Dagur - 03.09.1999, Page 3
FÖSTUDAGUR 3 . SEPTEMBER 19 9 9 - 19
Tkyptr.
LIFIÐ I LANDINU
Býr til sín eigin spor
Jóhami Fríðgeir Valdi-
marsson tenórsöngv-
arí eráförum til ítal-
íu, ásamtfjölskyld-
unni, í áframhald-
andi söngnám. En
fyrst heldur hann
stórtónleika í ís-
lensku óperunni.
A tónleikunum í óperunni
næstkomandi fimmtudagskvöld
syngur Jóhann: „Þú eina hjart-
ans yndið mitt,“ „Eg Iít í anda
liðna tíð“ og fleiri íslenskar
söngperlur, ítalskar aríur og
fleira. „Eg vil syngja eitthvað
sem fólk þekkir," segir hann
„Mér finnst söngvarar sem eru
að koma sér á framfæri eigi að
velja lög sem fólk vill heyra.
Síðar þegar þeir eru orðnir
þekktir þá er sama hvað þeir
syngja, það hrífast allir.“
Jóhann var við nám sl. vetur í
Conservatorio Giuseppe Verdi í
Mílanó. Kveðst hafa verið þar
hjá frábærum kennara, prima-
donnunni Giovanna Canetti,
enda sækist honum námið vel
og hafi þegar sungið á ein-
söngstónleikum í Pavia. „Eg var
þar mjög heppinn því mikið at-
riði er að fá að koma fram en
yfirleitt gerist það ekki fyrr en
eftir tveggja til þriggja ára
nám,“
Hann var ungur settur til
mennta í tónlist. „Mamma er
hljómlistamaður og dreif mig í
píanónám þótt ég væri ægileg-
ur gutti og áhuginn ekkert gíf-
urlegur. Síðar lærði ég á
trompet. Eg var svo orðinn 27
ára þegar ég fékk allt í einu þá
flugu í höfuðið að fara að Iæra
að syngja. Eftir það gerðist allt
mjög hratt. Eg fékk inngöngu í
Söngskólann, fékk góðan grunn
hjá Garðari Cortes, síðan var
ég hjá Magnúsi Jónssyni, Berg-
þóri Pálssyni og Þuríði Páls-
dóttur og útskrifaðist vorið
‘98.“
íris stoð og stytta
I fyrrahaust fór Jóhann einn til
Italíu en eiginkonan Iris og
yngri sonurinn, Viðar Snær
voru hjá honum frá áramótum
fram á sumar. Eldri sonurinn,
Valdimar Viktor varð eftir hjá
afa og ömmu í Reykjavík og
stundaði skólann. „Iris er mér
stoð og stytta, hún fórnaði
ágætu starfi til að fylgja mér.
Svo ef ég er latur að æfa mig
þá rekur hún mig inn í her-
bergi," segir Jóhann og lítur
brosandi á konu sína. En
hvernig skyldi hún kunna við
sig ytra?
Iris: „Agætlega, þótt lítil
reynsla sé komin á það. Ég var
aðeins farinn að geta bjargað
mér í málinu enda kemst mað-
ur ekki hjá því, því bókstaflega
allt er á ítölsku. Litli strákur-
inn var voða sáttur því Italir
eru einstaklega barngóðir og
hann opnaði oft á samskipti
okkar við annað fólk. Einu
sinni var hann t.d. með stóran
marblett á enninu og fjöldi
manns stoppaði okkur til að
spyrja hvað hefði komið fyrir.
íris Björk og Jóhann Friðgeir ásamt sonunum Valdimar Viktori og Viðari Snæ.
ítalir eru svo fjölskylduvænir.
Þar er fjölskyldan númer eitt."
flytja til Piacenza frá íslenskum
söngnemum þar, Sigurjóni Jó-
hannessyni og Aðalheiði Elínu
ítalska skólakerfið á undan Pétursdóttur. Þegar verið er að
Hjónin segja að eldri drengur- koma sér fyrir í landi eins og
inn þeirra, Valdimar Viktor Italíu þar sem þjóðskipulagið
verði eflaust lengur að samlag- er allt öðru vísi en maður á að
ast Iífinu á Italíu en sá yngri, venjast er ómetanlegt að fá
bæði vegna tungumálsins og hjálp frá fólki sem er komið inn
einnig séu ítalir í málið og kann
á undan með á alla hluti.
ýmisiegt í Náminulýkuraldrei Piacenza «
skolakerrinu. ^ htil og rjöl-
Þar sé algengt hyf maðW VerÖWalltof sk>|duvæn /jörg
aö born seu -L °g Par er ekkert
feiid á profum ^ reyna að hæta sig. stress f
og þurfi að sitja
í sama bekkn-
um tvisvar.
Iris: „Ég fékk að skoða náms-
bækur hjá íslenskri fjölskyldu
sem var með barn í 11 ára bekk
í vetur. Stærðfræðibókin var
svipuð og sú sem ég var með í
1. hekk í menntaskóla hér.“
Jóhann leigði sér 35 fermetra
íbúð í Mílanó í fyrrahaust á
tæpar 100 þúsund krónur en
þegar fjölgaði á heimilinu eftir
áramótin flutti fjölskyldan til
Piacenza, sem er 300 þúsund
manna borg skammt frá
Mílanó þar sem leiguverðið er
mun hagstæðara.
Iris: „Við fengum alveg frá-
bæra hjálp þegar við vorum að
Það erum bara
við sem stress-
um okkur yfir að hlutirnir
gangi ekki samkvæmt íslensk-
um hraða. Maður fer ekkert í
bæinn eins og hér og gerir ótal
hluti í einu. En þarna er gott
að vera og þótt borgin laði ekki
til sín ferðamenn þá er stutt
þaðan á mjög fallega staði, eins
Gardavatnið og Vesturströnd-
ina.“
Keyptu bíl af Kristjáni
Jóhann og Iris hafa haft svolítil
samskipti við Kristján Jóhanns-
son og fjölskyldu hans.
Jóhann: „Okkur vantaði ódýr-
an bíl og Kristján sagði bara:
„Komdu og skoðaðu bíl sem ég
er með“ og við keyptum af hon-
um Ford Fiestu ‘92 á mjög
góðu verði. I einhverju blaði
hér heima var því slegið upp að
ég fetaði ekki aðeins í fótspor
hans heldur hjólför hans Iíka.
En ég er ekkert að feta í fót-
spor Kristjáns, ég bý til mín
eigin spor.“
Jóhann kveðst hafa haft nóg
að gera í söngnum i sumar því
hann hafi sungið nær daglega
við jarðarfarir. En hver eru
framtíðaráformin?
„Kennarinn minn er yfir-
kennari Scala-skólans í Mílanó
og mér var boðið að koma
þangað til náms. Það þýddi að
ég yrði að vera tekjulaus í þrjú
ár og ég get það ekki. Svo ég
ætla að Iáta eitt ár í skóla í við-
bót nægja að sinni. Náminu
lýkur auðvitað aldrei því maður
verður alltaf að reyna að bæta
sig. Stefna mín er sú að reyna
fyrir mér í Þýskalandi næsta
vor og kannski víðar. En í fram-
tíðinni viljum við búa á Islandi,
ekki síst strákanna vegna. Við
eigum góða að hér og svo er ís-
Ienska þjóðfélagið frábært. Hér
er því hest að vera - þrátt fyrir
rigninguna og rokið!“
GUN
■bækur
Nýjar kenuslu-
og orðabækur
Komnar eru út
hjá Máli og
menningu nokkr-
ar nýjar kennslu-
og orðabækur. Er
þar fyrst til að
nefna Fransk-ís-
lenska skólaorðabók og heitir
svo, að í henni séu 30 þúsund
orð. Er hún í sama broti og
aðrar skólaorðabækur sem for-
Iagið hefur gefið út. Bókin er
stytt útgáfa af Frönsk-íslensku
orðabókinni.
Umfang og innihald nýju
bókarinnar er sniðið að þörfum
íslenskra framhaldsskólanema.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
ritstýrði. Verð: 4.450 kr.
In line for reading
Bókin In line
for reading er
ætluð nemend-
um í fyrstu
áföngum fram-
haldsskóla og
miðar efni
hennar að því
að efla lesskiln-
ing og auka
orðaforðann. Höfundurinn
Gerda Cook-Bodegom valdi
32 blaða- og tímaritsgreinar úr
ýmsum áttum og samdi æfing-
ar og verkefni við þær. Verð:
1.799 kr.
ÉRÖNSK
ISLENSK
‘'KOI aoudaííiVk
Lyt og lær
Tvö hefti af Lyt
og lær ásamt
geisladiskum
eru vinnubæk-
ur og hlustun-
arefni sem ætl-
að er byijunar-
áföngum í
framhaldsskól-
um og er kennsluefni í
dönsku. Höfundar efnisins
eru Brynhildur Ragnarsdóttir,
Erna Jessen, Hafdís Ingvars-
dóttir og Kirsten Friðriksdótt-
ir. Verð hvors heftis ásamt
geisladiski er 1.199 kr.
Mundos 1
Mundos 1 og Mundos 2 er í
tveim heftum og er kennslu-
efni fyrir byijendur í
spænsku. Fyrra heftið skiptist
í lesbók, vinnubók, þrjár
hljóðsnældur og kennslu-
handbók. I hinu heftinu eru
leskaflar með
samtölum og
fræðslutextum.
A tveim hljóð-
snældum eru
allir textar og
söngvar úr les-
bókinni en á
hinni þriðju hlustunaræfing-
ar.
Heftin eru kennsluefni fyrir
byrjendur, hvort sem þeir eru
í framhladsskólum, á nám-
skeiðum, í fullorðinsfræðslu
eða ætla sér að Iæra spænsku
á eigin spýtur.
Sigurður Hjartarson þýddi
bækurnar. Verð pakkans:
4.480 kr.
SKUUSOff j
11 « H M V t s k l j í
Hagnýt skrif
Holl ráð og
leiðbieningar
um hvernig á
að skrifa texta
eru í bókinni
Hagnýt skrif
eftir Gísla
Skúlason.
Leiðbeint er um
hvernig á að skrifa margs kon-
ar texta, svo sem blaðagreinar,
starfsumsóknir, minningar-
greinar og fundargerðir og
fleira. Verð: 2.590 kr.