Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 - 21
LEIKHUS
KVIKMYNDIR
TONLIST
SKEMMTANIR
fiör
Menningamóttin ‘ 9 9
ÞúsundirReykvíkinga
á öllum aldri munu
streyma niðuríbæ
annað kvöld, en hin ár-
lega Menningamótt
Reykjavíkurborgar
hefstseinni partinn á
morgun og stendur
fram eftirnóttu...
Fáir viðburðir draga orðið
meiri mannfjölda niður í mið-
bæ Reykjavíkur en Menning-
arnótt borgarinnar, sem hefur
fest sig í sessi á fáum árum, en
talið er að um 30.000 börn,
fullorðnir og eldri borgarar hafi
safnast saman á Menning-
arnóttinni í fyrra. Fólk er ein-
dregið hvatt til að taka strætó
eða ganga niður í bæ því seinni
partinn verður lokað fyrir um-
ferð á Hverfisgötu, Laugavegi,
Bankastræti, Lækjargötu og
Skólavörðustíg við Klapparstíg.
Næturvagnar munu svo ganga
út í úthverfin til klukkan fimm
um morguninn.
Nánast allir dagskrárliðir eru
ókeypis en fjöldi þeirra er slík-
ur að engin leið er að birta
tæmandi lista hér. Því er á það
bent að upplýsingabæklingur
með yfirliti yfir dagskrána Iigg-
ur frammi í Upplýsingamiðstöð
Ráðhússins, verslunum og á
kaffihúsum, Upplýsingamið-
stöð ferðamála í Bankastræti, í
Hinu húsinu og á bensínstöðv-
um Essó um bæinn. Við
hringdum hins vegar í Hrefnu
Haraldsdóttur, verkefnisstjóra
Menningarnætur, og báðum
hana um að segja fólki frá
helstu viðburðum.
HefstW. 15.45
„Það er alltaf erfitt að benda á
eitt öðru fremur en ég vil þó
nefna 35 manna hóp ungs
fólks frá Marokkó, Túnis,
Finnlandi og Islandi, sem
dansar og flytur framandi tón-
list. Þau munu setja mikinn
svip á bæinn, verða klædd í
fagra og Iitskrúðuga búninga
og leika á allskyns hljóðfæri,"
segir Hrefna, en hópurinn
kemur fyrst fram á opnun
Menningarnætur kl. 15.45,
sem er öllum opin og fer fram í
Lýðveldisgarðinum við Hverfis-
götu (garðurinn hægra megin
við Þjóðleikhúsið) en þar mun
borgarstjóri setja Menning-
arnóttina, Hallgrímur Helga-
son flytur ávarp og harmoniku-
leikarar spila. Fjölþjóðahópur-
inn ungi mun svo dansa aftur
síðar um kvöldið á götum úti.
Jagúar og Skitamórall
Þá nefnir Hrefna tónleika á
Ingólfstorgi með Jagúar (kl.
21) og Skítamóral (kl. 21.30)
og frumflutning trommuverks
eftir Gunnlaug Briem kl. 22,
en verkið verður spilað í tengi-
vagni sem ekur frá Sóleyjar-
götu um Lækjargötu og að
Hafnarbakkanum. „Það verða
útimessur á Menningarnótt,
t.d. þjóðlagaguðsþjónusta fyrir
framan Hallgrímskirkju kl. 18
og kl. 20.30 verður svo
Kvennakirkjan með útimessu í
porti Hlaðvarpans," segir
Hrefna. Hún bendir einnig á
viðamikla dagskrá með klass-
ískri tónlist og stuttum kynn-
ingaratriðum úr leikritum í ís-
Iensku óperunni sem hefst kl.
20.
260 sm langt ljóð
- Þá ætlar Vala Þórsdóttir að
lesa 2 60 sm langt Ijóð af svölum
Borgarbókasafnsins í Þingholts-
stræti frá kl. 21... Hvaða Ijóð
myndi það vera?
„Það heitir „Hið langa ljóð“
og er ljóð menningarnætur frá
því í fyrra sem gestir og gang-
andi sömdu,“ segir Hrefna, en
Borgarbókasafnið stefnir að því
að slá lengdarmetið í þetta sinn
og geta þeir sem vilja eiga línu
í borgarljóði ársins 1999 komið
við í safninu. Fjölmargt fleira
verður um að vera, flugelda-
sýning við höfnina kl. 22.30,
útibíó í Lækjargötu kl. 23, list-
sýning undir berum himni o.fl.
o.fl. Geta menn svo verið að
langt fram eftir nóttu þar til
kraftar þverra.
Strætóleikhús á Akureyri
Listasumarið áAkur-
eyri býðurupp á tvær
sýningará hinu nýstár-
lega leikriti „Nóttin
skömmufyrirskógana“
áfóstudag og laugar-
dag, kl. 21 bæði kvöld-
in. Leikritiðferfram í
strætisvagni sem ekið
ermeðan sýning stend-
uryfir. Eini leikarinn í
verkinuerÓlafurDarri
Ólafsson.
Leikritið „Nóttin skömmu fyrir
skógana" er eftir franska rithöf-
undinn Bemard Marie Koltes og
Friðrik Rafnsson þýddi verkið.
Ólafur Darri Ólafsson leikur eina
hlutverkið í verkinu og leikstjóri
er hinn írski Stephen Hutton.
„Við getum sagt að þetta sé um
mann sem við vitum lítil deili á
og þessi maður tekur annan
mann tali,“ segir Ólafur Darri.
„Verkið snýst um þetta í grund-
vallaratriðum. Það er ekki vitað
hvað aðalpersónan heitir eða býr.
Þessi maður er húsnæðislaus og
allslaus, á enga vini og enga fjöl-
skyldu og er einhvemveginn alveg
týndur í stórborginni - en þetta á
að gerast í stórborg."
Dulúðiní strætó
Ahorfendur í strætisvagninum
þurfa ekki að óttast það að þeir
verði fengnir til að taka þátt í
verkinu. „Þetta er ekki spunasýn-
ing heldur leikrit frá höfundarins
hendi. Maður vill helst leika það
„Þessi maður er húsnæðislaus og alls-
laus, á enga vini og enga fjölskyldu og
er einhvernveginn alveg týndur í stór-
borginni"
eins og það á að vera. En ég nýti
allan strætisvagninn til að ganga
um og tala við mismunandi per-
sónur,“ segir Ólafur Darri.
Ólafur Darri hefur haft mjög
gaman af að leika í þessu verki.
„Strætó er ágætis staður til að
leika á. Stemmningin er svo sér-
stök því þar hafa alls konar hlutir
komið uppá og alls konar skrítið
fólk komið þar við. Það er hægt
að skapa svolítið mystískt and-
rúmsloft í strætó. Strætó þarf
ekki endilega að vera aðeins
hversdagslegur hluti af daglegu
lífi. Það em alltaf að skapast
stöðugt nýjar aðstæður með nýj-
um farþegum."
Njjaleiðin
Ólafur segir að vel hafi gengið að
undirbúa sýninguna á Akureyri.
„Eg er búinn að fara með strætis-
vagnabílstjóranum að ákveða
leiðina sem verður ekin. Var bú-
inn að koma héma áður og sá þá
marga skemmtilega staði héma
við hafnarsvæðið sem ég ætla að
nýta mér. Er bara mjög spenntur
fyrir þessu nýja umhverfi," segir
Ólafur Darri Ólafsson, leikari.
- VEP
UM HELGINA
1. stopp = Kjarvalsstaðir
Kjarvalsstaðir er útvörður
Menningarnætur f austri og
væntanlega fyrsta stopp
þeirra sem koma úr austur-
hluta borgarinnar. Þar verður
í tilefni Menningarnætur
opið og ókeypis fyrir alla til
kl. 22 og fjölbreytt dagskrá
fyrir alla aldurshópa. Kl. 17
og 18 verður ratleikur um
heim listarinnar fyrir börn og
fullorðna en kl. 17.30/18.30/
19.30 verður eitt verk á safn-
inu skoðað með safnaleið-
beinanda. Klukkan átta um
kvöldið leikur Egill B.
Hreinsson á píanó en um kl.
níu verða tveir gjörningar,
annar framinn af Gjörninga-
klúbbinum/The Icelandic
Love Corporation, en hinn af
Þóroddi Bjarnasyni, myndlist-
armanni, og Gunnar Her-
sveini, heimspekingi, sem
standa fyrir umræðu um
sjálfan tilgang lífsins á „Þingi
fljótandi umræðu".
Borgaiskj alasafn
á Menningamótt
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
er kannski ekki sá staður sem
maður myndi að öllu jöfnu
helst vilja eyða laugardags-
kvöldi á en þar leynist ýmis-
legt forvitnilegt. Safnið, sem
tekur nú í fyrsta sinni þátt í
Menningarnótt, er til húsa að
Tryggvagötu 15 og verður
opið milli kl. 18.30 og 22.
Þar ætlar Eggert Þór Bern-
harðsson, sagnfræðingur, að
fjalla um bæjarbraginn og
skemmtanahald í miðborg-
inni frá seinna stríði, gestir fá
að fletta í alls kyns skjölum
en Ieikararnir Vigdís Gunn-
arsdóttir og Friðrik Friðriks-
son lesa upp úr ýmsum bréf-
um og skjölum, þ.á.m. er eitt
aðvörunarbréf frá 1907 til
ungrar stúlku um manninn
sem hún hafði „sést á göngu
með“...
Eggert Þór Bernharðsson,
sagnfræðingur.
V
J