Dagur - 07.08.1999, Side 15

Dagur - 07.08.1999, Side 15
t^wr LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 31 1 jc n n gtII 1 L. 1! F li/ U/ O I 1 IL L Neóngrænt og hvítt helst í tísku Það sem einkennir ís- lenska veðráttu er að skjótt skipast veður í lofti. Þegar pakkað er niður í ferðalagið þarf að huga að því að taka með sér fatnað sem hæfir öll- um mögulegum aðstæð- um sem upp kunna að koma. Það er landlægt hérlendis að spá í veðrið. Það hefur verið sagt um veðrið á Islandi að það sé með öllu óútreiknanlegt. Með haustinu er von á hinum árstíða- bundnu hellidembum þegar haustlægðirnar læðast yfir Iandið. Þessa daganna er fólk í sumar- fríum, þeir sem ekki eru farnir í ferðalag eru á leiðinni. Ekki er óvitlaust að láta regnfatnað ofan í töskur áður en lagt er af stað. Bleytan er einmitt versti óvinur manns á ferðum um Iandið. Hún gerir það að verkum að mönnum kólnar hraðar, líður verr auk þess sem ýmis heilsuvandamál geta gert vart við sig. Margir fara í gönguferðir um landið. Það er algjör nauðsyn fyr- ir þá að vera í góðum galla. Það er jafn nausynlegt fyrir þá sem verða í bænum yfir helgina að eiga góða vatnshelda flík að fara í. Mikið úrval er af regnfatnaði allt frá hefðbundnum regngalla uppí flíkur úr öndunarefni. mynd: hilli Þunnir sjógallar vinsælir Hægt er að fá regngalla af hinum ýmsu stærðum og gerðum allt frá einnota regnslám uppí vatnsþétta útivistagalla úr öndunarefnum. I þessum fatnaði sem öðrum eru ákveðnir tískustraumar. Hægt er að fá galla sem geta bæði verið fallegir en koma um leið að not- um sem vöm gegn vatni og vind- um. Verslunarstjóri í þekktri úti- Peir gallar sem mest seljast í dag líta út eins og hefðbundinn sjófatnaður en eru framleiddir úr léttara efni.“ mynd: hilli. vistarbúð í Reykjavík sagði að núna væru helst anorakkar og svoleiðis „inn“ hjá unga fólkinu. Sjóldæðagerðin framleiðir ýms- ar gerðir af fatnaði undir vöru- merkjum Max og 66°N. Þar á bæ eru allt í boði frá sjógöllum og Iöndunargöllum uppí fínasta önd- unarfatnað. „Við erum að selja þunna galla sem eru alveg eins og hefðbundin sjófatnaður en bara framleiddir úr léttara efni,“ sagði verslunarstjórinn í verslun 66°N við Skúlagötu. Unga fólkið vill vera áberandi Særós og Maren, af- greiðslustúlkur í sjó- klæðagerðinni við Skúla- götu, fóru um verslunar- mannahelgina á Halló Akureyri. Þær tóku með sér hvíta regngalla til von- ar og vara. Þær segja að þessa dagana sé hvítt í tísku en einnig sé algengt að ungt fólk kaupi neóngræna galla en einnig eru apelsínurauðir gallar alveg klassískir. Unga fólkið vill vera áberandi og þess vegna kaupir það skæra liti. Neóngrænt er líka örygg- isliturínn, hann er sjálf- lýsandi. Það eru til ýmsar gerðir af göllum úr ýms- um efnum. Það em til smekkbuxur, mittisbuxur, opnar úlpur og anorakkar. Bux- umar em ýmist með rennilás á skálmunum eða ekki. Rennilás- inn getur verið hentugur fyrir fólk sem þarf að smeygja sér úr bux- unum með lítilli fyrirhöfn án þess að fara úr skóm. Gott að vera undir allt búin Þó að köld rigningin geti oft verið hressandi þegar hún skellur í andlitið er það ekki gott fyrir heilsuna að veslast upp í vosbúð og rigna niður. Regngallar geta verið mjög smart á votum sfðsum- arsdegi eru þeir örugglega fatnað- urinn til þess að klæðast áður en farið er að spóka sig í bænum. Nú er verslunnarmannahelgin með sínum útihátíðum nýafstað- in. Margir eiga sér minningar frá slíkum hátíðum, þar sem allt í einu gerði úrhellisskúr eftir allt sólskinið. Það eru frægt atriði í Stuðmannamyndinni „Með allt á hreinu", þar sem fólk er á útihá- tíð í rigningu klætt f svört herðasjöl úr ruslapokum. Slíkur fatnaður er einnota en gott er að vera undir allt búin enda ólíklegt annað en einhverstaðar rigni síð- sumars á Islandi. -PJESTA Á Islandi er allra veðra von, því er ekki óvitlaust að pakka niður regnfötum áður en lagt er afstað í ferðalagið. Ræktendur og sumarhúsafólk! Handbók ræktenda við sjávarsíðuna! siaía1iki að se' fara* Hæhtum 'c ■ v R*ktun yió sjávarsiduna I ritinu er m.a. fjallað um saltskemmdir, meindýr, sjúkdóma í trjágróðri, gíldi áburðar við trjárækt, harðgerði plantna, reynslu ræktenda og fleira. Plöntulisti sem sýnir flokkun trjágróðurs við sjávarsfðuna. ItLéáá ifiwii "--***« Sumarhús 09 Timaritið Sumarhúsið er komið út, stútfullt af skemmtilegu efni, m.a.heimsókn hjá Ólafi Erni Haraldssyni alþingismanni í sumarhús hans á Laugarvatni og Ingvari Helgasyni í sveitasetur hans á Snæfellsnesi. , w Rit og rækt ehf er ungt útgáfufyrirtæki sem leggur metnað sinn íþað að veita lesendum sínum gagnlegt, spennandi og fræðandi lesefni. RIT & RÆKT ekf Háliolti 14 • Po.box 89 270 Mosfellsbæ Sími: 58 68 003 Þessi tvö blöð fá.st á næsta blaðsölustaó, eóa hjá útgefanda og kosta hr/ort um sig aðems kr. 690. i-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.