Dagur - 07.08.1999, Síða 18
*<. < 07 T?\V;?\K r g\\C\CinQIVCN\\C<\
34 - LAUGARDAGUR 7 ÁGÚST 1999
Magniís Geir
Guðmundsson
skrifar
Afbragðsgrípur
Eitt af því sem gerir hinn stóra
poppheim nokkuð skrýtinn, er
að stundum virðast hinar ýmsu
stjörnur hans þurfa að ganga í
gegnum hinar verstu þrenging-
ar til að skapa svo hin bestu
verk. A annan hátt má orða
þetta þannig eins og stundum
með hið daglega líf einstak-
lingsins, að til að geta náð því
besta fram þurfi viðkomandi að
fara sem lengst niður þannig
að risið verði þeim mun meira.
I sálarfræðum er slík meðferð
víst til, sjúklingurinn fyrst brot-
inn niður, en svo byggður upp
til að hann nái að sögn sem
bestum bata. Slíkt hefur reynd-
ar þótt í meira lagi umdeilt og
meðferð á þann hátt bara orðið
í mörgum tilfellum til þess að
gera illt verra. Nú, hvað sem
því líður, þá er víst óhætt að
segja að ekki hafi blásið byr-
lega síðustu árin hjá írsku
rokksveitinni Cranberries.
Vandræði söngkonunnar Dolor-
es O’riordan, m.a. vegna lyst-
arstols, rötuðu oft á síð-
ur slúðurblaða og innan
sveitarinnar sjálfrar var
ástandið um tíma vægast
sagt ekki gott. En með
samstilltu átaki náðu
meðlimirnir áfram að
stilla saman strengi og
ákveðið var að taka upp
nýja plötu, sem svo kom
út nú fyrr í sumar undir
nafninu „Burry the
hatchet," táknrænt heiti
þar sem „Stríðsöxin er
grafin", að sögn ekki síst
þeirra sjálfra á millum.
Og eftir allar þessar
hremmingar virðist ofan-
greind kenning heldur
betur ætla að eiga vel við
um þessa plötu, sem
vægast sagt er afbragðs-
gripur. Á henni samein-
ast eiginlega allt það
besta í fari sveitarinnar,
einföld og grípandi popp-
og rokklög þar sem áhrif
þjóðlagaandans njóta sín
Cranberries. Sjaldan eða aldrei betri.
sem aldrei fyrr í bland við
kraftmikla rokktakta. Kassagít-
arinn leikur stórt hlutverk í til-
tölulega einföldum útsetning-
um plötunnar og er sérlega
áhrifaríkur í einfaldleika sín-
um. Þrettán lög, nánast hvert
öðru betra, gera þessa plötu
eina af þeim allrabestu það
sem af er árinu og er án efa sú
allrasterkasta af þeim fjórum
sem Cranberries hafa sent frá
sér til þessa.
Koma litla
Stórstirnisins
„Það er bara svona,“ varð um-
sjónarmanni að orði líkt og
sjálfsagt fleirum þegar hann
fregnaði um nýliðna verslunar-
mannahelgi, að sjálfur Mick
Jagger, söngvari Rolling Stones
hefði mjög svo óvænt brugðið
sér hingað til lands í heimsókn.
Eftir allt sem á undan var
gengið síðasta árið eða svo með
fyrirhugaðri komu Jagger og fé-
laga hingað til lands var ekki
nema von að rekin væru upp
stór augu og minnkaði ekki
undrunin þegar sást hverning
ferð hans um landið var svo
háttað, hjólreiðaferð með
meiru um Vestfirði. Ofan á allt
þetta var svo í meira lagi fróð-
legt að fylgjast með þeim við-
brögðum sem koma Jaggers
vakti og þá sérstaklega hjá ýms-
um fjölmiðlamönnum. Eins og
allir sáu og/eða vita var það
hinn geðþekki fréttaritari RÚV
á Vestfjörðum, Finnbogi Her-
mannsson, sem var svo hepp-
inn að ná í skottið á goðinu í
viðtal og var því fljótlega út-
varpað á Rás 2. I kjölfarið
komu svo sjónvarpsstöðvarnar
með smáspjall rétt í þann
mund sem kappinn hélt áfram
sinni ferð á hjólhelstinum. Við-
staddir voru í sjöunda himni
væntanlega og þá ekki hvað síst
sýslumaðurinn á staðnum,
Ólafur Helgi Kjartansson, sem
dáir og dýrkar „litla stórstirnið"
og hans félaga meira en flestir
aðrir hérlendis. Atti hann víst
frekar á dauða sínum von en að
hitta goðið þarna í heimabæn-
um af öllum stöðum. Eftirleik-
inn þekkja menn svo og ekki
ástæða til að reifa hann mikið
frekar og var þetta í allri sinni
„dýrð“ hið skemmtilegasta að
fylgjast með. Það er hins vegar
annað sem rétt er að staldra
meira við varðandi heimsókn
Jaggers, eða nánar tiltekið við-
talið fræga sem Finnbogi átti
við hann og ýmsir urðu til að
öfundast yfir leynt og Ijóst á
öðrum fjölmiðlum yfir helgina.
Hverju á að trúa?
Eins og fólk man væntanlega
vel ennþá voru tónleikarnir
með Stones boðaðir í tvígang,
fyrst síðla sl. sumars og svo aft-
ur nú í sumar, en ekkert varð
af. Skýringin sem gefin var í
seinna skiptið var að ekki var
hægt að halda tónleikana á
þeim degi sem sagt var að for-
ráðamenn sveitarinnar buðu
upp á. Málin voru semsagt
komin svo langt að sögn, að
tónleikarnir væru nánast
ákveðnir nema að vegna dag-
setningar sem ekki var hægt að
breyta, varð að hætta við allt
saman. Ymsir, og þ.á.m. ritari
Poppsíðu Dags, hafa frá fyrstu
tíð haft vissar efasemdir um
þetta tónleikahald og bentu á
ýmis atriði sem ryðja þyrfti úr
vegi áður en til gæti komið,
sem og að auðveldara væri um
að tala en í að kommast hvað
varðaði þetta mikla verkefni að
koma Stones hngað til lands.
Ýmsar stórar yfirlýsingar sem
féllu varðandi tónleikahaldið
og síðan ofangreindar skýringar
komu því hinum sömu ekki á
óvart, en jafnframt hefur þeim
verið tekið með hæfilegum fyr-
irvara. Og eftir að hafa heyrt
viðtal Finnboga við Mick Jag-
ger virðist það ekki hafa verið
að ástæðulausu. Svar kappans
við spurningu Finnboga um
meinta tónleika hérlendis
bendir til þess, að ekki hafi allt
verið eins og sagt hefur verið.
„Aldrei ákveðnir, aðeins á um-
ræðustigi," er kjarninn í því
sem fram kom hjá söngvaran-
um. Verður þetta ekki misskil-
ið, þó einhver hafi verið að
reyna að túlka þetta öðruvísi.
Aftur á móti er það svo spurn-
ingin hver hafi nákæmlega rétt
fyrir sér. Þær konur, fleiri en
ein og fleiri en tvær, sem ná-
lægt málinu hafa komið á einn
eða annan hátt, kunna vissu-
Iega að hafa skýrt frá eins og
þær héldu að málin stæðu í
viðræðum aðila hér og svo
samninga/umboðsmanna sveit-
arinnar og talið sig út frá því
geta fyllyrt að hún kæmi. En
eins og þar stendur, þá er eitt
að tala við umboðsmenn og
annað að tala við sveitarmenn
sjálfa. Frá bæjarhóli Jaggers og
félaga hefur því ákvörðunin um
að koma og spila greinilega
aldrei verið tekin þótt kannski
einhverjir talsmenn hafi gefið
það sterklega í skyn. Aðurnefnd-
um talskonum og meintum tón-
leikahöldurum er því kannski
vorkun, en spurningin Iifir samt
sem áður ennþá eða eins og seg-
ir í vísunni góðu. Satt og Iogið,
sitt er hvað/sönnu er best að
trúa/en hvernig á að þekkja
það/þegar flestir ljúga? Lætur
undirritaður annars lesendum
það eftir að sinni að draga sínar
ályktanir af þessu, en lærdómur-
inn sem draga má er hins vegar
augljós. Að taka því með fyrir-
vara þegar slík meint stóráform
eru annars vegar í stað þess að
rjúka upp til handa og fóta.
Robbie Williams
En hvað sem líður öllu þessu
fári varðandi Jagger og Rolling
Stones, þá er það víst meiningin
að ungpopphetjan Robbie Willi-
ams komi í stað Stones ef marka
má fregnir. Tónleikar verða nú
17. þessa mánaðar í höfuðborg-
inni. Sem fyrrum meðlimur í
strákasöngflokknum Take That
og nú í seinni tíð vinsæll á
heimaslóðum í Bretlandi á eigin
vegum er Robbie örugglega vel
þeginn gestur og munu t.d. ýms-
ar unglingsstúlkur án efa mæta
á svæðið. Það er hins vegar rétt
að benda á, að strákurinn er
engin heismsstjarna og að t.d.
Garbage sem kom hingað fyrr í
sumar á FM afmælistónleikana
er öllu vinsælli á þeim mæli-
kvarða. Það gæti því brugðið til
beggja vona með hans tónleika
hvað aðsókn varðar og gera að-
standendur tónleikana (sem eru
að einhverju leyti þeir sömu og
ætluðu að fá Stones hingað) sér
væntanlega grein fyrir því.