Dagur - 20.08.1999, Síða 1

Dagur - 20.08.1999, Síða 1
Fylgi bara hj artanu „Ég var nú svolítið smeyk fyrst að vera alein í svona stórri borg og þorði varla út. Svo bara sjóast maður íþessu." mynd: billi Ingibjörg Stefánsdóttir, leikkona og söngkona, varáberandi í listalíf- inu hérlendis jyrir nokkrum árum þegar hún lék meðal annars í kvikmyndinni Veggfóðri og söngfyrirísland í Eurovision söngva- keppninni. Núna erhún nýkomin heimfrá Bandaríkjunum og erað fara að leika hjá Leikfé- lagiAkureyrar í haust. „Þetta er mjög skemmtilegt stykki,“ segir Ingibjörg um leikrit- ið Klukkustrengi eftir Jökul Jak- obsson en hún mun taka þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á því í haust. „Þarna eru mjög snið- ugir karakterar og leikritið býður upp á ýmsa spennandi mögu- leika,“ segir hún. Ingibjörg mun leika hlutverk unglingsstúlku. „Hún er svolítið týnd stelpugreyið, eða „lost“ ef ég má sletta.“ Ingibjörg var nýkomin að utan þegar henni bauðst óvænt þetta hlutverk. „Daginn eftir að ég kom heim hringdi Valgeir Skagfjörð leikstjóri í mig og bauð mér að leika þetta hlutverk með Leikfé- Iagi Akureyrar. Ég ákvað strax að ég þyrfti nú að skoða þetta aðeins nánar. Maður fær nú ekkert svona tilboð á hveijum degi í Bandaríkj- unurn," segir Ingibjörg kankvís. „Ég fann að löngunin til að leika blossaði upp í mér. Svo líður mér alltaf svo vel úti á landi og í nátt- úrunni," segir Ingibjörg „Það tog- ast alltaf á í mér að vera annað hvort í stórborgum eins og New York eða í dreifbýli nálægt dýrun- um. - Ég bara hugsaði málið, fylg- di hjartanu og sló til.“ Leiklist og vinna í New York Ingibjörg fór til Bandaríkjanna í nám árið 1995. „Ég byijaði á að fara í Leiklistaskóla í New York og var þar í þrjú ár. Þetta var alveg yndislegur skóli sem heitir „Neigh- borhood Playhouse, School of the Theater". Þama átti ég góðan tíma og kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Það er bara svo gaman að vera í New York, þetta er svo skemmtileg borg". I New York tók skólinn upp all- an tíma hjá Ingibjörgu til að byrja með. „A þriðja árinu var ég svo bæði að leika í skólanum og vinna með. Átti ekki krónu og þurfti að vinna eins og bijálæðingur. Var að þjóna á veitingahúsum, í fatahengi og fleira.“ Ingibjörg vann líka um tíma við það að tala inn á kynning- ar á tónlistarmyndböndum hjá sjónvarpsstöðinni ABC. „Ég var náttúrulega að reyna að gera þetta vel og þurfti stundum að endur- taka setningar trekk í trekk. Þetta var gott tækifæri til að betrumbæ- ta framburðinn og reyna að losna við hreiminn." Ingibjörg segir það hafa verið mjög erfitt að fá vinnu yfirleitt. „Mitt vandamál var að ég hafði ekki atvinnuleyfi. Ég hefði Iíklega þurft að gifta mig eða eitt- hvað til að bjarga því,“ segir hún sposk. Yoga í Los Angeles I leiklistarskólanum í New York var yogaiðkun fastur hluti af nám- inu. Ingibjörgu líkaði það svo vel að í fyrra fór hún til Los Angeles að læra yoga sérstaldega. „Það var alveg æðislegt að vera í þessu yoga. Maður sat alls ekkert á rassinum allan daginn að íhuga heldur var þetta mjög góð líkamleg hreyfíng.“ Ingibjörg hefur gaman af allri hreyfingu. „Ég nýt þess að hugsa vel um mig - á milli þess sem ég dett í nammið. Ég dett alltaf í nammiát þegar ég kem heim. Við eigum svo gott nammi héma að það er alveg hrikalegt," segir hún. Yoganám Ingibjargar miðar að því að hún verði á endanum yoga- kennari. „Ég er reyndar ekki orðin útlærður yogakennari ennþá en má alveg fara að Ieiðbeina eitt- hvað". Ingibjörg hefur sjálf verið slæm í mjóbaki og segir að yoga- iðkun hafi hjálpað sér mikið. Eins og liiTiima þegar ég kem heim Þegar Ingibjörg er spurð hvað hún kunni best að meta eftir dvöl sína í Bandaríkjunum kemur í ljós hún hefur öðlast dýrmæta Iífsreynslu. „Maður þurfti að standa á eigin fótum, koma sér áfram, eiga enga peninga, borða súpur og hrísgrjón. Ég kynntist alveg frábæru lista- fólki sem mig langar að halda sam- bandi við alla ævi og svo var bara frábært að lifa þarna og hrærast. Ég var nú svolítið smeyk fýrst að vera alein í svona stórri borg og þorði varla út. Svo bara sjóast maður í þessu. Það er Iíka svo gott að vera þarna innan um alls konar fólk og geta verið hvernig sem maður vill. Mér finnst ég alltaf vera alveg svakaleg lumma þegar ég kem heim, þarf alltaf að endur- nýja fataskápinn." Ingibjörg á bágt með að nefna eitthvað neikvætt í sambandi við dvöl sína ytra. „Ég á mjög auðvelt með að laga mig að breyttum að- stæðum og finnst það spennandi, eins og til dæmis að koma hingað til Akureyrar. Ég finn alltaf eitt- hvert gott fólk í kringum mig og það skiptir náttúrulega alltaf miklu máli.“ Ingibjörg lítur björtum augum á framtíðina. „Ég ætla síðan út aftur og klára þetta yoganám og svo bara taka því sem að höndum ber,“ segir hún. - VEP BOSCH Bilavarahlutir toidon|^ Bflavarahlutlr SWftM Bílaperur pPBflnetalí r Hillukerfl Verkfærl, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur Verslun Hjólategur Hosuklemmur Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensindælur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir Kueikjuþræðip Oliusiur vinnuvélar Vatnshosur Tímareimar Kveikjuhlutir varahlutir ...í miklu únval ÞJónustumiðstöð í hjarta borgarinnar BRÆÐURNIR Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.