Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 8
8 - lÍíIDVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MIDVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
L
D*#ur
FRÉTTIR
Skattur í sogulegu hámarki
M
GUÐMUNDUR
RÚNAR
HEIÐARSSON
r* J SKRIFAR
Tekjur ríkissjóðs af
bíliun og umferð iiiu
30 milljarðar á ári.
200 jmsimd á hvem
bíleiganda. Álögur
hafa aukist um 70-80
þúsund á ári. Bensín-
verð og tryggingar.
Vömgjaldi breytt í
fasta krónutölu.
Talið er að tekjur ríkissjóðs af bíl-
um og umferð séu um 30 millj-
arðar króna á ári eða um 4,5% af
vergri landsframleiðslu. I helstu
nágrannalöndum er hins vegar
talið að þjóðfélagið þurfi að fá um
3,5% af vergri landsframleiðslu til
að standa undir þeim kostnaði
sem fylgir bílum og umferð, eða
um 1% minna en hérlendis. Þá
lætur nærri að hver íslenskur bíl-
eigandi þurfi að greiða til ríkisins
um 200 þúsund krónur í skatta
og gjöld en bílaflotinn er um 150
þúsund bílar. Hjá FIB reiknast
mönnum til að bensínverðhækk-
anir og hækkanir á bifreiðatrygg-
ingum á árinu hafi aukið álögurn-
ar um 70-80 þúsund krónur á
ársgrundvelli. Til að mæta þessu
þyrfti launamaðurinn að auka
tekjur sínar um rúmar 100 þús-
und krónur.
Breytingar á vörugjaldi
I gær var tilkynnt að fjármálaráð-
herra hefði fengið grænt ljós frá
ríkisstjórn til að leggja fram frum-
varp til Iaga um breytingar á
vörugjaldi á bensíni. Samkvæmt
því verður breytingin sú að í stað
97% vörugjalds verður því breytt í
fasta krónutölu 10,50 krónur.
Talið er að það geti orðið til þess
að lækka verð á bensíni um
næstu mánaðamót um allt að
2,50 krónur. Áætlað er að þetta
muni kosta ríkissjóð um hálfan
milljarð króna á ársgrundvelli.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar
er tilkomin í beinu framhaldi af
þeim þrýstingi sem Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda, FIB,
verkalýðsfélög og samtök neyt-
enda og fleiri hafa haft í frammi
vegna þeirra miklu hækkana sem
dunið hafa á almenningi, hækk-
ana á bensínverði svo ekld sé
minnst á allt að 40% hækkun
tryggingaiðgjalda í sumar vegna
nýrra skaðabótalaga. Af hálfu
stjórnvalda er áformuð breyting á
vörugjaldinú sögð vera liður í því '
að viðhalda stöðugleika í efna-
hagslífinu. Hins vegar hefur þessi
breyting á vörugjaldinu ekki áhrif
á bensíngjaldið né þungaskatt
díselbifreiða. Aftur á móti mun
standa yfir endurskoðun á þunga-
skattinum í fjármálaráðuneytinu.
Áfangasigur
Bunólfur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri FIB, segir að vænt-
anlegt frumvarp verði lagt fyrir
Alþingi þegar það kemur saman í
byrjun næsta mánaðar. Hann
:>nvtibntiÐ .pioo'sq Si'/d'oX ninoe’t i J >’i /. u
segir að á fundi með fjármálaráð-
herra hafi komið fram að ráð-
herra eigi ekki von á öðru en að
þetta frumvarp mundi trúlega
eiga frekar greiða leið í gegnum
þingið í haust. Sérstaklega þegar
hafðar séu í huga þær yfirlýsingar
sem fram hafa komið frá stjórnar-
andstöðunni um þetta mál. Hins
vegar sé ekki útilokað að ein-
hverjar breytingar kunni að verða
á frumvarpinu í meðförum þings-
ins. Runólfur segir að einn helsti
ávinningurinn í þessum áfanga-
sigri með þessari áformuðu breyt-
ingu sé aðferðafræðin í þessu
máli, þ.e. að breyta vörugjaldinu
úr því að vera prósenta yfir í fasta
krónutölu. Aftur á móti hefðu
menn viljað sjá lægri krónutölu í
vörugjaldinu en gert sé ráð fyrir.
Engu að síður sé þessi áformaða
breyting ákveðinn áfangi til þess
að lækka álögur á almenning. I
það minnsta sé þessi ákvörðun
ríkisstjórnar ákveðin opnun og
sýnir að það sé einhver skilningur
á þessari umræðu sem fram hef-
ur farið. Þá sé það ekki síður mik-
ilvægt að á þenslutímum sé þetta
að einhverju Ieyti ákveðin aðferð
til að draga úr þeim verðsveiflum
og þeim áhrifum sem bensínverð-
hækkanir hafa haft á verðlagsþró-
un í samfélaginu.
Verðlækkim á heimsmarkaði
Runólfur segir að í ljósi þróunar á
heimsmarkaði, þá hafi heims-
markaðsverð verið að Iækka mið-
að við þær hæðir sem það náði í
sumar. Af þeim sökum eiga menn
von á því að olíufélögin muni
Iækka verð á bensíni um næstu
mánaðamót. Hann segir að menn
leggi traust sitt á það þegar haft
sé í huga að olíufélögin hafa
einatt hækkað verð á bensíni þeg-
ar heimsmarkaðsverð hefur
hækkað. Að sama skapi ætti verð-
ið að lækka þegar heimsmarkaðs-
verð lækkar. Runólfur segir að
innan FIB séu menn spenntir fyr-
ir þeirri hugmynd sem forstjóri
Skeljungs hefur viðrað að verð á
bensíni á Islandi skuli tengt
heimsmarkaðsverði. Það mundi
þýða að bensínverð gæti breyst á
tveggja til þriggja daga fresti eftir
sveiflum á heimsmarkaði. Aftur á
móti hafa hin tvö olíufélögin Iagst
gegn þessari hugmynd og m.a.
með þeim rökum að það mundi
bara rugla neytendur í ríminu
vegna hættu á mun tíðari verð-
breytingum en verið hefur.
100 þúsund króna hærrl
laun
Framkvæmdastjóri FÍB segir að
það alvarlegasta við þá þróun sem
einkennt hefur auknar álögur á
almenning í formi bensínhækk-
ana á þessu ári sé m.a. þau marg-
feldisáhrif sem þessar hækkanir
hafa haft á verðlagsþróunina í
landinu. I því sambandi bendir
hann á að vísitöluáhrifin af bens-
ínverðhækkunum séu hátt f 1 % á
þessu ári. Sem dæmi um þessi
áhrif bendir framkvæmdastjóri
FÍB m.a. á að þetta hefur hækkað
'áfborganir t.d. af 6 milljóna
króna láni um 60 þúsund krónur
á ári. Til að mæta þessari hækkun
þyrfti launamaðurinn að hafa
rúmlega 100 þúsund krónum
meira í mánaðarlaun. Þá hefur
áfyllingin á bílinn hækkað um
700 krónur á ári. Að auki hefur
orðið vart við að kostnaður vegna
vinnu á bifreiðaverkstæðum hef-
ur farið hækkandi.
Verðhækkanir á bensíni og biiaidgjöidum tryggingaféiaga hafa aukið áiögur á almenning um 70-80 þúsund krónur á ársgrundvelli. Til að mæta þessu þyrfti að hækka launin um rúmar 100 þúsund krón-
ur.
Undirboð tryggingafélaga
Þótt almenningur sé búinn að fá á
sig hveija bensínverðhækkunina
það sem af er þessu ári, þá hefur
hann einnig þurft að bæta á sig
klyfjum þegar tryggingafélögin
hækkuðu iðgjöld sín um allt að
40% í sumar. Það var sem kunn-
ugt er rökstutt með auknum út-
gjöldum tryggingafélaganna vegna
nýrra skaðabótalaga sem sam-
þykkt voru á Alþingi sl. vor. Sé
hafður í huga bíll með fullum
bónusafslætti er ekki óalgengt að
árlegar iðgjaldagreiðslur bíleig-
enda hafi hækkað um 12-15 þús-
und krónur á ársgrundvelli í
skyldutryggingum. Þetta mun þó
vera misjafnt eftir tryggingafélög-
um en þó sýnu lægst hjá FIB-
tryggingu samkvæmt nýlegri verð-
könnun. I umsögn fjármálaeftir-
litsins um þessar hækkanir trygg-
ingafélaganna vakti m.a. athygli
að eftirlitið telur að hluti hækkan-
anna hafi stafað af þvi að félögin
hafi lækkað iðgjöldin um of íyrir
þremur árum, eða þegar félögin
fengu samkeppni frá FIB-trygg-
ingu. Runólfur segir þetta benda
til þess að félögin hafi reynt að
vera með undirboð til að drepa
samkeppnina frá þeim. Hann seg-
ir að FIB sé búið að vekja athygli
samkeppnisyfirvalda á þessu með
formlegu erindi þar að lútandi,
enda séu slík mál litin mjög alvar-
legum augum hjá flestum þjóðum.
Skattar í sögulegu hámarki
Runólfur Olafsson bendir á að
það stefnir í að skattar á bifreið-
um og umferð sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu verði allt að því
í sögulegu hámarki í ár. Þar vegur
einna þyngst áhrif frá bensínverð-
hækkunum og þeirri stigmagn-
andi skattheimtu sem því hefur
verið samfara. Þá hefur ríkið haft
verulegar tekjur af þeirri spreng-
ingu sem hefur orðið í innflutn-
ingi bíla. Hann bendir á að allt í
kringum bílinn séu í raun
háskattavörur, enda sé það svo að
ríkið notfærir sér bílinn og allt í
kringum hann sem stórtekjulind.
Á sama tfma hafa vörugjöld á öðr-
um hlutum farið lækkandi á liðn-
um árum. Þetta helgast m.a. af
því að stjórnvöld á hverjum tíma
líta á bílinn og allt það sem hann
tengist sem auðveldan skattstofn.
Af þeim sökum sé það mikill
ábyrgðarhluti að ríkissjóður sé
hreinlega ekki að notfæra sér það
ástand sem verið hefur á heims-
markaði á eldsneyti til þess eins
að skara eld að eigin köku. Sem
dæmi þá hafði síðasta verðbreyt-
ing á bensíni þau áhrif að tekjur
ríkisins aukast um 590 milljónir á
ársgrundvelli, eða hátt í 50 millj-
ónir á mánuði. Það sé tæpum 100
milljónum króna meira en sem
nemur þeim tekjumissi sem ríkið
áætlar að áfomuð breyting á vöru-
gjaldinu muni hafa.
Arðsemi vegaframkvæmda
Framkvæmdastjóri FÍB segir að
áformaðar breytingar á vörugjald-
inu eigi ekki að hafa nein áhrif á
framlög ríkisins til vegamála,
enda sé vörugjaldið alveg ótengt
þeim málaflokki. Hins vegar sé
28;60 króna bensfngjaldið, sem
er annar skattur á bensíni, eyrna-
merkt til vegamála. Hið sama
gildir um þungaskattinn á dísel-
bíla. I áætlunum fjárlaga sé t.d.
gert ráð fyrir því að þungaskattur-
inn af díselbifreiðum sé að skila í
ríkissjóð eitthvað um 3,5 milljörð-
um króna og bensíngjaldið 5,5
milljörðum. Þessir tveir skattar
gefa því í ríkissjóð um 9 milljarða
króna sem séu eyrnamerktar tekj-
ur til vegagerðar á árinu. Hins
vegar hafa FIB-menn áhyggjur af
því ef ætlunin sé að draga eitt-
hvað úr þeim framkvæmdum sem
áformaðar hafa verið í vegamál-
um í ár til að sporna við þenslu.
Sérstaklega þegar haft sé í huga
að arðsemi vegaframkvæmda sé
nánast óumdeilanleg. Að auki sé
ástand vegamála á Islandi langt á
eftir því sem tíðkast meðal ná-
grannalanda.
Stjórnvöld taka rökum
Björn Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands íslands,
segist fagna þessari ákvörðun rík-
isstjórnarinnar um breytingar á
vörugjaldinu og væntanlegri verð-
lækkun á bensíni. Hann segir að
með þessu hafi stjórnvöld tekið
þeim rökum sem menn hafa haft
uppi í þessum efnum. I því sam-
bandi bendir hann m.a. á að í for-
sætisráðherratíð Seingríms Her-
mannssonar hefðu stjórnvöld
beittt sér fyrir því að lækka álögur
á almenning vegna hækkana sem
þá urðu á bensíni vegna hækkana
á heimsmarkaði. Að auki megi
ekki gleyma þætti olíufélaganna í
bensínverðhækkunum og þeirra
álagningu. Hann segir að það sé
óumdeilanlegt að félögin hafa
verið að fá meiri hagnað en sem
nemur þeim hækkunum sem hafa
orðið á heimsmarkaði. Það sé alveg
galið miðað við heilbrigða við-
skiptahætti svo ekki sé minnst á
þau áhrif sem þessar hækkanir
hafa haft á Iífskjör almennings
vegna þeirra áhrifa sem þessar
hækkanir hafa á vísitölur. Hann
telur því að það sé nánast eins-
dæmi í veröldinni að hækkun á
bensínverði erlendis skuli hækka
skuldastöðu og greiðslubyrði heim-
ilanna og rýri kaupmáttinn. Þetta
sé því ekkert annað en hrein og
klár hringavitleysa. Formaður
VMSI telur einsýnt að þessi þróun
sem hefur verið í málum með til-
heyrandi kaupmáttarminnkun
muni verða meðai þeirra þátta sem
menn munu taka tillit til og rejma
að sækja til baka við gerð næstu
kjarasamninga.
Olíufélögin ekki á horrimiiuii
Ogmundur Jónasison, formaður
þingflokks Vinstri nréýfingarinnar
- græns framboðs og formaður
BSRB, segir nauðsynlegt að vakin
sé athygli á þeim miklu álögum
sem almenningur hefur orðið fyrir
í formi bensín- og tryggingaið-
gjaldahækkana vegna bifreiða.
Hann segir ljóst að það á ekki af
bíleigendum að ganga í þessu sam-
bandi, enda sé vegið að þeim úr
ýmsum áttum. Hann segist ekki
trúa því að tryggingafélögin hafi
þurft að hækka iðgjöldin um tugi
prósenta vegna afkomunnar. I það
minnsta hanga þau ekki á horrim-
inni og þaðan af síður olíufélögin.
Sem dæmi bendir Ögmundur á að
hagnaður olíufélaganna á fyrri
hluta ársins hafi verið um 100
.m j| esnnfifTime'*
ii-nnfl .niftrl'íMshoú ,.?éR .iry tl"«8 .nnuhiv.* *.h .LndTwCiik' .f^v.'&qjÍQ ^S.Vi ntöH .A'c.A/i .iCTitsóuutei 6oniöiii5öirwca» í ,i>i .0ð)3qui.>
milljónir króna í mánuði hvetjum.
Enda sé það í senn óábyrgt og
óeðlilegt af hálfu olíufélaganna að
fylgja öllum verðsveiflum á heims-
markaði. I því sambandi bendir
hann á að bfllinn sé nauðsynlegur
fyrir allar fjölskyldur og m.a. vegna
þess hversu illa sé búið að almenn-
ingssamgöngum hér á landi. Það
breytir hins vegar ekki því að menn
geta endalaust velt því fyrir sér
hversu mikið hver og einn eigi að
nota bílinn. Hann segir að menn
verði einfaldlega að höfða til
ábyrgðarkenndar olíufélaganna í
þeirri viðleitni að koma í veg fyrir
eins yfirgengilegar hækkanir og
verið hafa.
Endurskoða álagningu
Hann segir eðlilegt að gerðar verði
þær kröfur til olíufélaganna að þau
færi þessa síðustu verðhækkun
eitth\'að niður, enda séu þau með
100% álagningu á bensíni. Þessa
háu álagningu þyrfti að endur-
skoða með það fyrir augum að
lækka hana. Þá sé nauðsynlegt að
skoða samsetningu bensínverðsins
og m.a. með því að færa þau gjöld
sem séu hlutfallslega reiknuð í
fasta krónutölu. Hann segir að all-
ar þessar álögur sem dunið hafa
yfir almenning á árinu hafi haft í
för með sér margfeldisáhrif á af-
komu fólks. Sem dæmi bendir Ög-
mundur á að benínhækkanir á ár-
inu hafa hækkað lán heimilanna
um allt að 4 milljarða króna á árs-
grundvelli. Að auki sé mjög eðlilegt
að menn skoði þessar vísitölubind-
ingar í ljósi þess sem gerst hefur og
hvernig hægt sé að bæta afkomu
almennings í landinu.
Hreindýraveiðar
hafa gengið vel
Reiknað er með að all-
ur hremdýrakvótinn
náist.
Þessa dagana standa hreindýra-
veiðar sem hæst og að sögn Aðal-
steins Aðalsteinssonar í Fellabæ
á Héraði, starfsmanns Hrein-
dýraráðs, ganga veiðarnar vel,
sérstaklega á svæðinu í kringum
Snæfell.
Veiðitímabilið hófst formlega
20. júlí og stendur til 15. sept-
ember. Yfirleitt fara veiðimenn
sér þó hægt í upphafi tímabilsins
vegna þess hversu hátt dýrin
halda sig en auk þess eru ekki
leyfðar veiðar á öllum svæðum í
byrjun. T.d. má ekki hefja veiðar
í kringum Snæfell fyrr en 15.
ágúst og er það vegna fjölda
ferðamanna er sækja svæðið
fram að þeim tíma.
Hafa feUt 116 tarfa
I ár má skjóta 404 fullorðin dýr;
195 tarfa og 209 kýr. Þess utan
er ætlast til þess að veiðimenn
felli þá kálfa sem fylgja felldum
kúm en þó má aldrei íkjóta vet-
urgamla kálfa. Fimmta seþtem-
ber var búið að tilkynna Hrein-
dýraráði um 116 fellda tarfa, 102
kýr og 31 kálf. Þó ekki séu nema
nokkrir dagar eftir af veiðitíma-
bilinu taldi Aðalsteinn fullvíst að
allur kvótinn myndi nást. Ástæð-
una sagði hann fýrst og fremst
vera þá að í ár eru dýrin greidd
fyrirfram en áður þurftu veiði-
menn aðeins að afla Ieyfis og
greiða 20% fyrirfram. Allur kvót-
inn er seldur og ekki er hægt að
fá endurgreiðslu eftir 1. septem-
ber.
Það er Veiðimálastofnun sem
úthlutar veiðikvótum til sveitar-
félaganna þar sem hreindýra-
stofninn heldur sig en það er ein-
göngu á Austurlandi; frá Vopna-
firði í norðri til Hornafjarðar í
suðri. Kvóti hvers byggðarlags er
ákveðinn eftir ágangi dýranna á
Iand sveitarfélaganna og hefur
stundum komið til deilna vegna
úthlutunarinnar, enda erfitt að
meta áganginn nákvæmlega.
Þokkaleg sátt er þó um úthlutun-
ina í ár.
Fyrir hvern tarf þurfa veiði-
menn að greiða að meðaltali um
90 þúsund krónur en um 45
þúsund fyrir kúna enda mun
minna kjöt á kvendýrunum og
gjaldið fer eftir þyngd dýranna.
Fyrir felldan kálf greiða veiði-
menn 15 þúsund króna fast
gjald. Þess utan þurfa veiðimenn
að greiða eftirlitsmönnum, sem
skylt er að hafa með í veiðiferð,
10 þúsund krónur fýrir daginn
og tímakaup ef veiðiferð teygist
fram á nótt. Ekki er heldur nein
trygging fýrir því að menn finni
hreindýr á fyrsta degi og þvf kem-
ur fyrir að leita þurfi dýranna í
nokkra daga. Til að spara þann
kostnað, og tímann sem leitinni
fylgir, færist það í vöxt að veiði-
menn leiti hjarðanna fyrst úr
flugvél.
Stofniim í vexti
Það eruriýr&l^g Jremst Islend-
ingar sem nýta sér veiðileýfíri
enda segir Aðalstéinn að erfitt sé
að markaðssetja veiðarnar með
erlenda veiðimenn í huga vegna
þess hversu seint veiðikvótinn er
ákveðinn eða ekki fyrr en um
mánaðamótin júní-júlí ár h%'ert.
Að sögn Aðalsteins stendur til að
endurskoða reglugerðina um
hreindýraveiðar í haust og segir
hann að þá megi reikna með að
breytingar verði gerðar á því
hvenær kvótanum er úthlutað.
Reglugerðin var sett af umhverf-
isráðuneytinu 1992 en fram að
þeim tíma heyrðu hreindýraveið-
ar undir menntamálaráðuneytið.
Hreindýrastofninn er nú talinn
vera um 3000 dýr og hefur hann
verið í vexti undanfarin ár en
stofninn er talinn trisvar sinnum
á ári. Um mánaðamótin febrúar-
mars er talið af landi og þá not-
ast talningarmenn við snjósleða.
Aftur er talið um mánaðamótin
júní-júlí og þá eru hjarðirnar
myndaðar úr flugvél. Gott er að
mynda og telja dýrin á þeim tíma
því þá eru þau alhvít á feldinn.
Veiðikvótinn er síðan ákveðinn á
grundvelli þessara talninga ár
hvert.
Tískuvðrur úr húðinni
I dag er nánast allt nýtt af þeim
dýrum sem felld eru. Kjötið þyk-
ir ákaflega ljúffengt og er selt
dýrum dómum á góðum veitinga-
stöðum. Húðin er verkuð í leður
og úr því eru unnar fágætar
tískuvörur, einkum af handverks-
fólki á Héraði. Hornin, sem dýr-
in fella á hverju ári, eru einnig
nýtt og úr þeim smíðað t.d. lykla-
kippur, hnífsköft og fleira. Sumir
veiðimenn vilja þó eiga hornin og
hafa þau til skreytinga í görðum
en einnig á veggjum innanhúss.
En eins og um flest önnur \dllt
dýr á Islandi eru hreindýrin ekki
eingöngu til góðs og gleði. Á
þungum vetrum getur ágangur
þeirra í byggð verið talsverður og
þá gefa'þau gert skógarbændum
lífið leitt. Að sögn Hákons Aðal-
steinssonar, skógarbónda á Hér-
aði, er ekki um það að ræða að
dýrin éti lauf og trjágróður í
miklu mæli heldur skemma þau
frekar Iágvaxin tré með hornun-
um. Eru það einkum lerkitré
sem verða fyrir skemmdum af
þessum völdum, enda mest um
slíkan trjágróður á þeim svæðum
sem dýrin koma í byggð og tré er
á annað borð að finna. Mönnum
kemur ekki saman um hvort
þessi árátta hreindýranna stafar
af leik eða kláða í hornunum en
hvort heldur er þá hefur komið
fyrir að dýrin hafa valdið umtals-
verðum skemmdum; einkum hjá
skógarbændum í kringum Fella-
bæ á Héraði. - KJK