Dagur - 03.09.1999, Side 8
24- FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999
Samstarf hönnuðar og listamanns
Einars Þorsteins hönnuðar og Ólafs Elíassonar listamanns verður til
sýnis frá og með morgundeginum í Gallerí Kambi en þangað má
komast með því að taka annan afleggjarann til vinstri eftir Þjórsár-
brúna við skiltið Gfstholt. Samvinnan felst í því að Einar útfærir hug-
myndir listamannsins í verklegar einingar og verður í Kambi hægt að
virða fyrir sér sam-
vinnuferlið allt frá
frumrissu til Ijós-
mynda af fullunn-
um verkum. Á
sýningunni verða
einnig ýmis verk
eftir Einar. Sýning-
in stendur til 3.
okt.
Listamaður septembermánaðar
I Listfléttunni á Akureyri er listamað-
ur seþtembermánaðar Erla Sigurð-
ardóttir, myndlistarkona. Erla hefur
haldið sýningar á Akranesi, (safirði,
Reykjavík og Jönköping í Svíþjóð.
Auk þess tekið þátt f samsýningum
hér heima og erlendis. Frá 1991
hefur Erla myndskreitt barnabækur
og hlotið viðurkenningar fyrir þær,
bæði hér heima og erlendis. Auk
þess að vinna við myndlist, kennir
Erla við Myndlistarskóla Kóþavogs.
Listfléttan er opin frá kl. 11-18 virka
daga og á laugardögum frá kl. 11 -
14, en 11 -16 fyrsta laugardag hvers
mánaðar.
.Dagur
Lífæðar
koma suður
Þá er hin viðförla farandsýning Líf-
æðar komin suður en hún hefur
verið flutt frá Seyðisfirði til Heil-
brigðisstofnunarinnar á Selfossi,
þar sem hún oþnar í dag og
stendur til 3.okt. Einsog minnugir
muna þá hófst ferðalag Lífæða iá
Landsspítalanum í upphafi ársins
en henni lýkur ekki fyrr en í lok
þessa árs. Sýningin samanstend-
ur sem fyrr af 34 myndverkum eft-
ir 12 myndlistarmenn og 18 Ijóð-
um eftir 12 Ijóðskáld en verkunum
er ætlað að endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og
Ijóðagerð frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag.
■ HVAÐ ER Á SEYÐI?
■ Á DAGSKRÁNNI
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Blús á Punktinum
Blues Express spilar á Punktinum,
Laugavegi, helgina 3.-4. september.
Þetta verður síðasta helgi Ingva Rafns
Ingvasonar, trommara með Blues Ex-
press í bili en hann er á leið erlendis í
tónlistarnám.
Stuðmenn loka hríngnum
Síðustu yfirreið Stuðmanna á þessari
öld lýkur nú um helgina í Reykjavík en
hljómsveitin efnir til stórsamkomu í
hinu glæsilega Valsheimili við Hlíðar-
enda n.k. laugardagskvöld ásamt liði
sínu öllu. Hér er um að ræða eins konar
uppskeruhátíð því sama dag gerir
Græni herinn umhverfisinnrás í höfuð-
borgina að aflokinni vel heppnaðri
hringferð um Iandið. Asamt Stuðmönn-
um koma fram á Hlíðarenda umrætt
kvöld hinn fjölhæfi skemmtari Ulfur
EIdjárn,rokkkóngurinn frá Möðrudal
Addi Rokk, gógómeyjarnar frá Reykja-
nesi þær Abba og Dabba að ógleymdum
breikdansaranum Bjarna Böðvarssyni
sem hefur sérhæft sig í limaburði forn-
manna. Forsala aðgöngumiða hefst á
fimmtudag í Valsheimilinu,hjá útsölu-
stöðum Olís, á sjávarútvegssýningunni í
Smáranum og í verslunum Skífunnar að
Laugavegi 26 og í Kringlunni.
SÝNINGAR
Sjónþing Þorvaldar Þorsteinssonar
Sjónþing þorvaldar hefst í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergirlaugardaginn 4.
september kl. 13.30. Spyrlar: Þórhildur
Þorleifsdóttir og Jón Proppé. Gesta-
stjórnandi: Sigmundur Ernir Rúnars-
son.Umsjón: ART.IS / Hannes Sigurðs-
son. Þorvaldur Þorsteinsson nam við
Myndlistaskólann á Akureyxi, Háskóla
Islands og Myndlista- og handíðaskóla
Islands áður en hann hélt til framhalds-
náms í myndlist við Jan van Eyck aka-
demíuna í Hollandi, en þaðan Iauk
hann prófí árið 1989. Sýningarferill Þor-
valdar hefur verið Qölbreyttur þau tíu ár
sem liðin eru frá því hann lauk námi og
hann hefur haldið á þriðja tug einkasýn-
inga á Islandi, í Hollandi, Þýskalandi og
Erakklandi, auk þess sem hann hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndlist
hans hefur vakið mikla athygli og aflað
honum viðurkenningar, enda eru verk
hans í senn frumleg og aðgengileg, gam-
ansöm og íhugul.
Lífæðar 1999
Islenska menningarsamsteypan ART.IS
gengst íyrir myndlistar- ogljóðasýningu,
sem hlotið hefur nafnið Lífæðar, á
sjúkrahúsum víðsvegar um landið á ár-
inu 1999. Sýningunni var hleypt af
stokkum á Landspítalanum af heilbrigð-
isráðherra og forstjóra Ríkisspítala í byrj-
un janúar sl. en þaðan fór hún til
sjúkrahúsanna á Akranesi, Isafirði,
Sauðárkróki og Akureyri. Níundi við-
komustaður sýningarinnar á hringferð
hennar um landið er Heilbrigðisstofn-
unin á Selfossi þar sem hún verður opn-
uð föstudaginn 3. septembcr kl. 15.
Sýningunni á Selfossi lýkur 3. október,
en þaðan heldur hún til Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja.
GóriIIur í Hlaðvarpanum
Föstudagskvöldið 3. september kl. 21.00
verður górillursýning í Kaffileikhúsinu í
Hlaðvarpanum og er það í fyrsta skipti
sem slík spunasýning er sett upp hér á
landi. Górilluleikhús er ein af spunaað-
ferðunum sem teljast til leikhússports,
aðferð sem Islendingum hefur ekki verið
boðið uppá áður. Húsið og veitingasalan
opna fyrir gesti kl. 20.30. Miðaverð er
kr. 500.
Míó í bíó
Vetrardagskrá Norræna hússins er að
hefjast og þar með reglulegar kvik-
myndasýningar hússins fyrir börn. A
sunnudaginn kl.14 verður kvikmyndin
„Elsku Míó minn“ eftir sögu Astridar
Lindgren sýnd í fundarsalnum. Myndin
er valin fyrir þá sök að hún segir frá 9
ára dreng sem ferðast um töfraskóga,
dularfulla hella og skuggalega ridd-
arakastala en barnamyndir næstu vikna
munu allar tengjast ævintýrum á ein-
hvern hátt enda eru að hefjast svokallað-
ir Prinsessudagar í Norræna húsinu.
Myndin er með sænsku tali og aðgangur
er ókeypis.
Heimasíða Þorgerðar
Þorgerður Sigurðardóttir, myndlistar-
kona hefur opnað heimasíðu, þar sem
getur að líta úrval verka hennar. Slóðin
er http://vvww.artchive.com/.
Eiríkur Smith
Nú stendur yfir í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun HafnarQarðar sýning
á vatnslita- og olíumálverkum Eiríks
Smith, en verkin eru öll unnin á árun-
um 1995-1999. Sýningin stendur til 27.
september og er opin frá kl. 12-18 alla
daga nema þriðjudaga.
Rússnesk íkonaegg
Þeir sem áhuga hafa á rússneskum
íkonaeggjum geta tölt upp í safnaðar-
heimili Kristskirkju Landakoti að Há-
vallagötu 16 á sunnudaginn en þar
kl. 10.30 heldur Sverrir Friðriksson fyr-
irlestur um þetta fyrirbæri og á sama
tíma opnar Orgelsjóður Kristskirkju
þar sölusýningu á handmáluðum
íkonaeggjum frá Rússlandi.
FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR
Esparantistar hittast
Esperantistafélagið Auroro heldur fund
kl. 20.30 í kvöld að Skólavörðustíg 6b.
Fjallað verður um námskeið í vetur,
bornir saman verknaðarhættir sagna í
esperanto og íslensku og rætt um AI-
þjóðlega esperantosambandið.
OG SVO HITT...
Hlynimir í borginni
I haust munu Skógræktarfélag Islands,
Garðyrkjufélag Islands og Ferðafélag Is-
lands standa fyrir göngum til kynningar
á áhugaverðum tijátegundum á höfuð-
borgarsvæðinu. I fyrstu göngunni verður
skoðuð trjátegundin hlynur og síðan
aðrar tijátegundir næstu 5 laugardaga.
Vonandi verður hægt að finna hæsta
hlyntré borgarinnar. I göngunni munu
hljómlistarmenn frá FIH flytja tónlist
undir laufþaki hlyntrjáa. Gangan hefst
klukkan 10.00, laugardaginn 4. septem-
ber við stóra hlyntréð á horni Vonar-
strætis og Suðurgötu og tekur um tvo
tíma. AJlt áhugafólk um ræktun er hvatt
til að mæta. Þeir sem taka þátt í öllum
göngunum geta átt von á óvæntum
glaðningi í lokin. Nánari upplýsingar í s
551 8150 (Jón Geir eða Brynjólfur).
Sumardagskráin í Viðey að enda
Um helgina lýkur sumardagskránni í
Viðey. A morgun laugardag verður að
venju gönguferð um eyna. Farið verður
frá kirkjunni kl. 14.15. Gjald er ekkert
annað en ferjutollurinn sem er 400 kr.
fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. A
sunnudag verður messað kl. 14. í
eynni. Sr. Jakob Agúst Hjálmarson
dómkirkjuprestur messar. Eftir messu
verður staðarskoðun. Sérstök bátsferð
með kirkjugesti verður kl. 13.30.
Félag eldri
borgara Asgarði, Glæsibæ
Göngu-Hrólfar fara í létta gönguferð frá
Glæsibæ á laugardag kl. 10.00. Félags-
vist hefst aftur sunnudaginn 5. septem-
ber kl. 13.30. Dansleikur í Asgarði á
sunnudagskvöld kl. 20.00. Caprí Brids á
mánudag ld. 13.00. Samkvæmisdansar
Sigvalda á mánudag kl. 19.00 fyrir
lengra komna og kl. 20.30 fyrir byijend-
ur.
Stærra og betra Baðhús
Sunnudaginn 5. september heldur
starfsfólk Baðhússins upp á miklar end-
urbætur og stækkun húsnæði§ins. Heilli
hæð hefur verið bætt við húsakostinn og
um leíð miklu við starfsemina og þjón-
ustuna. Af því tilefni er opið hús í Bað-
húsinu að Brautarholti 20 sunnudaginn
5. September, frá kl. 13 til 17, og eru
allar konur velkomnar.
LANDIÐ
TÓNLIST
Land og synir á ferðinni
Hljómsveitin Land og Synir verður í
Höfðanum Vestmannaeyjum, föstu-
dagskvöldið 3. september og í Uthlíð í
Biskupstungum laugardagskvöldið 4.
september.
Gulli og Maggi á menningunni
Það er alltaf eitthvað að gerast í Café
Menningu á Dalvík. Föstudagskvöldið 3.
septemher verða félagarnir Gulli og
Maggi á efri hæðinni og halda uppi
stuðinu. Aðgangur er kr. 500. A laugar-
dagskvöld er svo frítt inn og þá veröur
diskó-tek.
SÝNINGAR
Hana-nú Smellurinn
lífíð er bland í poka
Hana-nú leikhópur eldri borgara í Kópa-
vogi er á leið um landið með sýningu á
verkinu „Smellurinn ... Iífið er bland í
poka.“ Þau verða í Sindrabæ, Höfn í
Hornafirði í kvöld og í Valhöll Eskifirði
annað kvöld. Báðar sýningamar heQast
kl. 20.00.
Sólveig Bima í Lónkoti
Málverkasýning í Lónkoti. Þessa dag-
ana sýnir Sólveig Birna Stefánsdóttir
verk sín f Lónkoti í Skagafirði. Sýning-
unni lýkur 15. september. Sólveig
Birna er frá Kagaðarhóli en er búin að
vera búsett í Noregi síðan 1993. Hún
stundaði nám við Myndlista- og Hand-
íðaskóla íslands 1990-1992 og í Kun-
stakademíinu í Þrándheimi 1992 -
1994. Hún fæst bæði við málverk,
teikningar og stuttmyndagerð. Sólveig
hefur tekið þátt í samsýningum hér á
landi og erlendis og haldið nokkrar
einkasýningar.
STÖD 2 - FÖSTUDAGUR
KL. 21.00
Stjóri fer í frí. Stöð 2 sýnir gaman-
myndina Stjóri fer í frí, eða The
Principal Takes a Holiday. Hér segir af
uppivöðslusömum nemanda sem á á
hættu að vera gerður arflaus komist
hann ekki í gegnum skólaárið án þess að
lenda upp á kant við yfirstjórn skólans.
Þegar skólastjórinn lendir í slysi finnur
nemandinn upp á því að fá flæking til að
þykjast vera nýi skólastjórinn. Flækingn-
um er ætlað að bijótast inn í tölvukerfi
skólans og breyta umsögn nemandans. I
helstu hlutverkum eru meðal annarra
Kevin Nealon, Zachery Ty Bryan og
Jessica Steen. Leikstjóri er Robert King.
SÝN - FÖSTUDAGUR
KL. 22.20:
Leitin með Robert De Niro. Robert
De Niro, Mickey Rourke og Lisa Bo-
net leika aðalhlutverkin í spennu-
myndinni Leitin, eða Angel Heart.
Louis Cyphre er dularfullur náungi
sem á óuppgerðar sakir við söngvara
nokkurn vegna fjármála. Nú hefur
söngvarinn hins vegar horfið sporlaust
og Cyphre ræður einkaspæjara til að
hafa uppi á honum. Þrátt fyrir að ým-
islegt í fari Cyphre veki grunsemdir hjá
einkaspæjaranum tekur hann að sér
málið enda atvinnutilboðin af skornum
skammti um þessar mundir. Leikstjóri
myndarinnar, sem er frá árinu 1987 og
er stranglega bönnuð börnum, er Alan
Parker.
STÖÐ 2 - LAUGARDAGUR
KL. 21.15:
Nútímafólk. Bíómyndin Nútímafólk,
eða New Age, frá 1994 er á dagskrá
Stöðvar 2. Myndin fjallar um Peter og
Katherine Wither en þau eru uppar í
Los Angeles sem lifa fremur innihalds-
lausu lífi. Þegar þau missa bæði vinn-
una fer virkilega að hrikta í stoðum
hjónabandsins og til að flýja vandann
taka þau upp á því að kaupa sér rán-
dýra verslun. Verslunin verður þó ekki
til að færa þau nær hvort öðru og það
er ekki fyrr en þau leyta á náðir nýald-
arsinna sem eitthvað fer að gerast í
þeirra málum. I aðalhlutverkum eru
Peter Weller, Judy Davis og Patrick
Bauchau. Leikstjóri er Michael 'I’olkin.
SÝN - LAUGARDAGUR
KL. 22.45:
Cher á tónleikum. Leik- og söngkonan
Cher hélt tónleika á MGM-hótelinu í
Las Vegast fyrir fáeinum dögum og í
kvöld fá áhrofendur Sýnar að sjá upp-
töku frá skemmtuninni. Cher, sem heitir
fullu nafni Cherilyn Sarkasian LaPier,
er fædd árið 1946 og hefur verið Iengi
að í tónlistarbransanum. Sautján ára
hitti hún Sonny Bono, sem síðar varð
eiginmaður hennar, en saman mynduðu
þau vinsælan dúett. Eftir 1980 sneri
Cher sér að leiklist fyrir alvöru og á að
baki nokkrar vinsælar myndir, meðal
annars Moonstruck en frammistaðan í
henni tryggði Cher Oskarinn. A tónleik-
unum í Las Vegas fiutti Cher öíl þekkt-
ustul lög sín, þar á meðal Believe sem
kom hcnni aftur í efstu sæti vinsælda-
listanna.
SÝN - SUNNUDAGUR
KL. 18.00:
Meistarakeppni Evrópu á Sýn.
Meistarakeppni Evrópu hefst um miðj-
an september og fram undan eru
margir skemmtilegir leikir. keppnin er
nú með eiltíið öðru sniði en í fyrra og
er stærsta breytingin sú að liðunum í
lokakeppninni hefur fjölgað úr 24 í 32.
Leikjunum fjölgar verulega og áhorf-
endur Sýnar fara ekki varhluta af því.
Samhliða beinum útsendingum verður
vikulega sýndur sérstakur þáttur um
keppnina og er sá fyrsti á dagskrá Sýn-
ar í dag. Lið Manchester United hrós-
aði sigri í Meistarakeppninni í fyrra en
á erfitt verkefni fyrir höndum því allir
vilja leggja meistarana að velli.
STÖÐ 2 - SUNNUDAGUR
KL. 20.35:
Innrásarherinn - fyrri hluti. Fram-
haldsmynd mánaðarins á Stöð 2 nefn-
ist Innrásarherinn, eða The Invaders,
og var gerð árið 1995. Þetta er hörku-
spennandi mynd um tukthúsliminn
Nolan Wood sem er sannfærður um að
geimverur séu að leggja jörðina undir
sig. Eins og gefur að skilja eiga menn
bágt með að trúa þessu og af flestum
er Nolan talinn hálfgeggjaður. En þeg-
ar dularfullir atburðir gerast fer menn
að renna grun í að maðurinn hafi
nokkuð til síns máls. Síðari hluti
myndarinnar er á dagskrá Stöðvar 2
annað kvöld. Með helstu hlutverk fara
Scott Bakula, Elizabeth Pena og Ric-
hard Thomas. Leikstjóri er Paul Shap-
iro.
STÖÐ 2 - MÁNUDAGUR
KL. 20.55
Innrás utan úr geimnum. Seinni hluti
framhaldskvikmyndarinnar Innrásarher-
inn, eða The Invaders, er á dagskrá
Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er æsispennandi
mynd sem fjallar um dularfulla atburði.
Nolan Wood var af flestum talinn sturl-
aður þegar hann hélt því fram að geim-
verur væru að Ieggja undir sig jörðina.
Skuggalegar uppákomur manna á meðal
hafa hins vegar rennt styrkum stoðum
undir þessar fullyrðingar Nolans og nú
er hafin barátta mannkyns upp á líf og
dauða fyrir tilverurétti sínum. I helstu
hlutverkum eru Scott Bakula, Elizabeth
Pena og Richard Thomas. Leikstjóri
myndarinnar er Paul Shapiro.
SÝN - MÁNUDAGUR KL.
22.45:
Toyota-mótaröðin golfi. Toyota-mótá-
röðinni í golfi lauk á Grafarholtsvelli í
gærdag og í þætti kvöldsins fá golfá-
hugamenn að sjá svipmyndir frá þessu
síðasta stigamóti sumarsins. Mótin
voru sex og samanlagður árangur efstu
manna tryggir þeim landsliðssæti. Fyr-
ir mótið í Grafarholti þóttu Islands-
meistarinn Björgvin Sigurbergsson GK
og Örn Ævar Hjartarson GS einna lík-
legastir til afreka í karlaflokki en hjá
konunum bar búist við að baráttan
stæði á milli Islandsmeistarans Ólafar
Maríu Jónsdóttur GK og Ragnhildar
Sigurðardóttur GR.
i ai,
•• I - I •