Dagur - 07.08.1999, Síða 10

Dagur - 07.08.1999, Síða 10
LÍFIÐ í LANDINU 26 - LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 JJwytr Þórir baö Öddu Steinu nokkrum mánuöum eftir aö þau kynntust „og þaö beföi nú venö algert stilbrot að segja nei. Ungog ástfangin á vorkvöldi i Reykjavík... / Kazakstan var engin jólatré að fá - bara nýárstré sem komu í verslanir þann 23. desember, I tæka tíö fyrir aðfangadagskvöld. Fjölskyldan safnar höttum og skrýddust þau öll mið-asískum höttum þetta aðfangadagskvöld árið 1997. „Hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu,“ sagði skáldið. Adda Steina og Þórir taka undir þá kenningu en þau hafa þjónað ferðabakteríunni í blóðinu allt frá þvf Þórir féll fyrir Öddu þegar hún hafði unnið sér inn utanlandsreisu í spurningakeppni fjölmiðl- anna... Adda Steina Björnsdóttir (guðfræðingur og barnabókahöfundur) og Þórir Guð- mundsson (fyrrum fréttamaður á Stöð 2 og starfsmaður Rauða krossins) eiga 11 ára brúðkaupsafmæli síðar í mánuðinum en þau kynntust fyrir um 12 árum. „Hún hafði unnið spurningakeppni á Stöð 2 og var þá náttúrulega strax orðinn góður kvenkostur. I verðlaun var nefnilega ferð eitthvert út í heim,“ sagði Þórir til að út- skýra samdráttinn. Eiginkonan lét sem hún heyrði ekki athugasemdina með ferðavinningin, þar sem þau sátu og pírðu upp í glampandi sólina fyrir utan húsið sitt í Grafarvoginum en tók fram að hún hefði nú ekki unnið þessa spurn- ingakeppni fjölmiðlanna. „Sigurður G. Tómasson vann keppnina, ég var bara i liðinu." Þetta var haustið 1987 og á þeim tíma vann Þórir á Stöð 2 en Adda Steina var að stúdera guðfræði og vann meðfram náminu f umferðarútvarpi Bylgjunnar og skrifaði barnaefni fyrir Ríkissjónvarpið. Þau létu ekki lengi reyna á sambandið, voru búin að gifta sig strax tæpu ári síðar í Viðey. „Það voru allir voðalega undr- andi,“ segir Adda Steina. „Við höfðum enga sérstaka ástæðu til að gifta okkur - ég var ekki einu sinni ólétt! Annars bað Þórir mín og það hefði nú verið algert stílbrot að segja nei.“ Prófsteinn á tilhugalífið Þau fóru að sjálfsögðu í ferðalagið sem Adda Steina hafði unnið, og var það mik- ill prófsteinn á tilhugalífið. „Ég var að læra þennan vetur og vann mikið. Eg var mjög þreytt og mér var kalt og vildi fara á sólarströnd. Þórir stakk upp á því að við færum til Haftí því það væru svo áhuga- verðir hlutir að gerast þar.“ Vinir og kunningjar reyndu að telja úr þeim en Haítí skyldi það verða. Þau flugu á stað- inn en voru stöðvuð á flugvellinum og send til baka - enda botnuðu eftirlits- mennirnir ekkert í þessum ferðalöngum sem héldu því staðfastlega fram að þeir kæmu frá eyju er héti Island. Niðurlút fóru þau aftur til New York en komust þó loks í stutta ferð til lítillar eyju í Karíba- hafinu - þótt heidur lítið væri þá orðið eftir af frfinu. „Að ferðast var eitt okkar stærsta sameiginlega áhugamál." - Hafið þið einhverja skýrineu á þessu jlökkueðli? „Þetta er meðfætt hjá Þóri,“ segir Adda Steina og lítur stríðnislega á hann. „Hjá mér tengist þetta því að ég ætlaði alltaf að verða eitthvað merkilegt. Það varð ekkert af því - en ég ferðaðist allavega." Sættir milli bílstjóra og kortakonu Eftir tæplega tveggja ára hjónaband, og guðfræðinámið að baki, var því kominn tími á almennilegt ferðalag. Þau lögðu af stað f mars 1990 til Austur-Evrópu einmitt um það leyti sem mikil ólga var í austantjaldslöndunum enda lýðræðislegar kosningar þá að fara í hönd eftir að kommúnistastjórnirnar féllu. Þau ferðuð- ust um á rauðum Skóda, Þórir keyrði en Adda Steina var á kortinu sem skapaði titring í hjónabandinu unga. Ef korta- manneskjan er ekki eldsnögg að segja til um hvaða beygju skal taka í beygju- kraðaki erlendra hraðbrauta getur það kostað 50 kílómetra króka, seinkanir og vesen. „Við tókum þá ákvörðun á ákveðn- um tímapunkti að annaðhvort sættum við okkur við að þurfa að keyra þessa auka- hringi - eða við skiljum. Það er ekkert um annað að ræða,“ sagði Adda Steina og lagði rfka áherslu á að fólk tæki slíka ákvörðun í upphafi ferðar til að koma í veg fyrir óþarfa glæringar í bílnum, kvaðst alltaf hrylla sig þegar hún heyrði „fIugogbíl“ ferðir auglýstar í útvarpi, sannfærð um að það fari mjög iila með mörg hjónabönd." I Austur-Evrópu dvöldu þau í 9 mánuði en eyddu svo 2-3 mánuðum í Asíu og Astralíu og unnu fyrir sér sem fréttaritarar fyrir RÚV og Stöð 2. - Þið hafið væntanlega verið bamlaus á þessum tíma? „Já,“ svarar Adda Steina að bragði, „þetta var allt saman BC (Before Children=fyrir bömin). Eg geri stóran greinarmu...“ sagði hún en komst ekki Iengra því skyndilega bárust hróp innan úr húsinu. Drengimir tveir voru að vakna, þeir Unnar (8 ára nk. des.) og Björn 4ra ára þurftu sinn skerf af athyglinni. Áhugamaður um Gengis Khan Tveimur árum eftir austantjaldsferðina flutti Ijölskyldan til Brussel þar sem Þórir fór í nám í alþjóðasamskiptum. Þar bjuggu þau í tvö ár, Þórir dvaldi því næst í heila sex mánuði heima á Fróni og fór svo til Kazakstan. - Þið hafið varla verið orðin leið á lífinu hér heima eftir 6 mánuði? „Þetta hafði nú alltaf verið stefnan hjá mér að komast að hjá Rauða krossinum. Það opnaðist staða í Mið-Asíu og ég ákvað að sækja um. Eg hafði lesið um þetta svæði í bamæsku, var mikill áhugamaður um Gengis Khan og hafði m.a.s. tekið há- skólakúrs í Ameríku um hirðingja mið- asísku sléttunnar. Þannig að ég hafði mik- inn áhuga á þessu svæði - var áreiðanlega einn um það.“ Algert flopp eða stanslaus sigurganga? Margir leggja upp með stóra drauma, standa um tvítugt brosandi frammi fyrir lífinu, fantasera um hnattreisur, ókunna menningarheima og spennandi tilveru, en eru svo fyrr en varir sokknir ofan í „lífsgæðakapphlaupið" svokallaða. Adda Steina og Þórir létu sig ekki bara dreyma. Þau hafa farið víða um heiminn (eiga víst nánast bara eftir svörtu Afríku og Suður-Ameríku) og þegar þau líta yfir þessi 12 ár saman ættu þau að vera býsna ánægð með þá stefnu sem líf þeirra hefur tekið, ekki satt? „Já, er það ekki bara,“ gellur í Öddu Steinu, „annars finnst mér svo góð setningin sem ég heyrði einhvern tímann: „Ef Iitið er á ævina mína má sjá hana sem algert flopp eða stanslausa sig- urgöngu - allt eftir því hvernig á það er litið...“ LÓA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.