Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 ro^tr FRÉTTIR Bömiun skvlt að greiða meðlag ef.... Dómsmálaráðuneytið telur aðbami sé skylt að greiða bamsmeðlag ef það „bam- ar“ - en ríkið greiðir fyrir gamliugja sem „bama“ „Dómsmálaráðuneytið telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að meðlagsskylda geti fallið á mann sem ekki er lögráða og gildir þá einu hvort hann er sviptur lög- ræði með dómsúrskurði eða er ólögráða fyrir æsku sakir“, segir í svarbréfi ráðu- neytisins við fyrirspum Umboðsmanns bama - þar sem jafnframt kemur fram að Tryggingastofnun greiðir bamalífeyri með bömum ellilífeyrisþega, örorkulíf- eyrisþega og fanga. Upphaf málsins var, að Innheimtustofnun sveitarfélaga leit- aði álits Umboðsmanns bama varðandi málefni meðlagsgreiðenda yngri en 18 ára, vegna beiðni sem stofnunin hafið fengið um niðurfellingu meðlagsskuldar sem stofnaðist meðan skuldarinn var sjálfur hvorki sjálfiráða né fjárráða. Börntn meðlagsskyld... I erindi sínu til ráðuneytisins spurði FR É T TA VIÐTALIÐ Umboðsmaður bama annars vegar um skyldu ófjárráða ungmennis til endur- greiðslu gjaldfallins meðlags með bami sínu og hins vegar um rétt ósjálfráða og ófjárráða ungmennis til að fá gjaldfallna meðlagsskuld fellda niður. Dómsmálaráðuneytið bendir á, að enda þótt fjárræði sé skilyrði þess að einstaklingur geti gefið fjárhagslega skuldbindandi yfirlýsingar, þá geti ófjár- ráða einstaklingar skapað sér greiðslu- skyldu með ýmsum hætti, bæði með at- höfnum sínum og athafnaleysi. Þessu hafi hvorki verið breytt með setningu lögræðislaga né bamalaga eða með síð- ari lagabreytingum. Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að barn geti orðið með- lagsskylt ef það með „athöfnum sínum“ - m.a. barnar annað barn. ..en borgad fyrir pabba gamla.... Jafnframt bendir ráðuneytið á að bama- lög hafi ekki að geyma neinar heimildir til þess að fella niður gjaldfallnar með- lagsskuldir bama og lög Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga hafi heldur ekki að geyma slíkar heimildir. Hins vegar megi benda á, að sam- kvæmt almannatryggingalögum greiði Tryggingastofnun ríkisins barnalífeyri með bömum ellilífeyrisþega, örorkulíf- eyrisþega og fanga. „Ef lögfesta ætti sambærilega reglu um foreldra sem em ólögráða fyrir æsku sakir og í Iitlum efn- um, ætti hún væntanlega best heima í sömu lagagrein", segir dómsmálaráðu- neytið. Ung ábyrgð - gamalt ábyrgðarleysi Samkvæmt þessu er þannig nýbakaður bamungur faðir gerður ábyrgur gerða sinna og meðlagsskyldur - þótt ríkis- sjóður (Tryggingastofnun) sé kannski að borga meðlag með honum sjálfum, hafi faðir hans getið hann á gamals aldri (t.d. fimmtíu og eitthvað...) og þannig slopp- ið við að skapa sér greiðsluskyldu með „athöfnum sínum". Umboðsmaður barna famsendi svar ráðuneytisins til Innheimtustofnunar. „Þar til annað kemur í Ijós, lít ég svo á að afskiptum mínum af þessu tiltekna máli sé lokið. Eg mun þó áfram fylgjast með ýmsu því sem varðar meðlagsmál almennt'1, segir Umboðsmaður barna í skýslu sinni fýrir síðasta ár. kallaða og fá SíS-tengd íyrir- tæki til að taka sig saman og mynda fjárfestingarhóp til að taka þátt í hlnu lokaða útboði um Fjárfestingabankann. Eitt- hvað gengur það nú misjafn- lega því þetta útboð gat varla komið á verri tíma fyrir ýmsa trausta smokkfiska, en á móti kemur að aðrh cru að græða milljónir á mánuði eins... Og pottverjar ræða að sjálf- sögðu hina nýju stöðu FBA málsins sem kom upp þegar Finnur Ingólfsson neitaði að staðfesta orð Davíðs Oddsson- ar xnn hvemig ætti að selja bankann. Verðbréfafróðir menn segja það stranga túlk- un hjá ráðherra að reglur Verð- bréfaþings banni mönnum að tala um það. Helsta skýringin sem menn hafa á þessu er að kvótamaðurinn Finnur hafi ákveðið að setja „umræðukvóta" á inálið og Davíð hafi verið hú- inn með kvótaim siiml... Jónas Kristjánsson ritsjóri DV og hestamaður skrifar harðorðan leiðara í blað sitt í gær þar sem hann skamm- ast út í skagfirska hesta- mcnnsku, landbúnaðarráð- herra og þá ósviimu að setja upp iniðstöð íslenska hcsts- ins í Skagafirði. Sakagfhð- ingum í pottinum þykir þetta súrt í broti þar sem þeh töldu að Jónas - sem mikið hefur ritað uin ætth hesta - legði mik- ið upp úr eigin ættum og hvaðan þær koma. Jónas er í föðurætt ættaður úr Skagafhðinum, en afi hans, Jónas Kristjánsson var einmitt kunnur læknh á Sauðárkróki... Jónas Kristjáns- son. rn fL. Dll Allir íbúar Skriðuhrepps gegn sameiningu Eyjafjarðar Ármann Búason bóndi að Myrkárbökkum í Skriðuhreppi og oddviti hreppsins Oddviti Skriðuhrepps hefur svarað beiðni Akur- eyrarbæjarum sameining- arviðræðurallra sveitarfé- laga viðEyjafjörð neitandi en vill viðræðurvið ná- grannasveitarfélögin fyrst Ármann Búasson, oddviti Skriðuhrepps í Eyjafirði, segir ástæðu þess að hreppsnefnd Skriðuhrepps hafi neitað að skipa í starfshóp um samein- ingu sveitarfélaga við Eyjafjörð raunar einfalda og liggja í aug- um uppi. „Þegar síðast var kosið til sveitarstjórnar vorið 1998 fór fram könnun á því í Skriðu- hreppi, Arnarneshreppi, Oxna- dalshreppi og Glæsibæjarhreppi um möguleika á sameiningu sveitarfélaga, eða enga samein- ingu. Einn möguleikinn sem kjósendum var gefinn var stór- sameining við Eyjafjörð en eng- inn íbúi Skriðuhrepps valdi þann kost. Ibúar voru helst fylgjandi sameiningu þessara fjögurra hreppa þar sem könn- unin var gerð. Það er enn hug- myndin að vinna að sameiningu þessara fjögurra hreppa áður en við tökum þátt í viðræðum um annað, og raunar nauðsynlegt til þess að sinna óskum íbúa Skriðuhrepps." - Hafa utnrædur tntlli þess- ara fjögurra sveitarfélaga þá hafist? „Málið hefur örlítið verið rætt milli okkar oddvitanna og eftir það er Ijóst að Arnarneshreppur verður ekki með því þeir vilja stórsameiningu. Eg vil láta reyna á það hvort þessir þrír hreppar vilja taka upp viðræður, en það var sú niðurstaða sem fékk næstmestan stuðning í könnuninni. Það er ekki búið að boða fund með okkur oddvitum Skriðuhrepps, Öxnadalshrepps og Glæsibæjarhrepps en ég geri ráð fyrir að það liggi fyrir nú í vikunni hvort af slíkum fundi verður, og þá hvenær. Mér er kunnugt um að afstaða hinna tveggja oddvitanna er sú sama og hjá mér, þ.e. að við þurfum að ljúka fyrst umræðu um sam- einingu þessara þriggja hreppa." - Nú er liðið hálft annað ár stðan sveitarstjórnarkosningar voru. Er það ekki óeðlilega langur timi? „Niðurstaða fundar fljótlega eftir kosningar var sú að það væri ekkert sem ræki á eftir okk- ur, en ganga verður frá því á þessu kjörtímabili. Finna verður lausn á því.“ - „Skriðuhreppur hefur óskað eftir samningi við Akureyrar- bæ um ráðgjafaþjónustu vegna grunnskóla, barnarverndar- mála og félagsþjónustu. Hefur neitun um sameiningarviðræð- ur einhver áhrif á það? „Akureyrarbær hefur tekið þessari málaleitan vel og er til- búinn að semja við okkur. Við höfum átt ágætt samstarf við Bæjarstjórn Akureyrar og það blandast ekkert inn í afstöðu um sameiningu sveitarfélaga. Önnur mál sem brenna á okkur hér eru óskir um bætta vegi, en þar er við Vegagerðina að eiga. Hér hefur verið gert stórátak í frárennslismálum sem lauk á síðasta ári og það eru komnar rotþrær hér við öll býli en það mál hefur verið unnið af fag- mönnum. Heilbrigðiseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir framkvæmdina." GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.