Dagur - 10.08.1999, Qupperneq 6

Dagur - 10.08.1999, Qupperneq 6
 ,6 j,pMfÐ.Jl/PAGUB, 'IO^ÁQÚ $?,.!<>.? 9 ÞJÓÐMÁL l>ramr Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 sioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Askriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. A mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Amundi Amundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Sfmbré f auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík) HákarlaþaMð í fyrsta lagi Fylgst verður náið með því hvort aðgerðir fylgja orðum Davíðs Oddssonar um nauðsyn þess að setja í lög hömlur við því að ein- staklingar eða fyrirtæki eignist stóran hlut í bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Hann lýsti því yfir um helgina að það væri ekki hollt fyrir þjóðina að fjármálakerfið væri á fárra höndum og boðaði lagasetningu til að koma í veg fyrir það. Þetta er mikil- væg og tímabær yfirlýsing forsætisráðherra landsins. En megin- atriðið er auðvitað að hann fylgi þessum orðum eftir með at- höfnum. í öðru lagi Þeir sem vilja ekki lög til að koma í veg fyrir að fáeinir hákarlar viðskiptalífsins eignist ráðandi hlut í fjármálakerfi þjóðarinnar, einblína á tæknileg vandamál. Auðvitað er endalaust hægt að fínna tæknilega örðugleika á að framkvæma hvaða stefhu sem er. En ef viljinn er fyrir hendi þá er líka alltaf hægt að fínna fær- ar leiðir að markinu. Úrtölumenn beita jafhframt þeim fáránlega áróðri að hákarlaþak muni gera bankana verðminni. Þvert á móti mætti ætla að slík takmörkun bætti enn firekar stöðu bank- anna sem yrðu þá ekki um of háðir einstökum viðskiptajöfrum sem ættu enn meiri hagsmuna að gæta í öðrum fyrirtækjum en viðkomandi banka. í þriðja lagi Yfírlýsing Davíðs Oddssonar kom mörgum á óvart, ekki síst vegna þess að undirsátar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins gerðu í síðustu viku lítið úr slíkum hugmyndum og töldu þær óæski- legar og óframkvæmanlegar. Þess vegna velta margir því fyrir sér hvort ummæli forsætisráðherra séu fyrst og fremst fýluviðbrögð vegna þess að með samningnum við Orca SA misstu kunnir sjálfstæðismenn af Ijórðungshlut í Fjárfestingarbankanum, eða hvort hugur fylgir máli. Eitt er víst: ef Davíð Oddsson vill í raun og veru takmarka hlut einstakra peningamanna í fjármálakerfi landsins þá hefur hann vald til að knýja slíkt í gegn. Framvinda málsins er því prófsteinn á raunverulegan vilja forsætisráðherra. Elías Snæland Jónsson. Hesturmn - nýja efnaliagsundrið Garri varð fyrir hugljómun um helgina þegar hann var að fylgjast með fréttum af hesta- mannamótinu í Þýskalandi. Það voru þeir þjóðarforingjar, Guðni Ágústsson, landbúnað- arráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson forseti, sem fram- kölluðu þessa hugljómun, en yfirlýsingar þeirra og ræður færðu Garra heim sannin um mikilvægi íslenska hestsins. Nú kemur í ljós að ís- lenski hesturinn er svona líka gasalega vinsæll í Þýskalandi og menn geta bara flutt út heilu stóðin og fengið gott verð fyrir ef rétt er á mál- um haldið. Garri hafði satt að segja enga grein gert sér fyrir þessum útflutningsmögu- leika fyrr en þeir ráðherrann og forsetinn bentu á hann. Teknir í bakariið Sérstaklega þótti Garra Guðni vera góður þegar kom að þýsku tollheimtumönnunum sem voru að spyijast fyrir um sölumál íslenskra hesta. Þess- um þýsku faríseum sem ekki skildu guðdómleik fslenska hestsins. Sáuð þið hvernig hann tók þá? Hann benti bara á að Islendingar væru „upp- runaþjóð íslenska hestsins" og menn kæmu einfaldlega ekki fram við upprunaþjóðir hesta af dónaskap. Rök Guðna, eins og Garri skildi þau voru skýr: Islenski hesturinn og íslenska þjóðin eru eitt og móðgun við íslenska hrossakaupmenn er móðgun við íslenska þjóð og móðgun við íslenska þjóð er móðgun við íslenska hestinn því íslenska þjóðin er upp- Guðni Ágústsson. runaþjóð hestsins! Og Guðni barði í borðið. Ef Garri hefði fengið að ráða, hefði hann hvatt til þess að silfurfleygar þessa hestamannamóts færu nokkra hringi í Islendinga- hópnum eftir slíkt útspil ráð- herra. Stóriðja En það kom í hlut forsetans að útskýra möguleikana í útflutn- ingi á hestum. Hann benti á hina miklu vaxtarmöguleika greinarinnar, en það sem olli hugljómun Garra var samlíking forsetans við stóriðju. Garri sá þarna í hendi sér að hægt yrði að ná þjóðarsátt hjá upp- runaþjóð íslenska hestsins um nýja stóriðju: hrossarækt eða hrossastóriðju. Þannig mætti mörg mál leysa í einu vetfangi. Fljótsdal yrði bjargað sem og Eyjabökkum, en á Reyðarfirði risi hins vegar mikil og vegleg stóðhestastöð. Þar með gæti hestamaðurinn Finnur Ingólfsson lagt á hill- una álversdrauma sína og losnað við kvabbið í ráðvilltum umhverfissinnum. Hann gæti þess í stað gengið í lið með Guðna flokksbróður sínum við að berjast gegn ráðvilltum þýskum skattheimtumönnum. Það er greinilegt að það er bjart framundan í íslenskum efnahagsmálum og íslenskri pólitík. Nú taka menn hönd- um saman og sameinast um að efla þessa nýfundnu upp- sprettulind þjóðartekna - fs- lenska hestinn. Lifi íslenski hesturinn! — GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS „ 1 SON SKRIFAR Klippt var þaö, skoriö var það! Neytendasamtökin hafa allar forsendur til að verða stærstu og öflugustu samtök á Islandi. Ein- faldlega vegna þess að allir Iandsmenn eru í raun neytendur samkvæmt skilgreiningu og af því að þeir eiga ekki annarra kosta völ vilji þeir lífi halda. Allir framleiðendur eru jafnframt neytendur, bændur eru ekki síð- ur neytendur en til að mynda blaðamenn. Og raunar má segja að allt sem Iffsanda dregur í Iandinu sé neytendur, þar með taldir kjúklingar, nautgripir og sauðfé, þó vissulega megi segja að lítill akkur yrði af þátttöku korn- og grasbíta í Neytenda- samtökunum og slíkir hefðu væntanlega þar fátt til mála að leggja, nema náttúrlega náttúru- lækningamenn. Sundurlyndisfj andinn En það er sem sé ljóst að allir Iandsmenn eiga á vissan hátt heima í Neytendassamtökunum. Og því gætu þau, ef rétt væri á spöðum og spilum haldið, orðið voldugri en stærstu stjórnmála- flokkar landsins og öflugri hags- munatæki. Þetta hefur hinsvegar ekki tekist hingað til og er raunar ekki f sjónmáli. Og ástæðan fyrst og fremst bölvaður sundurlyndis- fíandinn sem tröll- riðið hefur sam- tökunum svo lengi sem elstu neyt- endur muna. Flesta rámar í harðvítugar deilur Jóhannesar for- manns Gunnarssonar og Vil- hjálms Inga Árnasonar, þó færri muni kannski um hvað var deilt. Klippt var það, sagði Jóhannes. Skorið var það, sagði Vilhjámur Ingi, eða eitthvað í þá veru. Og nú hefur skorist í odda með Jóhannesi formanni og Jóni varaformanni Magnússyni og deiluefnið kjúklingar og til- tekin baktería sem þorri kjúlla ku bera með sér á borð landsmanna. „Chicken“ Engar lfkur eru á að þessar deilur verði til lykta Ieiddar í málefna- legri umræðu eða með rökum og gagnrökum og út- lit fyrir að formað- ur og varaformaður muni kíta lengi án þess að komast að nið- urstöðu. Og afleiðingarnar þær sem Jóhannes lýsti í Degi: „Svona missætti manna á milli, á opinberum vettvangi, þýðir að- eins eitt - það fækkar á félaga- skránni." Hér er lagt til að þessar deilur verði niðurlagðar með einvígi formanns og varaformanns Neytendasamtakanna og þá ekki með málskrafsátökum í sjón- varpssal. Hugsanlegt er að efna til kjúklingakappáts milli Jóns og Jóhannesar og sá sigrar sem sporðrennt getur fleiri kamfíló- kjúklingum. Ellegar þeir félagar reyni með sér í þeirri göfugu íþrótt amerískra ungmenna frá 6. áratungum sem kallaðist „chicken“ og felst í því að aka samhliða á drossíum í átt að bjargbrún og sá vinnur sem síðar fleygir sér út eða fer fram af með bílnum og er gerður að formanni til æfiloka, en hinn sem eftir lif- ir er útnefndur kjúklingur og rekinn úr stjórn Neytendasam- takanna. spwPeí svarað Hafa stjómvöld sofiðá veróinum gagnvart hætt- unni afflahi El Gríllo í Seyðisfirði? Eitiar Már Siguiúson þingmaðurAustfttðinga. „Ýmislegt bendir til að menn hafí tek- ið málinu af full mikilli ró. Fimmtíu ár eru síðan skip- inu var sökkt og ekki er ann- að að sjá en menn hafí beðið milli vonar og ótta um hvað gerst gæti. Það virðist hafa verulega skort uppá að þjóðréttarleg staða Islendinga hafi verið könnuð, það er gagnvart Þjóðvetjum og Bretum enda bera þeir ábyrgðina á örlögum skipsins. En á þessum tímapunti skiptir meginmáli að tekið sé á þessu máli af festu og fundin lausn sem tekur hrollinn úr Seyðfirðingum." Davíð Egilsson deilarstj. mengunarvama hjá Holustu- vemd. „Það verður að meta ávinning- inn einsog hann kann að vera á hveijum tíma í ljósi kostnaðar og áhættu. Stundum kann að borga sig að hreinsa upp af sjávarbotni það sem kann að valda mengun og hættu þar til tækni til þess að fjarlægja slíkt er orðin þróaðri. Árið 1952 var til dæmis talsverðu magni olíu dælt uppúr E1 Grillo með þeim afleið- ingum að olía dreifðist talsvert víða um íjörðinn. Því kann oft á tíðum að borga sig að bíða með aðgerðir þar til kunnátta til að standa vel að verki er fyrir hendi.“ Jón Kristjánsson þ ingmaðurAustftrðinga. „Mestu máli skiptir að gera sér fulla grein fyrir því hvern- ig komið verð- ur í veg fyrir hættu af fiaki E1 Grillo. Það ber fremur að einbeita sér að því, fremur en dómum um fortíðina og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Framtíðin skiptir meginmáli í þessu máli og leita ber allra Ieiða til að koma í veg fyrir frekari um- hverfisspjöll af flald skipsins.“ ÁmiFinnsson Jramkvæmdastjóri Nátlúmvemdar- samtaka íslands. „Það held ég að sé alveg ljóst. Flakið af skipinu hefur verið tikkandi tímasprengja í áratugi og það hefði átt að vera búið að kanna fyrir löngu síðan hver sé þjóðréttarleg staða okkar í þessu máli. Hver beri ábyrgðina og hvort við eigum rétt á skaðabót- um.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.