Dagur - 20.08.1999, Síða 6

Dagur - 20.08.1999, Síða 6
22 - FÖSTUDAGVR 20. ÁGÚST 1999 -Dagur JLÍE& «!■ sssisæi fjor Samsýning hjá Ófeigi Þrjú listhús halda samsýningu í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðu- stíg 5 og verður sýningin opnuð á morgun kl.16 í tilefni Menn- ingarnætur. Auk Ófeigs eru hin listhúsin Meistari Jakob og Inga Elín gallerý, en á samsýningunni verða verk eftir 17 listamenn, grafík, málverk, veflist, leirlist, skúlptúr og skartgripir. Sýningin Handverksdagur í Arbæjarsafni Handverk verður í hávegum haft á handverksdegi í Árbæjar- safni á sunnudaginn. Gestum gefst tækifæri til að kynnast þjóðlegum hefðum og faglegu handverki. M.a. verða gull- smiðir við vinnu að gera mót, steypa skart og búa til víravirki, þá verður kniplað og saumað í Lækjargötunni, eldsmiðurinn smíðar í eldsmiðjunni og á baðstofuloftinu saumar Snæbjörg roðskó svo eitthvað sé nefnt. Messa verð- ur í safnkirkj- unni frá Silfrastöðum kl.14. Lágmenning & hámenning Stuðmenn verða í Egilsbúð á Neskaupstað föstudagskvöld 20. ágúst ásamt liði sínu öllu, þ.á.m. Öbbu.Döbbu og Adda Rokk. Reyndar kemur hljómsveitin fram á útisamkomu á Egils- stöðum kl. 15:00 sama dag en brunar síðan í Egilsbúð um kvöldið. Á laugardaginn 21. ágúst er menningarnótt í Reykjavík og þá mun hljóm- sveitin efna til lágmenningarvöku í Þjóðleikhús- kjallarnum, en þar slógu Stuðmenn öll aðsókn- armet á lágmenningarvöku sinni í fyrra. Á lág- menningarvökunni verða nokkrir valinkunnir gestir þ.á.m. atómskáld og utangarðsmenn sem lesa úr verkum sínum. múrviðgerðum VIÐGERÐIR OG VIÐHALD FASTEIGNA ER OKKAR FAG LEITIÐ TIL VIÐURKENNDRA FAGMANNA! HuSAKLÆÐNINGr SÍMATÍMIMILU KL. 10.00 -13.00 555 1947 • FAX 555 4277 • ■ HVAB ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Sænskur organisti í Hallgrímskirkju Laugardaginn 21. ágúst leikur sænski organistinn Lars Andersson á hádeg- istónleikunum. Hann leikur m.a. Prelúdíu og fúgu í A-dúr eftir Johann Sebastian Bach og Piece heroique eftir César Franck. Lars Andersson Ieikur einnig á sunnudagskvöldið 22. ágúst kl. 20.30. A efnisskrá Anderssons eru fimm verk eftir Olivier Messiaen, Bach, Jehan Alain, og Max Reger. Menningamótt í Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja tekur virkan þátt í Menningarnótt Reykjavíkur á laugar- dag. Dagskráin í kirkjunni er fjöl- breytt og kl: 18:00 verður þjóðlaga- guðsþjónusta á Hallgrímstorgi, prest- ur er séra Sigurður Pálsson og auk hans taka söngvarar og hljóðfæraleik- arar þátt í guðsþjónustunni. Kl: 20:00 leikur Hörður Askelsson á org- el. Mótettukór Hallgrímskirkju tekur lagið kl. 20.30. Hálftíma síðar leika Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Ás- kelsson á selló og orgel og kl. 21:30 stígur Mótettukór Hallgrímskirkju aftur á stokk. SKEMMTANIR Opið hús hjá blindum I teil efni af 60 ára afmæli sínu stendur Blindrafélagið fyrir opnu húsi í Hamrahlíð 17, laugardaginn 21. ágúst. Þar kynna ýmsir þjónustu- aðilar við blinda og sjónskerta starf- semi sína. Almenningi gefst kostur á að prófa skotfimi með loftrifflum með bundið fyri augun. Sýning á munum eftir blinda og sjónskerta, sjónmæling, sýning á blindrahundum og margt fleira áhugavert! Gestum verður boðið uppá kaffi og vöfflur með rjóma. Börnin fá lurk frá Emmessís og gosdrykk frá Vífilfelli meðan birgðir endast. SÝNINGAR Hreingjörningur í Austurstræti Anna Richardsdóttir, sem verið hefur fastagestur í göngugötunni á Akureyri Unaðsleqir d i höfuðstáo Vesti. UXTAI aál't mt: nxt;ur< aðe. HffiL — ellefu þÚ£ Kirkjubraut ii Bj óðum ykkur velkomin Sími 431 4240 , Akranesi Starfsfolklð Knti Mitre > Jói útherji K W MÚt A RKYKÍAVtH SÍMI »Aft t 5 ó O R-SHARK 5-SH0CK ÚR Sendum í póstkröfu í sumar, fremur hreingjörning í Aust- urstræti 18, fyrir framan Pennan-Ey- mundsson, í dag kl. 17.00. Hún „skúrar“ aftur á sama stað á Menn- ingarnótt í Reykjavík, laugardags- kvöldið kl. 21.00. Þess má geta að Anna á einungis eftir að „skúra“ tvisvar á Akureyri á þessari öld. Þeir hreingjörningar verða framdir 27. ágúst og 3. september n.k. íslensk grafík Félagið Islensk grafík opnar á 30 ára afmælisári sínu nýjan sýningarsal og verkstæði að Tryggvagötu 17 (hafnar- megin) laugardaginn 21. ágúst kl. 20:00. Opnunarsýningin í hinum nýja sal ber yfirskriftina „FRUMSKÖP“. Þar er um að ræða sýningu á grafík og teikningum eftir Braga Ásgeirsson frá 1948-1960 og hafa sumar myndanna aldrei verið sýndar fyrr. Sýningin á verkum Braga verður opin fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur 12. september. Útskomir fuglar í Norræna húsinu Nýlega var opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á útskornum fugl- um sem Einar Vigfússon hefur gert af miklum hagleik og listfengi. A sýn- ingunni má sjá íslenska fugla, m.a. fálka, lunda, heiðlóu, músarrindil og steindepil sem skornir eru út í lindi- við frá Manitoba. Sýningin stendur til 21. september og verður opin alla daga kl. 9-18 nema sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Geysir Nú rennur upp síðasta sýningarhelgi Þorbjargar Magneu Oskarsdóttur í gallerí Geysi, Hinu Húsinu við Ing- ólfstorg. Þorbjörg er fædd í Keflavík og byrjaði snemma á árum að mála olíverk. Hún er sjálflærð og hefur áður verið með sýningu í Skothúsinu í Keflavík árið 1998. Iiins og áður er getið þá er þetta síð- asta sýningarhelgi Þorbjargar og verð- ur sýningin einnig opin á Menning- arnótt Reykjavíkur. Sumarsýning í Hafnarborg I Hafnarhorg, menningar- og listamið- stöð Hafnarljarðar, stendur nú yfir sumarsýning á landslagsmálvcrkum í eigu safnsins. Þar má m.a. sjá verk eft- ir Asgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Finn Jónsson, Guðinund Einarsson frá Miðdal, Svein Þórarinsson og Gísla Jónsson. I Sverrissal eru verk úr safni hjónanna Sverris Magnússonar og lngibjargar Sigurjónsdóttur, en rausnarleg gjöf þeirra var grunnurinn að stofnun Hafnarborgar. 1 gamla apótekinu inn af Sverrissal eru dúkristur Gunnars Asgeirs Hjaltasonar sem lést fyrr á þessu ári. Sýningarnar eru opnar alla helgina frá kl. 12-18 og er þctta síðasta sýningar- helgin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.