplagi að
sögn Birgis, jafnvel þótt Friðrik
tapaði einvíginu. „Svo í mars-
heftinu þegar Friðrik varð efst-
ur á alþjóðlegu móti hérna
heima nokkru eftir einvígið, þá
var áhuginn búinn og þótti
sjálfsagt að Friðrik yrði efstur.
Eg lét prenta 1.400 eitök og
sat bara uppi með upplagið."
Legiö á
gluggunum
Einvígið hófst þriðjudaginn 17.
janúar 1956 og skákmennirnir
voru kynntir á forsíðum blað-
anna. Forsíðufréttir Vísis voru
af nýrri fimm ára áætlun í Ráð-
stjórnarríkjunum og einvíginu í
Sjómannaskólanum. „Þegar
Bent Larsen var um það spurð-
ur, hvernig einvígið legðist í
hann, kvaðst hann vera bjart-
sýnn. Hann hefði unnið Friðrik
einu sinni, og því skyldi hann
ekki eins geta það aftur?" segir
meðal annars í frétt Vísis. Þeir
höfðu fjórum sinnum áður att
kappi, Friðrik hafði unnið
þrisvar en Larsen einu sinni.
Þá var það meðal annars aug-
lýst að á meðan á skákeinvíg-
inu stæði „mun strætisvagninn
á leið 9 aka hjá Sjómannaskól-
anum til að auðvelda fólki að
komast að skákstaðnum." Talið
var að um 700-800 manns hafi
fylgst með fyrstu skákinni þeg-
ar flest var. Varð fjöldi frá að
hverfa en „...hópur manns var
fyrir utan húsið og horfði á
gegnum gluggana," eins og seg-
ir í frétt Vísis daginn eftir.
Metið var reyndar slegið í loka-
umferðinni þegar um átta
hundruð manns fylgdust með
lokaorrustunni. Sett var upp
stórt sýningartafl sem var
„þrisvar sinnum stærra en hér
hefur sést áður,“ eins og segir í
marga góða skákmenn.
Það er ábyggilegt. Þessir
tveir menn, Bent Larsen
og Friðrik, voru taldir
mestu skákefnin í heim-
inum á þessum tíma, fyr-
ir utan að Tal var til og
ekkert lakari, jafnvel
betri en þeir, en hann var
tiltölulega lítið þekktur
utan Rússlands."
Spilaði þjóðremba
eitthvað inn t hina miklu
stemmningu sem skapað-
ist i kringum einvtgið?
„Eg held að hún hafi
komið við sögu en það
hafi hjá flestum verið í
góðu, meira grín en al-
vara. Það var ekkert
myglað korn.“
- Þannig að Larsen hef-
ur að minnsta kosti verið
sýnd fyllsta kurteisi.
„Eg varð ekki var við
annað, enda Larsen mik-
ill snillingur og séntil-
Friðrik Ólafsson þjappaði þjóðinni
saman með frábærum árangri á tafl-
borðinu. Svo skemmtilega vildi til að
Friðrik átti afmæli á meðan á einvíginu
stóð, varð 21 árs þann 26. janúar. Ekki
munu mörg dæmi um að blöð hafi birt
greinar sem skrifaðar eru í tilefni 21
árs afmælis en J.H. skrifaði hugljúfa
afmæliskveðju til Friðriks í Morgun-
blaðið. Þessar myndir eru frá 1959 og
er tekin þegar Friðrik kom til Reykja-
víkur úr einni afsínum frægðarförum -
en þær urðu margar.
frétt Tfmans 17.janúar.
Skákirnar voru birtar
jafnóðum í blöðunum,
með eða án skýringa, en
misjafnt var hvort frétt-
irnar rötuðu á forsíður,
baksíður eða innsiður
blaðanna. Virtist til-
hneigingin frekar í þá
áttina að sigurskákir
Friðriks rötuðu á forsíð-
Feiknaatburður
Ingi R. Jóhannsson, nú löggilt-
ur endurskoðandi í Reykjavík,
varð í þriðja sæti á umræddu
Skákþingi Norðurlanda á eftir
þeim Friðriki og Larsen. Hann
var því í hringiðunni miðri og
tók meðal annars að sér að
skýra skákirnar fyrir Tímann.
Ingi segir einvígi þeirra Friðriks
og Larsens hafa verið „feikna-
atburð".
„Þetta var mikil stemmning,"
segir Ingi þegar hann er beðinn
um að rifja upp einvígið. „Frið-
riK var oromn rrægur a tsianai
og var nýbúinn að tefla í
Hastings. Sigurður heitinn
Jónsson endurskoðandi var for-
seti Skáksambandsins, sá um
skipulagninguna og fórst það
vel úr hendi. Ahuginn var mik-
ill og alltaf húsfyllir af áhorf-
endum. Þetta var mjög
skemmtilegt eins og oft hefur
verið í gegnum tíðina í sam-
bandi við skák, sérstaklega þeg-
ar Friðrik var að tefla því hann
hafði svo gríðarlega hæfileika.
Við höfum engan mann eignast
slíkan síðan þó við eigum
maður. En það sem fór kannski
í taugarnar á sumum Islend-
ingum var að þeim fannst
Larsen vera montinn af því að
hann talaði svolítið þannig.
Hann var ekkert sérstaklega
montinn, þetta var bara hans
framsetingarmáti, tnjög
skemmtilegur," segir Ingi R. Jó-
hannsson.
Útvarpið vaki
I húfi var titillinn „Skákmeist-
ari Norðurlanda" og varla eru
það ýkjur þótt fullyrt sé að ís-
lenska þjóðin hafi staðið á önd-
Þessi mynd var tekin í fyrra afíslenskum Norðurlandameisturum, annar varð Norðurlandameistari fyrir hálfri öld en
hinn í fyrra. Baldur Möller vann titilinn 1948 og 1950 en Jóhann Hjartarson í fyrra. mynd: eydIs s. einarsdóttir
inni. Til að mynda er frá því
sagt í Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins laugardaginn 22.
janúar að svo mikill hafi áhug-
inn verið, bæði f Reykjavík og
úti um land, „...að hvað eftir
annað hefur verið hringt heim
til Vilhjálms Þ. Gíslasonar út-
varpsstjóra að næturlagi og
hann beðinn um það að láta
útvarpið ekki Ijúka dagskrá
sinni fyrr en úrslit væru kunn í
skákinni."
Svo skemmtilega vildi til að
Friðrik átti afmæli á meðan á
einvíginu stóð, varð 21 árs
þann 26. janúar. Ekki munu
mörg dæmi um að blöð hafi
birt greinar sem skrifaðar eru í
tilefni 21 árs afmælis en J.H.
skrifaði hugljúfa afmæliskveðju
til Friðriks í Morgunblaðið. Þar
kemur meðal annars fram að
árangur Friðriks í skákinni hafi
oft þjappað þjóðinni svo saman
að til dæmis hafi argaþras
stjórnmálanna gleymst. Bréfrit-
ari þakkar Friðriki allar
ánægjustundirnar sem
hann veitti þjóðinni en
skrifar svo: „Eg á þar
raunar ekki aðeins við
ánægjuna af því að
fylgjast með skákum
hans beinlínis og hinni
frækilegu framkomu
hans sem fulltrúa Is-
lands á hinum ýmsu
skákmótum, heldur á ég
líka við það, að honum
hefur æ ofan í æ tekist
að samstilla svo hugi
okkar Islendinga að
jafnvel eilíft rifrildi
stjórnmálamanna hefur
horfið í skuggann,
stund og stund, og er
það mikið afrek.“
Gjafir í
Friðrikssjóð
Meðal þess sem þjóðin
greip til í algleymi skák-
árangurs Friðriks var að
safna í sjóð til að styrkja
þennan unga afreksmann. Bæj-
arráð Akureyrar samþykkti til að
mynda samhljóða að gefa Friðrik
5.000 krónur og öðru hveiju
birtust fréttir af framlögum
starfsmannahópa og fyrirtækja.
„Gjafir streyma í Friðrikssjóð,“
var fyrirsögnin í Tímanum einn
daginn. Þar var upp talið að iðn-
aðar- og verkamenn í Morgun-
blaðshúsinu hafi gefið 1.130
krónur, brunaverðir og slökkvi-
liðið 1.000 krónur, strætisvagna-
bílstjórar 895 krónur, starfs-
menn Vesturvers 555 krónur og
starfsmenn borgardómara 250
krónur.
Bent Larsen hafði betur í ein-
víginu 1956. Larsen vann fyrstu
skákina eftir að hún hafði tví-
vegis farið í bið. Aðra skákina
vann Friðrik en Larsen síðan þá
þriðju eftir að hún hafði einnig
farið í bið. Raunar varð „tvöfald-
ur danskur sigur“ þ\a' biðskák-
irnar voru kláraðar sama kvöld-
ið. Fjórða skákin var sú eina
sem endaði með jafntefli.
Fimmtu skákina vann Larsen og
útlitið var ekki gott fyrir Friðrik.
Larsen kominn með 3,5 vinn-
inga á móti 1,5 Friðriks. Þá
breytti Friðrik útaf í byrjuninni,
lék c4 í stað e4 í fyrsta leik og
hafði að lokum sigur. Tauga-
stríðið var í algleymingi og
Larsen tefldi byrjunina veikt í
sjöundu skákinni. Friðrik náði
að jafna einvígið fyrir síðustu
skák. í lokarimmunni náði
Larsen að sigra og stóð því upp
sem Norðurlandameistari.
Raunar sagði Larsen að loknu
einvíginu að um það í heild væri
það að segja „að hvorugur þeirra
hefði sýnt verulega góða skák.
En keppnin hefði verið hörð.“