Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGU R 8. SEPTEMBER 1999 - 3
FRÉTTIR
Segir löggulaimin
hafa hækkaö í ár
Sólveig Pétursdóttir kallaði tll sín í gær stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur og
ræddi við hana um fullyrðingar formannsins.
Dómsmálaráðherra
brást hart við fuUyrð-
ingiun formanns lög-
reglufélagsins og kall-
ar á skýringar.
Dómsmálaráðherra og lögreglu-
stjórinn í Reykjavík fullyrða að
Oskar Bjartmarz formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur hafi farið
með rangt mál með fullyrðingum
um að embættið sé komið að fót-
um fram vegna niðurskurðar, að
tekjur lögreglumanna hafi lækk-
að um 25-30% og að allt að 30%
lögreglumanna séu að leita sér að
annarri vinnu. Aðspurður hvort
Óskar yrði áminntur fyrir brot í
starfi segir lögreglustjóri að tján-
ingarfrelsi sé við Iýði og Sól-
mundur Jónsson fjármálastjóri
embættisins segir að það sé hægt
að fyrirgefa mönnum að hafa
ekki vitað betur.
Yfirvöld dóms- og Iögreglumála
brugðust mjög hart við fullyrð-
ingum Oskars og létu fara fram
skoðun á launabókhaldi embætt-
isins. Fullyrt er að framlög á fjár-
lögum til embættisins hefðu
hækkað um 215 milljónir sl. 2 ár.
Þá segir að á 8 fyrstu mánuðum
þessa árs hafi heildarlaun 207
lögreglumanna hækkað um
1,42%. Mánaðarlaunin hafi
hækkað úr 248.108 í 251.629
krónur að meðaltali. Svo og að á
þessu ári hafi stöðugildum Iög-
reglumanna fækkað um einungis
tvö.
Segja formaiininn sknlda
skýringar
Dómsmálaráðherra sagði á
blaðamannafundinum að „uppá-
tæki stéttarfélagsins" hefði kom-
ið sér á óvart, hefði brugðið upp
rangri mynd af starfi lögreglunn-
ar, sem nauðsynlegt væri að leið-
rétta. Þær fullyrðingar sem Osk-
ar hefði sett fram væru rangar.
„Formaður lögreglufélagsins
skuldar okkur skýringar á þessu,“
sagði Sólveig.
Böðvar lögreglustjóri nefndi að
embættið þyrfti eins og aðrar
stofnanir að halda sér innan fjár-
lagarammanns. Kostnaður hefði
verið heldur meiri á fyrri hluta
ársins en reiknað hefði verið með
og því þyrfti meira aðhald síðari
hlutann en ella. Hann benti á að
öll yfirvinna væri dýr þegar 90%
kostnaðar liggur í launum. Yfir-
vinna hefði verið um 200 þúsund
tímar á síðasta ári, þar sem hvetj-
ar eitt þúsund stundir kosta 1,7
milljónir króna. Hann kvaðst
finna fyrír óróleika meðal undir-
manna sinna vegna aðhaldsins
og sagðist búast við því að sá óró-
leiki gæti bitnað á störfum lög-
reglunnar.
Getur ekki metið þcnuan
talnaleik
Þegar blaðamannafundur ráð-
herra var að heíjast hafði hópur
lögreglumanna safnast saman
fyrir utan. Einn stjórnarmanna
lögreglufélagsins óskaði eftir því
að stjórnarmenn félagsins fengju
að sitja blaðamannafundinn, en
ráðherra hafnaði því. Þess í stað
kallaði hún stjórnarmennina á
teppið í ráðuneytinu.
Oskar Bjartmarz sagði í samtali
við Dag fyrir ráðherrafundinn að
hann hefði engar forsendur í
höndunum til að meta „þennan
talnaleik".
„Eg byggi minn framburð á
upplýsingum frá félagsmönnum
mínum. I apríl var tilkynnt um
niðurskurð á aukavinnu úr 62 í
55 stundir. I júní var þetta lækk-
að niður í 50 stundir. I byrjun
ágúst var síðan tilkynnt að kvóta-
kerfi á aukavinnu væri ekki Ieng-
ur fyrir hendi, en að víða yrði
miðað við 30 tíma sem viður-
kennda aukaxdnnu. Að öðru leyti
get ég lítið tjáð mig um þennan
talnaleik," segir Oskar. - FÞG
Finnur Ingólfsson afhendir þeim Birni
Líndal, stjórnarformanni og Ragnari
Önundarsyni framkvæmdastjóra
starfsleyfi Europay íslands sem lána-
stofnun.
Europay
verðurlána-
stofnun
Viðskiptaráðuneytið hefur veitt
Europay Islandi - Kreditkorti hf.
starfsleyfi sem lánastofnun.
Leyfið gefur félaginu kost á að
bjóða aukna þjónustu á sviði Ián-
veitinga í tengslum við kortavið-
skipti einstaklinga og fyrirtækja.
Gert er ráð fyrir að sérhæfð
lánastarfsemi tengd greiðslu-
miðlun verði aukin enn frekar.
Stjórn félagsins hefur bætt við
nýrri stoðdeild, endurskoðunar-
deild, í tengslum við starfsleyfið.
Fyrir tveimur árum var mótuð ný
stefna hjá félaginu. Það stefnir
nú að því að verða eftirsóttasti
samstarfsaðili hér á landi á sviði
greiðslumiðlunar og tengdrar
þjónustu. Einnig er ætlunin að
víkka út starfsvettvang Europay
og hasla því völl á nýjum sviðum,
sem m.a. felur í sér að lánveit-
ingar verða nú hluti af aðalstarf-
seminni.
Fjöldi lögreglumanna safnaðist saman fyrir utan Borgartún 6 í gær til að leggja áherslu á versnandi kjör og vinnuaðstöðu, en
innan dyra var dómsmálaráðherra með blaðamannafund. Borgarráð sat á sama tima á fundi og samþykkti áskorun til
dómsmálaráðherra vegna aðstöðu lögreglumannanna. mynd: þök
Forseti Eistlands í heimsókn
Forseti Eistlands, Lennart Meri, og eiginkona hans, frú Helle Meri,
koma í opinbera heimsókn hingað til lands nk. þriðjudag. Heimsókn-
in hefst með móttöku á Bessastöðum þar sem verður svo efnt til
blaðamannafundar og síðdegis er málþing um viðskipti landanna. Þá
mun forsetinn heimsækja Alþingi, Höfða og Stofnun Arna Magnús-
sonar. A miðvikudag heimsækja Meri og kona hans Akranes og heil-
sa uppá Teit Þórðarson knattspyrnumann, landsliðsþjálfara Eista. Þá
verður frystihús HB heimsótt, Grundarskóli og Byggðasafnið á Görð-
um. Síðdegis flytur forsetinn fyrirlestur t Háskóla íslands og situr á
Þingvöllum kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar. A fimmtudag, síðasta
dag heimsóknarinnar, fara forsetahjónin eistnesku ásamt forseta ís-
lands austur fyrir fjall og skoða Gullfoss og Geysi, Sultartangavirkj-
un og bregða sér á hestbak á Leirubakka í Landsveit. - SBS.
Borgm skorar
á ráðherra
Ráðherra skipar í Tölvunefnd
Dómsmálaráðherra herur skipað Pál Hreinsson, dósent \ið lagadeild
Háskóla íslands, til að gegna stöðu formanns Tölvunefndar. Enn-
fremur hefur verið skipaður nýr varamaður í nefndina, Gunnar
Thoroddsen lögfræðingur. Aðrir í nefndinni eru Jón Olafsson hrl.,
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunar-
fræðingur og Haraldur Hreim læknir. Framkvæmdastjóri nefndar-
innar er sem fyrr Sigrún Jóhannesdóttir, sem er deildarstjóri í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu.
f
Borgarráð samþykkti í gær bók-
un, þar sem þeirri áskorun er
beint til Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra, lögreglustjór-
ans í Reykjavík og forystu Lög-
reglufélags Reykjavíkur að leita
leiða til að bæta starfsskilyrði Iög-
reglunnar og tryggja viðunandi
löggæslu í Reykjavfk. Núverandi
ástand sé ekki viðunandi, eftir sí-
endurtekna umræðu um slæm
starfsskilyrði.
Borgarráð lýsir yfir áhyggjum
sínum vegna þeirrar stöðu sem
upp er komin í málefnum lög-
reglunnar. „Borgaryfin'öld telja
það með öllu óviðunandi ef lög-
reglan í Reykjavík telur sig ekki
geta sinnt skyldum sínum við
þorgarbúa og haldið uppi eðli-
legri starfsemi í borginni.“
Borgarráð minnir á bréf borg-
arstjóra til dómsmálaráðherra frá
3. júní sl., þar sem þessar áhyggj-
ur voru látnar í Ijós. í því bréfi
segir borgarstjóri meðal annars:
-6sB\6i'rt»,atttMÍ3»wnz tww wMtiati
„Hjá lögreglustjóra kom fram að
fjárveitingar til lögreglunnar í
Reykjavík eru skertar í ár vegna
umframkostnaðar á síðasta ári,
þannig að verulegur samdráttur
hefur orðið á starfi hennar sam-
anborið við 1998.“ Þessi tilvitnun
í lögreglustjóra er athyglisverð í
Ijósi þeirra upplýsinga sem lagðar
voru fram á blaðamannafundi
dómsmálaráðherra í gær, meðal
annars um að fjárveitingar hefðu
aukist um 100 milljónir í ár. - FÞG
1 ún -iít/1 igail ftíid 6b ihvl ÖM
Samtök verslimar og þjónustu stofhuð
Gengið verður frá stofnun SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu - á
framhaldsstofnfundi í Reykjavík í næstu viku. Samtökin verða annað
stærsta aðildarfélag Samtaka atvinnulífsins sem taka til starfa um
miðjan mánuðinn, eða með um 23% félagsmanna. Að því er fram
kemur í frétt frá undirbúningsnefnd SVÞ eiga aðild að samtökunum
ýmis starfsgreinafélög, einsog til dæmis Kaupmannasamtök Islands,
Apótekarafélag Islands, Samtök samGnnuverslana og einstök fyrir-
tæki einsog til dæmis olíufélög, skipa- og landsflutningafyrirtæki,
tölvufyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og endurskoðunarstofur svo eitt-
hvað sé nefnt. - SBS.
-tjijH mn 19 ÖBd .0199 iiiv riinu