Dagur - 07.08.1999, Page 17
Tfc^tir
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 33
LÍFIÐ í LANDINU
Bandaríkjamaðurinn Nath-
an Rutstein hélt fyrirlestra
í Sumarskóla Bahaímanna
í Svarfaðardal í vikunni.
Hann er einn stofnenda
samtakanna „Institute for
Healing Racism" en mark-
mið þeirra er að útrýma
kynþáttahatrí og bæta
samskipti ólíkrakynþátta.
Nathan Rutstein var lengi sjón-
varpsfréttamaður hjá fréttastofun-
um NBC og ABC í Bandaríkjunum
áður en hann snéri sér að samskipt-
um kynþátta og þar að lútandi
vandamálum. „Ég uppgötvaði
hvemig kynþáttahatur blundaði í
sjálfum mér og það skelfdi mig,“
segir Rutstein þegar hann er spurð-
ur um aðdraganda þess að hann fór
að sinna samskiptum kynþátta. „Ég
var að flýta mér á bíl mínum eitt
sinn og ökumaðurinn á undan mér
ók alltof hægt, langt undir leyfileg-
um hraða. Svo þegar ég sá að þetta
var gamall blökkumaður skutust
ósjálfrátt fram í huga minn hin
niðrandi orð „frá með þig surtur" en
ég hafði aldrei í lífinu notað slíkan
munnsöfnuð. Mér brá og velti því
fyrir mér hvaðan þetta kæmi. Ég
skammaðist mín. Mér fannst rangt
að hugsa á þennan hátt og hafði
samt enga stjóm á þessum hugsun-
um. Síðan varð ég mjög reiður við
þennan mann sem ég þekkti ekki
neitt, þá hatursfullur og að lokum
hræddur. Ég taldi mér síðan trú um
að atvikið hefði ekki skipt máli og
endurspeglaði alls ekki persónuleika
minn. Ég blekkti sjálfan mig til að
halda að þetta kynþáttahatur mitt
væri horfið fyrir fullt og allt. En það
hélt áfram að malla í undirmeðvitundinni.
Seinna, braust þetta hatur út aftur líkt og
skrímsli en ég varð mjög flinkur í að ýta því
til hliðar og afneita því. Loksins lenti ég í
dramatískri reynslu í Chicago þar sem allir
mínir kynþáttafordómar hreinlega heltóku
mig. Ég vissi að ég var sjúkur og að ég
þyrfti hjálp. Ég leitaði hjálpar í mörg ár án
mikils árangurs, las bækur og talaði við
fólk. Fólk reyndi að sannfæra mig um að
það væri ekkert að mér enda var það sjálft í
sömu afneitun. Kynþáttahatur hefur áhrif
á alla Bandaríkjamenn vegna þess hve
samofið það er sögu landsins og þjóðarvit-
und“.
Samtök stofnuð
Árið 1989 stofnaði Nathan Rutstein ásamt
fleirum samtökin „Institute for Healing
Racism" í kjölfarið á bók sem hann skrifaði
og hafði vakið sterk viðbrögð lærðra og
leikra.
„I samtökunum er gengið út frá því að
kynþáttahatur sé sjúkdómur, sálfræðilegur,
tilfinningalegur og trúarlegur. Hjá hvíta
fólkinu kemur hann fram í nokkurs konar
þráhyggju/áráttu eða þeirri tilfinningu að
það sé hafið yfir aðra kynþætti. Þetta á ræt-
ur sínar að rekja til fyrstu stjómmálaleið-
toganna og trúarleiðtoganna sem komu
þessu inn hjá fólki. Á hinn bóginn hefur
litaða fólkið verið skilyrt til að líða eins og
annars flokks jafnvel þátt það sýni það ekki
útávið. Undir reiði þess er oft ótti, óöryggi
og sjálfshatur sem stafar af því að fólkið
hefur tekið kynþáttahatrið inn á sig. Ef
ekki er tekist á við þessa líðan getur hún
valdið líkamlegum einkennum eins og
háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum,
nýmasjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að
svartir Bandaríkjamenn upplifa stöðuga
streitu við það að reyna sífellt að samlagast
og verða svo ævinlega hafríað á firílegan
hátt“.
Að stöðva kynþáttahatur
Rutstein segir að samtökin sem hafa á sín-
um snærum 300 stofnanir, hafi tvö megin
markmið og nokkrar leiðir eða skref til að
ná þeim.
„Fyrra markmiðið er að stöðva kynþátta-
hatur í nánasta samfélagi en það er ekki
hægt fyrr en maður hefur tekist á við eigið
kynþáttahatur. Seinna markmiðið er að
stuðla að einingu. Við notum 5 skref til að
ná þessum markmiðum. Fyrsta skrefið er
að skilja og tileinka sér lögmálið um ein-
ingu alls mannkyns. Allir á plánetunni jörð
eru skyldir hvetjir öðrum - samkvæmt nú-
tímavísindum eru hvaða tvær manneskjur
sem er að minnsta kosti „fimmtíumenning-
ar“ að skyldleika og náttúrulega mun skyld-
ari í anda. Annað skrefið er að læra og
skilja hvemig kynþáttahatur hefur þróast í
því landi sem maður býr. Þriðja skrefið er
skilja sjúkdómsfræði kynþáttahaturs og
hvemig það hefur áhrif á allt fólk. Okkur í
samtökunum hefur tekist að fá nokkra
læknakóla til að bjóða upp á námskeið í
sjúkdómsfræði kynþáttahaturs í geðdeild-
unum og lítum við á það sem áfangasigur.
Fjórða skrefið er að taka þátt í málþingum
þar sem fólk kemur saman í öruggu and-
rúmslofti og lærir að hlusta með hjartanu
fremur en huganum. Þar eru grímur felld-
ar og fólk skoðar raunverulega líðan sína.
Fimmta skrefið felst í að láta verkin tala í
samfélaginu. Þegar grundvöllur samtak-
anna er orðinn traustur, fer fólk að Ianga
til að fara út í samfélagið og hafa áhrif í
fyrirtækjum og stofnunum", segir Rutstein.
Hann segir að stofnun samtakanna á hveij-
um stað virki eins og neisti sem kveikir í
fleirum.
Rutstein nefríir bæinn Grand Rapids í
Michigan fýlki sem dæmi um þetta. I þeim
bæ stofnaði háttsettur maður hjá stóru fýr-
irtæki stofnun fýrir samtökin og í dag er
búið að setja á laggimar nefndir um sam-
skipti kynþáttanna í nánast öllum skólum,
fyrirtækjum og stofnunum bæjarins. Rut-
stein segir að árangur samtakanna sé met-
inn með sérstökum könnunum reglulega.
Rutstein segir að augu þátttakenda í
samtökunum opnist fýrir því hvemig kyn-
þáttahatur hefur haft áhrif á líf þeirra.
Hvítir sjá þráhyggjuna, aðrir sjá hvemig
þeir hafa tekið kynþáttahatrið inn og gert
að sjálfshatri. „Fólkinu er svo hjálpað að
losna við eitur og sárindi og taka inn í stað-
inn einlæga trú á einingu mannkynsins.
Okkur finnst að ef að manneskja skilur að
við erum öllum skyld, burtséð frá húðlit,
búsetu og menningu, þá verða meiri líkindi
til þess að við getum skilið, verndað og þótt
vænt hvert um annað. Mikilvægast er að
skilja að við eru öll meðlimir í sömu fjöl-
skyldunni", segir Rutstein.
ísland með
augum Rutstein
„Ég hef aðeins verið hér á landi í eina viku
en innsæi mitt, sem ég hef lagt rækt við, og
samtöl mín við fólk segja mér eitt og ann-
að. Mér virðast Islendingar í grundvallar-
atriðum vera heiðvirðir, duglegir og hrein-
skilnir, en svolítið óafvitandi um ólíkar
þjóðir í heiminum. Ég skynja að þjóðin
hefur verið nokkuð einangruð en að nú sé
Island að færast í hringiðu þjóðanna. Þið
hafið til dæmis sérfræðinga í sjávarútvegs-
málum sem fara til Affíku, Asíu og Suður-
Ameríku og þeir kannski kynnast þar mök-
um sínum, koma til baka og eignast böm
af blönduðuð kynþáttum. Flóttamenn
koma hingað frá Kosovo, Albaníu, Víetnam
og fleiri löndum. Sumu af þessu fólki hefur
stundum liðið ónotalega héma. Það hefur
upplifað einhvers konar höfríun. Þetta
ástand á eftir að verða algengara vegna
þess að fólk á eftir að vilja koma hingað í
fegurðina og velmegunina. Og þá verða Is-
lendingar að muna að þetta fólk er Guðs
böm eins og þeir sjálfir. Bahaiíar hér á Is-
landi trúa þessu virkilega og í sumarskóla
þeirra hér í Svarfaðardal voru Islendingar
af mjög þölbreyttum uppruna. Fólkið talaði
íslensku og var stolt af landinu. Þetta fólk
sýndi svo milda sátt og samlyndi að mér lá
við að gráta og ég vildi að aðrir Islendingar
hefðu geta orðið vitni að þessu. Sumir
þessara Bahaía hafa velt lýrir sér samskipt-
um kynþáttanna á íslandi og vona þeir
innilega að ástandið fari ekki í svipaðan
farveg og verið hefur í Bandaríkjunum,"
segir Nathan Rutstein að lokum. - vep
Nathan Rutstein. Kynþáttahatur hefur neikvæð áhrif, jafnt á fólk sem tilheyrir „æðri“ og „óæðri" kynþáttum.