Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 08.09.1999, Blaðsíða 7
 ÞJÓÐMÁL JJkMQÖVl MIÐVIKUDAGUR B. SEPTEMBF.R 1999 - 7 ÓSKAR BERGSSON FORMAÐUR BYGGINGARNENFDAR REYKJAVlKUR SKRIFAR Eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórn Islands í hyggju að draga úr opinberum framkvæmd- um til þess að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Akvörðun í þessa veru er bæði erfið og vandmeðfar- in og því mikilvægt að þokkaleg sátt náist um þær ákvarðanir. Það er mikill munur á því að slá á frest fyrirhuguðum framkvæmdum eða stöðva þegar hafnar framkvæmd- ir. Fyrirhugaðar framkvæmdir bíða þá síns tíma á meðan ríkið klárar þau verkefni sem þegar hefur verið ráðist í. Mun Iíklegra er að sátt náist um slíkt verklag heldur en ef framkvæmdir eru stöðvaðar og athafnasvæði bygg- inganna skilið eftir í sárum. Fátt er eins fráhrindandi og yfirgefin svæði á byggingastigi. Rakinn sóðaskapur I fréttum í síðustu viku kom fram að vel kæmi til greina að fresta framkvæmdum við alþingishúsið. Slík yfirlýsing er eins og köld vatnsgusa framan í borgaryfir- völd, höfuðborgarbúa og alla þá sem unna höfuðborginni sem höfuðborg. Að Alþingi Islendinga skuli detta í hug að helja stór- framkvæmdir á einum helgasta bletti Iandsins í hjarta höfuðborg- arinnar og hlaupa svo burt frá öllu saman áður en settu marki er náð er slík firra að undrun sætir. Samræmist ekki lögum En það er ekki bara sóðalegt að ganga um með þessum hætti, heldur er það ólöglegt. I 45. gr. Skipulags-og byggingarlaga er WWM Að Alþingi íslendinga skuli detta í hug að hefja stórframkvæmdir á einum helgasta bletti landsins í hjarta höfuðborg- arinnar og hlaupa svo burt frá öllu saman áður en settu marki er náð er slík fírra að undrun sætir. - mynd: gva sveitarstjórnum veitt heimild til þess að setja sérstakar reglur um byggingarhraða. Þessa heimild hefur byggingamefnd Reykjavíkur þegar nýtt sér og var samþykkt samhljóða bæði f byggingarnefnd og borgarstjórn. Samþykkt Reykjavíkurborgar um byggingar- hraða í grónum hverfum er svohljóðandi: I 4. mgr. 45 gr. skipulags- og byggingarlaganr. 73/1997segir: „Sveitarstjórn er heimilt að setja ítarlegri reglur um byggingarhraða í byggingar- skilmála. Með skírskotun til þessa ákvæðis Ieggur byggingarfulltrú- inn í Reykjavík til að byggingar- nefnd samþykki að leggja til við borgarstjórn að þeir eigendur sem fá samþykkta stækkun eða útlits- breytingu á húsi eða reisa ný hús í þegar byggðum hverfum verði gert skylt að hafa lokið utanhús- frágangi húss og lóðar að fullu innan tveggja ára frá útgáfu bygg- ingarleyfis, að viðlögðum dagsekt- arákvæðum 1. mgr. 57 gr. fyrr- nefndra Iaga.“ Þessi tillaga var samþykkt samhljóða í byggingar- nefnd 27. ágúst 1998. Reglan er beinlínis sett til þess að tryggja að þær framkvæmdir sem famar eru af stað verði kláraðar innan eðli- legra tfmamarka. Það væri Iítil reisn yfir því fyrir löggjafasam- komu þjóðarinnar að verða fyrst til að bijóta slíkar reglur. I ljósi þess sé ég ekki annað en að Al- þingi verði að bregða niðurskurð- arhnífnum á eitthvað annað en nýjan þingmannaskála. Hvað uni flugvöHiim? En fleiri verkefni eru á döfinni og sum ekki hafin. Framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll hafa mætt mikilli mótspymu og hafa borgar- yfirvöld sett ákveðinn fyrirvara vegna umfangs þeirra fram- kvæmda þar sem fyrirheit um nú- verandi staðsetningu vallarins er aðeins út þetta skipulagstímabil. Það hlýtur að koma til greina að fara einungis í nauðsynlegar ör- yggisumbætur bæði í ljósi þenslu- áhrifanna og ekki síður í ljósi þess að borgaryfirvöld hafa margítrek- að að ekki sé sjálfgefið að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Bæði borgarstjóri og aðstoðar- maður hennar hafa tilkynnt að efnt verði til almennrar atkvæða- greiðslu um framtíð flugvallarins í kjölfar endurskoðunar Aðalskipu- lags Reykjavíkur. Það er því alger- Iega óábyrgt af hendi ríkisvaldsins að túlka það sem svo að flugvöll- urinn komi til með að standa á núverandi stað um aldur og ævi. Eðlilegt væri því að endurskoða umfang framkvæmdanna við Reykjavíkurflugvöll. Hvað um Fljótsdalsvirkjun? Það er ekki bara flugvöllurinn sem styr stendur um. Undarlegt verður að teljast að ekki skuli hafa komið til tals að fresta Fljótsdals- virkjun í umræðunni um að draga úr opinberum framkvæmdum. Meira en hálf þjóðin er á móti fyr- irhuguðum virkjunarframkvæmd- um við Eyjabakka. Það er kannski eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast á frestun Fljótsdalsvirkjunar á stjórnar- heimilinu, en við þessar aðstæður hlýtur að eiga að skoða alla mögu- leika. Framkvæmdir við alþingis- húsið sem til stendur að hlaupast burt frá, eru ekki stórar í sniðum í samanburði við Fljótsdalsvirkjun og álver við Reyðarfjörð og ólík bæði flugvellinum og Fljótsdals- virkjun að því Ieyti að enginn ágreiningur befur verið um málið. Ekki svo að skilja að ekki hafi ver- ið hægt að klúðra jafn vandasömu verki og viðbyggingu við alþingis- húsið. En málið var Ieyst í góðu samráði við alla sem málið töldu sig varða og eru það vinnubrögð sem ríkisstjórnin ætti að hafa í huga þegar ráðist er í fram- kvæmdir. Ef ríkistjórninni er virkilega alvara í því að draga úr þenslu þá eru hægust heimatökin að fresta Fljótsdalsvirkjun. Það mundi ekki bara draga úr efna- hagslegri spennu heldur líka draga verulega úr tilfinningalegri spennu sem skapast hefur vegna fyrirhugaðra famkvæmda við Eyjabakka. Ef virðing stjórnvalda fyrir umhverfi Eyjabakka, er eins og hún virðist vera gagnvart nán- asta umhverfi alþingishússins, þá er illt í efni. Fimm brauð og tveir fískar , VIGDÍS JÓNSDOTTIR SKRIFAR Matarvenjur rfkra þjóða hafa alls- staðar svipuð einkenni. Neysla fæðutegunda úr dýraríkinu er mikil, fæðið er feitt, sætt og í því er mikil eggjahvíta (prótein), en hlutfall brauðs og kornvöru lítið. Mataræði okkar er með af- brigðum ríkulegt. Óvíða í veröld- inni er fæði jafn eggjahvíturíkt, neysla smjörs og annarra dýrra fituefna eins mikil, eða sykurát þvílíkt. Neysluvenjur þjóða voru löng- um háðar búsetu. Fæðuöflun var bundin við það sem jörðin gaf af sér í nálægu umhverfi. Með harð- fylgi og ýtrustu nýtingu á öllu ætilegu hefur þjóðum tekist að halda lífi við undra fábreytta og takmarkaða næringu. Fábreytt fæði þekkir flest uppkomið fólk á íslandi, en beinan fæðuskort þekkja nú aðeins nokkrir hinna elstu okkar á meðal. Hungrið í veröldinni er langt frá okkur, fjar- lægt, utan við okkar aðild og ábyrgð. En er það svo? Afrakstur landbúnaðar skiptist afar ójafnt milli íbúa jarðar. Dæmigerð sóunarlönd eyða sem svarar 1000 kílógrömmum af korni á hvern íbúa árlega. Þróun- arland fær aftur á móti um 200 kíló á mann á ári. I þróunarlönd- um er svo að segja allur kornmat- urinn nýttur til manneldis. I só- unarlöndum er aðeins um 10% af kornvörunni notað til matar, allt hitt fer til að fóðra skepnur, sem gefa af sér kjöt, mjólk, egg og flesk. Það þarf um 7 kíló af korni til þess að framleiða 1 kíló af kjöti, svo að nýtingin er í mesta lagi 15%, reiknað í þyngdareiningum, mun minni ef reiknað er í hita- einingum. En það er ekki rétt. Óhófs- neysla ríkra þjóða á mikinn þátt í neyðarkjörum þróunarlanda. Fóðrið sem notað er til eggja- og kjötframleiðslu, þegar verið er að breyta korni í buff, kjúldinga og egg, nægði til þess að metta margfalt fleiri, ef úr því væri gert brauð. Eggjahvítuforðabúr sjávar gæti, með réttri og skynsamlegri nýtingu, komið til þroska milljón- um barna, sem mörkuð verða ævilangt af skorti, ef þau halda lífi. En hér enn litið á margar dýr- mætar sjávarafurðir sem skepnu- fóður. Við erum ekki eftirbátar ann- arra sóunarþjóða í því að krefjast alls þess besta í okltar hlut. Heyr- ast raddir, sem heimta að okkur skuli leyft, án allra hafta, að veita okkur hverskonar dýra krásagleði, með því að draga í búið allar völd- ustu framleiðsluvörur fremstu kunnáttuþjóða í hverri grein mat- vælaiðnaðar. Næringarfræðileg þekking er sjaldan tengd slíkum bollaleggingum. Ekki heldur minnsti grunur um að pólitískar sviftingar kunni að breyta mati á því, hver séu mest nauðsynjamál heimsbyggðarinnar. Nú, þegar áhrif Ianda þriðja heimsins fara ört vaxandi á al- þjóðavettvangi, er tímabært við- fangsefni að endurskoða þær neysluvenjur, sem stuðla að rang- látri skiptingu hins takmarkaða afraksturs matvælaframleiðslunn- ar í heiminum, neysluvenjur, sem þar að auki eru skaðlegar heils- unni að áliti næringarfræðinga. Ofneyslusjúkdómar aukast stöðugt meðal sóunarþjóða. I raun hefur ekki verið um neina stefnu að ræða í manneld- ismálefnum í okkar landi af opin- berri hálfu, ef frá eru talin þau víðtæku áhrif, sem niðurgreiðslu- kerfíð hefur á vöruval, en því er beitt til hagstjómar, svo og tak- mörkunum á innflútningi vara, sem ffamleiddar eru í Iandinu. Því skortir hér opinbera forustu í manneldismálum og skilning á félagslegum áhrifum manneldis, þótt aðrar greinar heilsugæslu séu ræktar með sóma. I menning- arlöndum nýtur almenningur leiðsagnar sérfræðinga á þessu sviði. En félagsskapur áhuga- manna getur líka unnið þarft verk, með því að leita fræðslu og miða þekkingu. Kvenfélögin eru þar kjörinn vettvangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.