Dagur - 07.08.1999, Qupperneq 14

Dagur - 07.08.1999, Qupperneq 14
LIF OG HEILSA 30 - LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 Á sumum hárgreiðslu- stofum í Reykjavík geta menn kippt hári úr höfði sínu, afhent starfsmanni sem þræðir það í þartil- gert tæki. Eftir örfáar mínútur kemur útprent- uð greining á ástandi hársins og hvaða sjampó þú þarft til að bæta hár- heilsuna. Á hárgreiðslustofunni Englahári í Grafarvoginum er til eitt slíkt tæki en það er frá hársnyrtivöru- framleiðandanum Redken (og tækið ráðleggur fólki einmitt um það hvaða sjampó og hárnæringu frá Redken hentar því best). Líf og heilsa skrapp upp í Grafarvog til að sjá tækið með eigin augum og spjallaði við Hörpu Barkar, annan eiganda stofunnar. Harpa Harpa þræðir hár af blaðamanni í tækið og skömmu síðar kom dómurinn: fingert, þurrt og prótínlítið hár sem þarfnast prótínuppbyggjandi sjampós og næringar. Sýnishornið var svo að segja dæmigert fyrir íslenskt hár sem Harpa segir almennt vera þurrt, fíngert og iíða fyrir prótínskort. Hárgreiningartækið segist hafa verið nokkuð efins um nota- gildi hárgreinitækisins í upphafi en eftir að hafa prófað hár úr sér og samstarfs- fólki nokkrum sinnum og ávallt fengið samróma niðurstöður sannfærðist hún um að hægt væri að fara eftir niðurstöð- um hárgreinisins. íslenskt hár: fínt, þurrt og prótínskert Fyrst er hárið lagt í tækið, hárgreinirinn spyr hvort hárið sé evrópskt, afrískt eða asískt og innan fárra mfnúta prentast út seðill með upplýsingum um hárgerð, hvaða sjampó og næring henti hárinu best. Þá getur starfsfólk einnig fengið upplýsingar um hvaða blöndu af djúpnæringu sé best fyrir þessa tilteknu hártegund. „Þetta hefur skilað rosalega góðum árangri," segir Harpa. „Kúnni kemur inn með hárlos eða getur ekki notað næringu því hárið verður svo klesst. Svo greinir maður hárið, finnur sjampó og næringu samkvæmt því sem tækið segir og þegar kúnninn kemur aft- ur eftir 3-4 vikur þá dásamar hann tæk- ið í hvívetna." Yfirleitt taka starfsmenn þá aftur sýni af hárinu og setja í vélina til að kanna hvort meðhöndlunin hefur virkað. „Það gerir það undantekninga- Iaust. En hárið lagast ekki á 3-4 vikum því þú heldur áfram að brjóta það niður með því að lita það og fara í perma- nett...“ Það er ýmislegt sem getur amað að hári, fólk getur verið að nota ranga hár- næringu sem klessir hárið, mikið hárlos getur stafað af prótínskorti en hið dæmi- gerða íslenska hár er fingert, þurrt og skortir prótín. „Það er algengast að út- koman sé prótínskortur,“ segir Harpa og telur marga þætti valda því af hverju ís- lenskt hár sé svo snautt af prótfni. „Allir Islendingar eru meira eða minna með litað hár. Liturinn skemmir hárið, brýtur niður rakann í hárinu og prótínið. Is- lendingar eru svo virkir í því að hafa hár- ið á sér fínt og öll meðhöndlun skemmir hárið," segir Harpa en bætir því við að hárblástur og jafnvel rokið geti þurrkað hárið. Því þurfi flestir vörur sem byggja upp hárið til mótvægis við kemfsku efn- in (sem við notum til að gera það fínna en brjóta hárið niður). Hár sem teljast má í eðlilegu ástandi fyrirfinnst varla, segir Harpa, en dýrar hársnyrtivörur eru að sjálfsögðu ekki eina leiðin til að lxfga upp á hálfskemmt hár, hárlos stafar meðal annars af vítamínsskorti og með því að borða prótínríkara fæði er minni hætta á prótínskorti í hárinu. - LÓA Beinþynning hjá táningum Hingað til hafa menn einkum tengt bein- þynningu við eldri konur en Laura Bran- bach, prófessor við Stanford háskóla, heldur því fram að hugsa þurfi um for- varnir gegn beinþynningu allt frá fæð- ingu. „Megnið af beinmassanum verður til milli tvítugs og þrítugs og það mun þjóna sem beinmassabanki þinn það sem eftir er ævinnar." Einn áhættuhópurinn eru unglingsstúlkur sem stunda of stífa líkamsþjálfun. Stífar æfingar valda Iægri estrógen framleiðslu en estrógen er mik- ilvægt til að viðhalda heilbrigði beina. Unglingar sem þjást af lystar- stoli eru einnig í áhættuhópi sem og asmasjúk- Iingar sem hafa verið með- höndlaðir með sterum. Þó að 60-80% bein- þynningartil- fella mekja rekja til arfbera þá vill prófess- or Bachrach beina athyglinni að þeim 20- 40% sem má rekja til lífernis. Hún mælir með 12-1500 milligrömmum af kalki á dag fyrir unglinga, sem jafngildir 4-5 mjólkurglösum, en ef unglingarnir borða líka saltríka fæðu, sem dregur úr nota- gildi kalksins í Iíkamanum, þá þarf enn meiri kaikneyslu. Þess má geta að ýmsar æfingar, svo sem þjálfun með Ióðum, hlaup, ganga og Ieikfimi styrkja beinin en þegar þjálfunin er orðin mjög stíf þá er hætta á beinþynningu síðar á ævinni þvf erfitt eða ómögulegt er að vinna upp tap- aðan beinmassa. Sjálfshjálp vegna fyrirtíðarspennu Talið er að um 50% kvenna finni fyrir einkennum fyrirtíðarspennu á hverjum tíðahring, iðulega 7-10 dögum fyrir blæð- ingar. Meðal einkenna eru þrútin brjóst, þreyta, niðurgangur eða hægðatregða auk ýmislegra andlegra sveiflna. Konur geta þó ýmislegt gert til að draga úr ein- kennunum með því að: - draga úr neyslu á koffíni, sykri, salti, áfengi og mjólkurvörum í 1-2 vikur áður en blæðingar heíjast - borða oft en lítið í einu, t.d. 6 sinnum á dag, helst fitusnauðan og trefjaríkan mat - taka B6 vítamín eða magnesíum - hvíla sig vel, sofa nóg, fara í heit böð og nota heita bakstra til að lina verki í baki og vöðvum Ohóflega stíf líkamsþjálfun ung/ingsstú/kna getur va/dið beinþynningu síðar á ævinni. Munngælustellingar KYNLIF Munnlega ástar- leiki getur fólk þróað og leikið sér með enda- laust. Munnmök þurfa alls ekki að vera bara tunga á sníp, þvf það er svo óendanlega margt sem hægt er að gera til- raunir með. Lít- um hér á nokkrar stellingar til munnlegra ástar- Ieikja: Á rúminu: Konan liggur með fætur vel í sundur hangandi ffam af rúmgafl- inum, munngælirfnn krýpur við rúmstokkinn og hefur glæsilegt útsýni og aðgang að kimunum innstu. Hér er kjörið tækifæri til að teygja sig í titrarann í nátt- borðsskúffunni, eða að galdra fram Qöður til kynörvandi innan- lærakitlinga. Klassík: Konan liggur með fætur sundur, bogin hné, iljar í gólfi/á rúmi og hæla sem næst rassi. Munngælir liggur á kvið sínum milli fóta hennar og krækir handleggjum þéttingsfast um sitt hvort lærið þannig að hendur hans koma nið- ur hjá nára. Gefandi getur hér gælt við nárasvæði eða innanverð læri og einnig notað fingur í skauti til að auka unaðinn eða hvíla tungu sína. Krjúpandi: Hér liggur gælirinn á bakinu og konan kiýpur með hné sín sitt hvoru megin við höfuð hans og snýr höfði sínu að hans. Hún get- ur annað hvort hallað sér aftur á bak og stutt Iófum á læri elskhuga síns eða á undirlagið, eða farið á fjóra fætur og lækkað skaut sitt þannig að gefandi munni elskhug- ans. Standandi: Konan stendur og hallar sér að vegg, hefur fætur sina gleiða og ýtir mjöðmum fram. Elskhuginn krýpur milli fóta hennar og veitir skautinu unað með munni, tungu, tönnum og fingrum. Ef konan fær fullnægingu í þessari stöðu má allt Pör sem eiga annríkt og eru farín að láta ástarlífið sitja á hakanum vegna barnauppeldis, atvinnu og veiðitúra ættu að taka frá a.m.k. einn dag í mánuði til llkamlegra nautna. eins búast við því að fætur hennar verði sem bráðið smérlfki og skyldi gefandinn vera undir það búinn. Sextíuogníu: Elskendur liggja með höfuð að kynfærum hvers/hvors/hverrar annars/annarrar, annar á baki og hinn ofaná eða báðir/bæði á hlið. Hér er hægt að veita tvíhliða munngælur en þó má um það deila hversu auðvelt er að einbeita sér að því að gefa þegar maður er samtímis þiggjandi. Fanginn: Konan liggur á baki og setur fót- leggi sína yfir bak og axlir elskhuga síns. Þannig verður hann fangi hennar og hún getur nú þrýst hon- um að skauti sínu að vild. Ein uppskríft: Sendið bömin í húsdýragarðinn, leggið bílnum í næstu götu og setj- ið talhólfið í gang. Gerið andrúms- loftið í íbúðinni örvandi og safa- ríkt, prófíð reykelsi, kertaljós og tónlist (t.d. Barry White eða Portishead, fer eftir fæðingarári). Finnið góðan stað þar sem hægt er að búa til hið fulíkomna kynfleti með nóg af púðum og sængum og lökum, já og notið endilega aukalök sem þola dálitla olíu og ástasafa. Konan leggst nú á fletið og finnur sé stellingu þar sem púðar styðja vel við líkama hennar þannig að staðan sé algjörlega áreynslulaus. Elskhuginn hefur Ieikinn með líkamsnuddi og notar til þess góða olíu (munið að olía má ekki komast í snertingu við smokka, þá kemur gat og kannski Iítið bam í magann). Hann bytjar á því að einbeita sér að öllu öðm en kynfæmm hennar en má þó nota annað en hendur til að nudda með, s.s. lim, tungu og fæt- ur. Smám saman færist nuddið nær ólgandi miðbiki ástkonunnar. Að liggja nakin á þægilegum stað með umhyggjusömum elskhuga getur ekki verið annað en sprengiörvandi fyrir hverja þá konu sem Iíður vel í líkama sínum og ber traust til elskhuga síns. Til að auka enn á örvunina getur elsk- huginn lýst því í orðum hvemig áhrif líkami ástkonunnar hefur á hann, hvað hann er að gera og hvað hann ætlar að gera seinna í leiknum. Svona munaðamudd er tilvalið upphaf að óralöngum og sjóðheitum ástardegi og auðvitað er hægt að skipta um hlutverk af og til. Björgunaraðgerð Pör sem eiga annríkt og eru farin að láta ástarlífíð sitja á hakanum vegna bamauppeldis, atvinnu og veiðitúra ættu að taka frá a.m.k. einn dag í mánuði til líkamlegra nautna. Þannig er hægt að nálgast hvort annað, bíása í glæður og losa um sambandspirring með einkar þægilegum hætti Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.